Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995
FRéttir
Söguleg þátttaka 1 prófkjöri Alþýðuflokksins á Reykjanesi:
Rannveig sigraði efftir
gríðarlega kjörsókn
Rannveig Guömundsdóttir, félags-
málaráöherra og varaformaöur Al-
þýðuflokksins, var í fyrsta sæti í
próíkjöri Alþýðuflokksins í Reykja-
neskjördæmi þegar DV fór í prentun
um miönættið. Þegar aðeins var eftir
aö telja utankjörstaöaatkvæði haföi
Rannveig fengiö 4.231 atkvæöi í
fyrsta sætið en Guðmundur Árni
Stefánsson aöeins 3.403. Guömundur
var með 4.297 atkvæði í annað sætiö,
Petrína Baldursdóttir alþingismaöur
var í þriðja með 4.680 atkvæöi og
Hrafnkell Óskarsson læknir í íjóröa
sæti meö 4.538 atkvæði.
„Þetta kemur mér meira á óvart
en hitt og mjög gleðilegt aö forystan
sé svona afgerandi og þátttaka Kópa-
vogsbúa svo mikil. Á síöustu tveimur
vikum hef ég fundið að ég hef eign-
ast afar sterkan og góðan stuönings-
mannahóp um allt kjördæmiö. Mér
finnst eins og Kópavogsbúar hafi
fylgst meö störfum mínum og hafi
veitt mér ákveöna viöurkenningu
sem stjómmálamanni vegna þess aö
ég er eini þingmaöurinn úr Kópavogi
síðan 1978 og fyrsti ráðherrann,"
sagði Rannveig Guðmundsdóttir fé-
lagsmálaráðherra í gærkvöld þegar
% hlutar atkvæöa höföu veriö taldir.
Geysigóð stemning var í húsnæði
Alþýðuflokksins í Hamraborg í
Kópavogi í gærkvöld og margir sem
komu til að samfagna Rannveigu eft-
ir prófkjörsstarf síðustu vikur enda
kom í ljós strax og fyrstu tölur voru
birtar að Rannveig hefði náð foryst-
unni og húrrahrópin hljómuðu hátt
þegar nýjustu tölur voru lesnar. Mik-
ill mannfjöldi var einnig saman kom-
inn í listamiðstöðinni Hafnarborg í
Hafnarfiröi þar sem kosningavaka
hafnfirskra alþýðuflokksmanna var.
Söguleg þátttaka varð í prófkjöri
Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi um helgina. 8.791 greiddu at-
kvæði eða ríflega helmingi fleiri en
í prófkjörum flokksins í sveitar-
stjórnarkosningunum í fyrra. Lang-
flestir kusu í Hafnarfirði eða 2824,
næstflestir í Kópavogi eða 2479 og
1.248 í nýja sveitarfélaginu á Suður-
nesjum. í Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi,
Garðabæ, Vogum, Grindavík og
Sandgerði kusu á bilinu 73-751.
Elín Harðardóttir úr Hafnarflrði
lenti í fimmta sæti, Gizur Gottskálks-
son úr Garðabæ í sjötta sæti og Garð-
ar Smári Gunnarsson í því sjöunda.
Guðmundur Ami Stefánsson:
Bylgjaní
Kópavogi
kom á óvart
- skilar sér væntanlega
„Ég stefndi að fyrsta sæti listans
en hlaut annað sæti. Eftir allt sem á
undan er gengið er augljóst að mín
staða er mjög sterk í þessu kjör-
dæmi. Þaö kemur auðvitað mjög á
óvart og sérstaklega ánægjulegt að
þessi bylgja jafnaðarmanna skuli
hafa risið i Kópavogi og haft jafnmik-
il áhrif á niðurstöðuna og raun ber
vitni. Það skilar sér væntanlega í
kosningum í ljósi þess að Alþýðu-
flokkurinn í Kópavogi virðist hafa
margfaldað fylgi sitt á örskömmum
tima. Þátttakan í prófkjörinu undir-
strikar styrk flokksins,“ segir Guð-
mundur Ámi Stefánsson alþingis-
maður.
„Þetta er í samræmi við það sem
ég hef vænst. Ég er mjög ánægð með
að fá þriðja sætið. Þetta er í fyrsta
skipti sem ég fer í svona prófkjör í
svona stóru kjördæmi og ég hef enga
reynslu af prófkjörum þannig að ég
var stundum kvíðin en þetta hefur
verið frábært,“ segir Petrina Bald-
ursdóttir alþingismaður.
