Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 4..MARS 1995 Fréttir_______________________________________________________________ Ákveðnum aðgerðum hætt á Landspítalanum og sjúklingar sendir til útlanda: Landspítalinn sparar en Tryggingastofnun blæðir - getum ekki sparað meira nema minnka þjónustuna, segir varaformaður læknaráðs „Það er rétt. Það stendur til að leggja niður ákveðnar aðgeröir á Landspítalanum. Okkur er gert að spara og við getum ekki sparað meira nema minnka þjónustuna. Nú er mælirinn fullur. Við getum ekki staöið í þessu lengm:. Það hefur allur rekstur verið skorinn niður sem frekast er unnt og því verður að skerða þjónustuna og þess vegna hefur þetta veriö ákveðið. Sem dæmi um aðgerðir sem lagöar verða niður eru hjartaskurðaðgerðir á börnum sem nýlega eru hafnar hér á landi. I fyrra var um sjö slíkar aðgerðir að ræða. Það eru einhverjar fleiri að- gerðir sem verða aflagðar hér hjá okkur,“ sagði Atii Dagbjartsson, varaformaður læknaráðs Landspít- alans, í samtali við DV. Að sögn Atla verða nú þeir sjúkl- ingar sem þurfa að fara í þær aðgerð- ir sem hætt er að gera hér að fara til útlanda í aðgerðina og þá er það Tryggingastofnun ríkisins sem greiðir kostnaðinn. Bæði spítalarnir og Tryggingastofnun heyra undir Sighvat Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. „Okkur hefur verið gert að spara svo og svo mikið á hverju ári síðast- hðin 3 ár. Okkur hefur tekist það. Það var dregið saman í rekstri og það tókst vegna natni starfsfólksins. Nú er svo komið að meira verður ekki sparað þar og þá er komið að þjón- ustunni. Okkur er gert að spara sem nemur 1,5 prósentum af íjármagni Landspítalans og það sjá alhr hfandi menn að við getum það ekki nema með þessum hætti. Við verðum bara að horfast í augu við það. Við erum búnir að margbenda á hvemig komið er. Ef okkur er skipað að spara þá kemur okkur ekkert við hvar það kemur niður ef menn vhja vera svona skilningslausir á það sem við erum búnir að vara við,“ sagði Ath Dagbjartsson, varaformaður lækna- ráðs Landspítalans. Grjóthrun á skólarútu í Hvalnesskriðum: Bílstjórinn slapp áður en rútan fór niður í sjó - var einn á ferð og sakaði ekki „Hhðarrúðan splundraðist og það rigndi yflr mig glerbrotum. Mér fip- aðist við aksturinn og rútan lenti úti í kantinum. Þar fór hún að vega salt og ég rétt kom mér út áður en hún fór niður í sjó,“ sagði Helgi Georgs- son, skólabflsljóri á Höfn, við DV. Hann var einn á ferö á skólarútu sinni í Hvalnesskriðum um miðjan dag í gær þegar lítils háttar grjóthrun varð til þess að hann missti stjóm á rútunni. Helgi náöi að koma sér út í tæka tíð áður en rútan fór af stað og sakaði ekki. Rútan fór 130 metra nið- ur hhðina og út í sjó. Þar hggur hún gjörónýt en að sögn Helga stendur til að ná henni í dag á lágfiri. Helgi var á austurleið þegar óhapp- ið áttí sér stað. Rútan, sem er af gerð- inni Toyota Coaster, tekur 20 manns og hefur verið notuð til skólaaksturs fyrir Nesjaskóla. Að sögn lögreglu á Höfn gerðist svipaö atvik í Hvalnesskriðum fyrir tveimur ámm þegar ökumaður jeppabifreiðar rétt slapp út úr henni áður en hún hafnaöi niður í sjó. Maður tekinn með leikfangabyssu - samferðakona áleit hann með skammbyssu Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík var kölluð að fyrirtæki í Skeifunni í gærkvöld þar sem til- kynnt var um mann í bíl grunaðan um að vera vopnaður. Talsverður viðbúnaður var á staðnum en eftir að lögreglan hafði náð símasambandi við „byssumanninn" gaf hann sig fljótlega henni á vald. I ljós kom að hann var með leikfangabyssu í hanskahólflnu og hafði ekki ógnaö neinum. Kona sem var með manninum á ferð hringdi í ofboði í lögregluna þar sem hún sagðist hafa séö skamm- byssu í hanskahólfi bílsins. Auk þess taldi hún manninn hafa verið í ann- arlegu ástandi. Við athugun lögreglu var ekki svo heldur hefur maðurinn átt við geðræn vandamál að stríða, án þess þó aö hafa komist í kast við lögin. Tveir árekstrar á Fagradal Tveir árekstrar urðu með skömmu miUibiii á Fagradai i gær. AIls lentu fimm bílar í árekstrunum en ekki urðu alvarleg slys á fólki. Skömmu fyrir hádegi rákust tveir bílar saman. Annar ökumaður og einn farþegivoru fluttir með áverka á höíði á Egilsstaði og þaðan á Nes- kaupstað þar sem sauma þurfti sam- an djúpa og langa