Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Síða 30
42 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995 Afmæli Guðmunda Elíasdóttir Guðmunda Elíasdóttir söngkona, Vesturgötu 26B, Reykjavík, er sjötíu ogfimm áraídag. Starfsferill Guðmunda fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp á Grundum fyrstu sex árin en faðir hennar drukknaði er hún var á fjórða árinu. Hún flutti með móður sinni að Látrum í Aðal- vík 1926, fór til systur sinnar á ísafirði ári síðar þar sem þær mæðg- ur bjuggu til 1932 en þá fluttu þær til Reykjavíkur og bjuggu fyrstu árin þar á Smiðjustígnum. Guðmunda fór ung til Kaup- mannahafnar og hóf þar nám við Konservatoríið 1939. Áuk hinna al- mennu námsgreina þar sótti hún söngtíma til prófessors Dóru Sig- urðsson. Þá stundaði hún söngnám hjá prófessor Kristian Riis í Kaup- mannahöfn, hjá Madame Fourest- hier í París og hjá Florence Bower íNew York. Guðmunda söng í óperum og hélt konserta á íslandi og víða erlendis, m.a. við hátíðarmessu á jólum í Hvíta húsinu. Eldri íslendingum er Guðmunda minnisstæð sem Ma- dame Flora í Miðlinum eftir Me- notti og sem Maddalina í Rigoletto. Auk þess að syngja á konsertum og á sviði hefur hún sungið í útvarp og inn á hljómplötur. Þá hefur Guð- munda kennt söng um árabil, bæði í Söngskólanum í Reykjavík og í ein- katímum. Árið 1982 kom út ævisaga Guðmundu, Lífsjátning, sem Ingólf- ur Margeirsson skráði. Fjölskylda Guðmunda giftist 24.10.1943 Hen- rik Knudsen, gullsmíðameistara frá Maribo í Danmörku sem nú er lát- inn. Þau bjuggu í Danmörku til 1945 en síðan ýmist á íslandi, í Dan- mörku eða í New York þar til þau slitu samvistum. Börn Guðmundu og Henrik: Berg- þóra, f. 12.6.1944, d. 1946; Hans Al- bert, f. 1.10.1947, flugumsjónarmað- 85 ára . januar Louise Chr. Kjartansson, Skólagerði 60, Kópavogi. Þorsteinn Magnússon, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. 50ára 80ára Sigrún Guðmundsdóttir, Skúlagötu 40, Reykjavík. Kristin Matthíasdóttir, Hrfnistu við Kleppsveg, Reykjavík. 75ára Árni Árnason, Mýrarvegi 124, Akureyri. Jón Erlendsson, Hólagerði 1, Fáskrúðsfjarðar* hreppi 70 ára Sigrún A. Sigurðardóttír, Tryggvagötu 5, Selfossi. Jóhann V. Sigurjónsson, Álftahólum 2, Reykjavík. Kristjana Gísladóttir, Lindargötu 66, Reykjavík. Krístjana tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Hraunbæ 30, eftir kl. 20 á afmælisdagimi. Soffía Helgadóttir, Nesbakka 1, Neskaupstað. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Þórsgötu 21a, Reykjavlk. Helga Gunnarsdóttir, Sætúni 1, Ísafírði. Bryndís Einarsdóttir, Ranavaði 1, Egílsstöðum. Guðmundur Sigurðsson, Fannafold 13, Reykjavík. Stefán Jörundsson, Öldugötu30a, Reyjavík. ara RúnarLoftsson, Klukkubergi 23, Hafnarfirði. Dagmar S. Hallgrimsdóttir, Krókamýri 66, Garðabæ. Sigurjón Kristmannsson, Hofslundi 4, Garðabæ. Margarita A. Chaldarian, Holtsgötu31, Reykjavík. Jóhannes Jónasson, Brúarlandi 