Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995
Vísnaþáttur _
Páll
Vídalín
Páll hét maður og var Jónsson,
bar hann og ættarnafnið Vídalín.
Páll fæddist árið 1667 í Víðidals-
tungu í Vestur-Húnaþingi. Foreldr-
ar hans voru Jón Þorláksson í Víði-
dalstungu og kona hans Hildur
Arngrímsdóttir og var hún dóttir
Arngríms lærða Jónssonar á Mel.
Páll nam í Hólaskóla og var síðan
skráður í tölu stúdenta í Hafnarhá-
skóla 11. ágúst 1685. Lauk hann
prófi 1688 og fékk 10. mars sama
ár konungsveitingu fyrir rektors-
embætti í Skálholti, en tók ekki viö
embættinu fyrr en 1690 og hélt
hann því til 1696. Þann 17. apríl
1697 varð hann sýslumaður Dala-
sýslu en hann hafði gegnt því emb-
ætti frá árinu áður, eða 1696. Vorið
1702 var hann skipaður í nefnd með
Árna Magnússyni til að kanna hagi
íslands og stóðu þau störf til 1713.
Árið 1705 tók Páll að fullu við lög-
mannsumdæmi að sunnan og aust-
an. Páll var einn virtasti maður
sinnar tíðar og var viðbrugðið
þekkingu hans á lögum og fomum
fræðum. Var hann og á sinnar tíðar
vísu eitt besta skáld er þá var uppi.
Einnig ritaöi Páll merk rit um lög-
fræði og fomar menntir og þá mest
á latínu. Meðal rita Páls má nefna
Fomyrði lögbókar er kom þó ekki
á þrykk fyrr en á árunum 1849-54.
Fyrmefnda jarðabók þeirra Árna
skyldi einnig telja og Aldarfarsbók
er út kom 1904 svo eitthvaö sé
nefnt.
Á leið að greftran einnar sóma-
konu er spjór var nokkur og færð
slæm. Samkvæmt heimildum mun
þetta hafa verið 3. október 1723 á
ferð vestan í Auðunnarstaðaheiði.
Vísa þessi hljóðar svo:
Af mér dregur ellin þó
æskuna týnda sýnir;
fyrri ég hef farið um snjó
fórunautar mínir.
Um tvo drengi er fyrrum vom í
Víðidal kveður Páll svo;
Arngrímur geymir illan mann,
enginn trúi ég það rengi.
Þeir eru vinir Þórður og hann
en það verður ekki lengi.
Um elh kerlingu kveður Páll
bóndi svo:
Athuga þú hvað ellin sé
ungdóms týndum fjöðrum,
falls er von af fomu tré,
fara mun þér sem öðrum.
Séra Ólafur Jónsson er var prest-
ur í Skálholti 1692-1695 var ásamt
Páli staddur í Snorrabúð hjá Sig-
urði Bjömssyni lögmanni og var
látinn mæla á latímu. Viidi Olafur
ekki eiga undir annarra dómi en
skólameistara síns. Kvað hann þá:
Ef að ég skal ansa þér
eftir spuming þinni,
lítið var en lokið er
látínunni minni.
Um séra Ólaf Þorvarðarson er
var kirkjuprestur hans og söng-
maður hin besti kvað Páll eitt sinn
vísu þessa:
Ólafur syngur enn í kór,
og engin hrellir pína.
Svo búinn aftur fjandinn fór
með flærð og hrekki sína.
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
Til Bjöms Péturssonar sýslu-
manns er bjó að Burstarfelli er
næsta vísa. Bjöm þessi var mikill
vexti og afarmenni aö burðum og
var skaplyndi hans að sögn eftir
því. Hafði hann á sér höfðingjabrag
enda auömaður mikill og var hann
tahnn bjargvættur sakamönnum.
Um hann kvað PáU þessa kunnu
vísu sem hefur lifað þrátt fyrir
óvandað rím þar sem aðeins sér-
hljóðinn i er látinn duga:
Kúgaðu fé af kotungi,
svo kveini undan þér almúgi;
þú hefnir þess í héraöi,
sem hallaðist á alþingi.
