Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 Sviðsljós Leikstjórinn umdeildi, Roman Polanski, var nýlega staddur á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam. Nýjasta mynd hans, Dauðinn og stúlkan, var frumsýnd þar við góðar undirtektir. í aðalhlutverkum eru Ben Kingsley og Sigourney Weaver. Simamynd Reuter Söngvarinn Stevie Wonder er á tónleikaferðalagi um Bandarikin þessa dagana. Þessi mynd var tekin á tónleikum í Radio City Music Hall í New York. Undirtektir áheyrenda hafa verið mjög góðar. Simamynd Reuter Sonny Bono: Ur einangrun og Það fór vel á með þeim Luciano Pavarotti óperusöngvara og brasilíska knattspyrnukappanum Romario þegar þeir hittust í Rio de Janeiro í Brasilíu fyrir helgi. Pavarotti er á hljómleikaferðalagi um Brasilíu en hann lét sig ekki muna um að sparka nokkrum boltum og skalla meö snillingnum Romario, enda söngvarinn þéttholda frægur knattspyrnuaðdáandi. Símamynd Reuter Sonny (og Cher) var ekki fyrr byrjað- ur að kjósa en hann komst á Banda- ríkjaþing. 9 9 • 1 7 • 5 0 Verð kr. 39,90 mín. Dregið daglega og stjörnumáltíð fyrir tvo frá McDonald's fyrir þá heppnu! Munið að svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgdi DV síðasta fóstudag. iggy E BONUSVIDEO Sími 99-1750 Verð kr. 39,90 mínútan Dregið daglega og gjafakort með uttekt á þrem myndbands- spólum frá Bónus- vídeó fyrir þá heppnu! Munið að svörin við spurningunum er að frnna í BÍaðauka DV um dagskrá, mynd- bönd og kvikmyndir sem fylgdi DV síðasta nmmtudag. BÖNUSVÍDEÚ Nýbýlavegl 16 siml 564-4733 Opið virka daga frá 10-23.30 - laugard. og sunnud. frá 12 - 23.30 beint á þing Sonny Bono, fyrrum eiginmaður söngkonunnar Cher, hafði ekki fyrir því aö bregða sér á kjörstað fyrr en fyrir sjö árum, þá kominn á sextugs- aldurinn. Ætli það hafi ekki verið þegar hann gerðist bæjarstjóri í ein- hverjum eyðimerkurbæ ríka fólksins ■ Ba McDonald’s LEI KURI N N í Kaliforníu? Og hvar nema í Ameríku veröur frami manna svo skjótur að aðeins sjö árum eftir að þeir kjósa í fyrsta sinn eru þeir komnir á hið háa Bandaríkjaþing? Þar situr hann Sonny (og Cher) nefnilega núna. Sonny kennir skemmtanaiðnaðin- um um áhugaleysi sitt á stjórnmál- um. „Þegar maður er fræg persóna er maður einangraður," segir hann. „Maður hefur sitt eigið umhverfi, sína eigin stjómendur, sinn eigin al- mannatengslafulltrúa og lögfræðing. Maður er umvafinn öllu þessu fólki sem hugsar um mann. Maður þarf því ekkert að horfast í augu viö hið raunverulega líf.“ Nú er hins vegar annað upp á ten- ingnum hjá Sonny (og Cher) blessuð- um, orðinn þingmaður repúbhkana og þarf að fást við miður skemmtileg- an hvundagsgrámann í Washington, 59 ára gamall fyrrum skemmtikraft- urinn. SallyField í hefndarhug Sú góða leikkona Sally Field sem síðast gerði garöinn frægan í Forrest Gump hefur tekið að sér annað móðurhlutverk, í glæpa- mynd sem John Schlesinger mun að öUum líkindum stýra. Móðirin sú hyggur á hefndir þegar nauðg- ari og moröingi dóttur hennar er sýknaður af öllum ákærum vegna formgalla. Myndin heitir að sjálfsögu Auga fyrir auga. M DorisDay fyrir hundana Ameriska leikkonan og söng- fuglinn Doris Day er farin aö skipta sér af hundalöggjöfinni í Bretlandi, nánar tiltekið lögum sem banna hreinlega nokkrar hættulegar hundategundir. Doris er þó ekki ein um að hneykslast þvi hún á sér skoðanasystkin í öldungnum Bob Hope, sem eitt sinn var enskur, og tennisstjöm- urrni Martinu Navratilovu. Doris skrifaði enska innanrikisráð- herranum bréf og kvartaði yfir lögunum. Britt Ekland í heimabíói Sænska þokkadísin Britt Ek- land, sem var eiginkona gaman- leikarans Peters Sellers númer tvö, hefur krafist þess að breska sjónvarpið BBC falli frá áformum um að sýna heimiliskvikmyndir SeUers þar sem hún kemur fyrir. Hún hefur lika neitað þáttagerð- armönnum um viðtal. Ástæðan: „Ég vil ekki dvelja við fortíðina. Lifið er hér og nu,“ segir Britt Norska leikkoitan Liv Ullman var hreykin þegar hún tók á móti Picasso-orðunni frá menningar- stofnun SÞ, UNESCO, í París fyr- ir skömmu fyrir framlag sitt til heimsmálanna. Hún deildi verð- laununum með Jóhanni Karli Spánarkonungi. Liv notaði tæki- færið þegar hún var í París og kynnti Sofie, fyrstu myndina sem hún leikstýrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.