Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Síða 26
38 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995 Fréttir DV Hópur hrossabænda telur sig blekktan vegna fyrirtækis um hrossaræktarbúgarð í Litháen: Þjónar frekar hagsntunum útvalinna einstaklinga segir í ályktun - beðið eftir fundi með stjóm Félags hrossabænda „Við viljum fá fund með stjórn Félags hrossabænda þar sem starfs- menn félagsins verða ekki viðstadd- ir. Við erum orðnir langþreyttir á að bíða eftir þessum fundi og viljum að hann verði haldinn strax. Það þarf að fá öll þessi mál á hreint sem fyrst,“ sagði Baldvin Kr. Baldvins- son, hrossabóndi í Torfunesi, við DV. Mikil reiði er meðal hóps hrossa- bænda vegna sem rekja má til af- skipta Félags hrossabænda af stofn- un búgarðs til hrossaræktar og sölu hrossa í Litháen. Telja nokkrir hrossabændur sig hafa verið blekkta um tilgang búgarðsins, hann hafi alltaf verið kynntur sem sölustöð fyrir hross en eigi fyrst og fremst að vera ræktunarstöð. Forsaga málsins er sú að stofnað var hlutafélag, ísen hf. Það á rúman helming hlutabréfa í ISAVSA, hluta- félagi Litháa og íslendinga, sem stofnað var um rekstur búgarðsins í Litháen. Hafa þegar verið send um 60 hross til Litháen en DV hefur greint frá ævintýralegum móttökum sem hrossin fengu á ílugvellinum ytra. Sóttum 50milljóna króna lán Isen hf. er í eigu Halldórs Gunnars- sonar í Holti, framkvæmdastjðra Félags hrossabænda og formanns markaðsnefndar félagsins, Sigurjóns Pálssonar að Steinum, bróður form- anns Félags hrossabænda, Bergs; Reynis Sigursteinssonar að Hlíðar- bergi, Friðriks Hrafns, sonar Reynis, og Félags hrossabænda að hluta. ísen hefur fengið 1,5 milljóna króna styrk frá Framleiðnisjóði landbúnað- arins, fyrir milligöngu Félags hrossabænda, 150 þúsund króna styrk frá Félagi hrossabænda og 4 milljóna króna lán frá Byggöastofn- un auk norræns styrks upp á rúmar 3 milljónir. Þá hefur ISASVA sótt um rúmlega 50 milljóna króna lán hjá Norræna fjárfestingabankanum. Reynir, Sigurjón og Friðrik Hrafn voru tilnefndir af Félagi hrossa- bænda í verkefnanefnd sem hafði það viðfangsefni „að koma upp sölu- stöð í Litháen fyrir íslensk hross“. í greinargerð sem fylgir lánsumsókn til Norræna fjárfestingabankans seg- ir ennfremur að ISASVA sé ætlað að verða sterk ræktunarstöð fyrir ís- lenska hesta í Litháen. Stjórnin í hættu Aform um hrossaræktarstöð í Lit- háen hafa vakið hörð viðbrögð í hópi hrossabænda. Kröfðust þeir svara á aðalfundi Félags hrossabænda í nóv- ember en sögðust engin svör hafa fengið. Var þá samþykkt ályktun sem birtist í síöasta tölublaði Eiðfaxa. Þar segir: „Virðist stefnt að því að rækta íslenska hestinn í Litháen og selja víðs vegar um Evrópu i samkeppni við íslenska framleiðend- ur . . . virðast félagsmenn í Félagi hrossabænda hafa verið blekktir um tilgang ísen hf. . . .“ og..þjóni frekar hagsmunum útvalinna ein- staklinga en félagsmönnum al- mennt. . . Viljum við skora á félags- menn alla að ræða þessi mál með til- liti til stöðu stjórnarinnar og eins að fá fyrirætlunum ísen hf. hnekkt ef unnt er.“ Hrossabændur sem DV ræddi við vildu ekki tjá sig mikiö um máhð fyrr en að afloknum fundi með stjórn Félags hrossabænda sem áætlaöur er fljótlega. Suðumes: Lögbrotum fjölg- ar en umferðar- brot og slys færri Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum: Innbrotum á Suðurnesjum íjölgaði á síðasta ári. Einnig líkamsárásum sem kærðar voru til lögreglunnar í Keflavík. Umferðarbrot og slys voru færri. Vegna minni fjárveitinga til lögreglunnar vegna sparnaðar hins opinbera var minna eftirlit hjá lög- reglunni á síðasta ári en 1993. Samkvæmt skýrslum Keflavíkur- lögreglunnar var 591 ökumaður tek- inn fyrir of hraðan akstur 1994 en voru 732 árið 1993 og 1992 voru þeir 1270 - flestir teknir utan þéttbýlis. Umferðarslys voru færri. Voru 168 Aktu eins og þú viit OKUM EINS OG MtNN að a u aor rir aki! 3 en 1993 voru þau 215. Innbotum fjölgaði. Voru 144 í fyrra en 1993 voru þau 129. Þjófnaðir voru 81 á móti 88 árið 1993. Skemmdar- verkum fækkaöi lítillega, voru 123 en 130 árið 1993. Líkamsárásum fjölg- aði milli ára. 48 manns voru teknir en 1993 voru þeir 39. Ölvunarakstur er minni flest síð- ustu ár. 100 voru teknir í fyrra en 1993 voru þeir 80. Hins vegar voru þeir 160' árið 1991. Þá er minna um en áður að ölvaðir ökumenn valdi tjóni. Ein nauðgun var kærð á móti tveimur 1993. Lögreglan þurfti að aðstoða 198 ökumenn vegna tjóna- skýrslna en