Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995
Neytendur
Guðrún Hildur og Bjarni, kærastinn hennar, telja sig hafa keypt sýkta skrautfiska sem varð til þess að flestir fisk-
arnir þeirra dóu. Þau fá hins vegar engar bætur. DV-mynd BG.
Telur sig hafa keypt sýkta skrautfiska:
Fær ekki bætur í
gæludýrabúðinni
Sértilboð og afsláttur:
10-11
Tilboðln gilda frá 23.-29. mars
Þar fæst hangiframpartur, 475 kr.
kg, hangilæri, 698 kr. kg, súpu-
kjöt, 398 kr. kg, ókeypis rófur
fylgja, saltkjöt frá 198 kr. kg,
ókeypis rófur fylgja, engja-
þykkni, 45 kr„ súkkulaöikrem-
kex, 300 g, 79 kr„ McVities amer-
ísk djöflaterta, 298 kr„ Ágætis
hrásalat, stórt box, 89 kr„ amer-
ískir raaisstönglar, 4 stk„ 168 kr„
Libresse innlegg, 30 stk„ 158 kr.
Höfn-Þríhymingur
Tilboöin gilda 24.-30. mars. Þar
fást gul epli, gómsæt og safarík,
69 kr. kg, gular melónur, 144 kr.
kg, Nóa kropp, 150 g, 149 kr„ Nóa
rúsínur, 200 g, 116 kr„ Nóa hjúp-
lakkrís, 200 g, 116 kr„ Toffee
Popps, 150 g, 86 kr„ Yes Ultra plus
uppþvottalögur, 133 kr.
Garðakaup
Tiiboöin gilda tií sunnudagsins
26. mars. Þar fæst nautagúllas,
859 kr. kg, Topp djús appelsínu-
þykkni, 11,169 kr„ Barilla pasta,
65 kr„ Luxus ólífuolía, 0,5 1,198
kr„ Mamma besta pitsur, 295 kr„
OrviUe örbylgjupopp, 99 kr.
Kjötogfiskur
Tilboðin gilda frá 23.-30. mars.
Lambalæri, 498 kr. kg, lambasalt-
kiöt, 349 kr. kg, úrb. kryddaður
lambaframpartur, 698 kr. kg,
skinka í sneiöum, 790 kr. kg, súpu-
kjöt, 398 kr. kg, 500 g Camo gular
baunir, 49 kr. pk„ bakaðar baunir,
37 kr. dósin, l kg Inter spaghetti,
69 kr, 11 Nópa sjampó, 98 kr„ 500
g marsipankonfekt, 299 kr.
Fjarðarkaup
Tilboðin gilda til fóstudagsins
24. mars. Þar fást svínahamborg-
arhryggir á 798 kr. kg, rauðvíns-
legin lambalærí á 698 kr. kg,
skinka á 698 kr. kg, bayonne-
skinka á 698 kr. kg, Heimilis-
pakkning á ís, kaupir einn og
færð annan frían, 260 kr„ Lam-
hagasalat á 95 kr„ bakaöar baun-
ir, 4x* dós, 149 kr„ Tropinal safi,
21, 99 kr„ bollasúpur, Knorr, 200
g, 99 kr„ Sun Maid rúsínur, 500
gramma dósir, 109 kr„ afabolir
593 kr„ Polar bolir, 368 kr„ barna
Polar bolir, 165 kr.
11/11 búðirnar
Tilboðin gilda frá 23.-30. mars.
Þurrkryddaöir lambahryggir, 595
kr. kg, rauðvinslegnir lamba-
hryggir, 595 kr. kg, london lamb,
689 kr. kg, rauðkál, niöursoöíð,
720 g, 99 kr„ agúrkusalat, niður-
soðið, 720 g, 128 kr„ lambahrygg-
ir, niðursn., 498 kr. kg, lamba-
læri, niðursn., 598 kr. kg.
Miðvangur
Urbeinaöur lambaframpartur,
fylltur meö bl. ávöxtum, sveppum
og beikoni, 689 kr. kg, lambafram-
partur, sagaöur, 398 kr. kg, græn-
ar baunir, 425 g, 49 kr„ maís, 432
g, 59 kr„ rauökál, 720 g, 99 kr„
gulrætur, 400 g, 59 kr„ ofnkartöfl-
ur, 907 g, 145 kr„ Egils appelsinu-
þykknl, 11,198 kr„ Cheerios Hon-
ey nut, 375 g, 244 kr„ Partý snakk,
250 g, 198 kr„ tekex Coop, 39 kr.
