Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995 Fréttir „Gróft trúnaðarbrot“ vegna bréfaskrifta 1 hreppsnefnd Jökuldals: Hýðing á almannafæri er refsing oddvita Sérkennilegar deilur hafa veriö í hreppsnefnd Jökuldalshrepps undanfarnar vikur vegna þess að Arnór Benediktsson oddviti sendi ljósritað uppkast að svarbréfl til umsækjanda um stöðu ráðskonu við Skjöldólfsstaðaskóla á Jökuldal í lok ágúst. Hreppsnefnd hefur átal- ið oddvita harðlega fyrir að hafa sent vinnuplagg nefndarinnar út í heimildarleysi. Nefndin telur að um „gróft trúnaðarbrot oddvita" sé að ræða og hefur óskað eftir því að hann biðjist afsökunar á því að hafa sent plaggiö út. Þetta kemur fram í fundargerð hreppsnefndar- innar 8. janúar 1995. Bréfasending Amórs Benedikts- sonar oddvita hefur verið til um- ræðu á tveimur hreppsnefndar- fundum á Jökuldal að undanfórnu og eru lyktir málsins þær að Arnór hefur hreinskrifað bréfið og sent það til umsækjandans. Málið kom til umfjöllunar í hreppsnefnd eftir aö umsækjandinn sendi kvörtun- arbréf og taldi menn ekki eiga rétt á að sitja í sveitarstjórn ef þeir vaeru ekki skrifandi á íslenskt mál. í fundargerð Jökuldalshrepps frá 8. janúar segir að oddviti telji „sína refsingu vera þá að vera hýddur á almannafæri. Skuli böðullinn vera Sigurður Aðalsteinsson á Vað- brekku svo að hann geti þar með fengið útrás fyrir sínar vondu hu- grenningar. Skuli böðullinn ákveða stað og stund,“ eins og seg- ir í fundargerðinni. í samtali við DV sagði Arnór Benediktsson að böðullinn væri ekki búinn að ákveða stund og stað. „Á hreppsnefndarfundi um miðj- an janúar var tahð að þessu máli væri lokið. Þetta var bara vinnup- lagg sem hreppsnefndarmenn skrifuðu á fundinum. Vinnuplagg- ið leit ansi fátæklega út, yfirstrik- ánir og orðalagi breytt hér og þar. Plaggið átti ekkert erindi út af fundinum og því afhent oddvita til afgreiðslu. Hann er nú einu sinni kosinn til þess að koma á framfæri samþykktum hreppsnefndar og fær kaup fyrir það,“ segir Sigurður Aðalsteinsson, bóndi á Vaðbrekku. „Ég er sjálfsagt að hluta til sekur fyrir aö hafa sent þetta bréf svona en ég tel að þessu máli sé lokið. Ég sendi aldrei neitt afsökunarbréf því að ég þurfti ekkert að afsaka. Ég tel kvörtunina einkum beinast að þeim sem skrifaöi bréfið í hrepps- nefnd. Ég ætlaði að leysa málið utan fundar en sá sem skrifaði bréfið brást öfugur við. Hann sætti sig ekki við að leysa þetta án þess að troöa á mér,“ segir Arnór Bene- diktsson oddviti. Ráöhúsið í Reykjavík: Nemendur Langholtsskóla hlýða á séra Arna Berg Sigurbjörnsson við Askirkju sl. fimmtudag. Efnt var til göngu frá skólanum til kirkjunnar með friðarljós til að sýna Súðvíkingum samhug vegna snjóflóðanna þar í vikunni. DV-mynd Sveinn Ellefu milljóna innkaup fram hjá útboðum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að skipuð verði þriggja manna nefnd til að koma með tillög- ur um 270 milljóna króna sparnað í rekstri borgarinnar sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir þetta ár. Starfssvið nefndarinn- ar nái yfir útboð og verkkaup á veg- um borgarstofnana en í DV hefur komið fram að 20 prósent af verk- kaupum borgarstofnana, eða einn milljarður af fimm sem eytt er í verk- kaup, fari fram hjá útboðum á vegum Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar. Stefnt er að því að nefndin skili tillögum fyrir 1. maí. „Ef gert er ráð fyrir þvi að útboð skili tíu prósenta sparnaði þá gætu 100 milljónir sparast í útboðum og því þarf aö gera leikreglurnar miklu skýrari. Aðhald hefur ekki verið nægilegt í borgarrekstrinum. Borg- arendurskoöun hefur veriö mjög veik og ekki Utið svo á að hún hafi það gagnrýnishlutverk sem hún á að hafa. Athuga ber hvort ekki þurfi að efla Borgarendurskoðun enn frekar og auka raunverulegt sjálfstæði hennar," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Borgarskrifstofurnar í Ráðhúsi Reykjavíkur vörðu 11 milljónum króna i innkaup árið 1993. Aðeins rösklega 217 þúsund krónur fóru í innkaup gegnum Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, eða 1,9 prósent, meðan 11,5 milljónir fóru framhjá stofnuninni. Kann borgarstjóri skýr- ingar á þessu? „Greinilegt er að hér hafa menn keypt inn eftir einhverjum öðrum reglum. Það er auðvitað mjög slæmt ef yfírstjórn borgarinnar þekkir ekki þær reglur sem fara þarf eftir. Þessu þarf auövitað að breyta og ég reikna með að nefndin komi með tillögur um það,“ segir Ingibjörg Sólrún. Áskrífendur DV fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum Þverholti 11 -105 Ifeykjavík Sími 563 2700 - Bréfasími 563 2727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. vwvvw Tryggingastofnun hugar að húsnæðiskaupum: Núverandi húsnæði er óviðunandi - segirKarlSteinarGuðnason „Núverandi húsnæði Trygginga- stofnunar er óviöunandi. Það er kjami málsins. Fatlaðir og aldraðir eru að príla upp og niður fjórar hæð- ir við niðurlægjandi aðstæður og við húsið eru engin bílastæði. Hægt yrði að ráða bót á þessu öllu saman með því að kaupa nýtt húsnæði," segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Oforml^gar viðræður hafa verið milli Tryggingastofnunar og verk- takafyrirtækisins Eykt hf. um bygg- ingu h'úsnæðis undir stofnunina á Gijóthálsi í Reykjavík. Um yrði að ræða fjögur til fimm þúsund fer- metra hús sem hýst gæti alla starf- semi stofnunarinnar. Formlegar við- ræður um kaupin eru áformaðar á morgun. Samkvæmt heimildum DV hefur heilbrigðisráðuneytið þegar lýst sig samþykkt kaupunum enda verði fer- metraverðið á bilinu 75 til 85 þúsund krónur. í fjármálaráöuneytinu er máli enn til skoðunar. Trygginga- stofnun á að stórum hluta eignir og fjármuni fyrir húsnæðiskaupunum ef af yrði, meðal annars húseignirnar að Laugavegi 114 og 116 og hálft hús- iðaðTryggvagötu28. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.