Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Page 5
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995
5
Fréttir
HYUNDAI
ACCENT
TOYOTA
COROLLA
NISSAN
SUNNY
hyuhdfii
1
949.000
kr. á götuna
Gerðu samanburð
Ódýrasti bíllitin í stnutn flokki
3ja dyra
RUMTAK VELAR
LENGD/mm
4103
4020
4095
3975
BREIDD/mm
1620
1695
1685
1690
HJÓLHAF/mm
2400
2475
2430
ÞYNGD
960
1075
1020
995
VERÐ
Keflavíkurflugvöllur:
Farþegum
hef ur fjölgað
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Öll aukning er af því góöa og mið-
aö viö ástandið í efnahagsmálum eru
þetta mjög góðar fréttir. Flugleiðir
hafa verið með stórt kynningarátak
og aðrir eru einnig aö kynna land-
ið,“ sagði Pétur Guðmundsson, flug-
vallarstjóri Keflavíkurflugvallar, í
samtali viö DV.
Á öllum stöðum var aukning kring-
um flugið á Keflavíkurflugvelli á síð-
asta ári. Farþegar um völlinn voru
samtals 843.446 (761.344 áriö 1993),
sem skiptust þannig: Brottfararfar-
þegar 313.260 (284.443), komufarþegar
309.762 (284.018), áningarfarþegar
220.424 (192.883).
Lendingar farþegarflugvéla jukust
einnig milli ára, 6587 í fyrra (6354
árið 1993). í fraktinni jókst útflutn-
ingur milli ára, 9912 tonn í fyrra á
móti 8135 árið 1993. Innflutningur
dróst lítillega saman, 5221 tonn móti
5452 árið 1993.
2465
949.000
1.149.000
1.199.000
1.059.000
SKREPPUM
SAMAN
og minnkum
vanda-málið
NUPO LÉTT
Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi:
Kavíar- og hrognaframleiðandinn
Vignir G. Jónsson hefur sent bæjar-
yfirvöldum hér harðort bréf þar sem
hann hótar að flytja starfsemi sína í
annað bæjarfélag ef Smiðjúvellir
verða ekki steyptir í sumar.
Vignir segir að hann hafi þurft að
greiða rúmlega 500 þúsund krónur í
gatnagerðargjöld á síðasta ári og auk
þess tæplega 800 þúsund krónur
vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar
sinnar á Smiðjuvöllum.
Ástand götunnar og aðkoma að fyr-
irtækinu er ekki í samræmi við kröf-
ur Hollustuverndar-ríkisins og Fiski-
stofu og stenst ekki kröfur Evrópu-
sambandsins. Nokkrir af viðskipta-
vinum fyrirtækisins hafa gert at-
hugasemdir við ástand götunnar.
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Við teljum að sýslumaður byggi
ákvörðun sína á mjög óljósu ákvæði
úr umferðarlögunum. Við höfum
bent á að engin slys hafa orðiö síðan
skiltið var sett upp. Enginn hefur
kvartað svo við vitum,“ sagði Ásgeir
Jónsson, héraðsdómslögmaður í
Keflavík, en eigendur flettiskiltis,
sem staðsett er við Fitjar í Njarðvik,
hafa kært ákvörðun sýslumanns í
Keflavík til dómsmálsráðuneytisins
öðru sinni.
Ráðuneytið vísaði fyrri ákvörðun
sýslumanns frá végna formgalla. Þá
sendi sýslumaður eigendum skiltis-
ins annað bréf þar sem hann krefst
þess að auglýsingar og aðrar myndir
á skiltinu verði fjarlægðar eigi síöar
en 25. janúar nk. Ef það verði ekki.
gert mun lögreglustjóri láta fjarlægja
þær á kostnað eigenda.
Fimm aöilar standa að kærunni til
dómsmálsráðuneytisins. Eigendur
skiltisins, Skeljungur hf„ Vífilfell hf.
og Þríkantur ásamt Ungmennafélagi
Akranes:
Hótar að
flytja úr
bænum
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36
Hafið samband við sölumenn okkar
eða umboðsmenn um land allt
Njarðvíkur. Það er lóðarhafi og nýt-
ur tekna að hluta til svo og nafnlausa
sveitarfélagið þar sem bæjarstjórn
Njarðvíkur samþykkti á sínum tíma
að reisa mætti skiltið.
Ásgeir Jónsson, sem fer með mál
kærenda, segir að kröfugerðin sé
tvenns konar. í fyrsta lagi að ákvörð-
un sýslumanns verði felld úr gildi
og í öðru lagi að aögerðum að fjar-
lægja auglýsingarnar verði frestaö
meðan kæran er til afgreiðslu í dóms-
málaráðuneytinu. Ásgeir segist ekki
trúa öðru en málinu verði hnekkt -
annars veröi leitað til dómstóla.
Sambærileg skilti séu á höfuðborgar-
svæðinu sem enginn hafi amast viö.
84 hestöfl með
beinni innspýtingu, vökvastýri,
vönduðum hljómflutningstækjum
og fjölda annarra þæginda
Sýslumaðurinn í
Kef lavík kærður