Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Side 12
12 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995 Spumingin Ætlarðu að gefa í söfnun- ina ffyrir Súðvíkinga? (Spurt á föstudag) Hermann Friðriksson: Já, já. Jóna Adolfsdóttir: Ég er búin að því og sá ekki eftir því. Jens Jónsson: Nei. Páll Jónsson: Ég er búinn að gefa. Ómar örn Hannesson: Já, ég býst við því. Kristbjörn Eydal: Já, ég er búinn að því. Lesendur Heimsókn kanadíska sjávarútvegsráðherrans Konráð Friðfinnsson skrifar: Sumar heimsóknir erlendra ráöa- manna vekja enga athygli en aðrar setja allt á annan endann, með þeim aíleiðingum aö út eru gefnar há- stemmdar yfirlýsingar um gestina og gjöming þeirra. Eina slíka heim- sókn bar fyrir augu og eyru íslend- inga á dögunum er hingað kom sjáv- arútvegsráðherra Kanada. Aðrir ráðherrar hér en sjávarútvegsráð- herra okkar neituðu staðfastlega að ganga til fundar við þennan erlenda ráðherra og sömuleiðis að sitja veislu er honum var haldin til heiðurs. En hver var ástæðan? Hún er aug- ljós. Kanadíski ráðherrann hafði nefnilega komið aftan að okkur og lýst þvi yfir að Kanadamenn myndu styðja kröfur Noregs um full yfirráð yfir fiskverndarsvæðinu við Sval- barða sem íslendingar og Norðmenn deila nú um. Með shkri yfirlýsingu eru Kanadamenn ekki bara að gera sjálfsagðan og eðlilegan rétt okkar til veiða þama tortryggilegan heldur em þeir að eyðileggja fyrir okkur þegar samningaviöræður um máhð hefjast á alþjóðlegum vettvangi. Utanríkisráðherra hlaut því, eöli málsins samkvæmt, að mótmæla slíku ákvæði í samningum milli þess- ara ríkja harðlega og fara þess á leit að óréttlæti af þessum toga verði umsvifalaust kippt út aftur. Þetta er líka réttlát krafa okkar íslendinga. í heimsókn ráðherra Kanada kom fram að þorskstofninn við strendur Kanada er brostinn og því hafa Kanadamenn hætt allri veiði á þeim gula innan sinnar landhelgi. Þeir eru einnig búnir að leggja meginhluta togaraflota síns. Um ástæðu hruns- ins eru menn þar í landi ekki á eitt sáttir, fremur en annars staðar. Við skulum muna að fyrir fáeinum árum var hið umdeilda Barentshaf ein „rjúkandi rúst“ - þar var ekki ugga að hafa. Síðan gerist það allt í einu að hvar sem sjómenn dýfa veið- arfærum í sjó fá þeir stóran og falleg- an þorsk. Og þessi skyndilega veiði þarna norðurfrá kom fræðimönnum gjörsamlega í opna skjöldu. Þeir áttu ekki von á neinni þorskveiði - alla- vega ekki svona fljótt. Það sem gerðist í Barentshafi sýnir glöggt aö fiskifræðin er fremur óná- kvæm vísindagrein. Þetta breytir þó ekki því að mönnum ber aö umgang- ast flskimið, hvar sem er í heiminum, af fyllstu nærgætni. Og það tel ég íslendinga einmitt hafa gert á síðustu árum. Eru enda fáar þjóðir jafn háð- ar fiskifangi og íslendingar. - Kanada og Noregur eru ekki á sama báti hvað efnahagslífið áhrærir. Fiskimiðin verður að umgangast af fyllstu nærgætni hvar sem er í heiminum Umræðan um snjóflóðaslysin Magnús Sigurðsson skrifar: Eftir hin hörmulegu slys í Súðavík hefur þjóðmálaumræðan að mestu fallið niður um annað. Það er farið að heyrast hjá fólki að fréttaflutning- ur hafi verið ónákvæmur þótt hann hafi verið mikhl, einkum að fariö hafi verið of geyst í að skýra frá nöfn- um hinna látnu og ræða við aöstand- endur þeirra. Þetta má allt satt vera en þess verður þó að gæta að höggið er alltaf hart, hvenær sem þaö kem- ur, og umfjöllun veröur aldrei umflú- in. Enginn getur heldur gefið algilt svar við því hvenær og hvernig standa á að slysafréttum. Þær verða aldrei annað en hörmulegar, í hvaða formi sem þær eru fluttar. En brátt fer umræöan í sitt gamla horf. Þegar er farið að örla á umræð- unni um hvað gera skuli, hvaða úr- bætur eigi að ráðast í, o.s.frv. Meira að segja mun menn greina á um hvort yfirleitt eigi að gera nokkuð annað en að gera fólki kleift aö flytja búferlum frá þessum haröbýlu byggðarlögum og hættulegu. Eitt er víst. Snjóflóðavarnir á borð við þær sem Svisslendingar hafa komið upp yrðu eilífðarverkefni fyr- ir íslendinga því endalaust kæmu upp nýir og nýir staðir þar sem kraf- ist yrði úrbóta. Og aö bjóða fólki upp á áframhaldandi öryggisleysi á þekktum íslenskum hættusvæöum er vítavert. Innlegg 1 kjarasamninga: Tíðari útborqanir launa Sigurður Magnússon skrifar: Mér hefur lengi þótt vera ójafnræði í tíðni launagreiðslna til launþega. Þar skiptir hreinlega í tvö horn; ann- ars vegar eru þeir sem fá sín laun útborguð vikulega og hinir sem fá aðeins greitt