Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995 39 pv________________Merming Listtöfrar Tónlistarfélagiö í Reykjavík, sem staöiö hefur fyrir svo ótalmörgum frábærum tónleikum í gegnum árin, hefur lítið látið á sér kræla nú um skeið. En nú virð- ist ætla að rofa til. Allavega voru fyrstu tónleikar fyr- ir styrktarfélaga starfsveturinn 1994-95 haldnir á mið- vikudaginn var, í íslensku óperunni. Listamennirnir sem þar komu fram voru ekki af verri endanum, en það voru þau Jard van Nes, messósópran, og Roger Vignoles, píanóleikari. Efnisskráin var fjölbreytt og skemmtilega samsett; Fjögur sönglög op. 2 eftir Alban Berg, Frauenlibe und leben op. 42 eftir Schumann, eftir Debussy voru Deux Rondels de Charles d’Orleans, Noel des enfants qui Tónlist Áskell Másson n’ont plus de maisons, og Chansons de Bilitis, og síð- ast á efnisskránni voru Siete Canciones populares espanoles, eftír Manuel de Falla. Þau Jard van Nes og Roger Vignoles eru stórkostleg- ir listamenn, samhæfni þeirra og innlifun, lýtalaus tækni, hvar sem niður er borið og falslaus nálgun þeirra við viðfangsefnið, hvert sem það er, lýtur allt að uppbyggingu túlkunarinnar, einiægri og sterkri. Sú efnisskrá sem hér heyrðist spannar flest svið mann- legra tilfinninga. Eftir þær hörmungar sem dunið hafa á fólki í Súðavík var óneitanlega magnað að heyra sterka túlkun listamannanna á Schlafen, schlafen, eft- ir Berg: Sofa, sofa, aðeins sofa! / Aldrei vakna, enga drauma! / Að minnast varla ómsins af / þeir hörmum sem hæfðu mig, / svo að megi, þegar ofgnótt lífsins / ómar niður í friðsemd mína, / hjúpa mig ennþá dýpri hjúpi, / loka augunum ennþá þéttara! En bjartara varð yflr síðar, t.d. í verki Debussys, Tvær hringstefjur eft- Jard van Nes. Stórkostlegur listamaður. ir Karl frá Orléans: Veðráttan hefur kastað skikkju sinni / úr vindi, kulda og rigningu, / og klæðst í stað- inn útsaumsklæðum / úr ljómandi skæru og fógru sólskini. Þannig mætti lengi telja áfram um þá stíga tilfmning- anna sem þau Jard van Nes og Roger Vignoles leiddu áheyrandann. Hafi Tónlistarfélagið þökk fyrir að stuðla að hingaðkomu þeirra. Sellósnilli Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskóla- bíói sl. fimmtudagskvöld. Stjórnandi var Osmo Vánská, aðalhljómsveitarstjóri SÍ, og einleikari Gary Hoffman sellóleikari. Tónleikarnir hófust á Sinfóníu nr. 4 eftir finnska tónskáldið Joonas Kokkonen. Kokkonen hefur um árabil verið meðal virtustu tónskálda Finna en auk tónsmíða hefur hann tekið virkan þátt í félagsmálum tónlistarmanna í heimalandi sínu. Þegar hlýtt er á ljórðu sinfóníu hans verður greinilegt fyrir manni hversu mikil áhrif hann hefur haft á suma yngri höf- unda, eins og t.d. Aulis Sallinen sem einnig er í mikl- um metum hjá Finnum. Fíórða sinfónía Kokkonens Tónlist Áskell Másson er vel skrifað verk og fer þar saman bæði kunnátta og þungur tilfinningalegur undirtónn. Verkið er í þremur andstæðum þáttum, sem skapa þó sterka heild. Sinfóníuhljómsveit íslands lék verkið af bæði nákvæmni og tilflnningu undir góðri og öruggari stjóm Osmo Vánská. Koss álfkonunnar, eða La baiser de la Fée, ballett- tónlist eftir Igor Stravinsky var næst á efnisskrá. í þessu verki fléttar Stravinsky saman stefbrotum og öðru tónefni úr bæði verkum Tsjækovskís og eigin verkum. Snilld hans að skrifa fyrir hljómsveit yfir- leitt, svo og hvemig hann setur saman og vinnur úr tónefninu, er nánast engu lík og alltaf er tónlist hans lifandi og skemmtileg. Osmo Vánská stýrði hljómsveit- inni frábærlega og var unun að heyra hversu vel og örugglega hljómsveitin lék verkið, sem m.a. morar í pólýrytmum og taktbreytingum. Síðasta verk tónleikanna var sellókonsert Edwards Elgar, op. 85. Þessi ómblíði konsert, sem saminn var á árunum 1918-19 virkar kannski örlítið eins og tíma- Gary Hoffman lék af frábæru öryggi og innlifun. skekkja þegar horft er til þeirrar tónlistar og tónsköp- unar sem mest bar á, um þær mundir. Verkið býr þó yfir ýmsum eiginleikum sem gera það eftirsótt til flutn- ings af einleikurum, þótt seint verði það talið mjög frumleg tónsmíð. Bandaríski sellóleikarinn Gary Hoff- man lék verið geysivel, af frábæru öryggi og innlifun og fylgdi hljómsveitin honum vel eftir, undir styrkri stjórn Osmo Vánská. Þetta voru góðir tónleikar. Hringiðan Fyrirtækið B. Magnússon fékk Indverska veislueldhúsið til að sjá um árshá- tíð fyrirtækisins þetta árið og var það heldur betur tilbreyting. Starfsstúlkur fyrirtækisins fengu allar sarí, ennisdropa og tilheyrandi skart við. Það var því sannalega indverskt andrúmsloft og reykelsi, kerti og indversk tónlist fullkomnaði stemninguna. í tilefni þess að liðin eru 100 ár frá fæðingu skáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, var flutt dagskrá í Þjóðleikhúsinu „Þar sem blómin anga“. Flutt voru brot úr verkum Davíös, lesið úr ljóðum og sungið. Fjölmargir leikarar og tónlistarmenn komu fram á sýningunni og var dagskráin tekin saman af Herdísi Þorvaldsdóttur og Erlingi Gíslasyni. Um tónhstina sáJó- hann G. Jóhannsson og Andrés Sigurvinsson leikstýrði. Davíð Stefánsson úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti flutti ljóð eftir nafna sinn frá Fagraskógi og annað eftir sjálfan sig á dagskrá til styrktar átakinu „Samhugur í verki“ sem haldin var í Háskólabíói um helgina. Ljóð Davíðs var frumsamið og tileinkað þeim sem um sárt eiga að binda vegna snjóflóð- anna og fór ekki á milli mála hve mikill samhugur streymdi um salinn á meöan dagskráin rann í gegn. Þessi dagskrá var framlag ungs fólks til söfnun- arinnar til styrktar Vestflrðingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.