skurði. Um miðjan dag rákust síðan tveir bílar saman A-svipuðum stað á Fagradal. Þá var komin stórhríð og lenti þriðji bíllinn aftan á öðrum bílnum í því óhappi. Einn ökumaöur og tveir farþegar voru fluttir á heilsugæslustöð á Egilsstöðum með áverka á höfði. Lögreglan á Egilsstöðum hafði ekki náö tali af ökumanni þriðja bílsins í seinni árekstrinum um kvöldmatar- leytiö í gær þar sem hann fór af vett- vangi á Fagradal. Borðtennisstjarnan úr Víkingi, hinn 12 ára Guðmundur Eggert Stephensen, var útnefndur íþróttamaður Reykjavíkur 1994. Athöfnin fór fram í Höfða i gær að viöstöddu fjölmenni. Guömundur hefur unnið marga góöa sigra og spilar með A-landsliðinu. Hann er einnig fyrsti íslenski borðtennisspilar- inn sem hlotið hefur alþjóðlegan meistaratitil. DV-mynd S Hæstiréttur í 33. refsidómi síbrotamanns: Dómur mildaður fyrir að rota og ræna mann Hæstiréttur mildaði í fyrradag refsingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Lárusi Birni Svavarssyni, 43 ára síbrotamanni, úr tveggja ára fangelsi í 18 mánuði fyrir að hafa rotað mann og síðan rænt hann í félagi við annan yngri mann fyrir utan veitingahúsið Keisarann viö Laugaveg í mars síð-. astliðnum. Mennirnir slógu höfði fórnarlambsins utan í vegg og spörk- uðu í það með þeim afleiðingum að maðurinn missti meðvitund. Þeir tóku af honum armbandsúr og hring. Hér var um að ræöa 33. refsidóm Lárusar en -hann var jafnframt daemdur fyrir þjófnaði og innbrot. í dómi Hæstaréttar segir að við ákvörðun refsingarinnar, það er mildun á 2 ára refsiákvörðun héraðs- dóms, verði m.a. aö líta til þess að aðdragandinn að árásinni væri um margt óljós en allir sem áttu hlut að henni hefðu verið ölvaðir. Þá væri lítið upplýst um verðmæti þess sem Lárus Bjöm tók ásamt félaga sínum „en þó má ætla að það hafi verið mjög óverulegt“, segir í dómnum. -Ótt Árekstur í Keflavík: Þrír hlutu höfuðmeiðsl AUharður árekstur varð í efri byggð Keflavíkur um miðjan dag í gær. Bíll f framúrakstri lenti framan á bíl sem kom á móti Ökumenn og farþegar voru ekki í bílbeltum. Flytja þurfti þijá á Sjúkrahús en þeir hlutu talsverða en ekki lifshættulega áverka á höfði. Bílamir eru svo gott sem ónýtir eftir áreksturinn. Verslunarfólk HÖfii: Felldisamning- ana samhljóða Júlia Imsland, DV. Höfn; Á fundi verslunar- og skrif- stofudeildar Verklýðsfélagsins Jökuls á Hornaíiröi, sem haldinn var 2. mars, vom greidd atkvæði um nýgerða kjarasamninga og vom þeir felldir samhljóða. Um 100 manns eru í verslunar- og skrifstofudeildinni. Búið er að samþykkja kiarasamningana í öðrum deildum Jökuls. Stöö2: LindaP.ráðin Linda Pétursdóttir hefur verið ráðin til starfa á Stöð 2. Sam- kvæmt heimildum DV mun hún fyrst um sinn starfa sem kynnir i íslandi i dag. Hún mun hefja störf í kvöld. Elin Hirst, frétta- stjóri Stöðvar 2, staðfesti að viö- ræður ættu sér stað við Lindu en vildi ekki tjá sig um málið að öðraleyti. -rt Stuttar fréttir Loðnusjómenn mótmæla Sjómenn á 34 loðnuskipum hafa leitaö ásjár Davíös Oddssonar forsætisráöherra vegna meints verösamráðs loðnukaupenda. Skv. RÚV hafa sjómennimir áður leitað til Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra en að þeirra sögn mætt litlum skilningi. Ráðstefnuundirbúningur Eftir helgi hefst undirbúnings- fundur í Reykjavík fyrir ráð- stefhu SÞ um vernd hafsins vegna starfsemi í landi en hún verður í Bandaríkjunum í sumar. Hagstæðvöruskipti Vömskiptin í janúar vom hag- stæö um 1,8 milljarða í janúar. Til útlanda vom fluttar vörur fyrir 8,6 milljarða en til landsins vom fluttar vörur fyrir 6,8 millj. arða. Miðað við janúar í fyrra jókst vöruflutningurinn til lands- ins um 32% en útflutningurinn jókst um 17%. Niðurskurði mótmæit Starfsmannaráö Borgarspítala hefur sent frá sér harðorö mót- mæli gegn þeim niöurskurði sem ákveðinn hefur verið af bráða- birgðastjóm Sjúkrahúss Reykja- vikur. Ráðið lýsir fullri ábyrgð á hendur stjómvöldum hvaö varð- ar afleiðingamar. nágrennt Hverageröis í gærdag. Skv. Bylgunni búast starfsmenn Veðurstofunnar við áframhald- andi jarðhræringum á svæðinu. Hitaveiturörsprakk Stórt hitaveiturör við sund- laugina á Hótel Loftleiöum sprakk í gærmorgun með þeim afleiöingum aö vatn og gufa flæddi umkiallara hótelsins. Skv. Bylgjunni sakaði engan. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.