Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Side 15
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995
15
Af hverju óháðir með
Alþýðubandalagi?
Á undanfornum árum hefur land-
inu verið stjórnað með hagsmuni
stórfyrirtækja og íjármagnseig-
enda að leiðarljósi. Hagur peninga-
manna og stóreignafólks hefur ver-
ið bættur stórlega. Þetta hefur ver-
ið gert á kostnað annarra þjóðfé-
lagshópa og er afleiðingin aukin
misskipting: Breiðara bil á milli
ríkra og fátækra.
Þetta gat gerst vegna þess að á
Alþingi hafa talsmenn eignafólks,
íjármagns og stórfyrirtækja veriö
margir og hafa þeir ráðið stjórnar-
stefnunni síðustu árin. Þeir hafa
tekið ákvarðanir sem leitt hafa til
eignatilfærslu sem nemur milljörö-
um króna.
Erindrekar fjármagnsins
skila árangri
Á nær öllum sviðum þjóðlífsins
má sjá árangur af þessu starfi.
Staöreyndin er sú að hagsmuna-
gæslumenn íjármagnsins hafa fært
umbjóðendum sínum meiri auð og
áhrif en dæmi er um á íslandi í
langan tíma. Og ekki hefur það far-
ið fram hjá nokkrum landsmanni
hvernig samfélagi okkar hefur ver-
ið ýtt með markvissum hætti inn í
tilraunabú frjálshyggjunnar.
Hafist hefur verið handa um að
markaðsvæða velferöarkerfið,
nemendur og sjúklingar hafa verið
krafðir um aðgangseyri að skólum
og sjúkrahúsum, opinberar eignir
hafa veriö seldar og gefnar og
þannig mætti áfram telja.
Söfnum liöi. snúum vörn
í sókn
Margt óflokksbundið fólk, eink-
um úr hreyfmgu launafólks, sem
ekki vill una þessu, hefur að und-
anfornu rætt hvað sé helst til ráða.
Og niðurstaðan er þessi: Söfnum
liði og snúum vörn í sókn. Eflum
til áhrifa þá sem staðráðnir eru í
því að byggja upp velferðarkerfið
en höfnum þeim sem vilja brjóta
KjaUarinn
Ögmundur Jónasson
formaður BSRB
það niður; eflum þá sem vilja stuðla
að auknum jöfnuði en leysum hina
frá störfum sem sýnt hafa með
verkum sínum að þeir vilja keyra
þjóðina niður í ójafnaðarfarið.
En hvaða leiö á að fara til að ná
þessu markmiði? Niðurstaöa okkar
er sú að vænlegast til árangurs sé
að ganga til liös við það stjórnmála-
afl sem hefur mesta kjölfestu á fé-
lagshyggjuvæng íslenskra stjórn-
mála og freista þess að skapa breið-
ara og opnara framboð en ella hefði
orðið.
Samvinna í stað
sundurlyndis
Ekki töldum við ráðlegt að stofna
ný samtök, betra væri að byggja á
því sem fyrir er. Þeir sem kveðast
vilja beita sér fyrir sömu eða svip-
uðum markmiðum eiga að sjálf-
sögðu að vinna saman, hefja sig
yíir ágreining eftir því sem kostur
er og taka til við uppbyggingarstarf
á grunni samvinnu og samstarfs-
vilja en ekki sundurlyndis og
óánægju. Þess vegna fógnuðum við
því þegar Alþýðubandalagið ákvað
að verða við þeirri málaleitan að
opna raðir sínar fyrir nýjum kröft-
um og bjóða óflokksbundnu fólki
samstarf.
Nú beinum við því til allra þeirra
sem vilja setja ójafnaðarmönnum
stólinn fyrir dyrnar og hefja já-
kvætt uppbyggingarstarf að leggja
okkur lið. Nú er þörf á því að menn
hefji sig yfir öll hin smærri ágrein-
ingsmál og horfi á það sem samein-
ar en síður á það sem sundrar. Nú
er að safna liði og hafa sigur.