Alþýðuflokksmenn i Hafnarfirði komu saman í listamiðstöðinni Hafnarborg þegar fyrstu tölur voru birtar og í Ijós
kom að Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra hafði náð forystunni í fyrsta sætið. Á myndinni má sjá
Tryggva Harðarson bæjarfulltrúa, Guðmund Árna Stefánsson alþingismann, Jónu Ósk Guðjónsdóttur og Gunn-
laug Stefánsson alþingismann skoða fyrstu tölur. DV-mynd GVA
Stuttar fréttir
Ögmundur Jónasson:
Ætlum að
taka til
hendinni
Unnur Jónsdóttir fundarstjóri, Ögmundur Jónasson, Svanhildur Kaaber, Kári Arnórsson og Linda Ósk Sigurðardóttir.
DV-mynd GVA
„Ný ríkisstjórn á að taka til hend-
inni i velferðarmálum, hætta aö selja
aðgang aö skólum og heilsugæslu-
stöðvum, taka til gagngerrar endur-
skoðunar allar þær kerfisbreytingar
sem ríkisstjórnin hefur keyrt í gegn
og bitnaö hafa á sjúkum og öldruð-
um. Það á að hækka skatta á hátekju-
fólki og arðsömum stórfyrirtækjum,
skattleggja fjármagn og flytja þangaö
sem þess er þörf. Við höfum ekki
sett niður stefnu heldur sameinast
um þessi meginmarkmið,“ segir Ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB.
Ögmundur Jónasson var einn
þeirra sem fluttu ræðu á fundi á
Hótel Borg síðdegis í gær þar sem
óháðir kynntu stefnumarkmið sín í
sameiginlegu framboði meö Alþýðu-
bandalaginu í Reykjavík fyrir alþing-
iskosningarnar í vor. í samtali við
Ögmund í gær kom fram að hann
hygðist ekki ganga í Alþýðubanda-
lagið og ekki segja af sér formennsku
fyrir BSRB komist hann á þing.
Eftirtaldir fara að öllum líkindum
á framboðslista Alþýðubandalags og
óháðra í Reykjavík fyrir hönd
óháðra: Unnur Jónsdóttir, leikskóla-
stjóri og fundarstjóri í gær, Svanhild-
ur Kaaber, fyrrum formaður Kenn-
arasambands íslands og Linda Ósk
Sigurðardóttir, starfsmaður Félags
starfsfólks i veitingahúsum. Ekki er
frágengið hvaða sæti þetta fólk skip-
ar en ljóst er aö Ögmundur Jónasson
verður í þriðja sæti.
Sild í f lottroll
Ómar Garðaisson, DV, Eyjum:
Hjá ísfélaginu var gripið til þess
ráðs að fá loðnubátinn Hugin VE til
að reyna fyrir sér með síldarflot-
troll. Lofar sú tilraun góðu því á
laugardaginn kom Huginn með um
150 tonn af stórri og góðri síld.
Gylfi Guðmundsson, stýrimaður á
Hugin, segir að síldin hafi fengist á
Hvalbakssvæðinu fyrir austan land:
Síldin var á um 100 faðma dýpi og
var mjög dreifð þannig að hún var
ekki veiðanleg í nót. Síldin sem Hug-
inn kom með fékkst í þremur togum
og sagði Gylfi að það væri viðunandi
árangur.
Verksmiðja í Kaliforníu
Össur hf. hefur opnaö nýja stoð-
tækjaverksmiðju í Kaliforniu. Að
sögn Sjónvarpsins er fram-
leiðslugeta nýju verksmiðjunnar
svipuð og hér á landi og er henni
ætlað að sinna mörkuðum í Am-
eríku og Asíu.
Voðinnvis
Launahækkanir umfram 3 til
,4% á ári næstu tvö árin stefna
stöðugleika og atvinnuöryggi hér
á landi í voða. Stöð tvö hafði þetta
eftir forstöðumanni verðbréfa-
fyrirtækis.
Keppniívisindum
íslenskum íramhaldsskóla-
nemum, 15 til 20 ára, býðst nú að
taka þátt í samkeppni ungra vís-
indamanna. ASð sögn Sjónvarps-
ins er keppnin hluti af mann-
auðsáætlun ESB.
Fjöldi útiendinga
Alls voru 4.715 erlendir ríkis-
borgarar búsettir á íslandi 1. des-
ember síðastliðinn. Á sama tima
áriö 1993 var fjöldinn 4.825. Mbl.
greindi frá þessu.
Aiþingishústeiknað
Ungur arkitekt, Lena Helga-
dóttir, hefur teiknað nýtt alþing-
ishús i Vatnsmýrinni i Reykjavík.
Um er að ræða lokaverkefni frá
Listakademíunni í Kaupmanna-
höfn.
Tapviðsölu
Fyrri eigendur Viking brugg á
Akureyri töpuðu milli 100 og 200
milljónum króna á sölu fyrirtæk-
isins til KEA skömmu fyrir ára-
mót. Stöð tvö greindi frá þessu.