Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA' AFGREIOSLU: 563 2777 KL. 6-a LAUGAROAGS' og manuoagsmorgna ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1995. Yfír hundrað íbúöir rýmdar vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum: Vitum af hengjum í fjallinu „Það hefur fennt hér mjög mikið og spáin er slæm næsta sólarhring- inn. Mikill sryór ofan á harðfenni þýðir að það skapast hér mikil hætta á snjóflóðum. Við sjáum ekki til fjalla en vitum af hengjum í fjall- ínu,“ segir Kristján J. Jóhannes- son, sveitarstjóri á Flateyri. Á Flateyri þurftu íbúar viö Ól- afstún, Goðatún og Hjallaveg að rýma hús sin. Þá var eigendum söluskála Esso gert að rýma skál- ann. Dæmi eru um að sumir hafi aöeins dvaliö í húsum sínum í íjóra daga eftir að siðast var rýmt vegna snjóflóðahættu. Gífúrleg ofankoma hefur verið á Vestfjörðum síðan í fyrrinótt og um tíma í gær sást ekki milli húsa vegna fannkomunnar. Snjóflóð hafa fallið á Óshlíð og Súðavíkur- hliö og eru þeir vegir lokaðir auk allra helstu fjallvega. BíU festist á milli ftóða á Óshlíð og var manm bjargað úr prisundinni eftir nokkra klukkutíma. Annar bíll náði að stansa á Súðavikurhlíðinni þegar snjóílóö féll fyrir framan hann. Ibúum við Smárateig, Fitjateig og Heimabæ 3, 4 og 5 i Hnífsdal hefur verið gert að rýma hús sín. Þá hafa íbúarnir að Grænagarði og Selja- landi orðið aö rýma sín hús. Súðvíkingum var safnað saman í Grunnskólanum í gær. Á Patreks- firði voru 66 hús rýmd í gær- kvöldi. Alls þurftu þar 236 manns að yfirgefa heimili sín. Þá voru Aftur snjóflóðahætta - á Vestfjöröum - Rateyri: Hús viö Ólafstún, Hjallaveg og | Goðatún rýmd. Auk þess var söluskála Esso lokað. Einnig ; yoru rýmdir þrír bæir í Önundarfiröi. Hnífsdalur: Hús við Smárateig og Fitjateig rýmd. Auk þess voru húsin Heimabær nr. 3, 4 og 5 rýmd. Umferð er takmörkuð um byggðina. Patreksfjörður: Alls 66 hús voru rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu. I þeim búa alls 236 manns. Isafjörðun Hús við Seljaland og Grænagarð rýmd. Netagerö Vestfj. og Steiniðjunni við Skutulsfjaröarbraut lokað. f Súöavík: Fólki boðið aðsetur í grunnskólanum sem er utan snjóflóðahættu. Reykhólahreppur: Tveir bæir, Miðjanes og Hamraland, rýmdir. tveir bæir i Reykhólahreppi, Miöja- nes og Hamarland, rýmdir vegna snjóflóðahættunnar. Ölafur Helgi Kjartansson, sýslu- maöur á ísafirði, sagðí í morgun að ástand væri óbreytt og menn biðu þess að veður gengi niöur svo hægt værí að endurmeta stöðuna. Almannavamanefndir em í viö- bragðsstöðu en ekki var í morgun vitað um skaða af völdum snjó- flóða. Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur segir að veður sé að ganga niður og ofankoma fari minnkandi. Hann segir að hætta sé enn á snjóílóðum. -rt Selfoss: Keppinautar sameinast í morgun var tilkynnt um að mikl- ir keppinautar á SeLfossi, SG eininga- hús og byggingavörudeild Kaupfé- lags Árnesinga, hafi verið sameinað- ar. Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri KÁ, sagði að markmiðið með sameiningunni væri að búa til öflugt og íjárhagslega sterkt byggingavöru- fyrirtæki sem væri vel í stakk búið tíl að þjóna öllu Suðurlandi. Öllum starfsmönnum beggja fyrir- tækjanna hefur verið boðið áfram- haldandi starf hjá nýja fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri þess verður Sig- urður Þór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri SG, en stjórnarformaður Þor- steinn Pálsson, framkvæmdastjóri