Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Page 32
44
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995
Jóhann Gunnar Bergþórsson.
Jóla-
bókin í ár
„Það er alrangt að ég fái eitt-
hvað fyrir að draga mig í hlé úr
bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Ég er
margbúinn að segja það. Það er
ekkert inni í myndinni að ég ger-
ist forstjóri íslenskra aðalverk-
taka eða fari til Víetnams. Það er
ágætt að taka sér frí eftir 16-20
tíma vinnu á sólarhring sjö daga
vikunnar síðustu ár,“ segir Jó-
hann Gunnar Bergþórsson, fyrr-
verandi forstjóri Hagvirkis-
Kletts, en hann segist nú vera að
skrifa sögu verktakafyrirtækja
sinna og að það verði jólabókin í
ár.
Ógleymanleg og
ólýsanleg tilfinning
„Við mokuðum skurð neðan frá
miðju flóðinu þar sem mjólkur-
kútur fannst og unnum okkur
Uminæli
svo alla leið upp eftir, tugi metra.
Maður var nýbúinn að horfa á
atburðina í Súöavík og ímyndaði
sér ekki að sömu atburðir myndu
gerast þarna. Klukkan um átta
um morguninn stakk ég hendinni
inn um glufu. Mér fannst ég sjá
eitthvað. Þá var gripið um hönd-
ina á mér. Ég vissi að það var
Unnsteinn. Þetta var ógleyman-
leg og ólýsanleg tilfmning," sagði
Stefán Oddsson, oddviti Reyk-
hólahrepps, í DV á fóstudaginn.
Hann var einn þeirraörþreyttu
leitarmanna sem fundu feðgana
Ólaf Sveinsson frá Grund, átt-
ræðan, sem lést, og son hans,
Unnstein, 37 ára, á lífi, undir
snjófljóði sem féll á útihúsin við
bæinn.
Ömurleg aðkoma
„Aðkoman var ömurleg. Við
sáum bókstaflega ekkert en síðan
gengum við fram á nautgripina
með aðeins höfuöið upp úr snjó-
flóðinu. Einn gripurinn var að-
eins með hálft höfuðið upp úr.
Þetta var fyrir neöan fjósið. Fyrst
vissum við ekki að manna var
saknað - bara að snjóflóð hefði
fallið á fjárhús. Við sáum aldrei
neitt af kindunum sem höfðu lent
í flóðinu en það var hey úti um
allt og kafsnjór og svo þessi þreif-
andi bylur. Við rétt stóðum af
okkur hryðjurnar," sagði Skarp-
héðinn Ólafsson, skólastjóri
Reykhólaskóla, sem var einn af
fyrstu hjálparmönnum á vett-
vang við útihúsin aö Grund í
Reykhólahreppi.
Dylgjur í skjóli þinghelgi
„Dylgjur framkvæmdastjóra
Verslunarráðsins um sukk, svín-
arí og mútuþægni starfsmanna
ÁTVR eru viðhafðar í skjóli þing-
helgi,“ segir m.a. í kjallaragrein
Kristjáns Helgasonar, form.
Starfsmannafélags ÁTVR, í DV á
fostudaginn.
í sömu grein segir Kristján
þetta: „Starfsmannafélag ÁTVR
fagnar allri umræðu um áfengis-
mál og starfsemi fyrirtækisins en
frábiður sér óvandaða og lág-
kúrulega umfjöllun að hætti Vil-
hjálms Egilssonar. Vonum við að
Vilhjálmur gefi sér tíma til að
leita réttra upplýsinga áður en
hann skrifar næstu blaðagrein."
Dregur úr norð-
austanáttinni
Eftir allhvassa norðaustanátt í nótt
dregur töluvert úr norðaustanáttinni
Veðriðídag
þegar líður á morguninn og þegar fer
að liða á daginn verður kominn kaldi
eða stinningskaldi um mestallt land.
