Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 10
Meiining Atli Heimir Sveinsson. Elín Osk Oskarsdóttir. Haukur Tómasson. Menningarverðlaun DV: Sinfóníuhljómsveit íslands. Fimm tilnef ningar til tónlistarverðlauna Dómnefndir vegna Menningar- verðlauna DV, sem afhent verða í Þingholti, Hótel Holti, fimmtudaginn 23. febrúar, hafa verið að störfum undanfarið. Menningarverðlaunin eru veitt fyrir markverða atburði eða sérstakt framtak sem tengist hverri eftirtaldra sjö listgreina á nýliðnu ári: leiklist, tónlist, bókmenntum, byggingarlist, kvikmyndum, list- hönnun og myndlist. Dómnefndirnar hafa því haft ærinn starfa síðustu daga að pæla í gegnum listviðburði ársins 1994. Dómnefnd um tónlist ríður á vaðiö og hefur nú skilað tilnefningum til Menningarverðlauna DV. Nefndina skipa Áskell Másson, tónskáld og tónlistargagnrýnandi DV, Rikharður Örn Pálsson, tónskáld og tónlistar- gagnrýnandi, og Bergljót Haralds- dóttir dagskrárgerðarmaður. Fimm aðilar eru tilnefndir til Menningarverðlauna DV í tónlist: Atli Heimir Sveinsson tónskáld fyr- ir stórvirkið Tímann og vatnið sem flutt var á Listahátíð í Reykjavík í júní af Kammersveit Reykjavíkur. Caput-hópurinn fyrir óvenjumikla starfsemi á árinu - flutning íslenskr- ar og erlendrar samtímatónlistar innanlands og utan, fyrir að stuðla að tilurð nýrra tónverka, einkar vandaðar hljóðritanir á nýrri tónlist og kraftmikið, hvetjandi og ósérhlífið framlag til íslensks tónlistarlífs. Elín Ósk Óskardóttir söngkona fyr- ir frábæra frammistöðu í óperunni Valdi örlaganna eftir Giuseppe Verdi en þar söng hún hlutverk Leónóru. Haukur Tómasson tónskáld fyrir tónsmíðar undanfarinna ára sem skipa honum ótvírætt í hóp athyglis- verðustu yngri höfunda okkar. Til marks um það má nefna nýlega út- komna geislaplötu frá íslenskri tón- verkamiðstöö, með kammer- og hljómsveitarverkum hans. Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir æ metnaðarfyllri og vandaðri starfsemi á vettvangi tónleikahalds og hljóðrit- ana. Feldenkrais-námskeiö hérlendis: Nýjar leiðir til daglegra starfa á hvort tveggja. Dagana 6.-12. febrúar næstkom- andi verða haldin Feldenkrais- námskeið á vegum íslensku tónlist- arkonunnar Sibyl Urbancic í húsi Kvennakórs Reykjavíkur að Ægis- götu 7. Feldenkrais-kennsluaðferðin, sem kennd er við rússneska eðlis- fræðinginn Moshé Feldenkrais, felst í auðveldum, rólegum hreyfmgum sem eru þægilegar og eiga að höfða til hvers og eins. Markmiðið er með- al annars að draga úr vöðvaspennu, t.d. í öxlum, hnakka og baki. Sibyl fæddist í Graz í Austurríki 1937 en fluttist til íslands með for- eldrum sínum ári síðar. Hún hélt fljótlega til Vínar í tónlistamám að loknu stúdentsprófi frá MR. Hún lagði fyrir sig kirkjutónlist og orgel- leik en hefur aðallega starfað sem kórstjóri. Hún ákvað að leggja Feld- enkrais-kennslu fyrir sig eftir að hafa kynnst henni af eigin raun. Hún vinnur aðallega með hljóðfæraleikr- urum og söngvurum en hefur einnig starfað fyrir hljómsveitir og kóra, auk þess aö halda námskeið fyrir almenning. Leikritið Taktu lagið, Lóa, eftir breska leikritahöfundinn Jim Cartwright, verður frumsýnt á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á fimmtudagskvöld. Leikritið fjallar um Lóu, feimna og óframfærna stúlku, sem býr í hrörlegu húsi með móður sinni, afskipt og vanrækt. Hún lokar sig inni í heimi tónlist- arinnar og nær ótrúlegri leikni í að herma eftir ýmsum frægum söngkon- um. Bólfélagi móðurinnar sér