Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Side 51
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995
59
Afmæli
Kristjana Sigurðardóttir
Kristjana Sigurðardóttir húsmóðir,
Arahólum 4, Reykjavík, verður átt-
ræð á mánudaginn.
Starfsferill
Kristjana fæddist í Hnífsdal og ólst
þar upp. Hún flutti til Siglufjaröar
1936 og átti þar heima til 1964. Þá
flutti hún til Reykjavíkur þar sem
hún hefur átt heima síðan.
Auk húsmóðurstarfanna hefur
Kristjana m.a. verið matráðskona í
ísbirninum hf. auk þess sem hún
starfaði lengi við Kleppsspítalann.
Kristjana lét af störfum 1982.
Fjölskylda
Kristjana giftist 15.10.1937 Sigurði
Björnssyni, f. 25.11.1910, d. 3.12.
1965, skipasmiði. Hann var sonur
Bjöms G. Björnssonar, b. í Fremri-
Gufudal í Baröastrandarsýslu, og
Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju.
Börn Kristjönu eru Ehsabet Krist-
insdóttir, f. 26.10.1933, gift Guð-
mundi Sveinssyni og eiga þau þrjú
börn; Sigríður Sigurðardóttir, f. 2.10.
1938, gift Jóhanni Vilbergssyni og
eiga þau fjögur börn; Reynir Sig-
urðsson, f. 21.11.1940, kvæntur Sig-
ríði Bragadóttur og eiga þau tvö
börn; Hlín Sigurðardóttir, f. 26.12.
1946, gift Gísla Jónssyni og eiga þau
fjögur börn; Júlíana Sigurðardóttir,
f. 25.12.1948, gift Hannesi Péturssyni
og eiga þau þrjú börn; Hanna Krist-
ín Sigurðardóttir, f. 25.9.1953, d. 18.6.
1954.
Systkini Kristjönu sem nú eru á
lifi: Kristján Sigurðsson, f. 12.1.1910,
kvæntur Valgerði Sigurjónsdóttur
og eiga þau tvö börn; Jón Sigurðs-
son, f. 10.4.1912, kvæntur Sigurpálu
Jóhannsdóttur og eiga þau fimm
börn; Olga Sigurðardóttir, f. 3.6.
1913, gift Gunnlaugi Jóhannessyni
og eiga þau þrjú börn; Arnór Sig-
urðsson, f. 20.3.1920, kvæntur Ragn-
heiði Stefánsdóttur en fyrri kona
hans var Aðalheiður Jóhannesdótt-
ir og á hann fimm börn; Bjarni Sig-
urðsson, f. 16.4.1921, kvæntur Þur-
íði Haraldsdóttur og eiga þau fimm
böm; Tómas Sigurðsson, f. 10.4.
1922, kvæntur Steinunni Gísladótt-
ur og eiga þau tvö börn. Látnar eru
Sigríður Hanna Sigurðardóttir, f.
13.12.1910, d. 1938, og Herdís Sigurö-
ardóttir, f. 2.12.1916, d. 1992, var gift
Guöbergi Konráðssyni og eru börn
þeirrafjögur.
Foreldrar Kristjönu voru Sigurð-
ur Guðmundsson, f. 9.7.1874, d. 4.10.
1955, sjómaður í Hnífsdal, og Elísa-
bet Jónsdóttir, f. 15.3.1881, d. 1.5.
1930, húsmóðir.
Kristjana tekur á móti gestum í
Kristjana Siguröardóttir.
safnaðarheimili Fella- og Hóla-
kirkju, sunnudaginn 5.3. frá kl.
16.00.
Til hamingju
mars
80 ára
Björg Ólöf Helgadöttir,
Mýrargötu 18a, Neskaupstað.
Hóltofríður Magnúsdóttir,
Hlíf2, ísaflrði.
Hólmfríður
verðurSOáraá
mánudag. Eig-
inmaöur henn-
arerPáll Sig-
urösson, fyrrv.
mjólkurbús-
stjóri á ísafirði.