Ögmundur Jónasson
„Niöurstaða okkar er sú aö vænlegast
til árangurs sé að ganga til liðs við það
stjórnmálaafl sem hefur mesta kjöl-
festu á félagshyggjuvæng íslenskra
stjórnmála..
Menning á kostnað
almennings
Þegar stjórnmálamenn ákveða
að nota það fé sem þeir hafa tekið
af almenningi með sköttum til að
styrkja menningarstarfsemi blasir
strax við nokkur vandi: Hvar á að
draga mörkin í styrkveitingum,
hverjir eiga að fá styrki og hverjir
ekki? Þrátt fyrir að þessir styrkir
hafi tíðkast með einum eða öðrum
hætti í aldir hafa menn ekki fundið
neina einfalda reglu um hvemig
úthlutun þeirra skuli fara fram svo
að allir séu sáttir.
Innbyggt óréttlæti
Ekki hefur, svo dæmi séu tekin,
verið mikil sátt um Kvikmynda-
sjóð, Listahátíð Hafnaríjarðar, Rík-
isútvarpið, Heiðurslaun Aiþingis,
Óperuna, Menningarsjóð útvarps-
stöðva, Sinfóníuhljómsveit íslands,
Þjóðleikhúsið, að ógleymdum
menningarfulltrúanum við ís-
lenska sendiráöið í London. Enda
er það innbyggt í þessar stofnanir
og sjóði aö í hvert sinn sem einn
fær styrk frá þeim situr annar eftir
með sárt ennið og á litla möguleika
á að keppa við styrkþegann.
Kvikmyndaframleiöandi með
tugi milljóna í styrk frá Kvik-
myndasjóði getur leyft sér ýmislegt
sem sá styrkjaiausi getur ekki. Rit-
KjaJlarmn
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðinemi
höfundur í heiðurslaunaflokki Al-
þingis hefur meiri tíma aflögu til
að fullgera bók sína og kynna hana
en sá sem ekki er í þeim flokki og
þarf reyndar að vinna fyrir skött-
um sem fara í styrk til keppinaut-
arins. Báðir eyða þeir svo sennilega
tíma í að koma sér í mjúkinn hjá
úthlutunamefndunum, vera í rétta
hópnum, láta vel af réttu mönnun-
um en láta hina heyra það.
Greittfyrir ekki neitt
Önnur hlið þessa máls er svo hlið
þeirra sem greiða fyrir kræsing-
arnar, hlið skattgreiðenda, al-
mennings. Er sjálfsagt að fólk beri
minna en ella úr býtum fyrir vinnu
sína til að halda megi Listahátíðir
í Hafnarfirði og Reykjavík. Er sjálf-
sagt að skattar séu lagðir á mjólk-
ina og brauðið svo að metsöluhöf-
undar fái milljónina sína úr Heið-
urslaunasjóði? Er sjálfsagt að fjöl-
skyldur eyöi tæpum 2.000 krónum
mánaðarlega í afnotagjöld Ríkisút-
varpsins fremur en að bæta kost
barnanna á heimilinu?
Af hverju fær fólk ekki að ráða
því sjálft hvort það styður við bak-
ið á listamönnum með því að kaupa
aögöngumiða að sýningum þeirra
eða kaupum á verkum? Af hvetju
fær almenningur ekki að vera bæði
greiðandi og þátttakandi í menn-
ingunni í stað þess að borga aðeins
reikningana frá listahátíðum,
menningarfuiltrúum, sjóðum og
stofnunum?
Besta reglan er engin regla
Besta reglan um úthlutun ríkis-
styrkja til menningarmála er því
engin regla þ.e.a.s. að engum slík-
um styrkjum sé til að dreifa. Þá
þarf ekki að gera upp á milli manna
eða skattleggja almenning. Valið
færist út af ráðuneytiskytrum, rík-
isstofnunum og nefndarfundum til
almennings og listamannanna
sjálfra. Listamennimir keppa um
hylli almennings á jafnræðis-
grundvelli og með vali sínu er fólk-
ið þátttakandi í þeirri menningu
sem sköpuð er.
