Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 Vísnaþáttur _ Páll Vídalín Páll hét maður og var Jónsson, bar hann og ættarnafnið Vídalín. Páll fæddist árið 1667 í Víðidals- tungu í Vestur-Húnaþingi. Foreldr- ar hans voru Jón Þorláksson í Víði- dalstungu og kona hans Hildur Arngrímsdóttir og var hún dóttir Arngríms lærða Jónssonar á Mel. Páll nam í Hólaskóla og var síðan skráður í tölu stúdenta í Hafnarhá- skóla 11. ágúst 1685. Lauk hann prófi 1688 og fékk 10. mars sama ár konungsveitingu fyrir rektors- embætti í Skálholti, en tók ekki viö embættinu fyrr en 1690 og hélt hann því til 1696. Þann 17. apríl 1697 varð hann sýslumaður Dala- sýslu en hann hafði gegnt því emb- ætti frá árinu áður, eða 1696. Vorið 1702 var hann skipaður í nefnd með Árna Magnússyni til að kanna hagi íslands og stóðu þau störf til 1713. Árið 1705 tók Páll að fullu við lög- mannsumdæmi að sunnan og aust- an. Páll var einn virtasti maður sinnar tíðar og var viðbrugðið þekkingu hans á lögum og fomum fræðum. Var hann og á sinnar tíðar vísu eitt besta skáld er þá var uppi. Einnig ritaöi Páll merk rit um lög- fræði og fomar menntir og þá mest á latínu. Meðal rita Páls má nefna Fomyrði lögbókar er kom þó ekki á þrykk fyrr en á árunum 1849-54. Fyrmefnda jarðabók þeirra Árna skyldi einnig telja og Aldarfarsbók er út kom 1904 svo eitthvaö sé nefnt. Á leið að greftran einnar sóma- konu er spjór var nokkur og færð slæm. Samkvæmt heimildum mun þetta hafa verið 3. október 1723 á ferð vestan í Auðunnarstaðaheiði. Vísa þessi hljóðar svo: Af mér dregur ellin þó æskuna týnda sýnir; fyrri ég hef farið um snjó fórunautar mínir. Um tvo drengi er fyrrum vom í Víðidal kveður Páll svo; Arngrímur geymir illan mann, enginn trúi ég það rengi. Þeir eru vinir Þórður og hann en það verður ekki lengi. Um elh kerlingu kveður Páll bóndi svo: Athuga þú hvað ellin sé ungdóms týndum fjöðrum, falls er von af fomu tré, fara mun þér sem öðrum. Séra Ólafur Jónsson er var prest- ur í Skálholti 1692-1695 var ásamt Páli staddur í Snorrabúð hjá Sig- urði Bjömssyni lögmanni og var látinn mæla á latímu. Viidi Olafur ekki eiga undir annarra dómi en skólameistara síns. Kvað hann þá: Ef að ég skal ansa þér eftir spuming þinni, lítið var en lokið er látínunni minni. Um séra Ólaf Þorvarðarson er var kirkjuprestur hans og söng- maður hin besti kvað Páll eitt sinn vísu þessa: Ólafur syngur enn í kór, og engin hrellir pína. Svo búinn aftur fjandinn fór með flærð og hrekki sína. Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Til Bjöms Péturssonar sýslu- manns er bjó að Burstarfelli er næsta vísa. Bjöm þessi var mikill vexti og afarmenni aö burðum og var skaplyndi hans að sögn eftir því. Hafði hann á sér höfðingjabrag enda auömaður mikill og var hann tahnn bjargvættur sakamönnum. Um hann kvað PáU þessa kunnu vísu sem hefur lifað þrátt fyrir óvandað rím þar sem aðeins sér- hljóðinn i er látinn duga: Kúgaðu fé af kotungi, svo kveini undan þér almúgi; þú hefnir þess í héraöi, sem hallaðist á alþingi. í Sturlurímu Páls er vísa þessi og virðist eitthvað ganga á. Svo kveður Páh: Titrar leggur tönn og hönd, tröllin naumast anda; öll þeim sýndust efnin vönd, óttuðust reiðan fjanda. Segir að fjendur Páls hafi freist- ast og leitast við að fyrirkoma hon- um með djöfuls aðstoð og útrétting- um. Hversu rétt sem það kann að vera mun hann í hinni næstu vísu forakta fjandann og hans sendi- sveina. Svo kvað Páll: Oft hef ég slíkan óvin minn og illúðlegri séðan; eg forakta þig, fjandinn þinn! Farðu í burtu héðan. Á ferðalagi á Sölvamannagötum eitthvert sinn kvað Páll: Einatt liggur illa á mér, ekki eru vegir fínir; heilir og sæhr séuð þér, snjótitthngar mínir. Sagt er að Páh hafi svo kveðið um Jón Sigurðsson, sýslumann í Dölum: Veit ég ekki verra flón á vestur breiðum skaga en sódómíska svínið Jón; sVei honum alla daga. Uppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp að Gránugötu 4-6, Siglufirði, mánu- daginn 13. mars 1995 kl. 13.00: DR-985 EG-794 HA-694 TA-195 Enn fremur verður boðið upp eftirtalið lausafé: Caterpillar D6 C jarðýta, árg. 1974, JCB 807 B beltagrafa, árg. 1974. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á SIGLUFIRÐI Matgæðingur vikimnar____________________dv Ungversk gúllassúpa „Það kom mér nú eiginlega á óvart að ég skyldi fá áskorun um að verða matgæöingur vikunnar því maðurinn minn er svo rosalega góður kokkur og hann eldar miklu oftar á heimihnu en ég,“ segir Vig- dís Esradóttir tónmenntakennari. Sjálf segist hún gjarnan elda búlg- arskan og ungverskan mat. „Ég er hrifin af bragðmiklum mat og þetta er minn uppáhaldsmatur. Ég held að það sé kannski vegna þess að þessar þjóðir hafa talsverð áhrif á mig og að ég er svo mikið fyrir músíkina þeirra." Vigdís býður upp á ungverska gúllassúpu og er uppskriftin fyrir 5 til 6 manns. Uppskriftina kveðst Vigdís hafa fengið hjá vinkonu sinni. Súpuna eldar Vigdís daginn áður en hún ber hana fram til að hún verði bragðmeiri. Gúllassúpa 1 kg nautagúllas salt og pipar 100 g smjör 1 dl ólífuolía 2 laukar 2 stönglar sellerí 2 stórar gulrætur 2 msk. paprikuduft hvítlauksrif að smekk Hinhliðin Ætla á sólvagni í kringum hnöttinn - segir Tryggvi Gunnar Hansen, hofbyggingarmaður í Grindavík stjórninni? Mér finnst Davíð Odds- son koma mjög vel fyrir en ég er samt á móti ríkisstjórninni. