Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Side 13
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995
13
DV
Fréttir frá Mónakó:
Sviðsljós
Rainier vill að
Albert taki við
Erótík Unaðsdraumar
Pöntunarsími: 96-25588
Mikiö er rætt um þaö í furstaríkinu
Mónakó aö þar muni fara fram
furstaskipti áöur en langt um líöi.
Meira aö segja hið virta blað, Paris
Match, sem sagt er eiga greiöan að-
gang aö furstafjölskyldunni, hefur
skýrt frá þessu. Rainier, sem oröinn
er 71 árs, hefur verið veikur fyrir
hjarta. Fréttin þótti enn áreiöanlegri
þegar fréttist að Rainier heföi látiö
skipta út hnöppum á viðhafnarbún-
ingum sínum úr R og G - fyrir Raini-
er Grimaldi - í A og G - Albert Gri-
maldi.
Reyndar hefur Rainier prins sagt
fyrir alllöngu aö hann væri tilbúinn
aö hætta ef Albert sonur hans væri
tilbúinn að taka við. Sagt er að Al-
bert hafi verið frekar ragur aö taka
viö meðan faöir hans sé á lífi.
Vorió ákjósanlegt
Spáð er að skiptin muni fara fram
næsta vor. Rainier gekkst sl. haust
undir hjartauppskurö sem gekk vel
því hann fékk aö fara heim af sjúkra-
húsinu eftir tíu tíma. Rainier hefur
reykt sextíu sígarettur á dag í mörg
Rainier vill að Albert sonur hans
taki við af sér í vor.
ár en reynir nú að hætta. Auk þess
hefur hann þurft aö gæta að matar-
æöinu og auka hreyfingu.
Sagt er aö Rainier vilji láta son sinn
taka við völdum nú og ræöur þar
miklu að Karólína dóttir hans viröist
hafa tekið gleöi sína á ný eftir nok-
kurra ára sorg eftir lát eiginmanns
hennar. Rainier vildi ekki aö Albert
tæki viö furstadæminu meðan Karó-
lína væri enn svo langt niðri.
Gott samband
Mjög gott samband hefur veriö
milli Alberts prins og Karólínu og
telur furstinn að hún muni styöja
bróöur sinn í starfi. Albert hefur
veriö börnum Karólínu mjög góöur
en þau eru Andrea, 10 ára, Charlotte,
8 ára, og Pierre, 7 ára. Ef Albert prins
hvorki kvænist né eignast börn mun
Andrea taka við furstadæminu.
Helstu áhyggjur furstans um þess-
ar mundir eru kvenmannsleysi
Aberts. Prinsinn er að veröa 37 ára
og ekki í tygjum viö neina stúlku
eftir því sem best er vitað. Sumum
finnst hann meira að segja vera of
mikill djammkarl því hann hefur
gaman af að sækja bari og diskótek.
Það hefur alltaf verið gott milli Rainiers fursta og Karólínu dóttur hans.
Meiming
Á grænum völlum
Út er komin geislaplata meö tónsmíðum eftir Skúla
Halldórsson. Platan er gefin út í tilefni áttræöisafmæl-
is tónskáldsins í apríl síðastliðnum. Á plötunni eru
sönglög, auk flautu- og píanólaga, alls 27 talsins, enda
er platan 76 mínútur í afspilun á heildina. Margir þjóð-
kunnir söngvarar og hljóöfæraleikarar flytja tónsmíö-
arnar, sem sumar eru meöal ástsælari sönglaga okk-
ar. Nægir þar að nefna lagiö „Smaladrenginn", enda
ber platan heitið „Út um græna grundu“. Skúli hefur
verið athafnamikill á löngum ferli. Tónsmíðar hans
eru hátt á annað hundrað og skipa sönglögin þar veiga-
mestan sess, en auk þess er þar aö finna bæði einleiks-
verk og hljómsveitarverk af ýmsu tagi. Hann hefur
starfað mikið að félagsmálum tónskálda í gegnum ár-
in, bæði fyrir Tónskáldafélag íslands svo og STEF, en
þar var hann formaður í ein nítján ár. Hann hefur
aukinheldur starfað sem undirleikari með einsöngvur-
um og kórum, svo nokkuð sé tínt til af störfum hans
á tónlistarsviðinu.
Á þessari geislaplötu koma alls fram nítján einsöngv-
arar og hljóðfæraleikarar og eru þeir eins og áöur
sagöi allir þjóðkunnir listamenn, m.a. leikur tónskáld-
iö sjálft píanósvítu sína „Dimmalimm kóngsdóttur“.
Hér er lögö áhersla á lagasmiðinn Skúla Halldórs-
son, enda er hann fyrst og fremst melódíker og róman-
tíker af gamla skólanum í bestu merkingu þeirra orða.
Martial Nardeau leikur tvö lítil flautuverk, „Óttu“
og „Viva strætó", en það síðara var samið til þess fyrir-
tækis er hann starfaði fyrir í mörg farsæl ár, Strætis-
vagna Reykjavíkur. Einsöngvarar eru alls níu, og
Tónlist
Áskell Másson
meðal þeirra eru Kristinn Hallsson, Sigríöur Ella
Magnúsdóttir, Svala Nielsen, Jóhann Konráösson og
Róbert Arnfinnsson og meðal hljóðfæraleikara eru
Gunnar Kvaran, Ólafur Vignir Albertsson, Selma
Guðmundsdóttir og Marteinn H. Friðriksson, svo ein-
hverjir séu nefndir.
Ekki fer hjá því þegar safnað er saman upptökum
frá svo löngum ferli að þær beri vitni tækninni eins
og hún var á hverjum tíma. Spurning hefði kannski
verið hvort hreinsa hefði átt sumar þeirra elstu með
stafrænni tækni. Hvað um það, hér eru saman komin
flest ágætustu lög Skúla og eru þau flest mjög vel
flutt. Útlit plötunnar og bæklings er látlaust en einkar
skemmtilegt.
Sumir vilja þó minna á að Rainier
var sjálfur ekkert unglamb þegar
hann kvæntist.
Rainier fursti er sagður vinna mik-
ið. Hann er mættur á skrifstofu sína
klukkan hálfníu á morgnana og
vinnur til hálfeitt. Eftir matarhlé
mætir hann aftur til starfa og vinnur
oft fram á kvöld enda er sagt að
Rainier hafi gert mikið fyrir htla
landið sitt.
Póstsendum vörulista
hvert á land sem er!
Fatalisti, kr. 350
Nýr tækjalisti, kr. 850
Blaðalisti, kr. 850
Videolisti, kr. 850
Sendingarkostnaður
innifalinn
afsláttur af öllum
antikhúsgögnum og
bastvörum
meðan birgðir endast.
Verslunin Hjá Láru
Síðumúla 33 - sími 91-881090
Til sýnis og sölu
Daihatsu Rocky EL-II Limited, árg. 1990
2,8 lítra, dísil, turbo, intercooler, ek. 75 þús. km,
útvarp/segulband, 4x4, 5 gira, svartur og grár, me-
tallic, aukadekk á felgum, yfirfarinn með 6 mán.
ábyrgð.
Tilboðsverð 1.480.000
AMC Cherokee Laredo, árg 1990
4,0 lítra vél, injection, ek. 89 þús. km, 5 gira, 4x4,
dökkgrár, metallic, útvarp/segulband.
Tilboðsverð 1.620.000
Opið laugardaga
12.00-16.00
BRIMBORG
Faxafeni 8 - simi 91-68 58 70