Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 5 Fréttir Hrafnkell A. Jónsson segir sig úr stjóm Alþýðusambands Austurlands: Ágreiningur um hvernig haga beri samningunum „Ástæðan fyrir því að ég sagði mig úr stjóm Alþýðusambands Austur- lands er sú að mér mislíkaði af- greiðsla á gagnmerkri tillögu sem ég flutti innan stjórnarinnar. Tillagan er efnislega á þá leið að skora á ASÍ að leita nú þegar eftir viðræðum við ríkisstjómina um málefni sem ekki verði samið um við atvinnurekend- ur. Þar má nefna afnám lánskjara- vísitölunnar og greiðsluvandann í húsnæðismálum, orkukostnað heim- segir að taka verði upp viðræður við ríkisstjómina þegar í stað ilanna og aðra mismunun milh íbúa landsins. Meirihluti stjórnarinnar feUdi þetta. Ég verð að segja eins og er að ég tel mér ekki fært að starfa í stjórn verkalýðssamtaka sem ekki eru tilbúin að gera þessa hluti eins og ástandið er,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfélags- ins Árvakurs á Eskifirði. Hann segir þetta tengjast ákveðn- um ágreiningi um vinnulag sem hef- ur verið í gangi nú um nokkurt skeið innan Alþýðusambands íslands. Stjórn Verkamannasambandsins hefur talið að það beri að reyna til þrautar að ná sérkjarasamningum áður en leitað verður eftir viðræðum við ríkisvaldið. Rökin fyrir þessu eru þau að ef farið yrði í viðræður við ríkisvaldið á meðan sérkjaraviðræð- ur standa yfir myndu sérkjaravið- ræðumar vera í hættu. „Ég er ósammála þessu. Menn vitna til fyrri ára og segja að sér- kjarasamningar hafi liðið fyrir það að menn voru að semja við ríkisvald- ið. Ég tel hins vegar að undanfarin ár hafi verið sú stefna ríkjandi hjá báðum aðilum í kjarasamningum að leggja minni áherslu á sérkjaravið- ræðumar en taka allt inn á sameigin- legt borð. Ég tel að við getum alveg haft vald á því að ræða tvö óskyld mál á tvennum vígstöðvum," segir Hrafnkell. Hann segist telja að þeir greiðslu- erfiðleikar sem eru í húsnæðismál- um hjá aimenningi séu svo yfirþyrm- andi að Alþýðusambandið sé að bregðast fólki með því að hraða ekki viðræðum við ríkisvaldið um lausn í máhnu. Því má bæta við að Benedikt Dav- íðsson, forseti ASí, sagði í samtali við DV í gær aö tillögur nefndar um þau mál sem ræða á við ríkisstjómina verði teknar fyrir á formannafundi ASÍ í dag, þriðjudag. Hafharfjarðarbær: Fær blokkir uppíveðhjá Guörún Jónsdóttir arkitekt: Á framboðslista Framsóknar Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hef- ur leyst til sín blokkina viö Há- holt 16 í Hafnarflrði og Garða- liraun 2 í Garðabæ og tekiö yfir 98 milljóna króna lán hjá Byggða- verki, samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV. Bæjarsjóður átti 15 milljóna króna veð í húsinu við Garöahraun og 43 milljóna veð í Háholtinu, Gert er ráö fyrir að tap bæjarsjóðs nemi um 40 milljónum króna veröi Byggða- verk lýst gjaldþrota i dag eða næstu daga, eins og búist er við. „Við höfum átt í viðræðum við Islandsbanka um að taka yfir nokkrar eignir fyrir 200 milljónir króna. Það ætti aö skýrast í þess- ari viku hvort það tekst aö bjarga fyrirtækinu eða ekki en verkið hefur tafist vegna þess að við höfum farið yfir kauptilboð sem hafa borist, meðal annars í Gisti- heimilið Berg,“ segir Sigurður Siguijónsson, forstjóri Byggða- verks. Samningaviöræður hafa átt sér stað að undanfornu milli fulltrúa Iðnlánasjóðs og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um yfirtöku fyrr- greinds láns sem upphaflega var 70 milljónir en stendur nú í 98 milljónum króna. Viðræðum lauk á föstudag með fullum sátt- um og segir Sigurður að báðir aðilar hafi horíið frá öllum kröf- um á hinn vegna fyrri samninga. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og for- maður menningarmálanefndar Reykjavíkur, hefur staðið í eldlín- unni um langt árabil og verið for- maður Arkitektafélagsins og Torfu- samtakanna auk þess að vera virk í borgarmálunum síðustu árin. Guð- rún hefur stutt Sjálfstæðisflokkinn, framboð Nýs vettvangs 1990, sem hluti Alþýðubandalags og Alþýöu- flokkur stóðu fyrir, framboð Frjáls- lyndra í síðustu alþingiskosningum, Reykjavíkurhstann og er nú komin í 11. sæti á framboðslista Framsókn- arflokksins í Reykjavík. „Ég var beðin um að vera á lista framsóknarmanna og eftír ítarlega umhugsun ákvað ég að vera með. Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég geng í flokkinn en ég hef aldrei verið flokksbundin. Ég var stuðn- ingsmaður Sjálfstæðisflokksins á mínum menntaskólaárum en eftír að mér var hafnað af Sjálfstæðisflokkn- um í starfi forstöðumanns Borgar- skipulags fór ég að hugsa minn gang. Ég hef aldrei verið í Alþýðubanda- laginu," segir Guðrún Jónsdóttír. Guðrún var beðin um að taka þátt fyrir hönd óháðra í prófkjöri á fram- boöshsta Nýs vettvangs fyrir borgar- stjómarkosningamar 1990 en Al- þýðuflokkur, óháðir og Alþýðubanda- lagsfélagið Birting stóðu að Nýjum vettvangi. Hún var í framboöi fyrir Reykjavíkurlistann í fyrravor. Þá var hún beðin um að vera í forsvari fyrir framboð Frjálslyndra í síðustu al- -hefur komið víða við í stjómmálum NÝ SENHNfi VÆNTANLEG... ATH. TAKMARKAD MAGN! 29,900, Samsung VX-306 tveggja hausa myndbandstœki með aðgerðastýringum ó skjó sjónvarps, sjólfvirkri stafrœnni myndskerpu, upptðkuminni, þœgilegri fjarstýringu, Scart-tengi o.m.fl. Fengum nokkur stykki ó þessu fróbœra verði!!! Að sjálfsöcjðu (E) greiðslukjör við allra hœfi Samsung VX-356 fjögurra hausa myndbandstœki með aðgerðastýringum á skjá sjónvarps, sjálfvirkri stafrœnni myndskerpu, upptökuminni, fjarstýringu, Jog-hjóli, 2 Scart-tengjum, tengi fyrir sjónvarps- myndavél, Long Play, hœgmynd o.m.fl. Hraðþjónusta við landsbyggðina:^ GraBnt númer: (Kostar innanbœjarsímtal og vörumar eru sendar samdœgurs) ^ Samsung VX-395 fjögurra hausa myndbandstœki með aðgerðastýringum á skjá sjónvarps, sjálfvirkri stafrœnni myndskerpu, upptökuminni, fjarstýringu, Jog-hjóli, Scart-tengi, tengi fyrir sjónvarpsmyndavél, Long Play, hœgmynd, hljóðinnsetningu o.m.fl. Grensásvegi 11 Sími: 886 886 Fax: 886 888 þingiskosningum en það framboð var af flestum talið runnið undan rifjum Borgaraflokksins sáluga. „Það var tahð að Borgaraflokkur- inn stæði á bak við þetta en ég var þarna fyrir hönd óflokksbundinna. Ég hef aldrei tekið flokkspóhtíska af- stöðu fyrr en núna,“ segir hún. Tilboð Öll tæki í baðherbergið Aðeins kr. 26.975 Innifalið í tilboði 1. Baðkar 170x70 cm 2. Blöndunartæki fyrir bað með sturtubúnaði 3. Handlaug 4. Blöndunartæki með lyfti- tappa og botnventli fyrir handlaug 5. WC með harðri WC-setu Vönduð vara Bað - handlaug og WC frá sama framleiðanda og með sama lit. Tilboðið gildir út febrúar CD * Faxafeni 9, s. 887332 Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18 laugard. 10-14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.