Þau taka á móti gestum í
dóttur sinnar og tengdasonar að
Langholtsvegi 192 í Reykjavík
sunnudaginn 5. mars á milli kl. 15
ogl8.
75 ára
Svanfríður
Örnólfsdóttir,
BIesugróf8,
Reykjavík.
Svanfriður
verðurað
heiman á af-
mælisdaginn.
Ingunn Guðmundsdóttir,
Esjugrund 49, Kjalarneshreppi.
Bjarni Lúðvíksson,
Melabraut42, Seltjamarnesi.
Sigurður Jón Friðriksson,
Espigerði 4, Reykjavík.
Elín Anna Brynjólfsdóttir,
Furulundi4, Garðabæ.
Hóhnfríður Geirdal,
starfsstúlkaá
leikskóla,
Unufelli 27,
Reykjavilt.
Hólmfriöur
verðurfimm-
tugámorgun,
sunnudag. Eig-
inmaður henn- __________________
ar er Þorsteinn Daníel Marelsson,
ráðgjafi hjá SÁÁ. Hún tekur á móti
gestum á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar að Engihjalla 9, íbúð
2-F, i Kópavogi eftir kl. 16 á afmæl-
isdaginn.
40ára
70ára
Óðinn Björn Jakobsson,
Hraunbæ 78, Reykjavík.
Sigurjón Sigurðsson,
Syðra-Hvarfi, Svarfaðardals-
hreppi.
Steinn Dalmar Snorrason,
Syðri-Bægisá, Öxnadalshreppi.
Ásta Vestmann,
Háholti 19,Akranesi.
60 ára
Bergljót Ellertsdóttir,
Gnoðarvogi 40, Reykjavík.
50 ára
Ingibjörg Friðbergsdóttir,
Teigaseli 2, Jökuldalshreppi.
Kristjana Arnardóttir,
Blönduvirkjun, Svínavatnshreppi.
Valgerður G.
Eyjólfsdóttir,
Birkiteigi 18,
Keflavík.
Valgerður
veröurheimaa
afmælisdag-: .
inn.
Sigrún Kjartansdóttir,
Viðimel 27, Reykjavík.
Svanhildur Jónsdóttir,
Aflagranda 15, Reykjavík.
Björn Eyjólfur Auðunsson,
Granaskjóli 30, Reykjavík.
Hanna Kristin Þorgrímsdóttir,
Kirkjubóli2, Hvítársíðuhreppi.
Jón Ágúst Jónsson,
Lágengi9,Selfossi.
ÓlafurÓlafsson,
Melási 1, Garðabæ.
Einar Hallgrímsson,
Heiðan'egi 60, Vestmannaeyjum.
Hólmfriður Andersdóttir,
Heiðarlundi 7i, Akureyri.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, ráðs-
kona hjá Landsvirkjun, Ölduslóð 5,
Hafnarfirði, verður fertug á morg-
un.
Starfsferill
Guðrún fæddist á Hofsósi og ólst
þar upp. Hún lauk barnaskólanámi
á Hofsósi, var eitt ár í Gagnfræða-
skóla Hofsóss, eitt ár við Héraðs-
skólann á Laugarvatni og lauk
gagnfræðaprófi frá Flensborg.
Guðrún hóf sumarstörf við frysti-
húsið á Hofsósi fjórtán ára, starfaði
við Bautann á Akureyri 1972, stund-
aði tölvuritun hjá Sjóvá í Reykjavík
1973, var húsvörður við Grunnskól-
ann á Hofsósi veturinn 1974-75,
starfaði hjá Pósti og síma veturna
1975-79,1982-83 og 1983-84, var ráðs-
kona í Skálmadal sumarið 1980,
framleiddi gagnstéttahellur sumar-
ið 1982, auk þess sem hún hefur
stundað verslunarstörf hjá Kaupfé-
lagi Skagfirðinga, viö söluturn og í
blómabúð. Hún hefur verið ráðs-
kona við línudeild Landsvirkjunar
frá 1988.