„Nýju fiskarnir, sem ég keypti,
voru greinilega með sveppasýkingu.
Skyndilega fór einn og einn fiskur
að drepast í búrinu mínu og nokkr-
um dögum síðar höfðu 14 drepist og
aöeins fjórir voru eftir á lífi,“ segir
Bjarni Baldvinsson, 18 ára Reykvík-
ingur og skrautfiskaáhugamaður.
Bjarni keypti þrjá skrautfiska í gull-
fiskabúð á höfuðborgarsvæðinu á
dögunum. Þegar heim var komið
setti hann þá í búrið sitt þar sem 15
fiskar voru fyrir. Næstu daga á eftir
fóru fiskamir smám saman að týna
tölunni eins og áður sagði og á
nokkrum dögum höföu 14 fiskar
drepist, aðeins fjórir voru eftir.
Bjarni fór í búöina og vildi fá bætur
fyrir sýktu fiskana sem hann haföi
keypt og líka gömlu fiskana sína sem
drápust. Búðareigandinn vildi hins
vegar ekki bæta fiskana. Hann sagð-
ist þó ekki geta svarið fyrir að
sveppasýkingin væri ekki komin úr
búðinni sinni að sögn Bjama.
Bjarni segir aö það sé fyrst og
fremst sveppasýking sem drepi
skrautfiska. Það sé hægt aö sjá sýk-
inguna því fiskarnir verði gráir á
uggunum en þó ekki fyrr en rétt áður
en þeir drepast. Bjarni segir að hægt
sé aö kaupa sveppaeyði og setja í
fiskabúrið. Það hafi hann reyndar
verið nýbúinn að gera þegar hann
keypti sýktu fiskana.
„Eina ráðið sem ég sé, til þess að
vera alveg viss, er að kaupa fiskinn
eða fiskana og biðja búðina svo um
að geyma þá í ákveðinn tíma. Það
verður þá að geyma fiskana sér. Ef
þeir eru ekki dauðir eftir nokkrar
vikur ætti að vera í lagi með þá. Ég
held að ein búð í bænum geri það
fyrir fólk,“ segir Bjarni.
Hvert atvik metið eftir
aðstæðum í búðunum
Elvar Jónsteinsson, afgreiðslu-
maöur í Ama2on á Laugavegi, segir
mjög erfitt að meta hvert og eitt
svona tilvik. Hann þekki ekki þetta
ákveðna mál. Almenna reglan sé sú
að búöin beri ekki ábyrgð á dýrunum
þegar þau em komin út úr búðinni
enda ekki vitað hvemig meðferð þau
hljóta eftir að þau eru keypt. í sinni
búð væri hvert tilvik metið eftir að-
stæðum, þ.e.a.s hvort búðin bæti
dýrin. Oft hafi verið þumalputtaregla
að bæta fiska ef eitthvað kemur upp
á samdægurs eða daginn eftir kaup.
Það sé þó ekki regla. Búðin bæti þó
tjón ef í ljós komi að sjúkdómur finn-
ist í búmnum hjá þeim. Hann segir
mjög erfitt að metá fiska þar sem
erfitt sé að kryfja þá. Búöin sendi
hins vegar fugla í krufningu.
Hann segir að nokkrir sjúkdómar
geti hrjáð fiska. Líklegast hafi
sveppasýking, eða Fungus, heijað á
fiska Bjama. Sá sjúkdómur fylgi hins
vegar oftast búrunum en ekki fisk-
unum. Fiskar geti verið með mótefni
fyrir sumum sjúkdómum en ekki
öðram og því geti þeir sýkst þegar
þeir eru færðir milli búra. Fungus
komi frá matargjöf, sé eins konar
rotnunarsveppir. Hægt sé að stöðva
sýkinguna með lyfjagjöf sé það gert
í tæka tíð. Það skal tekið skýrt fram
að fiskar Bjama vora ekki keyptir í
Amazon.