2, Svalbarðshreppi. Ólafur Þorbjörn Halldórsson, Klapparstíg 26, Reykjavík. Ásthildur Kristjánsdóttir, Grýtubakka 26, Reykjavík. Ásgeir Jónas Salómonsson, Árholti7,ísafirði. Erla Maria Ásgeirsdóttir, Asparfelli 12, Reykjavík. Einar Haildórsson, Kúskerpi, Akrahreppi. Ingibjörg Dóra Hansen, Kirkjuvegi 5, Hafnarfirði. Ármann Eggertsson, Sólheimum, Grímsneshreppi. Ásmundixr Jón Jónsson, Hllðargötu 6, Akureyri. Haukur Friðrik Sigurðsson, Lyngási6, Garöabæ. ur í Lúxemborg, kvæntur Laufeyju Ármannsdóttur og eiga þau tvö börn, Henrik Knudsen, f. 25.7.1984, og Helenu Sif Knudsen, f. 15.11.1987; Sif Knudsen, f. 2.7.1950, sjúkraliði á Landakotsspítala, gift Stefáni Ás- grímssyni blaðamanni og eiga þau tvö börn, Guðmund Elías, f. 23.1. 1974, og Sigurlaugu, f. 6.10.1978. Vorið 1973 giftist Guðmunda Sverri Kristjánssyni, f. 1908, d. 1976, sagnfræðingi og rithöfundi. Alsystur Guðmundu: Þorgerður, f. 1922, en hún lést í frumbernsku, og Þorgerður Nanna, f. 23.5.1923, búsettíReykjavík. Hálfsystkini Guðmundu, sam- feðra: Jón Árni sem drukknaði rösklega tvítugur; Olga sem lést í bernsku; Sveinbjörn sem drukknaði tvítugur; Olga, búsett í Keflavik; Elías, lést ungbarn; Ágústína, búsett í Reykjavík, og Jónína, búsett í Hafnarfirði. Hálfsystkini Guðmundu, sam- mæðra, Guðmundsbörn: Tvíbur- arnir Guðmundur og Sigurður sem dóu í frumbernsku; Gunnar Sólberg sem dó sjö ára; Elísabet sem fórst í flugslysi í Búðardal 1947; Kristín Halldóra sem dó í frumbernsku og Gunnar Sólberg sem dó þriggja ára. Foreldrar Guðmundu voru Elías Þórarinn Magnússon, f. 5.11.1878, d. 7.11.1923, formaður í Bolungar- vík, og síðari k.h., Sigríður Jensdótt- ir, f. 1.2.1881, d. 2.1.1968, húsmóðir. Ætt Elías var sonur Magnúsar, hús- manns í Bolungarvík, Jónssonar, hreppstjóra að Hóli á Bolungarvík, Guömundssonar, b. í Ytrihúsum í Arnardal, Ásgrímssonar, hrepp- stjóra í Arnardal fremri, Bárðarson- ar, ættfóður Arnardalsættarinnar, Illugasonar. Móðir Magnúsar var Þóra Árnadóttir, b. á Meiribakka í Skálavík, Árnasonar, b. í Ósi í Bol- ungarvík, Magnússonar „auðga“ Sigmundssonar. Móðir Elíasar var Elín Jónsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir. b. á Meiribakka, Einarssonar, b. á Meiribakka, Jónssonar. Sigríður var dóttir Jens Guð- mundar, b. í Arnardal, Jónssonar, b. í Fremri Arnardal, Halldórsson- ar, b. í Fremri Arnardal, bróður Guðmundar í Ytrihúsum. Móðir Jóns í Fremri Arnardal var Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Gih í Bol- ungarvík, Jónssonar. Móðir Jens var Guðrún Jónsdóttir, rokkasmiðs á Ytri-Veðrará, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Sólborg Sigurðardóttir, b. á Siglunesi á Barðaströnd, Finn- bogasonar, b. í Miðhlíð og á Siglu- nesi, Sigurðssonar. Ingólfur Amar Þorkelsson Ingólfur A. Þorkelsson, fyrrv. skóla- meistari MK, Hlaðbrekku 14, Kópa- vogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Ingólfur fæddist á Háreksstöðum í