Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 9 Fréttir Margrét Hjálmarsdóttir og Hrafn Leifsson eru mjög ánægð með tviburavagn- inn sem þau fengu gefins eftir að hafa sett smáauglýsingu í DV. Tvíburamamma í Hlíðunum ánægð með smáauglýsingar D V: Fékk gefins tvíburavagn - og vann nýja matvinnsluvél í smáauglýsingapottinum „Þetta var mikiö happ og kom sér ákaflega vel fyrir okkur,“ segir Margrét Hjálmarsdóttir, tvíbura- mamma í Hlíöunum, en hún auglýsti nýlega eftir gefins eöa ódýrum tví- buravagni í smáauglýsingum DV. Viöbrögöin voru mjög góð og þrír gefins vagnar buðust strax. Á endan- um ákvað hún aö þiggia vagn austan frá Hornafirði. Þaö er ekki nóg meö að Margrét hafi fengið vel meö farinn barnavagn gefms heldur var hún líka dregin út úr smáauglýsingapotti DV og vann glænýja Tefál matvinnsluvél. Tvíburavagninn kom ?ö góöum notum fyrir Margréti og Iitlu fimm mánaða tvíburana hennar, þá Haf- þór og Hauk. Nú ekur hún um Hlíð- arnar með litlu kríhn í vagninum. Hún segir þaö vera hörkuvinnu að eiga tvíbura en auövitað mjög skemmtilegt. Minkur gerir usla við ÞingvaUavatn: Drepur f uglana og stelur veiðibráð - veiðistjóri íhugar aðgerðir gegn þessum vágesti á næstunni „Rauðukusunesið iðaði af fuglalífi fyrir nokkrum árum. Nú sést varla fugl þarna. Dag einn í sumar taldi ég einungis 6 kríur á svæðinu og þær voru allar við veginn. Endurnar eru flúnar út á vatn og jaðrakan er horf- inn. Minkurinn virðist orðinn alls- ráðandi þarna við vatnið. Og hann er svo kræfur að ef maður leggur frá sér fisk á bakkann þá er hann horf- inn innan nokkurra mínútna," segir Sævar Stefánsson, rannsóknarlög- reglumaður í Reykjavík. Sævar er einn fjölmargra sumar- bústaðaeigenda við Þingvallavatn sem horft hafa upp á mikinn viðgang minkastofnsins á kostnað fuglalífs- ins. Minkurinn hefur sést á svæðum við vatnið þar sem hans hefur ekki orðið vart áður og dæmi eru um að fjöldi fugla hafi fundist dauður eftir hann. Óttast margir að fulgalíf við vatnið þurrkist út með sama áfram- haldi. Að sögn Sævars hefur fuglum fækkað mjög frá því fjölskylda hans keypti sér sumarbústað á Kárastaða- nesinu fyrir 15 árum. Að hans mati er full þörf á því að útrýma minkin- um enda stefni hann fuglalífinu í voða. Að sögn Ásbjörns Dagbjartssonar veiðistjóra hafa menn orðið vaxandi áhyggjur af viðgangi minksins. Því muni embættið í vaxandi mæli snúa sér að því vandamáli. Þingvalla- svæðið sé þar ofarlega á blaði enda vinsælt útivistarsvæði. „Við reynum að sporna gegn við- gangi minksins. Okkur hefur gengið vel í Mývatnssveit sem að mörgu leyti svipar til Þingvallasvæðisins," segir Ásbjörn. -kaa Fannst eftir myndbirtingu í DV Gamli maðurinn, sem saknað var af Elliheimilinu Grund og lýst var eftir í DV, fannst í fyrradag. Maður- inn gisti á Hjálpræðishernum og sagðist vera frá Hveragerði og vera heimilislaus. Honum var fúslega veitt gisting en þegar hann vaknaði veitti starfsmaður Hjálpræðishers- ins manninum athygU eftir að hafa séðmyndafhonumíDV. -pp HUGO ER KOMINN I BÆINN OG LENDIR í SKEMMTILEGUM OG SPENNANDI ÆÍnNTÝRUM. SVO TALAR HANN ALVEG FRÁBÆRA ÍSLEN5KU! SÝMD í HÁSKÓLABÍÚ OC BOftCARBÍÓI AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.