Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995 Meiming Á svörtum flöörum: Aðstandendum öHum til sóma 21. janúar voru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu þjóðskáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Þann dag frumsýndi Leikfélag Akureyrar verkið Á svörtum fjöðrum eftir Erling Sigurðarson en það er byggt á ljóð- um skáldsins. í verki sínu nýtir Erlingur Sigurðarson ljóð Davíðs Stefánssonar með ýmsum hætti. Þau eru sögð fram og sungin í heild eða hlutum en einnig eru nokkur þeirra sett upp sem leiknir smáþættir. Erlingi tekst vel að byggja upp ferli í verki sínu. Það liggur frá upphaíi leitar skáldsins að sjálfu sér yfir hápunkt getu þess og til þess tíma, þegar það tekur að ef- ast um erindi sitt. Söguþráður er ekki greinilegur en höfundur hefur náð að skapa heild sem er lipurleg og áhrifamikil. Aðalsteinn Bergdal fer með hlutverk Davíðs Stefánssonar. Hlutverkið gerir miklar kröfur til framsagnar. Aðalsteinn stenst þær með prýði. Einnig gerir hann vel í söng. í hlutverki Davíðs er Aðalsteinn, að vonum, miðlægur í verkinu og hverfur aldrei af sviðinu. Rósa Guðný Þórsdóttir er í hlutverki Konu. Framsögn hennar er góð og með innilegri túlkun og hóflegu fasi nær hún vel anda ljóðanna sem henni eru lögð í munn. Steinþór Albert Heimisson er í hlutverki Manns. Hann á prýðilega spretti, einkum í leiknum hlutum og nær tíðum góðum hrifum í fram- sögn sinni. Fyrir kemur þó að hún verður heldur yfirdrifm og því sem næst hranaleg þar sem ekki er ástæða til slíks. Æskumaður er í höndum Dofra Hermannssonar. Dofri kemst almennt vel frá þessu hlutverki. Fas hans er þó dálítið klisukennt og stirt á stund- um, einkum í seinni hluta verksins. Bergljót Arnalds fer með hlutverk Dísar. Hún gerir einnig almennt vel þó að fyrir komi að nokkuð meiri innlifun og tilfmning í framsögn væri Leiklist Haukur Ágústsson Jóhann Sigurðarson og Elva Osk Olafsdóttir í hlutverkum kennarans og nemandans. Vandlifað Kynferðisleg áreitni, valdníðsla og hrokafull fram- koma, sem miðar að því að gera lítið úr þeim, sem ekki hafa tök á að svara fyrir sig fullum hálsi, hefur lengí verið vel falið vandamál. Undirrótin er auðvitað misbeiting valds og sú árátta einstaklingsins að missa sjónar á mannlegum gildum um leið og komið er í þá aðstöðu að geta sagt öðrum fyrir verkum. Opin umræða um þessi mál hefur komið mörgu góðu til leiðar og áreiðanlega orðið til þess að margir gikk- ir af þessu tagi (karlar sem konur) hugsa sig um tvisvar, áður en þeir fara yfir strikið. En það getur óneitanlega orðið vandlifað í heimi þar sem öll tjáskipti verða að fara fram á alveg ópersónu- legu fagmáh og helst þyrfti að vera vitni til staðar, til þess að ekki sé hægt eftir á að snúa út úr orðum og leggja hverri hreyfingu til dulda meiningu. Stundum berast fréttir utan úr heimi, sem virðist benda til þess að það sé sums staðar þjóðarsport að varpa fram ákærum af þessu tagi, sem engan veginn er hægt að sanna eða afsanna. Eftir situr efmn og rústað líf þeirra, sem hugsanlega verða saklausir fyrir barðinu á slíkum uppákomum. í leikriti Davids Mamet er fjallað um þetta efni og velt upp mörgum spurningum um vald og kúgun. Leik- ritið er hressilega skifað (þýðing: Hallgrímur H. Helga- son) og varpar skemmtilegu ljósi á samskipti tveggja einstaklinga, sem gætu verið að tala sitt tungumáhð hvort, svo gjörólik eru viðhorf þeirra, baksvið og vænt- ingar. Það er hins vegar spurning hvort þýöingin nær öhum sömu blæbrigðum og frumtextinn, alla vega virkuðu orðaskiptin ekki alltaf sannfærandi, þegar Carol (nemandinn) fer að leggja sína merkingu í orð kennarans. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir verkinu og Siguijón Jóhannsson gerir einfalda leikmynd, sem er lítið ann- að en skáhallandi pallur með skrifborði og tveimur stólum, en þjónar engu að síður sínu hlutverki ágæt- lega. Carol (Elva Ósk Ólafsdóttir) gengur á fund kennara síns í háskólanum. Hún er hrædd um námsárangur sinn og mikið ríður á að hún falh ekki á önninni. Kennarinn John (Jóhann Sigurðarson) er sjálfumglað- ur framapotari. Hann er upptekinn af sínum eigin málum og hugsar meira um húsakaup og stöðuhækk- un en hag nemendanna. Leikritið er ádeila og hvörfm í verkinu byggjast á sniðugri hugmynd um það hvemig valdahlutfólhn snúast við, þegar Carol nær undirtökunum og þau skipta í raun um hlutverk. í stað þess að kennarinn tali