Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 Fréttir Atvinnurekendur vilja ræða skanimtímasanming: Tel skammtímasammng alls ekki útilokaðan - segir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands Islands Samkvæmt öruggum heimildum DV hafa áhrifamenn úr röðum at- vinnurekenda nefnt þann möguleika til lausnar kjarasamningunum að gera skammtímasamning. Menn eru þá að ræða um samning sem gilda myndi til haustsins. „Maður heyrði þessa hugmynd nefnda strax í haust sem möguleika vegna óvissunnar í pólitíkinni, þing- kosningar fram undan og síðan stjómarmyndun. Enginn veit hvem- ig ríkisstjóm verður mynduð og þvi gæti verið óskynsamlegt aö að binda kjarasamninga tíl langs tíma. Ég tel skammtímasamning við þessar kringumstæður alls ekki útilokaðan. Menn vita ekkert hvaða ríkisstjóm tekur við eftir kosningar. Og enda þótt næðist sæmilegt samkomulag við þá ráðherra sem nú sitja veit maður ekki hveijir verða í næstu ríkisstjórn né hvaða áherslur sú stjóm verður með. Þess vegna gæti þurft að taka kjaramálin upp eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar," sagði Benedikt Davíösson, forseti Alþýðu- sambandsins, í samtali við DV um þetta mál.. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, gaf ekki mik- ið út á þessa hugmynd. Hann sagðist hafa heyrt af henni og að sjálfsagt væri að skoða hana. Þeir samningamenn sem DV hefur rætt við telja að erfiðara veröi að ná ásættanlegum samningum eftir því sem nær dregur kosningum. Þeir telja líka að ef af kennaraverkfalli verður og ef fleiri félög hjá hinu opin- bera fara í verkfall verði útilokað að ná samningum af einhverju viti fyrir þingkosningar 8. apríl. Þess vegna á hugmyndin að skammtímasamningi vaxandi fylgi að fagna. Fjögur prósent laimahækkun 1 tvö ár án kollsteypu? Þjóðarbúið þolir slíkar hækkanir - segir í nýjasta fréttabréfi Samvlnnubréfa Landsbankans Þjóðarbúskapurinn þolir aö laun hækki um allt aö 4 prósent á ári næstu tvö árin án þess að að það leiði til kollsteypu í efnahagsmálunum og aö verðbólga fari úr böndunum. Þetta kemur fram í nýjasta frétta- bréfi Samvinnubréfa Landsbankans. Bent er á að í aðildarríkjum OECD er reiknað með að almenn laun í einkageiranum hækki að meðaltali um 3,4 prósent á þessu ári og 4 pró- sent á því næsta. Spáð er um 3 pró- senta hagvexti og um 2,5 prósenta verðbólgu að meðaltali. Miðað við þessar forsendur er gert ráð fyrir að í OECD-löndunum aukist kaupmátt- urinn að jafnaöi um 1 til 1,5 prósent í ár og einnig á því næsta. Þrátt fyrir aö hagvaxtarhorfur séu ívið lakari á íslandi en í flestum OECD-löndum kemur sú skoðun fram í fréttabréfinu að efri mörk al- mennra launabreytinga á íslandi Uggi á bilinu 3 til 4 prósent á ári næstu tvö árin. í því sambandi er bent á hagstæða efnahagsþróun á íslandi á síöasta ári og aö þjóðartekj- umar muni aukast meira en lands- framleiðslan á þessu ári. „Hvort tveggja em rök fyrir því að þjóðar- búið þoU áþekka hækkun almennra launa og í helstu viðskiptalöndum," segir í fréttabréfinu. -kaa Tannverndardagur 3. febrúar Næstkomandi fóstudag, 3. febrúar, er tannverndardagur. Hyggst tann- vemdarráð þá leggja áherslu á um- fjöllun um matarvenjur íslendinga, mikla neyslu gosdrykkja og gæöi vatns. Einkunnarorð dagsins verða „Sífellt nart skemmir tennur." Tannverndarráð beinir þeim til- mælum til starfsfólks skóla að á tannverndardaginn veröi fjaUað um tennur og góðar matarvenjur. □ Hagvöxtur H Veröbólga H Launabreytingar 1995 1996 1995 1996 1995 1996 1995 1996 1995 1996 OECD í heild OECD í Evrópu ísland Danmörk Noregur * Ásinn er rofmn viö 1,5% Heimild: Þjóðhagsstofnun, Fréttabréf Samvinnubréfa, Landsbankinn 1995 1996 Svíþjóö Börnum bannaðuraðgangur íslendingar opnuðu Þjóðarbók- hlöðuna með pomp og prakt á fidl- veldisdaginn síðasta. Þá hafði bók- hlaðan sett íslandsmet í byggingar- tíma en tuttugu og flmm ár