Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Side 16
16 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 Guðmundur Jónsson, arkitekt í Noregi, hannar ólympíusafn og víkingagarð: Reyni alltaf að koma íslandi að Yfirlit yfir höfðingjasetrið í vikingagarðinum en garðurinn nær yfir 20 hektara. Guðmundur Jónsson, arkitekt i Noregi, hefur hannað ólympíusafn og vík- ingagarð. Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: Ég kom til vinnu einn morguninn og hafði nákvæmlega ekkert að gera. Ég var orðinn einn eftir á stofunni og útlitið ekki bjart. Þá bauðst mér fyrir tilviljun aö taka þátt í sam- keppni um hönnun Noregssögusýn- ingar á ólympíuleikunum í Lille- hammer. Ég sigraði í samkeppninni og eftir það fór boltinn að rúlla,“ seg- ir Guðmundur Jónsson, íslenskur arkitekt, sem undanfarin ár hefur starfað í Ósló og er orðinn einn af eftirsóttustu arkitektum Noregs. Þvi til sönnunar má nefna að hann hefur nú nýlokiö við að hanna vík- ingagarð sem opnaður verður í vor skammt austan Óslóar. Þá er Noregs- sögusýningunni í LUlehammer ætlað aö standa til frambúðar. Hún laðar að fjölda ferðamanna. Vinsældir sýn- ingarinnar hafa síðan leitt til þess að Guðmundur var valinn til að hanna sérstaka ólympíusýningu á sama stað. „Þetta er sýning sem á að gefa yfir- Ut um 100 ára sögu ólympíuleikanna með áherslu á hlut Norðmanna. Þetta er mikið fyrirtæki og er m.a. hugsaö til að auka enn áhuga ferða- manna á Lillehammer," segir Guð- mundur. Sýning verður opnuð á næsta ári, afmælisári ólympíuléik- anna. Tónlistarhús og heimssýning Guðmundur hefur nú um nær tíu ára skeið rekið eigin arkitektastofu við Bygdo AUé, rétt við miðborg Óslóar. Hann hefur reynt bæði súrt og sætt í samkeppninni á norska og íslenska markaðnum. Fyrst vakti hann athygli á íslandi árið 1986 og þegar hann sigraði í samkeppni um hönnun tónlistarhúss í Reykjavík. Nú nær áratug síðar er húsið enn á pappírunum og svo er um fleiri hús sem hann hefur teiknað fyrir íslend- inga. Hús Guðmundar hafa til þessa öll risið í útlöndum. Guðmundur var einnig umtalaður á íslandi vegna hönnunar íslands- skálans á heimssýningunni í Seville. Skálinn reis aldrei vegna þess að ís- lendingar vildu ekki borga. Norski skipakóngurinn Knut Kloster fékk þó áhuga á verkefninu og vildi leggja fram fé en samt varð ekkert úr. Þá fékk Guðmundur menningarverð- laun DV árið 1991 fyrir frumlegt rað- hús í Malmö í Svíþjóð. „Já, það er hálfleiðinlegt til þess að vita að enn hefur ekkert af mínum húsum risið á íslandi," segir Guð- mundur. „Lengi framan af vann ég þó nær eingöngu að verkefnum á Islandi þótt ég væri búsettur í Nor- egi. Meðan á hönmm tónlistarhúss- ins stóð hafði ég um tíma sjö menn í vinnu en síðan dró mjög úr verkefn- unum.“ Núna starfa fjórir arkitektar með Guðmundi á stofunni. Tveir þeirra eru norskir en þar eru einnig íslend- ingamir Guttormur Magnússon, sem mikið hefur unnið að víkinga- garðinum, og Ingunn Helga Hafstað. Og verkefnin virðast óþijótandi. Víkingatíminn sviðsettur Guðmundur kom til Noregs árið 1975 og lauk prófi í arkitektúr árið 1981. Hann segir að markmiöið hafi verið að flytja heim að prófi loknu en áður þótti honum þó rétt að afla sér rey nslu á norskum arkitektastof- um. „Ég er ekki farinn heim enn,“ segir Guðmundur. „Ég byrjaði strax á að taka þátt í samkeppnum með- fram fastri vinnu og var á endanum kominn með eigin stofu. Reyndar verð ég að koma mér upp útibúi á íslandi þegar bygging tónlistarhúss- ins hefst. Og það er ekki spurning um hvort heldur hvenær húsið rís.“ Guðmundur leggur áherslu á orðin. Síðustu mánuðina hefur víkinga- garðurinn austan Óslóar verið aðal- verkefni Guðmundar. Þetta er skemmtigarður sem kostar um 400 milljónir íslenskra króna í byggingu. Norska menningarráðið hefur lagt blessun sína yfir verkið. Það fá færri en vilja að byggja löggilt víkingasöfn í Noregi. Garðurinn verður um 20 hektarar að stærð og stndur við hliðina á Tus- enfryd, öðrum skemmtigarði í eigu sömu aðila innan við klukkutíma akstur frá Ósló. Eigendurnir reikna með að allt að 200 þúsund gestir komi árlega í garðinn. Ég hef alls staðar reynt að koma íslandi að í víkingagaröinum," segir Guðmundur. „Aðalskálinn er t.d. gerður eftir fyrirmynd frá Stöng í Þjórsárdal. Ég kallaði hann í gamni Snorraskála og það hefur fest