þar fljóttekinn gróða og fær móðurina í lið með sér. Á myndinni eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir i hlutverki Lóu og Pálmi Gestsson í hlutverki bólfélagans. DV-mynd GVA Feldenkrais heitir aðferð til að kenna fólki hreyfitækni og auðvelda því að skynja hvað þáð~ gerir og hvemig um leið og hún hjálpar því að finna nýjar leiðir til að vinna dag- leg störf. Aðferðin hjálpar til við að nota líkamann sem áreynsluminnst og skerpir vitund um eigið líf og líðan og leiðbeinir fólki um að hafa áhrif Sibyl Urbancfc tónlistarkona stendur fyrir Feldenkrais-námskeiðum hér á landi 6.-12. febrúar. 591 fjjviAi.nnn/.ujtodfc ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 Kvikmyndasafn: Viðræðurhafnar við Hafnar- Stjórn Kvikmyndasafns íslands hefur faliö Böðvari Bjarka Pét- urssyxti safnverðí að taka upp viðræður við Hafnarfjarðarbæ um fyrirhugað kvikmyndasafn í húsnæðinu þar sem nú er Bæjar- bíó. Bæjarráð hefur tilnefnt Magnús Gunnarsson, Valgerði Guömundsdóttur og Lúvík Geirs- son til viðræðnanna. Akranes: Uppsiörið frumsýnt Garðar Sverrisson, DV, Akranesi: Uppgjörið, ný leikin íslensk kvikmynd, verður frumsýnt á Akranesi á fóstudag. Höfundur myndarmnar, sem er 40 mínútur að lengd, er Jakob Halldórsson kvikmyndagerðarmaður. Að sögn Jakobs er um svarta kómed- íu að ræða og fer Gunnar Ásgeir Einarsson með aöalhlutverkið. Fjallar myndin um mann sem þarf að leiðrétta tölvumistök sem átt hafa sér stað hjá Trygginga- stofnun sveitarfélags. Tekst hon- um að flækja málið svo að von- laust virðist að leysa það. Kaffdeikhúsið: Alheimsferðir Það er líf í leiklistinni um þess- ar mundir. Á fóstudaginn verður Reykjavíkurfrumsýning á verk- inu Alheimsferðir Ema í kaffi- leikhúsinu f Hlaðvarpanum en það hlaut fyrstu verðlaun í leik- ritasamkeppni Landsnefndar um alnæmisvarnir vorið 1983. Leik- ritið, sem frumsýnt var á Lista- sumri á Akureyri í fyrrasumar, gerist á ferðaskrifstofunni Al- heimsferðum þar sem Ema er tnarkaðs- og sölufulltrúi. Þar fær Ema þá hugmynd aö markaðs- setja frjálslyndi Islendinga í kyn- ferðismálum. Leikendur eru Anna Elísabet Borg, Ásta Arnar- dóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Valdimar Örn Flygenring. Leik- sfjóri er Hlín Agnarsdóttir. TangóíNem- endaleikhúsinu Nemendaleikhúsið framsýnir á sama tíma Tangó eftir Slawomir Mrozek í Lindarbæ. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson en um þýð- ingu sáu Bríet Héðinsdóttir og Þrándur Thoroddsen. Gleði- harmleikurinn Tangó er eitt vin- sælasta nútímaleikrit sem skrif- að hefur verið í Póllandi og var leikiö hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir 30 árum við mikla aðsókn. Leikritið er nú sýnt í styttri út- gáfu. Tveir gestaleikarar taka þátt í sýningunni, þau Jórann Siguröardóttir og Pólverjinn Ja- sek Godek. Sígild tónlist: Bartoli listamað- ur mánaðarins Skífan hefur bryddað upp á þeirri nýjung að kynna listamann mánaðarins í sígildri tónlist Listamaður mánaðarins kemur ávallt úr fremstu röð listamanna og tónskálda. Listamaöur mánað- aríns f febrúar er mezzósópran- söngkonan Cecilia Bartoli sem þrátt fyrir ungan aldur hefur vakið mikla athygli fyrir söng sinn. í mars verður tónskáldið Giuseppe Verdi listamaður mán- aðaríns hjá Skifunni. Geislaplöt- ur meö Iistamanni mánaðarins verða boðnar með 20 prósenta afslætti þann mánuö en sérprent- að kynningarefni um listamann- inn mun liggja frammi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.