Jökuldalshreppi og ólst upp á Seyð- isfirði og Jökuldal. Hann lauk prófi frá Eiðaskóla 1944, frá KÍ1948, stúd- entsprófi frá MR1954, B A-prófi í sögu og dönsku frá HÍ1959, stund- aði framhaldsnám í dönskum bók- menntum og sagnfræði við Kenn- araháskólann í Kaupmannahöfn 1966-67 og hefur sótt fjölda nám- skeiöa í dönsku, sögu og stjórn- sýslufræðum. Ingólfur var kennari við MR 1948^49, Kópavogsskóla 1949-1953, Gagnfræðaskólann í Kópavogi 1954-61, Vogaskóla 1961-65 og Kvennaskólann í Reykjavík 1965-73. Hann var skipaður skólameistari MK og gegndi því starfi til 1994 er hann lét af störfum að eigin ósk. Ingólfur var jafnframt stunda- kennari við KÍ1967-70 og æfinga- kennari í mannkynssögu á vegum heimspekideildar HÍ1964-73. • IngólfursatístjórnLandssam- bands framhaldsskólakennara 1960-64, stjórn Félags BA-prófs- manna 1962-64, í stjórn Félags há- skólamenntaðra kennara 1964-67 og formaður 1970-73, í fulltrúaráði BHM1963-66, var formaður Félags dönskukennara 1968-70, í flokks- stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1969-79, í fram- kvæmdastjórn 1972-74, sat í rit- stjórn blaðsins Frjálsrar þjóðar Nýs lands 1972-74 og var formaður Seyð- firöingafélagsins í Reykjavík frá 1981. Ingólfur sat í grunnskóla- nefndinni 1972-75 og fleiri stjórn- skipuðum nefndum. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 25.9.1960 Rann- veigu Jónsdóttur, f. 8.6.1935, cand. mag. Foreldrar hennar voru Jón Kristófersson skipstjóri og k.h., Þór- linn Guðmundsdóttir húsmóðir. Börn Rannveigar og Ingólfs eru Jón Arnar, f. 31.10.1961; Þorkell Már, f. 15.5.1964, BA, starfsmaður hjá flutningafyrirtæki; Þóra Sigríð- ur, f. 14.6.1966, BA, starfar hjá Máh og menningu, í sambúð með Karli Emil Gunnarssyni, starfsmanni hjá Prenttæknistofnun. Systkini Ingólfs eru Anna Birna, f. 3.12.1922, starfsmaður hjá Lyfja- búðinni Iðunni í Reykjavík; Þórður, f. 2.1.1929, verkamaður í Reykjavík; Soffía, f. 5.7.1931, húsmóðir á Hólmavík; Þórný, f. 3.9.1920, d. 31.3. 1961, húsmóðir á Húsavík. Hálfsystur Ingólfs, samfeðra: Anna Margrét, f. 15.2.1914, hús- freyja aö Brekku í Mjóafirði, og Kristín María, f. 2.6.1918, d. 1.6.1985, húsfreyja. Foreldrar Ingólfs voru Þorkell Björnsson frá Galtastöðum í Hró- arstungu, f. 24.6.1892, d. 9.8.1974, verkamaður á Seyðisfirði og for- maður Verkamannafélagsins Fram um árabil, og k.h., Þóra Margrét Þórðardóttir frá Gauksstöðum á Jökuldal, f. 21.6.1900, d. 4.5.1990. Ætt Björn, faðir Þorkels, var sonur Péturs, b. á Klúku, Runólfssonar, b. Bjarnasonar, á Unaósi í Hjalta- staðaþinghá. Móðir Björns var Ás- laug frá Klúku, dóttir Sigurðar Jónssonar frá Njarðvík og fyrri k.h., Kristínar Maríu Sigfúsdóttur, prests í Ásum í Fellum, Guðmunds- sonar. Anna, móðir Þorkels, var dóttir Björns Björnssonar frá Bóndastöðum í Hjaltastaðaþinghá og síðari k.h., Önnu Jónsdóttur, prests á Hjaltastað, Guðmundsson- ar. Bjöm var sonur Skúla Sigfús- sonar frá Brimnesi