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Eg myndi hafa gaman af að spjalla við Madonnu. Uppáhaldsleikari: Egill Ólafsson. Uppáhaldsleikkona: Sólveig Am- arsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Ég'sjálfur. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Náttúru- lífsmyndir sem eru vel gerðar. Uppáhaldsveitingahús: Hafur- björninn í Grindavík. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Sagnadansa eftir Véstein Ólason. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Gamla gufan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég sakna Jóns Múla. Hann var ahtaf góður. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ólöf Rún Skúladóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Leik- húskjallarinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Þór á Akureyri. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Ég stefni á að hofvæða ísland og fara á sólvagni í kringum hnöttinn. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ef ég fæ eitthvert sumarfrí ætla ég að vera með börnunum mínum. Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Það er fullt af fólki í Grindavík sem tekur mjög jákvætt í byggingu hofs. Það verður stílað inn á ferða- mennina, að fá þá til að koma og skoða hofið sem verður glæsilegt í alla staði. Þarna verða nokkrir veislusahr, danssalur þar sem hægt verður að dansa hringdansa, snorralaugar, baðaðstaða og margt fleira," segir Tryggvi Gunnar Hansen en byggingarnefnd Grinda- víkur hefur úthlutað honum svæöi til að byggja hof á að fornum sið. Það er vestan við Grindavík, við svokahaða Silfurgjá. Fyrsti áfangi verður tæplega 200 fermetrar að stærö en endanlega verður hofið nálægt 450 fermetrar. Tryggvi hef- ur skrifað tvær ljóðabækur og einnig hefur hann hlaðið torfbæi víðs vegar um landið. Það er Tryggvi sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Tryggvi Gunnar Han- sen. Fæðingardagur og ár: 10. apríl 1956. Maki: Margrét Sveinbjörnsdóttir. Börn: Hans Ingi, 13 ára, og Anna Sóley, 10 ára, en þau eru búsett í Svíþjóð. Bifreið: Benz húsbíll, árgerð 1979. Starf: Byggi torfbæi og skrifa sög- ur. Laun: Mjög breytileg. Áhugamál: Eins og er að skrifa sögur. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég hef erft það frá foreldrum mínum að vinna aldrei í neinu slíku. Tryggvi Hansen byggir hof í Grindavík. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Syngja og dansa. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vera á bát og vera sjóveik- ur. Uppáhaldsmatur: Blómkálsgratín að hætti Margrétar. Uppáhaldsdrykkur: Ég smakkaði um daginn kaffi með lakkríslíkjör út í og það var mjög gott. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Enginn en ég hef alltaf haft gaman af Einari Vil- hjálmssyni spjótkastara. Uppáhaldstímarit: Það er rit sem heitir Torfumóðir og er um hleðsl- ur og byggingalist. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Ég sá eina á Laugaveginum um daginn. Hún var afar sæt, með nett- an munn og stór augu. Ég elti hana smástund en missti af henni. Ertu hlynntur eða andvigur rikis- Vigdís Esradóttir. 2 msk. tómatpuré 2 1 vatn 1 rauö paprika 1/2 búnt af steinselju 2 til 3 stórar kartöflur makkarónur eða pastaskrúfur tabascosósa aromat svartur pipar season all hvítlauksduft rauðvínsskvetta Gúllasið er saltað, piprað og létt- steikt. Laukar, sellerístönglar og gulrætur eru skorin og látin krauma í blöndu af smjöri og ólífu- olíu með paprikudufti og mörðum hvítlauk í um það bil tíu mínútur. Tómatpuré blandað saman við. Þetta er soöið í tvær klukkustundir ásamt gúllasinu í tveimur htrum af vatni. Á meðan eru kartöflurnar skorn- ar í bita. Þegar líður undir lok suðutímans eru kartöflurnar og eða makkarónur eða pastaskrúfur settar í pottinn ásamt paprikunni og steinseljunni. Súpan er síðan krydduð meö ta- bascosósu, aromati, miklu af svört- um pipar, season all, hvítlauksdufti og vænni skvettu af rauðvíni. Vigdís ber súpuna fram meö hvít- lauksbrauði og ungversku rauð- víni. „Það er gott að borða hana á köldu vetrarkvöldi í skammdeginu við logandi kertaljós og vampíru- stemningu og ástríðufulla, ung- verska sígaunamúsík," segir Vig- dís. Hún skorar á bróður sinn, Esra Jóhannes Esrason, í Súðavík aö verða næsti matgæðingur. „Hann er frábær kokkur og getur eldað allt milli himins og jarðar. Hann hefur líka óskaplega gaman af því að elda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.