Glúmur Jón Björnsson
—
„Af hverju fær fólk ekki að ráða því
sjálft hvort það styður við bakið á lista-
mönnum með því að kaupa aðgöngu-
miða að sýningum þeira eða kaupum á
verkum?“
Meðog
ámóti
Viðskipti ÚAfrá Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna til
islenskra sjávarafurða?
Þróun bygg-
istábreyt-
ingum
„Mín af-
staða er sú að
ef það er liður
í því að til
Akureyrar
flytjist annað
stærsta út-
flutningsfyr-
irtæki lands-
ins, sem getur
orðið það
stærsta, þá tel
ég rétt aö flytja viðskiptin. Það
er min skoðun að búið sé að þyrla
upp of raiklum ljóma í kringum
það að Sölumiðstöðin sé eina fyr-
irtækið sem geti selt afurðir UA.
Það er misskilningur þvi bæði
þessi fyrirtæki eru fullfær um
það og með flutningnum á við-
skiptunum fá Akureyringar
tækifæri sem þeir hafa ekki haft
áratugum saman til að hressa
verulega við atvinnulífið í bæn-
um. Hagsmunir" ÚA og Akur-
eyrarbæjar í þessu máli hljóta að
fara saman. Eg tel að þaö hljóti
að vera hagsmunir ÚA að komast
í nábýli viö sitt útflutningsfyrir-
tæki sem myndi þá vinna mjög
náið með stofnunum eins og Há-
skólanum á Akureyri aö þróun-
armálum. Öll þróun byggist á
breytingum og að menn séu til-
búnir að þreifa sig áfram og prófa
eitthvað nýtt. Ég vil líka leggja
áherslu á aö ef Akureyringar fá
til sín fyrirtæki eins og þetta eru
líkur á því að það fylgi ýmislegt
fleira í kjölfarið, þjónustustarf-
semi aukist og möguleiki sé á
flutningi fyrirtækja til bæjarins
sem tengjast þjónustu og útflutn-
ingi.“
Spilin
á borðið
„Ég er alls
ekki tilbúinn
til þess að
mæla á móti
flutningi á
viðskiptum
ÖA frá Sölu-
miðstöðinni
yfir til ÍS að
SVO komnu þ(irar|nn B. Jðnsson,
máli, né held- bæiarfulllrúl
ur að mæla Síátls,æði3lla,tks'
meö þeim flutningi. Þeir sem taka
afstöðu í þessu máli áður en öll
spil hafa verið lögð á borðið taka
einfaldlega ekki ábyrga afstöðu.
Ég get því ekki verið tilbúinn á
þessari stundu að svara spurn-
ingunni afdráttarlaust. Það á t.d.
eftir koma í ljós hvað SH-menn
munu leggja á borðiö í viðræðum
sínum við bæjaryfirvöld á Akur*
eyri en þegar það liggur fyrir
kemur að bæjarstjórn að skoða
máliö með hagsmuni ÚA og bæj-
arins í huga. UA hefur lengi verið
eitt af fjöreggjunum í atvinnulífi
Akureyringa og það má ekki
skapa fyrirtækinu einhverja
ótrygga stöðu. Ég er hins vegar
ekki að segja að sú staöa komi
upp þótt viðskiptin verði flutt.
Þaö kemur hins vegar einnig til
kasta bæjarfulltrúa aö meta hvaö
er í boði fyrir bæjarfélagið, hvaö
hugsanlegur flutningur á nýjum
störfum ÍS þýðir. En að öllu sam-
anlögðu er ekki timabært aö taka
afstöðu til flutnings viðskipta ÚA
á þessari stundu."