í Sturlurímu Páls er vísa þessi
og virðist eitthvað ganga á. Svo
kveður Páh:
Titrar leggur tönn og hönd,
tröllin naumast anda;
öll þeim sýndust efnin vönd,
óttuðust reiðan fjanda.
Segir að fjendur Páls hafi freist-
ast og leitast við að fyrirkoma hon-
um með djöfuls aðstoð og útrétting-
um. Hversu rétt sem það kann að
vera mun hann í hinni næstu vísu
forakta fjandann og hans sendi-
sveina. Svo kvað Páll:
Oft hef ég slíkan óvin minn
og illúðlegri séðan;
eg forakta þig, fjandinn þinn!
Farðu í burtu héðan.
Á ferðalagi á Sölvamannagötum
eitthvert sinn kvað Páll:
Einatt liggur illa á mér,
ekki eru vegir fínir;
heilir og sæhr séuð þér,
snjótitthngar mínir.
Sagt er að Páh hafi svo kveðið
um Jón Sigurðsson, sýslumann í
Dölum:
Veit ég ekki verra flón
á vestur breiðum skaga
en sódómíska svínið Jón;
sVei honum alla daga.
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp að Gránugötu 4-6, Siglufirði, mánu-
daginn 13. mars 1995 kl. 13.00:
DR-985 EG-794 HA-694 TA-195
Enn fremur verður boðið upp eftirtalið lausafé: Caterpillar D6 C jarðýta,
árg. 1974, JCB 807 B beltagrafa, árg. 1974.
Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN Á SIGLUFIRÐI
Matgæðingur vikimnar____________________dv
Ungversk
gúllassúpa
„Það kom mér nú eiginlega á
óvart að ég skyldi fá áskorun um
að verða matgæöingur vikunnar
því maðurinn minn er svo rosalega
góður kokkur og hann eldar miklu
oftar á heimihnu en ég,“ segir Vig-
dís Esradóttir tónmenntakennari.
Sjálf segist hún gjarnan elda búlg-
arskan og ungverskan mat.
„Ég er hrifin af bragðmiklum mat
og þetta er minn uppáhaldsmatur.
Ég held að það sé kannski vegna
þess að þessar þjóðir hafa talsverð
áhrif á mig og að ég er svo mikið
fyrir músíkina þeirra."
Vigdís býður upp á ungverska
gúllassúpu og er uppskriftin fyrir
5 til 6 manns. Uppskriftina kveðst
Vigdís hafa fengið hjá vinkonu
sinni. Súpuna eldar Vigdís daginn
áður en hún ber hana fram til að
hún verði bragðmeiri.
Gúllassúpa
1 kg nautagúllas
salt og pipar
100 g smjör
1 dl ólífuolía
2 laukar
2 stönglar sellerí
2 stórar gulrætur
2 msk. paprikuduft
hvítlauksrif að smekk
Hinhliðin
Ætla á sólvagni í
kringum hnöttinn
- segir Tryggvi Gunnar Hansen, hofbyggingarmaður í Grindavík
stjórninni? Mér finnst Davíð Odds-
son koma mjög vel fyrir en ég er
samt á móti ríkisstjórninni.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Eg myndi hafa gaman af að
spjalla við Madonnu.
Uppáhaldsleikari: Egill Ólafsson.
Uppáhaldsleikkona: Sólveig Am-
arsdóttir.
Uppáhaldssöngvari: Ég'sjálfur.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón
Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í
Grindavík.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Simpson.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Náttúru-
lífsmyndir sem eru vel gerðar.
Uppáhaldsveitingahús: Hafur-
björninn í Grindavík.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Sagnadansa eftir Véstein Ólason.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Gamla gufan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég
sakna Jóns Múla. Hann var ahtaf
góður.
Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða
Sjónvarpið? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ólöf
Rún Skúladóttir.
Uppáhaldsskemmtistaður: Leik-
húskjallarinn.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Þór á
Akureyri.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtiðinni? Ég stefni á að hofvæða
ísland og fara á sólvagni í kringum
hnöttinn.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ef ég fæ eitthvert sumarfrí
ætla ég að vera með börnunum
mínum.