Fjölskylda
Guðrún giftist 13.5.1978 Steini
Márusi Guðmundssyni, f. 1.10.1958,
línumanni hjá Landsvirkjun. Hann
er sonur Guömundar V. Steinsson-
ar, sem er látinn, og Stefaníu Jóns-
dóttur sem býr á Sauðárkróki.
Börn Guðrúnar og Steins eru
Gunnar Freyr Steinsson, f. 19.6.
1975, nemi; Guðmundur Vignir
Steinsson, f. 2.8.1979, nemi; Bergný
Heiða Steinsdóttir, f. 1.2.1986.
Bræður Guðrúnar eru Trausti
Baldvin Gunnarsson, f. 16.6.1949,
rekur bílapartasölu í Reykjavík,
kvæntur Jóhönnu Clausen og eiga
þau þrjú börn; Gunnar Heiðar
Gunnarsson, f. 14.12.1965, sjómaður
á Akureyri, kvæntur Sólveigu Ing-
unni Skúladóttur og eiga þau tvö
börn.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir.
Foreldrar Guðrúnar eru Gunnar
Baldvinsson, f. 22.7.1925, fyrrv.
vörubílstjóri á Hofsósi en nú í
Reykjavík, og Margrét Ragnheiður
Þorgrímsdóttir, f. 17.12.1932, hús-
móðir og nú gangavöröur við Aust-
urbæjarskólann í Reykjavík.
Sigríður Ámadóttir
Sigríður Árnadóttir.
Sigríður Arnadóttir deildarstjóri,
Sunnuvegi 7A, Þórshöfn, verður fer-
tugámorgun.
Fjölskylda
Sigríður fæddist í Hafnarfirði.
Hún er nú deildarstjóri við Kaupfé-
lag Langnesinga á Þórshöfn. Eigin-
maður hennar er Halldór Axel Hall-
dórsson, f. 6.6.1954, deildarstjóri.
Hann er sonur Halldórs Þorsteins-
sonar, flugvirkja í Baltimore, og
Helgu Haraldsdóttur sem lést 1982.
Dætur Sigríðar og Gísla Sig-
mundssonar eru Anna María, f. 29.7.
1974, og Ragnhildur, f. 21.1.1981.
Systkini Sigríðar eru Pálína; Val-
gerður; Ásta; Konráð; Hafliði; Ámi.
Foreldrar Sigríðar: Árni Konráðs-
son, sjómaður í Reykjavík, og Helga
Helgadóttir húsmóðir.
Bridge
Silfurstigamót í sveitakeppni
Helgina 11.-12. mars verður
haldin opin silfurstiga sveita-
keppni. Spilaðar verða 10 umferðir
með Monrad-fyrirkomulagi og 10
spila leikjum. Spilað verður með
forgefnum spilum. Spilamennska
byrjar klukkan 11 báða dagana og
er spilamennska búin um kl. 20 á
laugardaginn og 17 á sunnudaginn.
Keppnisgjald er 8.000 krónur á
sveit og fer helmingurinn af því í
verðlaunafé. Annar afgangur af
mótinu fer til styrktar yngri spilur-
um sem fara á heimsmeistaramót
yngri spilara í tvímenningi í Belgíu
í ágúst á þessu ári. Allir spilarar
eru velkomnir og vert er að minna
á að þetta er ein fárra æfinga sem
spilarar geta notfært sér fyrir und-
ankeppni íslandsmótsins í sveita-
keppni. Tekið er við skráningu hjá
BSÍ í síma 587 9360-.
DX4/I00 er
ngin vénjuleg fartölva
trúlega öflug - 6 klst. rafhlöður - Hljóðkerfi - Tengikví - o.fl. o.fl.
Yinniir 6 kfst- P rafhlöðum
Sérstakt tilboðsvcrð í nokkra daga
Verslunin er opin laugardaga frá kl. 10:00 - 14:00
NÝHERJI
SKAFTAULlÐ 24 - SÍMI 569 7700
Alltafskrejl á uiidait