niður til hennar og láti sig í raun litlu skipta, hvernig henni gengur, neytir hún þeirrar stöðu sem upp er komin og beitir hann kúgun. Smám saman herðir hún þumalskrúfuna, jafnframt því sem hún dregur upp úr pússi sínu æ fleiri ávirðing- ar og ásakanir um óviðurkvæmhega framkomu, kyn- þáttafordóma, gagnrýni verðar skoðanir og jafnvel til- raun tíl nauðgunar. Kennaragarmurinn sér ahar sínar framavonir við það að fjúka út um gluggann og hann er tilbúinn að lúta æði lágt til þess að kaupa sér frið. Galhnn við leikrit Mamets er hins vegar sá að þess- ar persónur ná einhvern veginn alls ekki til manns, Leiklist Auður Eydal sérstaklega átti ég erfitt með að átta mig á hvað höf- undurinn er aö fara með persónulýsingu Carol og fyr- ir hvað hún stendur. Hún er skilningssljó, vanstillt og viðbrögð hennar öll ýkt úr hófi, þannig að áhorfend- ur spyija sjálfa sig hvað í ósköpunum hún sé að gera í þessu námi, en í hinn kantinn er hún svellköld og útreiknuö. Réttlætingin á því sem hún gerir er líka ósköp veikbyggð og varla er ætlast til að samúð áhorf- enda sé með kennaranum. Th þess er hann allt of dæmigerð blók, yfirlætisfullur og upptekinn af sjálfum sér. Þannig veikir það verkið í heild, að í rauninni er ekki nokkur leið að hafa samúö með þessum persón- um. Hvorugri þeirra. Kannski var það aldrei meining- in, því að þau eru fyrst og fremst málpípur höfundar- ins, sem er að koma á framfæri skoðunum sínum og ádeilu á tilfmningafirrt þjóðfélag. Kennarinn er þó miklu nær því að ganga upp sem persóna og Jóhann Sigurðarson spilar vissulega feikn vel úr þeim hnum, sem lagðar eru í verkinu. Hann sveiflast á milh yfirlætis og auðmýktar, reiði og upp- gjafar. Elva Ósk vinnur að mörgu leyti vel úr forsend- um verksins í sínu hlutverki, en gallinn er bara sá hvað textinn er tvíátta. Mér fannst hún líka fara dálít- ið offari í fyrri hlutanum, þar sem vansthling og inni- byrgð reiði fá útrás. Þarna hefði mátt dempa leikmát- ann til muna. í seinni hlutanum tekst henni mun bet- ur að smíða heillega mynd úr efninu. Ég á nú eftir að sjá að fólk reiðist þessu verki hér á landi, standi jafnvel upp og bauli á leikarana eins og sagt er að gerst hafi í háskólaborgum í Bandaríkjun- um. En hvort það sýnir að þessi mál séu í góðu lagi hér hjá okkur og enginn þurfi að taka þessa umræðu til sin er svo aftur annað mál. Þjóöleikhúsiö sýnir á Litla sviðinu: OLEANNA Höfundur: David Mamet Þýðing: Hallgrimur H. Helgason Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson - Leikstjórn: Þórhallur Sigurósson æskheg. Fas Bergljótar er almennt vel við hæfi en verður á stundum nokkuð staðlað og einhæft. Þráinn Karlsson og Viðar Eggertsson ljá raddir sínar í Innri rödd og Sunna Borg er Draumkonan. Þessi hlutverk eru ekki stór en skila sér vel. Þórey Aðalsteinsdóttir er í hlutverki Fulltrúa nútímans. Hlutverkið er smátt en Þórey gerir því fullnægjandi skil. Leikstjórn Þráins Karlssonar er natnislega unnin. Sviðshreyfingar ganga vel upp og uppsetningar, ekki síst í leikflutningi ljóða, eru víða áhrifamiklar. Þráni hefur einnig tekist mætavel að móta vel samfehu í fasi og framsögn og þannig náð að skapa hehd sem gerir ljóðum Davíðs Stefánssonar, eins og þau birtast í verki Erlings Sigurðarsonar, góð skh. Leikmynd Þráins er einfold en fullnægjandi. Hún nýtur sín vel í lýsingu Ingvars Björnssonar. Veikasti þátturinn í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á leikverkinu Á svörum fjöðrum er tónlistarflutningurinn. Undirleikur Birgis Helgasonar er reyndar góöur og snyrtilega unninn en söngflokkurinn, sem skipaður er Atla Guðlaugssyni, Jóhannesi Gíslasyni, Jónasínu Arnbjörnsdóttur og Þuríði Baldursdóttur, nær ekki saman sem skyldi í sungnum texta. Bestu hlutamir í flutningi söngflokksins og meðhma hans eru „vókalíser- ingar“, sem fara nokkuð vel, og nokkur sóló Þuríðar Baldursdóttur sem koma vel út. í heild ér sýning Leikfélags Akureyrar gott framlag th þess að halda á lofti nafni þjóðskáldsins frá Fagraskógi. Hún er metnaðarfuh og að lang- hestu aðstandendum öhum th sóma. Leikfélag Akureyrar Á svörtum fjöróum. Úr Ijóðum Davíös Stefánssonar frá Fagraskógi Höfundur: Erlingur Sigurðarson Leikstjórn og sviðsmynd. Þráinn Karlsson Tónlistarstjóri: Atli Guðlaugsson Á svörtum fjöðrum: „Gott framlag til þess að halda á lofti nafni þjóð- skáldsins frá Fagraskógi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.