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Það er fullt af fólki í Grindavík
sem tekur mjög jákvætt í byggingu
hofs. Það verður stílað inn á ferða-
mennina, að fá þá til að koma og
skoða hofið sem verður glæsilegt í
alla staði. Þarna verða nokkrir
veislusahr, danssalur þar sem
hægt verður að dansa hringdansa,
snorralaugar, baðaðstaða og margt
fleira," segir Tryggvi Gunnar
Hansen en byggingarnefnd Grinda-
víkur hefur úthlutað honum svæöi
til að byggja hof á að fornum sið.
Það er vestan við Grindavík, við
svokahaða Silfurgjá. Fyrsti áfangi
verður tæplega 200 fermetrar að
stærö en endanlega verður hofið
nálægt 450 fermetrar. Tryggvi hef-
ur skrifað tvær ljóðabækur og
einnig hefur hann hlaðið torfbæi
víðs vegar um landið. Það er
Tryggvi sem sýnir hina hliðina að
þessu sinni:
Fullt nafn: Tryggvi Gunnar Han-
sen.
Fæðingardagur og ár: 10. apríl 1956.
Maki: Margrét Sveinbjörnsdóttir.
Börn: Hans Ingi, 13 ára, og Anna
Sóley, 10 ára, en þau eru búsett í
Svíþjóð.
Bifreið: Benz húsbíll, árgerð 1979.
Starf: Byggi torfbæi og skrifa sög-
ur.
Laun: Mjög breytileg.
Áhugamál: Eins og er að skrifa
sögur.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Ég hef erft það frá foreldrum
mínum að vinna aldrei í neinu
slíku.
Tryggvi Hansen byggir hof í
Grindavík.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Syngja og dansa.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að vera á bát og vera sjóveik-
ur.
Uppáhaldsmatur: Blómkálsgratín
að hætti Margrétar.
Uppáhaldsdrykkur: Ég smakkaði
um daginn kaffi með lakkríslíkjör
út í og það var mjög gott.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Enginn en ég hef
alltaf haft gaman af Einari Vil-
hjálmssyni spjótkastara.
Uppáhaldstímarit: Það er rit sem
heitir Torfumóðir og er um hleðsl-
ur og byggingalist.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan eiginkonuna?
Ég sá eina á Laugaveginum um
daginn. Hún var afar sæt, með nett-
an munn og stór augu. Ég elti hana
smástund en missti af henni.
Ertu hlynntur eða andvigur rikis-
Vigdís Esradóttir.
2 msk. tómatpuré
2 1 vatn
1 rauö paprika
1/2 búnt af steinselju
2 til 3 stórar kartöflur
makkarónur eða pastaskrúfur
tabascosósa
aromat
svartur pipar
season all
hvítlauksduft
rauðvínsskvetta
Gúllasið er saltað, piprað og létt-
steikt. Laukar, sellerístönglar og
gulrætur eru skorin og látin
krauma í blöndu af smjöri og ólífu-
olíu með paprikudufti og mörðum
hvítlauk í um það bil tíu mínútur.
Tómatpuré blandað saman við.
Þetta er soöið í tvær klukkustundir
ásamt gúllasinu í tveimur htrum
af vatni.
Á meðan eru kartöflurnar skorn-
ar í bita. Þegar líður undir lok
suðutímans eru kartöflurnar og
eða makkarónur eða pastaskrúfur
settar í pottinn ásamt paprikunni
og steinseljunni.
Súpan er síðan krydduð meö ta-
bascosósu, aromati, miklu af svört-
um pipar, season all, hvítlauksdufti
og vænni skvettu af rauðvíni.
Vigdís ber súpuna fram meö hvít-
lauksbrauði og ungversku rauð-
víni. „Það er gott að borða hana á
köldu vetrarkvöldi í skammdeginu
við logandi kertaljós og vampíru-
stemningu og ástríðufulla, ung-
verska sígaunamúsík," segir Vig-
dís.
Hún skorar á bróður sinn, Esra
Jóhannes Esrason, í Súðavík aö
verða næsti matgæðingur. „Hann
er frábær kokkur og getur eldað
allt milli himins og jarðar. Hann
hefur líka óskaplega gaman af því
að elda.“