Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 11 Tíska Danska stórfyrirsætan Helena Christiansen setti upp svarta hárkollu í stíl við þennan kolsvarta samkvæmiskjól sem hún sýndi nýlega fyrir Chanel-tfskuhúsið franska. Hönnuð- urinn, Karl Lagerfeld, vill hafa konurnar í svörtu í sam- kvæmum sumarsins. Það virðist einhver drungi yfir Kalla Lagerfeld nú á þessum vetri því hann virðist ekki geta hannað annað en svarta samkvæmiskjóla fyrir sumarið. Sýningarstúlkan Yasmin sýndi þennan gegnsæja kjól á sumarsýningu Chanel. Hugmynd Karls svartsýna Lagerfelds á bak við þennan samkvæmiskjól var gamaldags korselett. Hin langleggjaða og þýðverska fyrirsæta, Claudia Schiffer, sýndi kjólinn. Símamynd Reuter Hönnuðir sjá svart í sumar Hér má sjá bómullar- og blúndubrjóstahald- ara með samsvarandi nærklæðum og sokk- um á undirfatasýningu í París um síðustu helgi. Brjóstahaldarinn er svokaliaður „Wonderbra" og ku gefa góða upplyftingu. Af ókunnum ástæðum virtust karlkyns blaðaljósmyndarar hafa mestan áhuga á þessari stúlku á undirfatasýningunni í Par- ís. Þetta er framlag Frakkans Louis Ferauds til sumartískunnar. Það er góð lyfting í þess- um rauða og svarta „kokkteilkjól" og skart- gripirnfr eru í sama lit. Þessi hættulega stutti, efnisrýri og gegnsæi vor- og sumarkjóll er frá franska hönnuðin- um Torrente. Kjóllinn hylur svo lítið að sýn- ingarstúlkan neyðist til að klæðast svörtum stuttbuxum við til að skýla sárustu nekt sinni. Hún reynir þó að brosa að öllu saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.