mánaðarlega. Sums staðar eru laun svo greidd um miðjan mánuðinn og svo í lok mánaðar. Ég minntist eitt sinn á þetta viö þekktan launþegaforingja. Hann stóð að vísu í forsvari fyrir einn þeirra hópa sem fá greitt vikulega. Hann sagði aö aldrei hefði komið til tals að hans fólk breytti um takt og tæki mánaðarlaun; slíkt myndi enginn af Hringtð í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifiö Ndfn oft símanr. veröur að fyffija bréfum Er tímabært að endurskoða reglur um útborgun launa? hans umbjóöendum samþykkja. Hann sagðist ekki sjá annað en þetta væri hagur beggja, launþegans og vinnuveitandans. Enginn forsvarsmanna hinna fjöl- mennu hópa sem þiggja mánaöar- laun hefur viljað taka þetta upp sem lið í kjarasamningum fyrir mánaðar- kaupsfólkið. Þetta ætti að mínu mati a.m.k. að vera frjálst val launþeg- anna. Ef þetta er taliö æskilegt fyrir suma hópa, þ.m.t. verkamenn (og ekki eru alUr láglaunamenn, svo sem iðnaðarmenn o.fl.), þá hlýtur það líka að vera hagstætt fyrir aðra. En lítum nú á dæmið frá hendi at- vinnurekandans. í stað þess að vera með tvi- eða margskipt launakerfi (vikugreiðslur og mánaðargreiðslur) þá myndi vera hægt aö samræma greiðslurnar í einn flokk, t.d. hálfs- mánaðargreiðslur, sem væri strax mikil bót fyrir launamenn. Þá er það um leið minni byrði atvinnurekanda að þurfa ekki að velta stórum upp- hæðum í greiðslur um hver mánaða- mót' heldur lægri fiárhæöum hverju sinni. Ekki er hægt að skáka þvi að þetta sé svo erfitt í bókhaldi þar sem bæöi kerfin eru notuð hvort eð er. Og á tölvuöld er þetta auðvitað ekk- ert mál - frekar samræming en hitt. Tímabært er að skoða þetta sem inn- legg í yfirstandandi kjaraviðræður. Gangaverður harðaraðskatt- svikurum S.T. skrifar: Mér finnst ótækt hversu seint og illa gengur að ná til skattsvik- aranna hér á landi. Það verður að ganga miklu harðar að skatt- svikurum og láta þá sæta þeirri refsingu sem giidir samkvæmt iögum. Ekki er hægt að þegja i hel þá staðreynd, sem margoft hefur veriö upplýst, að undan- skot frá skatti nemi milljörðura króna ár hvert. Hvað eru ráða- menn að hugsa? Þama er ekki bara um að ræða virðisaukaskatt í þjónustu og verslun heldur bara almenn skattsvik hins venjulega borgara. Og það oftar en ekki hins alþekkta góðborgara - hver sem hann er nú. Samtakamáttur þjóðarinnar Sara hringdi: Missír fólksins í Súðavík er sár- ari en orð fá lýst. Hugur þjóðar- innar er hjá Súövfkingum. Ekk- ert fær bætt manntjónið en þó er það huggun harmi gegn hve frá- bærlega hefur tekist til með söfn- unina „Samhugur í verki". Þegar þetta er skrifað á öðrum degi söfhunarinnar er ijóst að útkom- an veröur í einu orði stórkostleg. Þjóðin stendur saman. Debetkortin skemma Siggi hringdi: Hringlið með hraðbankaþjón- ustuna er bæði hvimleitt og skemmir verulega fyrir viðskipt- um mínum við bankana. Ég vildi halda hraöbankaþjónustu minni óbreyttri. Nú hefur debetkorta- ruglið eyöilagt hana því að ég verð aö fá mér sérstakan ávísana- reikning til að geta notfært mér hraðbankaþjónustuna. Hin al- menna sparisjóðsbók ber þó vexti, þótt litlir séu, en ávísana- reikningurinn er enn verðminni. - Ég er því farinn aö nota bein- harða peninga, það er einfaldasta og ódýrasta leiöin. - Nema þeir fari senn að rukka um færslu- gjaid af bankabókinni. Minnisleysiðí ráðuneytinu Axel hringdi: Ég las nýlega snjalla ritsmið Haralds Blöndals hrl. um starfs- lokasamning háttsettra embætt- ismanna heilbrigðisráðuneytis- ins. Hann lagði til að þá embætt- ismenn sem ekkert myndu um launagreiðslur, ótekin námsleyfi og starfslokasamninga ætti að senda í veikindafrí. Þetta minnir mig á að ekkert hefur enn heyrst um hvernig þessum „minnisleys- isfarsa" lauk hjá heilbrigðisráðu- neytinu. Staðan er enn sú aö rík- isendurskoðandi kemst ekkert með máliö og telur stöðuna óvið- unandi. - Lýkur þá málinu bara svona? íslenskar kvlkmyndir: Ömuriegsýnishorn Ingibjörg skrifar: I Dagsljóssþætti á rás 2 var ný- lega fiallaö um Kvikmyndasjóö og sýnt sýnishorn úr íslenskum kvikmyndum sem eru í fram- leiðslu þessa dagana. Ömurleg- heitin voru í fyrirrúmi. Sýnd voruatriði sem voru svo skelfileg að engu taii tekur að skattborgar- ar séu látnir greiða iyrir með styrkjum: Dráp á ketti sem var hengdur, ungur drengur með hníf á lofti, klámsenur og sitthvað þessu skylt var þarna í fytir- rúmi. - Er þessi þjóö orðin endan- lega geðveik eða er þetta það sem styrkja skal?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.