viö Seyðisfjörð Ingóifur A. Þorkelsson. og k.h., Svanhildar Sveinsdóttur frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Dóttur- sonur Björns er Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambands íslands. Tvíburabróðir Þóru var Skúli, magister í sagnfræði. Þóra var dótt- ir Þórðar, b. á Gauksstöðum, Þórð- arsonar, b. á Sævarenda í Loðmund- arfirði. Þórður á Sævarenda var sonur Jóns Eyjólfssonar og Gróu Jónsdóttur er ættuð var úr Fellum á Fljótsdalshéraði og var lengi vinnukona hjá Eiríki Einarssyni, útvegsb. á Eldleysu í Mjóaíirði. Kona Þórðar á Sævarenda og amma Þóru var María Guttormsdóttir, Skúlasonar, frá Brimnesi, Sigfús- sonar, og þar koma saman föður- og móðurætt Ingólfs. Móðir Þóru var Stefanía Jónsdóttir, fædd í Fögrukinn í Jökuldalsheiði. For- eldrar hennar vom Jón Guðlaugs- son, Pálssonar, b. á Sörlastöðum í Fnjóskadal, og seinni k.h., Steinunn Símonardóttir, b. í Hvammi í Lóni, Halldórssonar. Guðlaugur, faðir Jóns, var bróðir Þórðar á Kjarna í Eyjafiröi. Ingólfur verður að heiman á af- mæhsdaginn. Bridge Islandsmótið í parasveitakeppni Helgina 28.-29. janúar verður spil- að í Þönglabakka 1 þriðja íslands- mótið í parasveitakeppni. Spiluð verður Monrad-sveitakeppni með 16 spila leikjum, alls 7 umferðir. Fjórar þær fyrstu fara fram á láugardag og þijár á sunnudag. Spilamennska hefst klukkan 11 báða dagana. Keppnisgjald er 10.000 krónur á sveit og spilað er um guhstig í hverjum leik. Skráning er á skrifstofu BSÍ klukkan 13-17 aha virka daga og skráningarfrestur er til fimmtudags- ins 26. janúar. Bridgehátíð Borgarness Ágætis þátttaka var í Bridgehátíð Borgamess sem fram fór helgina 14.-15. janúar. Á laugardag var sph- uð Monrad sveitakeppni meö þátt- töku 26 sveita og lokastaða efstu sveita varð þannig: 1. Háspenna..................164 2. Sigfús Þórðarson..........145 3. Sparisjóður Mýrasýslu.......142 4. Ólöf Þorsteinsdóttir........139 5. Guðlaugur Nielsen...........136 Sveit Háspennu var skipuð þeim Matthíasi Þorvaldssyni, Sverri Ár- mannssyni, Jóni Hjaltasyni og Aðal- steini Jörgenssyni. Á sunnudaginn var síðan spilaður tvímenningur og tóku 53 pör þátt í honum. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Matthías Þorvaldsson- Sverrir Ármannsson.............945 2. Murat Serdaroglu- Þórður Björnsson...........911 3. Sigfús Þórðarson- Gunnar Þóröarson...........899 4. Ragnar Haraldsson- Gísli Ólafsson.............889 5. Guðlaugur Sveinsson- Júlíus Snorrason...........874 6. Erhngur Einarsson- Árni Bragason.........!.....851 Jakob Kristinsson var keppnis- stjóri á mótinu og fórst það vel úr hendi. Heildarverðmæti vinninga á mótinu voru 200.000 krónur. Margir spilaranna voru veðurtepptir í Borg- arnesi á sunnudaginn vegna illviðris sem geisaði um allt land. Menn létu það ekki á sig fá og spilað var langt fram eftir nóttu að lokinni tvímenn- ingskeppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.