Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 11 Það er mikið tilstand á hverjum morgni í förðun og greiðslu enda eru sjón- varpsmyndavélar í gangi allan daginn á eftir þátttakendum í Supermodel of the World. Elísabet innan um fallegan gróðurinn á Hawaii. annað en umsókn um starf. Þær stúlkur sem senda mynd af sér í keppnina þurfa að íhuga að umsókn- inni getur fylgt starf í útlöndum, eins og gerðist hjá Ehsabetu, og þá þurfa þær að vera tilbúnar að takast á við það. Á hverju ári koma um sjö þúsund stúlkur á skrifstofu Ford Models í New York og sækja um vinnu. Aðrar tíu þúsund senda bréf og mynd til skrifstofunnar í von um aö þær verði uppgötvaðar. Eileen Ford tekur sjálf viðtöl við um fimm þúsund stúlkur á hveiju ári á aldrinum frá 15-20 ára. Kannski verða fimmtíu þeirra heppnar og fá starf. Eins og sjá má er ekki auðvelt að komast á samning við Ford Models og því njóta þær stúlkur, sem taka þátt í Fordkeppn- inni, algjörra forréttinda hvað varð- ar að koma sér á framfæri. Fyrsta skrif- stofa fyrirsætna Ford Models skrifstofan í New York var fyrsta skrifstofa sinnar teg- undar í heiminum og stofnandi hennar, Eileen Ford, brautryðjandi á sínu sviði. Eileen, sem er komin yfir sjötugt, stofnaði skrifstofu sína árið 1948. Hún hafði þá sjálf starfað við tískusýningar ásamt tveimur vin- konum sínum. Auk þess haföi hún skrifað tískufréttir í blöð og var í námi í sálarfræði en ætlunin var að fara í lögfræði. Þegar Eileen gifti sig og varð bamshafandi tók hún að sér að útvega viðskiptavinum sínum fyr- irsætur, aðallega vinkonur sínar, og upp úr því varð skrifstofan til. Hún þénaöi um 65 dollara á mánuði. Umsvif hennar hafa aukist ár frá ári og til marks um það er talið að velta Ford Models sé nú tahn í milljörðum á ári hveiju. Nú hafa Ford-skrifstofur verið sett- ar upp í París, Tokyo og víðar. Ford Models er fjölskyldufyrirtæki, þijú af fjórum bömum hennar starfa hjá henni. Ford Models hefur samstarf við margar af þekktustu umboðs- skrifstofum í Evrópu. Rétta útlitið Starfsmenn Ford Models ferðast víða um heiminn til að leita að hinu eina rétta útliti. Eileen Ford hefur litið mjög í átt til austurs á undan- fórnum árum og hún telur að stærstu tækifærin séu þar núna. Eileen hefur starfað mikið í Tokyo undanfarin ár en Japanir velja fremur vestrænar fyrirsætur en frá eigin landi. Það var árið 1992 sem japönsk stúlka tók í fyrsta skipti þátt í Supermodel of the World. Árið 1993 tók rússnesk stúlka þátt í fyrsta skipti. Fordkeppnin fer fram á svipaðan hátt í flestum löndum, í gegnum blöð, tímarit eða sjónvarp og stúlkurnar senda sjálfar myndir af sér í keppn- ina. Þetta hefur gefist vel, alls staðar er áhuginn jafn mikill á fyrirsætu: starfinu. Draumareisur í fyrra fór keppnin fram á eynni Maui á Hawaii og var ekkert til spar- að að gera hana sem glæsilegasta. Búist er við að keppnin verði á ein- hverri eyju í Karíbahafmu á þessu ári eða í Evrópu, en þar hefur hún aldrei verið haldin, þannig að önnur Fordstúlka á jafn ævintýraríka ferð fyrir höndum og Ehsabet fékk. Ákvörðun um staðsetningu hefur enn ekki verið tekin en þaö verður gert á næstu dögum. Áður en Ford- stúlkan fer í Supermodelkeppnina mun hún fara til Parísar þar sem atvinnutískuljósmyndarar munu taka af henni myndir sem sendar verða til dómnefndar keppninnar. Ef Fordstúlkan 1995 verður jafn heppinn og Ehsabet gæti hún fengið samning við Ford Models í París og starf í sumar. Margar stjömur Það er sagt að Eileen Ford hafi auga fyrir stjömum. Það er hveiju orði sannara því margar af þeim stúlkum sem hún hefur uppgötvað hafa síðar orðið miklar stjörnur, jafnt í tísku- sem kvikmyndaheimin- um, má þar nefna Brooke Shields, Shari Belafonte, Candice Bergen, Ah MacGraw og Jane Fonda. Þá má nefna frægar fyrirsætur sem starfa fyrir Ford Models eins og Christie Brinkley, Cheryl Tiegs, Jerry Hall, Lauren Hutton, Kehy Le Brock, Renee Simonsen, Ashley Richard- son, Rachel Hunter og Christy Turl- ington svo einhverjar séu nefndar. Þær stúlkur sem hafa áhuga á að kynnast heimi fyrirsætunnar og jafnvel komast í keppnina um súper- módehð ættu að senda af sér myndir sem fyrst. Sendið tvær myndir, aðra þar sem viðkomandi sést öh og hina andhtsmynd. Best er að senda mynd- ir sem teknar eru af atvinnuíjós- myndara þó það sé ekki skilyrði. Þar sem myndimar verða sendar til Ford Models í Bandaríkjunum er nauð- synlegt að þær séu skýrar og góðar. FVUið út meðfylgjandi seðil og látið fylgja myndunum. Skilafrestur er til 26. mars. Merkið umslagið með eft- irfarandi: Fordkeppnin Helgarblað DV pósthólf 5380 125 Reykjavík aiuia aiuia aiuia aiuia aiuia aiuja aiuia aiuia fl) 6 0) B) £ 0) B) £ fl) B) £ B) B) £ B) B) £ B) B) £ B! B) £ Ð) B) £ B) Einstakt verð! Takmarkað magn! aiu/a NSX-380 Við bjóðum þessi frábæru hljómtæki með 10.000 kr. fermingarafslætti ^ 49.900 . Rétt verð kr. 59.900 stgr. D Raðgreiöslur til allt að 24 mán. Raðgreiðslur til Kaaio ÁRMÚLA38 (Selmúlamegin), 108 ReykjaviK SÍMI: 553 1133 CSv allt að 36 mán. aiiua anua auua aiu/a aiu/a auua aiuua aiuua emie emie emie emie emie emie emiB emis emie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.