Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Svindlað á kerfinu
Morgunpósturinn hefur í síðustu tölublöðum sínum
fjallað um alþingismenn sem hafa skráð sig með lögheim-
ih utan Reykjavikur án þess að þeir séu þar búsettir.
Viðkomandi þingmenn eru þingmenn kjördæma á lands-
byggðinni en eru alhr með heimili og húseignir 1 höfuð-
borginni. Skráð lögheimih utan Reykjavíkur eru th mála-
mynda. Þannig er einn þingmaður talinn til heimilis í
húsi á ísafirði þar sem enginn íbúð er fyrir hendi!
Skýringamar hggja í augum uppi. Þingmenn sem hafa
lögheimhi utan höfuborgarsvæðisins njóta húsaleigu,
dvalarkostnaðar og ferðapeninga, meðan þeir dvelja við
þingstörf. Þeir fá 1.260 þúsund krónur á ári í húsaleigu,
dvalar- og ferðakostnað. Styrkur th húsaleigu nemur 42
þús kr. á mánuði, styrkur vegna dvalarkostnaðar kr.
32.300 á mánuði og ferðastyrkurinn er 31 þúsund krónur
á mánuði.
Þessir styrkir eru hugsaðir til uppbótar fyrir alþingis-
menn sem hafa sannanlegan kostnað af tveim heimhum
og er réttlætanlegt þegar við á. Margir alþingismenn
hafa hins vegar misnotað þetta með þeim hætti að skrá
sig heima í héraði með heimih þótt þeir búi með fjölskyld-
um sínum að staðaldri í Reykjavík og nágrenni.
Samkvæmt upplýsingum Morgunpóstsins eru aðeins
þrír landsbyggðarþingmenn skráðir með lögheimih í
Reykjavík, þar af tveir ráðherrar, sem eiga ekki kost á
húsaleigu eða dvalarkostnaði samkvæmt fyrrgreindum
reglum. Frægt var þó fyrir nokkrum árum þegar einn
núverandi ráðherra, Sighvatur Björgvinsson, skráði sig
hjá Hjálpræðishernum á ísafirði. Sighvatur hefur senni-
lega lega flutt af hernum eftir að hann komst í ríkis-
stjóm enda ekkert gagn að því lengur þegar hann hefur
ekki lengur hag af því að svindla á kerfmu!
Meðal þeirra alþingismanna sem leyfa sér þetta sið-
leysi eru þungavigtarmenn í póhtík, fyrrverandi ráðherr-
ar og formenn flokka. Allir faha þeir fyrir ómerkilegri
freistingu af því enginn kjaftar frá.
Greinhegt er að um það ríkir þegjandi samkomulag
milh flokka og þingmanna að láta þennan ósóma viðgang-
ast. Gamla samtryggingin sýnir enn einu sinni á sér rétta
andhtið. Það eru allir með í sukkinu og hver á þá að
gagnrýna hana? Spilhngin er hafm yfir flokkadrætti.
Þögnin sér um sína.
Þessi siðlausa sjálfsbjargarviðleitni þingmanna þjóð-
arinnar er eflaust sprottin af þeirri staðreynd að þing-
menn eru hla launaðir. Kjör þeirra em th skammar og
það er reyndar th hneisu að þjóðin hafi ekki áttað sig á
því.,Menn sem bera ábyrgð á almannafé þurfa að vera
fjárhagslega sjálfstæðir th að falla ekki fyrir freistingum,
svo ómerkhegum freistingum sem þeim að svindla á
kerfmu til að ná sér í aukasporslur.
Þingfararkaup á að gera þjóðkjömum fuhtrúum kleift
að sinna störfum, sínum með þeim hætti að þeir hafi í
sig og á, án þess að grípa til siðlausra og heimskulegra
ráðstafana til að sjá hag sínum borgið.
Hvernig getur heiðarlegur alþingismaður eða formað-
ur í stómm stjómmálaflokki staðið fyrir framan kjósend-
ur og hvatt þá th löghlýðni þegar þeir sjálfir em staðnir
að siðleysi sem gerir þá aumkunarverða og berskjald-
aða? Hvernig getur stjómmálamaður skorið upp herör
gegn spilhngu þegar hann gerist sekur um lágkúm af
þessu tagi?
Er nema von að almenningur fari krókaleiðir í kring-
um lög og reglur þegar handhafar löggjafarvaldins em
ekki bamanna bestir? Ehert B. Schram
„Svo grimmt er sótt aö til eru dæmi
um að vaktaskipti séu á þessum bátum,
þ.e. skipt er um áhöfn eftir hvern róö-
ur. Þetta var ekki tilgangurinn með
lögum um krókabáta.“
Krókaleyf isveiðar -
bátastærð, vélastærð
„Bátar sem eru í raun miklu stærri en 6 tonn en eru í
Á síðasta löggjafarþingi náðist
skref í sanngirnisátt hvað varðar
veiðar smábáta með krókum. Þó
er það svo að menn ná alltaf að
misnota þau kerfi sem sett eru upp
til að halda utan um jafnræðið.
í hverju felst misnotkunin?
Að mínu mati eru of margir bátar
með afkastagetu á við miklu stærri
báta, bæði vegna tæknibúnaðar
sem settur er í smábátana og að
bátar mælast miklu minni en raun-
stærð þeirra er, vegna þess flot-
magns sem menn hafa komið fyrir
í bátum á ýmsan hátt sem lög eða
reglur hafa ekki gert ráö fyrir.
Skoðun mín og margra annarra
sem hafa verið að fjalla um veiðar
smábáta er sú að það verði að taka
á þessum vanda.