Heldur mun kólna í veðri fyrst vest-
anlands. Á höfuðborgarsvæðinu
verður norðaustan kaldi -í fyrstu og
að mestu skýjað en að mestu úr-
komulaust. Hitinn verðir 0 til 3 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 16.45
Sólarupprás á morgun: 10.32
Síðdegisflóð í Reykjavik: 23.07
Árdegisflóð á morgim: 11.31
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 12 í gær:
Akureyri slydduél 2
Akurnes skýjað 5
Bergsstaðir súld 0
Bolungarvík alskýjað -1
Keílavikurtlugvöllur skýjað 1
Kirkjubæjarkla ustur alskýjað 4
Rauiarhöfn alskýjað 2
Reykjavík skýjað 2
Stórhöfði skýjaö 2
Bergen þrumuveð- 1
ur
Helsinki léttskýjað -6
Kaupmannahöfn þokumóða 2
Stokkhólmur skýjað 1
Amsterdam skúrir 5
Berlín Þokumóða 1
Frankfurt rigning 4
Glasgow skúrir 2
Hamborg skýjaö 5
London skýjað 5
LosAngeles rigning 11
Lúxemborg skýjað 3
Maiiorca skýjað 7
Montreal alskýjað 1
New York rigning 5
Orlando alskýjað 7
París hálfskýjað 9
Róm hálfskýjað 12
Vín þokumóöa -5
Washington alskýjað 5
Ragnar Öm Pétursson útvarpsstjóri:
Við erum með góða dagskrá
„Ein af ástæðunum fyrir því aö
við félagamir ákváðum aö kaupa
þessa útvarpsstöð er að við teljum
að það sé grundvöllur fyir svæöis-
útvarpsstöð. Við erum með góða
dagskrá og teljum að hún gefi
stærri útvarpsstöðvunum ekkert
eftir. Suðumesjamenn hafa greiö-
an aðgang að útvarpinu og þar er
tekið á þeirra rnálurn," segir Ragn-
ar Öm Pétursson, útvarpsstióri á
útvarpsstöðinni Bros í Keflavik.
Maður dagsins
Ragnar Öm og félagar hans, Ró-
bert Róbertsson og Jóhannes
Högnason, tóku við rekstrinum
fyrir réttri viku en stöðin er 2%
árs. Ragnar Örn hefur áður komið
nálægt útvarpi en hann hefur verið
fréttaritari Rikisútvarpsins á Suð-
umesjum frá 1985. Fimm árum
áður var útvarpsstjórinn þó farinn
að vinna hjá RÚV. „Ég byrjaði hjá
Ríkisútvarpinu 1980 og var þá í
hlutastarfi sem íþróttafréttamaður
á móti Hermanni Gunnarssyni.
Eftir að hann hætti fór ég í fiillt
starf en siðan kom að því ég þurfti
Ragnar Örn Pétursson.
að taka ákvörðun um að flytja til
Keflavíkur og halda þar áfram veit-
ingarekstri,“ segir Ragnar Örn og
gerir því skóna að hann væri enn
íþróttafréttamaður hefði þessi
ákyörðun ekki verið tekin.
Útvarpsstjórinn, sem er lærður
bæöi sem þjónn og framreiðslu-
meistari, var veitingamaður frá
1975 og i Keflavík frá 1983 en hann
lét af þeim störfum á gamlársdag.
Ragnar Örn var bæöi með vínveit-
ingahús í Keflavík og veítinga-
rekstur í Flugstöðínni. Hann segir
aö hugurinn sé nú við útvarpið en
þaö finnst honum vera skemmti-
legasti fjölmiðillinn.
Útvarpsstjórinn hefur verið
formaður íþróttabandalags Kefla-
víkur en ætlar að láta af því hlut-
verki í vor eftir sjö ár í starfinu.