voru 215 árið 1993. Núm- er voru tekin af 400 bílum en voru 638 árið 1993. Rúðubrotum fjölgaði, voru 108 á mótið 93 árið 1993. Heildarskýrslum hjá hinni al- mennu deild lögreglunnar fækkaði milli ára. Voru 2614 en voru 3200 árið 1993. Lögreglan í Keflavík sinnir öllum Suðumesjum og eru vega- lengdir miklar milli staða. Halldór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Félags hrossabænda: Alltaf Ijóst að þarna yrði ræktunarstöð „Ég lít á þetta mál sem storm í vatnsglasi sem byggist á misskiln- ingi. Félag hrossabænda vildi sér- staklega styðja stofnun sölustöðvar í Litháen en það var alltaf kynnt, bæði fyrir stjórn félagsins og öðr- um, að þarna yrði einnig ræktun- arstöð. Það hefur alltaf verið ljóst,“ segir Halldór Gunnarsson í Holti, framkvæmdastjóri Félags hrossa- bænda og formaður markaðs- nefndar félagsins. Halldór hefur sent þeim hrossa- bændum, sem stóðu að ályktuninni sem birtist í Eiðfaxa, bréf þar sem hann gerir grein fyrir aðdraganda að samstarfi íslendinga og Litháa um rekstur sölu- og ræktunar- stöðvar fyrir íslensk hross í Lithá- en. Um áskorun bændanna þess efnis að fyrirætlunum ísens verði hnekkt segir Halldór: „Það eru fram undan fundir með þessum mönnum og unnið að því að út- skýra málin betur.“ Varðandi skipun í verkefnanefnd um Litháenverkefnið segir Halldór Framúrakstur í kvóta: verkefnanefndina starfa á eigin ábyrgð. Verið sé að styðja bændur sem hafa frumkvæði að því að ná viðskiptum erlendis og breikka viðskiptasviðið. „Bændur vilja komast í bein við- skipti með hross og við viljum stuðla að því eins og við getum. Það er tiltölulega nýtt að Félag hrossa- bænda stofni verkefnanefndir til að víkka svið sölustarfseminnar og kalla bændur beint til sölustarf- semi á erlendri grund. Nefndirnar eru tilkomnar vegna þess að þegar veriö er í samningaviðræðum við erlenda aðila er kallað eftir þvi að það sé hálfopinber eða opinber stuðningur við sölustarfið. Það eru síðan ákveðnir einstaklingar sem hafa frumkvæði að því aö ná við- skiptum og það eru þessir einstakl- ingar sem fá þann stuðning að heita verkefnanefnd. Félaghrossabænda velur ekki menn í verkefnanefnd. Bændur hafa sjálfir frumkvæði að því.“ Halldór segir stofnun sölu- og ræktunarstöðvar í Litháen vera langtímaverkefni og hugsjónastarf sem ekki er víst að beri árangur. Borguðu með hrossunum „Við lögðum til 63 hross i þetta viöfangsefni án þess að fá krónu fyrir og þurftum að borga með þeim svo þau kæmust til Litháen. Ég vísa öllum ásökunum um per- sónulegan ávinning því heim til fóðurhúsanna." Um samkeppni frá væntanlegri ræktunarstöð í Litháen við ís- lenska hrossabændur segir Hall- dór: „Samkeppni er alls staðar milli þeirra sem eiga hross. í Þýskalandi eru um 40 þúsund íslensk hross og gleði Þjóðverja ræðst einkum af þeim möguleika að geta stundaö ræktun. Það er ekkert nýtt að við séum í samkeppni við erlenda ræktendur íslenska hestsins en það nýja er að þarna erum við að koma upp búgarði sem við eigum meiri- hluta í.“ Almenningur fái að vita hverjir eiga í hlut - segir varaþingmaður Framsóknar á Suðurlandi „Eg vil bara að almenningur fái að vita hveijir fara fram úr í kvóta. Við eigum þennan fisk í sjónum og kemur það þess vegna við. Önnur ástæða fyrirspurnar minnar er sú að svo virðist sem útgerðir greiði mismunandi gjald vegna umfram- afla. Ég vil beita þá harðari refsing- um sem þetta gera,“ segir Þuríður Bemódusdóttir, varaþingmaður Framsóknar á Suðurlandi, sem lagði fram fyrirspurn á Alþingi til sjávar- útvegsráðherra um það hverjir hefðu farið fram úr kvóta og hversu háar sektir þeir hefðu greitt. „Það hefur verið mikio spurt um þetta í gegnum tíðina og við höfum velt þessu tálsvert fyrir okkur. Við höfum haft þá skoðun að okkur væri ekki heimilt að gefa þetta upp og það kom á daginn að álit ríkislögmanns er samhljóða því,“ segir Jón B. Jón- asson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, vegna upplýsinga- skyldu stjórnvalda þegar um er að ræða upptöku afla og sektir. Jón segir að vegna fyrirspumar- innar á Alþingi hafi verið ákveðið að leita álits ríkislögmanns. Hans niðurstaða hafl verið samhljóða þeirra áliti. „Að því áliti fengnu er ljóst að ráðuneytinu er óheimilt að birta þaö hveijir eiga í hlut. Við getum ekki annað en farið eftir því. Það voru þó skoðanir margra okkar að það væru í því viss varnaðarorð að birta það opinberlega hverjir eiga í hlut,“ segir Jón. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.