Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Síða 28
40
r
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995
Sími 99-1750
Verð kr. 39,90 mínútan
Dregið daglega og
gjafakort með uttekt á
þrem myndbands-
spólum frá Bónus-
vídeó fyrir þá heppnu!
Munið að svörin við
spurningunum er að
nnna í Dlaðauka DV
um dagskrá, mynd-
bönd og kvikmyndir
sem fylgdi DV síðasta
nmmtudag.
BDNUSVÍDEÚ rrvn
Nýbýlavegi 16 r A M
siml 664-4733
Opið virka daga frá 10-23.30 -
L iaugard. og sunnud. frá 12 - 23.30 Á
99% 17*50
Verð kr. 39,90 mín.
Dregið daglega og
stjörnumáltíð fyrir tvo frá
McDonald's fyrir þá heppnu!
Munið að svörin við
spurningunum er að fmna í
blaðaukanum DV-helgin
sem fylgdi DV síðasta
fóstudag.
Sturtuklefar
Heilir sturtuklefar meö botni,
blöndunartæki og sturtubúnaði,
horni fram eóa heilli hurö og
vatnslás.
Verd frá kr. 25.900
Sturtuhorn, 70x90 cm
Verð frá kr. 7.800
Sturtuhurðir, 70x90 cm.
Verð frá kr. 8.600
Baðkarshlífar
Verð frá kr. 7.600
Stakir sturtubotnar,
70x70 og 80x80 cm
Verð frá kr. 3.400
- tntggfng_fyrir láfti verði!
Faxafeni 9, s. 887332
Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18
laugard. 10-14
'yrii
ers'un
HKLDSÖLtl
VERSLUNIN
Hríngiðan
Bókmenntaverðlaun Félags íslenskra rithöfunda voru veitt fyrir árið 1994 nú um helgina. Að þessu sinni var það
heimspekingurinn og skáldið Gunnar Dal sem hlaut Davíðspennann fyrir bók sína Að elska er að lifa. Verkið er
sprottið af samræöum Gunnars við Hans Kristján Árnason sem kom svörum Gunnars á blað og gaf bókina út. Á
myndinni afhendir Indriði G. Þorsteinsson Gunnari verðlaunin.
Jón Albert Sigurbjörnsson, húsasmiður og formaöur
Hestaíþróttasambands íslands, varð fertugur nú fyrir
stuttu. Afþví tilefni tók hann á móti gestum í félagsheim-
ili Fáks um síðustu helgi og var þessi mynd af Jóni og
fjölskyldu hans tekin við það tækifæri. Frá v. Jón Al-
bert, Lára Guðmundsdóttir, Daníel Jónsson og Hulda
og Lilja Jónsdaetur.
Feðgarnir Fritz og Jörgen Berndsenlétu sig ekki vanta
á hið árlega þorrablót Valsmanna
sem haldið var í Valsheimilinu um helgina. Þeir gæddu
sér á þjóðlegum mat sem virtist renna ljúflega niður og
kitla bragðlauka enda góöur þorramatur engu líkur!
Gospel kvartettinn þandi raddböndin heldur betur á
dagskrá til styrktar fómarlömbum snjóflóðaslysanna á
Vestfjörðum í síöustu viku. Framhaldsskólarnir í
Reykjavík, ásamt öðm ungu fólki, stóðu fyrir dag-
skránni sem innihélt söng, dans og upplestur ijóða.
I kjölfar þeirra hörmulegu atburða sem gerðust í Súða-
vík í seinustu viku, hefur um allt land staðið yfir söfnun
af ýmsu tagi til styrktar þeim sem um sárt eiga að binda
eftir snjóflóðin. Unga fólkið lét ekki á sér standa í átak-
inu Samhugur í verki og stóöu framhaldsskólar í Reykja-
vík og fleira ungt fólk fyrir styrktartónleikum sem
haldnir voru í Háskólabíói um helgina. Á meðan nem-
endur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sungu sálm
stóðu viðstaddir upp og báðu í hljóði fyrir þeim sem í
þessu lentu.
Unga fólkið lét ekki á sér standa í
átakinu „Samhugur í verki“ sem
staðið hefur yfir undanfama daga
vegna hörmunganna á Vestfjörðum
í seinustu viku. Fjöldi ungra hsta-
manna kom fram á dagskrá til
styrktar átakinu í Háskólabíói og var
þaö framlag ungs fólks til málstaðar-
ins. Hér er það hljómsveitin Kolrassa
krókríðandi sem fer á kostum eins
og vanalega.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, flutti fyrir-
lestur um mikilvægustu dyggöir
stjórnmálamanna á málþingi sem
haldið var um helgina um siðferði
stjórnmálamanna. Fjallað var um
ýmsar áleitnar spurningar um sið-
ferði þeirra.
Valgerður Andrésdóttir píanóleikari
spilaði 20. aldar tónhst eftir konur á
tónleikum sínum í Norræna húsinu
um helgina. Á efnisskránni voru alls
sjö verk eftir þær Jórunni Viðar,
Karólínu Eiríksdóttur, Gudrun
Lund, Áse Hedström, Jacqueline
Fontyn, Kerstin Jeppsen og Sofiu
Gubaidulina. Vaigerður hélt sína
fyrstu opinberu tónleika árið 1990 og
hefur síðan komið reglulega fram á
tónleikum, bæði sem einleikari og í
samleik.
Hópur úr Söngsmiðjunni kom fram í Háskólabíó á laugardaginn á tónleikum
sem haldnir voru til styrktar átakinu „Samhugur í verki“. Fjöldinn allur af
ungu fólki kom fram og lagði málstaðnum hð og ríkti mikil stemning sem
einkenndist af samhug og hlýju.
Hljómsveitin Mannakorn á um þessar mundir 20 ára starfsafmæh. í tengslum
við það hélt hljómsveitin tónleika á Dansbarnum um helgina þar sem rifjuð
voru upp lög frá hðnum árum. Auk Magnúsar Eiríkssonar og Pálma Gunnars-
sonar skipa þeir Eyþór Gunnarsson og Gunnlaugur Briem
hljómsveitina og er því óhætt að segja að þar sé vahnn maður í hverju rúmi.