KÁ. Snjóflóðog hættaáSiglufirði Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyn: „Við þorðum ekki annað en láta rýma þessi hús, þaö kyngdi niöur snjó í miklu hvassviðri," segir Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglu- firði, en almannavarnanefnd staðar- ins lét rýma 7 hús í gærdag við Laug- arveg, Suðurgötu og Hlíðarveg vegna hættu á snjóflóði úr Strengsgili. í þessum húsum búa um 20 manns og taka á ákvörðun um það skömmu fyrir hádegi hvort fólkið fær að snúa heim aftur í dag. í gær féllu 4 snjó- flóð á veginn Sigluíjarðarmegin viö Strákagöng, sum allstór. LOKI Hvemigværi aðíSog SH færuaðfordæmi Selfyssinga? undirbúnar Áhöfn Helgu II. RE var i óðaönn að undirbúa loðnuveiðar i Reykjavíkurhöfn i gær. Rækjuveiðarfærin voru fjarlægð og réttu græjurnar settar um borð. Svo er bara að vona að blessuð loðnan finnist fljótlega. DV-mynd GVA Snæfellsnes: Varla vélsleðafæri „Það er gjörsamlega ófært fyrir alla bíla hérna. Það er vonlaust aö komast leiðar sinnar, varla einu sinni fyrir gangandi - fólk sekkur bara í skafla. Það er heldur varla fært fyrir vélsleða því snjórinn er svo laus í sér. Húsið mitt er alveg komiö í kaf, þar sér ekki út um neinn glugga. Ég varð að moka mig út í nótt,“ sagði Guðlaugur Wium, lög- reglumaður í Ólafsvík, í samtali við DV í morgun. Mikil ófærö er á Snæfellsnesi eftir nóttina. Jarðýta varö t.a.m. að snúa viö á Fróðárheiði í nótt, svo glórulaus var bylurinn. Björgunarsveitarmenn frá Hellisandi fóru á bíl og gröfu og björguðu þremur sem höfðust við í jeppa í nótt á utanverðu Snæfellsnesi eftir að hafa lagt af stað frá Rifi skömmu eftir hádegi í gær. Fólkið fannst klukkan þrjú í nótt. Einnig var leitað að manni á Fróðárheiði í nótt en hann haföi lagt af stað á bíl frá Borgarnesi í gær en ekki skilað sér í gærkvöldi. Hann fannst laust fyrir klukkan sjö í morgun. „Þetta var arfavitlaust veður hérna. Björgunarsveitin hefur haldið úti þjónustu hér í nótt. En það er verið aö reyna að ryöja göturnar. Helstu vandræðin hér voru þau í gær að tveir snjóplógar og blásari frá Vegagerðinni fóru út af veginum á tímabili," sagði Sveinn Ingi Lýðsson, lögreglumaður í Stykkishólmi, í morgun. -Ótt Farsæl lausn á Akranesi Allar Mkur eru á því að kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Ákranesi leysist farsællega í dag. Samninganefnd hjúkrimarfræöinga var kölluð fyrir sjúkrahússstjórnina í gærkvöld, uppsögn sérkjarasamn- ings þessara starfsstétta frestaö um óákveðinn tima og óbreytt laun boð- in um óákveöinn tíma. Hjúkrunarfræöingar og ljósmæður á Sjúkrahúsi Akraness taka afstööu til tilboðsins í hádeginu í dag en Guðrún Hróömarsdóttir hjúkrunar- fræöingur segist bjartsýn á að máhð leysist þar sem uppsögn sérkjara- samningsins taki ekki gildi strax. Salan á Sléttanesi ÍS: Heimamenn í minnihluta Olíufélagið hf. og Útvegsfélag sam- vinnumanna eiga meirihluta eða 56 prósent í hinu nýja félagi Skrúði hf. á Þingeyri sem stofnað var um kaup á frystitogaranum Sléttanesi ÍS. Benedikt Sveinsson, framkvæmda- stjóri íslenskra sjávarafurða, stað- festiþettaísamtaliviöDV. -rt Veöriðámorgun: Smáél vestan- lands Á morgun verður fremur hæg sunnan- og suövestanátt með smáéljum á landinu vestanverðu en norðan- og vestankaldi og él austanlands. Annars staðar hæg- viðri og úrkomulítiö. Veöriö 1 dag er á bls. 28 NITCHI SKAFTTALÍUR Powfeew SuAuriandsbraut 10. S. 686499. LfTlf alltaf á Miðvikudögum [

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.