við hann. Norðmenn eru hins vegar margir hveijir ekki meö það á hreinu að Snorri var íslendingur. Enn verra er að koma Norðmönnum skilning um að Leifur heppni var líka íslensk- ur. Það er því fuU ástæða til að halda íslandi á lofti og minna á hlut okkar í víkingatímabihnu. Norðmenn fall- ast líka á þetta og hestamir í garðin- um verða íslenskir og eigendurnir hafa einnig af einhveijum ástæðum beðið um íslensk hænsni." Árás þegar minnstvarir Garðurinn er skipulagður þannig aö gestirnir fara í hringferð um vík- ingjans. Fyrirmyndin er frá Stöng i Þjórsárdal. ingaslóðirnar. Þeir koma inn á kaup- vang og fara þar í víkingaklæði. Þeir ganga fram hjá víkingum aö hlaða skip sitt vamingi, sjá víkingaskip í smíðum, koma á þingstað og fá að sjá í haug víkings áður en komið er að höfðingjasetrinu þar sem jarlinn sjálfur býr. Gestirnir geta séð völvu fremja seið og inni í fjallshlíð við hlið garðsins er boðið upp á víkinga- ferð með Leif heppna viö stýrið. „Það verður engin fost dagskrá heldur geta gestirnir fylgst með fólki víkingatímans við dagleg störf,“ seg- ir Guðmundur. „Inni á milli verða svo uppákomur þar sem víkingar í öllum herklæðum gera áhlaup eða skotiö er á þingfundi og fleira í þeim dúr. Það er margsannað að garðar af þessu tagi laða að fjölda ferðamanna. I þessu tilfelli er það einkafyrirtæki sem lætur gera garðinn og á vafa- laust eftir að hagnast á öllu saman. Það hlýtur því að koma vel til. greina að gera eitthvaö þessu líkt á íslandi. Náttúran laðar vissulega marga að en ferðamenninir vilja sjá eitthvað meira, eitthvað um söguna.“ Norómenn taka öllum vel Guðmundur segir að hann hafi nú mestan áhuga á verkefnum við húsa- hönnun í Noregi eftir vinnu við þrenn sögusöfn. Hann hefur tekið að sér hönnun menningarmiðstöðva í Geirangursfirði og á Hamarey í Norður-Noregi. Þá hefur hann nýlok- ið við hönnun innréttinga í skart- gripaverslun í Ósló. Það verk varð m.a. Aftenposten tilefni til ítarlegrar umfjöllunar. „Það er ekkert vandamál fyrir út- lendinga að fá verkefni í Noregi, svo fremi að verkið sé boölegt,“ segir Guðmundur. „Eftir minni reynslu eru Norðmenn upp til hópa lausir við allan hroka gagnvart útlending- um. Þeir eru mjög stoltir af sínu eig- in þjóðerni en það birtist aldrei í andúð á útlendingum. Hér skiptir engu hvaðan fólk kemur. Norðmenn halda mjög upp á fán- ann, kónginn, þjóðhátíðardaginn og þjóðsönginn en eru um leið umburð- arlyndir og lausir við þjóðrembu. Þeir leggja sig t.d. fram un að skilja útlendinga, jafnvel þótt norskan sé léleg. Ein ástæða fyrir þessu er að Norðmenn eru svo vanir því að skilja fjöldann allan af mállýskum. Að þessu leyti eru þeir ólíkir flestum öðrum þjóðum." íslendingar hafa lengi haft horn í síðu Norðmanna, miklu lengur en Smugan margfræga hefur verið á sjókortunum. Guömundur kannast vel við miður góðan þokka íslend- inga á frændum sínum. „Ég er fyrir löngu vaxinn upp úr því að tala illa um Norðmenn," segir hann. „Það er landlæg skoðun á Is- landi að Norðmenn séu allir sveita- menn og að Ósló sé stærsta sveita- þorp í heimi. Þetta er alrangt. Ósló er t.d. að mörgu leyti meiri heims- borg en Kaupmannahöfn. Fordómar íslendinga gagnvart Norðmönnum eru að miklu leyti komnir frá íslenskum námsmönnum sem rottuðu sig saman í háskólan- um, sátu saman á kaffistofunni, drukku saman bjór á kvöldin og kynntust aldrei Norðmönnum. Þess- ir menn fóru heim að námi loknu til að tala illa um Norðmenn. Fyrir tuttugu árum var Ósló ef til vill eins og risastórt sveitaþorp en það er liðin tíö. Það er kannski merki um sveitamennsku hvemig Norð- menn hugsa um náttúruna og taka tillit til staðhátta við allt skipulag. í Ósló hefur t.d. tekist að gefa borginni stórborgarblæ um leið og náttúran nær alveg upp að húsdyrum. Það er að mínu viti ekki merki um sveita- mennsku heldur góðari arkitektúr." Fráskildir arkitektar Vegna starfa sinna á íslandi fer Guðmundur heim annan hvern mán- uð að jafnaði. Það býr móðir hans, María Brynjólfsdóttir, en faöirinn Jón Ólafsson, er látinn. Dóttirin Tinna er hins vegar í Ósló. Guömundur er fráskilinn „eins og 90% allra arkitekta," segir hann. „Það er merkileg staðreynd að hjóna- bönd endast illa í þessari stétt. Ástæðan er sennilega að vinnutím- inn er ekkert venjulegur."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.