Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. MA.RS 1995 Stuttar fréttir Ivöggan í Markaryd í Svíþjóö leitar nú eiganda gríss sem hún skutlaði bæjarleið í gær. Áframsamastjórn Allt bendir til að Siumut- flokkur Lars Emils Johan- sens, formanns grænlensku heimastjórnar- innar, og sam- starfsflokkur hans Inuit muni fara með sigur af hólmi í kosningunum í dag. Mikiðumgrind Mun fleiri grindhvalir svamla um í danskri lögsögu en hingað til hefur verið talið, eru niður- stöður nýrrar talningar. Ungur hjartaþegi Skipt var um hjarta í hálfs- annars árs gamalli stúlku við Östra sjúkrahúsiö í Gautaborg í síöustu viku og er hún yngsti hjartaþegi Svíþjóöar. Dæmtíapril Réttarhöldum yfir Miehel Noir, borgarstjóra í Lyoni Frakklandi, vegna spillingar lauk í gær og veröur dæmt i næsta mánuöi, Sómalirdrepnir Bandarískar sveitir drápu allt að sex Sómah þegar verið var aö flytja gæsluliða SÞ á brott. Erturbrasaritekiim Lögverðir í Kólumbíu hafa handtekiö einn helsta eiturbar- óninn þar í landi. Óttast mafíustrið Sikileyingar óttast að nýtt maf- íustríð sé hafið eftir að 39 ára gamall maður var myrtur. Leyniskyttursæra Leyniskyttur i Sarajevo særöu þriá óbreytta borgara og fransk- an hermann í gær. Jeltsín burt Rússneski öfgamaðurinn Zhírínovskí segir aö moröið á vinsælasta sjónvarps- manni Rúss- lands sýni að Jeltsín forseta, stjórninni og þingínu sé um megn aö stöðva glæpi og þeir eigi þvi aö segja af sér. - —' Starfskona nektarsýninga- klúbbs í Englandi var dæmd tii að greiða ungum pilti bætur fyrir að koma honum i andlegt upp- nám. TT, Ritzau, Reuter KauphaUir í Asíu: Leeson gerði allt vitlaust Spákaupmennska Nicks Leesons hjá útibúi Baringsbankans í Singa- pore meö japönsk hlutabréf, sem á að hafa leitt til gjaldþrots bankans, ofli uppnámi í kauphöllum í Asíu. Hlutabréfaverð hrundi og þannig náði Nikkei vísitalan í Tokyo sögu- legu lágmarki sl. miðvikudag. Gjald- þrotið hafði einnig mikil áhrif í Bret- landi, einkum á gengi pundsins gagn- vart dollar og marki. Eftir sögulegt hámark í síðustu viku eru horfur á að Dow Jones vísi- talan í New York sé á niðurleið vegna ótta við minnkandi efnahagsbata í Bandaríkjunum á næstunni. Kaffi og sykur hefur hækkað í verði á erlendum mörkuðum en olía og bensín lækkað lítillega. Reuter/Fin.Times Utlönd Þýskir dómstólar bíða eftir framsalsbeiðni frá Singapúr: Leeson gert að dúsa í f angelsi Nick Leeson, breski verðbréfasai- inn sem sakaður hefur verið um aö setja elsta fjárfestingabanka Bret- lands á hausinn, var skikkaður til aö dúsa í fangelsi í Frankfurt í Þýska- landi í gær þar til dómstóll heföi fjall- að um framsalsbeiðni frá yfirvöldum í Singapúr. Hans Hermann Eckert saksóknari sagði fréttamönnum að ákvörðunin um að halda Leeson í fangelsi þar til dómstóllinn hefði kveðið upp úr- skurð sinn væri byggð á ásökunum um að hann hefði falsað skjöl. Yfirvöld í Singapúr hafa nú 40 daga til að sannfæra þýska dómara um að framselja beri Leeson austur þangað. „Þetta er dýrmætur tími fyrir okk- ur,“ sagði Roy Neighbour, næstæðsti maður fjármálalögreglu Singapúr. Eberhard Kempf, lögfræðingur Leesons, sagði að skjólstæðingur sinn vísaði ásökunum um fölsun á bug og að hann mundi berjast gegn framsalinu. Hans-Hermann Eckert saksóknari sagði að yfirvöld í Singapúr mundu leggja fram formlega framsalsbeiðni síðar. Varðhaldsúrskurðurinn var kveö- inn upp fyrir luktum dómi og er hann talinn áfall fyrir Leeson sem er sak- aður um að hafa knésett hinn 233 ára gamla banka með því að tapa um sextíu milljörðum íslenskra króna með spákaupmennsku sinni. Breska fjárglæfralögreglan til- kynnti í gær aö rannsókn væri hafin á staðhæfingum um fjársvik í Bar- ings-bankanum í Singapúr. í tilkynn- ingu frá lögreglunni var talaö um