150 hö eða 500 hö
Ég dreg í efa að nokkur hafi gert
ráð fyrir að þessir bátar væru með
stærri vélar en 150 hö. Ég efast um
að nokkur maður hafl látið sér
detta í hug að þessir smábátar reru
með línu sem er tvöfóld að lengd
miðað við vertíðarbáta frá árunum
1960-1965. Bátar sem aðeins eru
mældir sem tæp 6 tonn róa með
allt að 50 500-króka bjóð og eru
aðeins 2-3 menn um borð. Til sam-
anburðar má nefna að algengt var
að róa með 35-45 400-króka bjóð á
vertíðarbátum á sjöunda áratugn-
um með 5 menn um borð.
Vélarstærð bátanna sem eru að
róa með alla þessa línu er allt að
500 hö. Svo grimmt er sótt aö til eru
dæmi um að vaktaskipti séu á þess-
um bátum, þ.e. að skipt er um
áhöfn eftir hvern róður. Þetta var
ekki tilgangurinn með lögum um
veiðar krókabáta. Dæmi eru um
2-300 tonna ársafla þessara báta.
Engum datt í hug við setningu lag-
anna að um slíkt yrði að ræða.
Engum datt í hug að slíkir bátar
kerfinu verða að fara úr því,“ segir Gísli i greininni.
stunduðu veiðar frá allt að 4-5
höfnum á ári eftir því hvernig
fiskast á hverjum stað í það og það
skiptið.
Skerðing kvóta
Ljóst er að um mikla skeröingu
verður aö ræða á krókaveiðikvót-
anum á næsta ári vegna gífurlegrar
veiði 1994 á króka. Mun það koma
harðast niður á hinum raunveru-
legu krókabátum þar sem um er
að ræða einn mann um borð í trillu
sem er 2-5 tonn að stærð.
sem upp á vantaði, til að ná þessum
meðalafla á bát, væri ekki til ráð-
stöfunar annars staðar.
Það er brýn nauðsyn á aö skoða
aflaskiptinguna í krókaveiðihópn-
um til að leiða í Ijós hvaö er að
gerast. Annar alvarlegur vandi er
svo niðurskurður aflaheimilda
smærri kvótabáta. Ég vona að mér
geflst tækifæri til að leggja orð í
belg í þeirri umræðu þó síðar verði.
Gísli S. Einarsson
Þegar hér er komið sögu fara
menn ugglaust að spyrja: Hvað er
maðurinn að fara? Allir vita um
þessa ágalla kerfisins. Það vantar
lagfæringu til þess að kerflð verði
eins og menn ætluðust til.
Endurskoðun
Ég svara þessu á þennan hátt: Sex
tonna bátar með stærri vél en
100-150 hö. eiga ekki heima í króka-
veiðikerfinu. Bátar sem eru í raun
miklu stærrri en 6 tonn en eru í
kerfinu verða að fara úr því. Það
verður að setja aflahámark á 6
tonna bát, eða þak ef menn vilja
nefna það svo, t.d. að einn eigandi
megi veiða 50 tonn að hámarki.
Með því má sannarlega reka bát
með eölilegri afkomu. Staðreyndin
er sú að fæstir krókabátar ná 30
tonna afla. Þak yrði til þess að ekki
væri farið yfir visst hámark og það
KjaUariim
Gísli S. Einarsson
alþingismaður Alþýðuflokksins
á Vesturlandi
Skoðanir annarra
„Ófreskja öfundarinnar“
„Mestir möguleikar á bestum býtum launþega
standa hins vegar í nánu sambandi við raunsanna
möguleika einstakra atvinnugreina, en þá þarf bein
smitun launahækkana milli greina að vera sem
minnst. Almenn og heildstæð kauphækkun miðast
fremur við þær greinar sem lakast standa og þrengst
mörk setja. Félagslegur samanburður milli stétta
nálgast stundum mörk hins sjúklega og hefur sem
slíkur verið kallaður „hin græneygða ófreskja öfund-
arinnar, en þjónar í reynd ekki heildarhag."
Bjarni Bragi Jónsson hagfr. í Mbl. 20. jan.
Erfið ákvarðanataka
„í ljósi viðvarandi hættuástands, mannskaða og
eignatjóns í tveimur landshlutum hlýtur nú að vera
framundan afdrifarík og erfið ákvarðanataka. Allt
hættumat verður að endurskoða og í framhaldi af
því bíða viðkvæmar en óhjákvæmilegar ákvarðanir
um skipufag byggðar í bæjum og sveitum á hættu-
svæðunum... Það getur þýtt að leggja verði fé í
varnarmannvirki en líka að ríkisheildin geri íbúum
á hættusvæðum fjárhagslega kleift að flytja sig um
set.“ Úrforystugrein Vikubl. 20.jan.
Heldur 5% vaxtamarkið?
„Útlit er fyrir að innlend, ríkistryggð verðbréf verði
áfram hagstæður ávöxtunarkostur. Frelsi til fjár-
magnsflutninga kann þó að leiða til þess aö t.d. lífeyr-
issjóðir ávaxti hluta af íjármagni sínu erlendis til
að dreifa áhættu... Hvort sú fyrirætlan stjórnvalda
að halda vöxtum spariskírteina við 5% stenst, mun
því velta að miklu leyti á eftirspurn opinberra aðila
eftir fjármagni á innlendum fiármagnsmarkaði á
næstunni.“
Ólafur K. Ólafs viðskiptafr. í 2. tbl. Vísbendingar.