Hann er einnig formaður íþrótta-
ráðs sameinaða sveitarfélagsins en
hafði áöur setið í íþróttaráðinu í
Keflavík i mörg ár. Þegar kemur
að áhugamálum þarf Ragnar Örn
ekki að hugsa sig lengi um. „Það
eru íþróttir og fréttir og á sumrin
skrepp ég líka í laxveiði með hópi
sem er þekktur undir nafninu „Upp
og niður gengið". Leyndardómur-
inn á bak við hópinn er meiri en á
bak við Frímúrararegluna.“
Ragnar Öm er fæddur i Reykja-
vik en hefur verið búsettur 1 Kefia-
vik frá 1985. Konan hans heitir Sig-
ríður Sigurðardóttir og eiga þau
tjögur börn.
Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesj-
um
Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki.
Rólegt
á íþrótta-
sviðinu
Óvenju rólegt er um að litast á
íþróttasviðinu hér innanlands í
kvöld. íþróttafólkið hafði i nógu
að snúast um helgina en þá voru
íþróttir
fjölmargir leikir á dagskrá í
körfuknattleik, handknattleik og
blaki. Sennilega eru því margir
fegnir að fá frí í kvöld.
Samkvæmt Handknattleiksbók
HSÍ er aðeins skráður einn leikur
í kvöld en þaö er viðureign Fylk-
is og Gróttu í meistaraflokki B
en leikurinn verður i Austur-
bergi og hefst kl. 20.
í 1. deild kvenna í körfubolta
mætast ÍS og Grindavík í fþrótta-
húsi Kennaraháskólans og í ungl-
ingaflokki leika Haukar og ÍR í
Hafnarfirði. Blakmenn taka sér
hins vegar alveg frí í kvöld.
Skák
Þessi staða er frá opna mótinu í Gron-
ingen um áramótin þar semstórmeistar-
inn Alexander Snejder frá Úkraínu varð
hlutskarpastur. Mikhail Tseitlin frá ísra-
el stýrir hvítu mönnunum gegn Salazar
frá Chile. Hvað leikur hvítur?
24. Bxg6! Kxg6 25. Hg3+ Kh6 26. De2!
Nú er svartur varnarlaus gagnvart íjöl-
mörgum hótunum hvíts. Aðalhótunin er
rnát á h5. 26. Hfö 27. Hxe6 +! H66 28.
Hh3+ Kg7 29. He7+ Hf7 30. HxH+ Dxf7
31. Ðe5+ og svartur gafst upp.
Jón L. Árnason
Bridge
Suður verður að vanda sig í úrspilinu ef
annar hvor láglitanna skyldi liggja illa í
þessu spili. Vestur spilar út hjartaás, en
sagnir gengu þannig, suður gjafari:
* ÁD982
9 D76
♦ KG9
+ 53
♦ 63
9--
♦ ÁD1086
+ ÁKD642
Suður Vestur Norður Austur
1+ IV IV 4V
54 pass 6V p/h
Spilið væri ekki vandamál ef báðir láglit-
anna höguðu sér vel og spilið er jafnvel
ekki vandamál ef tigullinn liggur 4-1.
Vandamálið snýst um hvort laufiö liggur
4-1. Sagnhafi trompar útspilið heima,
spilar tígli á níuna, laufi á ás, spilar tígli
á gosann og síðan aftur laufi. Engu máli
skiptir hvað austur gerir. Ef hann tromp-
ar getur sagnhafi tekið trompin af and-
stöðunni, hent fjórum spöðum í blindum
í frílauf og trompað spaða með þriðja
trompi blinds. Ef austm- trompar ekki
trompar sagnhafi lauf með háum tígli,
trompar sig heim á hjarta og á a.m.k. 12
slagi án spaðasvíningar. Spilið var allt
þannig:
♦ ÁD982
♦ G7 9 D76 ♦ KG9 + 53 ♦ K1054
9 ÁKG95 9 108432
♦ 54 ♦ 732
+ G987 * 63 9-- + 10
♦ AD1086
+ ÁKD642
ísak Örn Sigurðsson
Toppönd