BÓIIUS
Tilboðin gilda frá fimmtudegi
til fimmtudags. Sveitabjúgu á 249
kr. kg, dönsk lifrarkæfa, 267 kr.
kg, lambasteik, 161 kr. 2 stk., ca
450 g, gulrætur 65 kr. kg, Frón
súkkulaði Petit, 300 g, 159 kr„
Sunkist appelsín, 2 1, 87 kr„ Ru-
fells snack, 190 g, 119 kr„ Opal
lakkrískúlur, 500 g, 187 kr„ Ariel,
2,8 kg, + Lenor mýkingareíhi, 767
kr„ Heinz spaghetti í dós, 47 kr„
Swiss Miss kakó diet, 159 kr„
SS-pylsur + bolur, 20% afsl„
bestu kaupin lambakjöt, Dl-A,
94-95, 10% afsl. v. kassa, fram-
köllun, 36 myndir, 589 kr.. Sér-
vara i Holtagörðum: Rubber
Maid plastsett, 60 stk„ 2.569 kr„
bamaherðatré, 10 stk„ 99 kr„
hundafóðursskál, 129 kr„ fægi-
skófa + kústur, 125 kr„ glerskál-
ar, 3 stk„ f. ofn og micro, 559 kr„
nærbolir á böm, 3 stk„ 459 kr,
húfur og treflar á útsölu, 39 kr.
stk.
Þínverslun
Tilboðin gilda 23. til 25. mars.
BBQ kryddað læri, úrbeinað, 899
kr. kg, Silkience hárlakk, 279 kr„
parketklútar, 50 stk„ 239 kr„
Silkience hárnæring, 250 ml, 219
kr„ Serla eldhúsrúllur, 3 stk„ 119
kr„ Serla WC pappír, 6rúllur, 119
kr„ Vilko vöfilumix, 175 kr„
Mömrau drottningarsulta, 165
kr„ Mamma besta pitsur, 3 teg„
295 kr„ Nóakropp, 150 g, 145 kr.
Hagkaup
Tilboðin gilda 23.-31. mars.
London Iamb frá Kjarnafæði, 659
kr. kg, Beauvais rauökál, 600 g,
79 kr. krakkan, Star maiskorn,
330 g, á 49 kr„ Búri, 32%, ostur,
805 kr. kg, Cape græn og blá vin-
ber, 189 kr. kg, Oxford saltkex,
150 g, 59 kr„ hoÚenskar gulrætur
á 59 kr. kg, hollensk Jonagold
epli, 1,5 kg, 89 kr.
Mðithaw
iiicniwr
Tilboð 23.-27. mars: Reykt fol-
aldakjöt m. beini, 299 kr. kg,
lambalifur, 198 kr. kg, kinda-
bjúgu, 434 kr. kg, hafrabr., 99 kr„
jólakaka, 219 kr„ Sana epladjús,
0,96 1, 199 kr„ Kóróna hamborg-
arasósa, 109 kr„ Tricel þvotta-
duft, 399 kr„ MS engjaþykkni, 49
kr„ Daloon rúllur, 10% kynning-
arafsl., föstud.
Kea-Nettó
Tilboð 23. mars: Jaröarberja-
sulta, 410 g, 125 kr„ blábeijasulta,
410 g, 125 kr„ grafin grálúða, 875
kr. kg, hungangs-dillsósa, 355 kr.
kg, hangikjötsálegg 2.198 kr. kg,
10% v. kassa, hversdagsskinka,
kr. 672 kg, 10% v. kassa.
Tilboð 24. mars: Grafin grálúða,
kr. 875 kg, rauövínslegið lamba-
læri, kr. 755 kg, reykt folaldakjöt,
úrb„ kr. 555 kg, salsburgerpylsa
kr. 295 kg, KJ frönsk smábrauð,
500 g, 98 kr.
Tilboö 25. mars: KEA, þriggja
koma brauð, 95 kr„ londonlamb,
698 kr. kg.
Tilboð 26 mars: Lakkrisr,, 400 g,
189 kr„ lakkrísr., 100 g, 68 kr.
Helsíahlutverk vftamfna
Sjón #
A
Retinol
Helsta hlutverk:
Mikilvægt fyrir sjón
og húö .
Uppspretta:
Gulrætur, lifur, egg,
smjör, mjólk, grænt
grænmeti og lýsi
DV
1 lambahryggur
salt og pipar
blöð af 2-3 kvistum af nýju
rósmaríni
svartur pipar úr kvöm
Ofninn er hitaður í 220°. Gott er að skera burt sinarnar tvær sem liggja
hvor sínum megin við hrygginn miðjan til að hryggurinn vindi ekki upp á
sig. Hryggurinn er síðan núinn með salti og pipar. Með hvössum hníf eru
skornar í hann grunnar rákir. Rósmarínblöðunum og svörtum pipar er
dreift ofan á. Hryggurinn er síðan settur í heitan ofninn og steiktur í 20
mínútur, en þá erfitunni hellt úr ofnskúffunni og hitinn lækkaður í 150°.
Hryggurinn er svo hafður í ofninum þar til hann er fullsteiktur. Með honum
er mjög gott að hafa rauðvínssósu og kartöflur, t.d. kartöflugratín.