starfsmann bankans í Singapúr en hann var ekki nafngreindur. Reuter Eberhard Kempf, lögmaður Nicks Leesons, ræðir við fréttamenn eftir að skjólstæðingur hans var dæmdur í varð- hald þar til fjallað verður um framsalsbeiðni frá Singapúr. Simamynd Reuter Camilla má sækja um lögskilnað Áhugamenn um bresku konungs- fjölskylduna tóku fram kristalkúl- umar sínar í gær til að spá í framtíð- ina þegar Camilla Parker Bowles, hjákona Karls Bretaprins, öðlaðist rétt til að fá fullan skilnað frá eigin- manni sínum, Andrew Parker Bowles, og ganga í hjónaband á ný. „Þetta er einkamál og ég get ekki séð hvers vegna menn sýna þessu svona áhuga,“ sagði Simon Elhot, vinur Parker Bowles hjónanna, þeg- ar hann var spurður hvort þau Cam- illa og Andrew ætluðu að sækja um lögskilnaö þegar í stað. Þegar tíðindin af skilnaöi þeirra spurðust út fyrir sex vikum fór skjálfti um gjörvallt Bretland og hver sem vettlingi gat valdið velti því fyr- ir sér hvort hér hefði verið stigið fyrsta skrefið á leiö Camillu í hásæt- iö við hhð Karls. Næsta víst er tahð að Karl og Díana muni skilja en starfsmenn við hirð- ina segja þó að máhð hafi ekki borist í tal. Bresku blöðin fluttu fregnir af því í gær að Díana prinsessa heföi menn á sínum snærum í New York sem leituðu þar að hentugu húsnæði fyrir hana þar sem hún gæti dvalið að minnsta kosti hluta úr ári í sjálfskip- aðri útlegð. Shkar fréttir hafa þó ætíð verið bornar til baka. Reuter araðhendaut karlasófanum Anita Gradin, fulltrúi Sví- þjóðar í fram- kvæmdastjóm Evrópusam- : bandsins. ætlar að henda út sóf- anum á skrif- stofunni sinni í Brussel af því að hann minnir á kariaveldið innan ESB. „Ég ætla að henda honura út," sagði hún og lamdi i leðursófann þegar hún var spurð hvernig henni htist nú á að vera komin i karlaklíkuna í ESB. Fimm konur tóku sæti í nýrri framkvæmdastjórn ESB í janúar en áður hafði aðeins tveimur konum tekist að brjótast inn í karlaveldið. getunaviðað sjá fæðingu Gísli Kristjánsson, DV, Óstó: „Það er svo erfiö reynsla fyrir marga feður að sjá konu sína fæöa barn aö þeir missa allan áhuga á kynlífi og hjónabandiö flosnar upp,“ segir norska ljós- móðirin Celine Anker Rasch. Hún vih að feörum verði bannað aö fylgjast með komu bama sinna í heiminn. Aðrar ljósmæöur vísa þessu á bug og segja að engar rannsóknir styðji fullyrðingu Celine og vita ekkert dæmi þess að upp úr bjónabandi hafl shtnaö vegna nærveru fóður viö fæðingu. Engu að síður er þetta nú heitt deilu- mál í Noregi og stöku ljósmóðir neitar feðrum um að fylgjast með. Saklaus af blóðskömm: Lögreglan vissi sannleikann Gísli Kristjánsscm, DV, Óstó: „Ég var hórafööur míns,“ sagöi ung stúlka frá Stavanger í frægu blaöaviðtali árið 1986. Faöirinn var dreginn fyrir dóm og fundinn sekur um blóðskömm. Hann sat inni í hálft fjórða ár. Nú er komiö á daginn að frásögn dótturinnar var uppspuni einn og að hún hafði þegar árið 1992 og sagt lög- reglunni sannleikann. Það er hins vegar fyrst nú að greínt er opinberlega frá „réttar- morðinu". Dóttirin heimsóttifóð- ur sinn um jólin og sagði honum aUt af létta og það með að lögregl- an vissi að hann hefði verið dæmdur saklaus. Nú á aö taka máliö upp aö nýju. Stúlkan segir að hún hafi á sín- um tíma veriö undir sterkum áhrífum frá sjónvarpsþætti um blóðskömm. Hinrikprins skorinnuppvið brjósklosi Hinrik prins, drottningar- maöur í Dan- mörku, undir aögerð við brjósklosi í gærmorgun á taugalækn- ingadeild ríkis- sjúkrahússins í Kaupmannahöfn og var þaö Sv. Erik Börgesen yfir- læknir sem geröi aögerðina, Prinsinn lá á skurðarboröinu í rúman klukkutíma og gekk allt aö óskum. Hann útskrifast eftir fimm daga og þarf aö hafa hægt um sig í fjórar vikur. Reuter, Ritzau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.