em síð- an þjóðin gaf sjálfri sér þessa merku byggingu í afmælisgjöf í til- efni af eflefu hundrað ára afmæU íslandsbyggðar. Enda þótt menn telji að seina- gangurinn við byggingu hússins stafi af peningaleysi er það út- breiddur misskilningur. Astæðan var fyrst og fremst sú aö menn vom ekki á eitt sáttir um það hverj- ir skyldu fá aö nota bókhlöðuna og hveijir fengju þar aðgang. Það er nefnilega ekki sama hverjir ganga um í svo virðulegri stofnun og það verður að bægja óviðkomandi frá, ef þess er nokkur kostur. Til að mynda gengur auðvitað ekki að ómenntað fólk'fái aðgang, hvað þá konur, og helst vildu bókaverðir að aögangur væri takmarkaður viö þá sem era komnir á miðjan aldur. AUavega var ljóst að ekki var hægt að hleypa hverjum sem er inn og um þetta var þráttað í tuttugu og fimm ár og á meðan beiö Þjóöar- bókhlaðan síns tíma. Loksins var ekki lengur undan því vikist að vigja húsið, enda vfidi bæði þjóðin og þingið að bókhlaðan risi. Einhvem veginn varð að af- henda gjöfma og það áður en þeir væru allir dauðir sem mundu eftir því þegar hún var gefin. Hvaö þá þeir sem mundu hvers vegna hún var gefm. Það hefði nú verið saga til næsta bæjar ef þjóðarbókhlöðu- gjöfin hefði dregist svo lengi að komast í notkun að enginn hefði munað eftir því til hvers þetta hús var reist. Enn fremur em auðvitaö síöustu forvöð að vígja bókhlööur áður en þjóðin leggur endanlega niður þann gamla siö sinn að lesa bækur. Það mátti ekki seinna vera. Þeir fáu sem enn lesa bækur em sérvitring- ar og námsmenn sem neyðast til aö fletta upp í námsbókunum til að flýta sér að komast út í lífið og losna við að lesa meira en góðu hófi gegnir. En nú er sem sagt búið að opna og nú er greinUega búið að komast aö niðurstöðu um það hveijum eigi aö hleypa inn. Böm í framhalds- skóla í vesturbænum hugðust kynna sér bókhlöðuna og bóka- kostinn sem æskufólkinu er sagt að þjóðin eigi. Þá kom í ljós að þeim var bannaður aðgangur. Aðeins þeir sem hafa náð sautján ára aldri eiga þess kost að heimsækja húsið sem þjóðin gafi Þetta kom aö sjálf- sögðu nokkuö á óvart því sextán ára krakkar fá aðgang að bíómynd- um sem em að öðru leyti bannaðar bömum og svo þeir héldu að ald- urstakmörk yrðu þeim ekki til traf- ala. En hér er þá komin reglan sem varðmenn menningarinnar hafa loks komið sér saman um. Þeir hafa orðið ásáttir um að hleypa almenningi inn í þetta musteri sitt en ekki bömum. Börn yngri en sautján ára eiga ekkert erindi i bókhlöður og em sennilega hættu- leg umhverfi sínu, nema þá hitt, sem er allt eins líklegra, að bæk- urnar innandyra séu hættulegar börnunum. Börn hafa ekki of gott af því aö kynna sér góðar bók- menntir sem fullorðnir eiga að lesa. En hvort heldur börnin em hættuleg bókunum eða bækurnar börnunum er bömum stranglega bannaður aðgangur. Þessi húsregla hefur veriö sett og við það situr. Bókaþjóðin veit hvað hún syngur og ef ekki var hægt að útiloka kon- ur eða ómenntaðan almenninginn og ekki var hægt að hafa bókhlöð- una út af fyrir sig handa þeim sem skilja bókmenntir er þessi þrauta- lending skiljanleg. Einhvers staðar verða fullorðnir að fá frið og börn eiga ekkert er- indi í lestur bókmennta og annarra gersema í þjóðarbókhlööu vegna þess að börn sem eru yngri en sautján ára hafa ekkert vit á því sem í þeim stendur. Það verður að hafa vit fyrir börnum og þau verða að fá að hafa sitt myndband í friði og tölvurnar sínar í friði og börn hafa ekki gott af því að lesa of mik- ið og allra síst þegar loksins er ris- in þjóðarbókhlaða þar sem bóka- ormarnir geta verið út af fyrir sig. Það er hka gott til þess að vita að enn eru til menn á lífi sem muna eftir því hvers vegna Þjóðarbók- hlaðan var gefin. Hún er fyrir full- orðna. Hún er fyrir þá sem kunna að lesa. Börn kunna ekki að lesa. Þess vegna er þeim bannaður að- gangur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.