Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 TIL SÖLU Tilboð óskast í Cadilac Fleetwood, árg. ’84, ek. 65 þús. mílur, dísil 5700, með flestum aukabúnaði. Til sýnis á Bílasöl- unni Borg, Skeifunni 6, s. 5535555. Víðtæk þjónusta fyrir lesendur MKSMODæraa og auglýsendur! Aðeins 25 kr. mtn. Sama verð fyrir alla landsmenn. 99*56* 70 Útlönd Japönsk lögregla flnnur enn efni til framleiðslu taugagass: Böndin berast að sértrúarsöfnuðinum Japanska lögreglan lagði enn hald á efni við húsleit hjá sértrúarsöfnuö- inum Aum Shinri Kyo í morgun, efni sem sérfræðingar segja að geti hafa verið notuð til að framleiða tauga- gasiö sarin. í gærmorgun fann lög- reglan 34 flöskur af leysiefni sem tal- ið er að notað hafi verið við skipu- lagða taugagasárás í neðanjarðar- lestum Tokyoborgar á mánudag. Taugagasið olli dauða 10 lestarfar- þega og eituráhrifum hjá ríflega 5.000 manns. Um fimmtíu manns eru enn í lífshættu vegna gaseitrunarinnar. Þá fann lögreglan í gær gasgrímur í bíl eins meðlima sértrúarhópsins. Hann hafði verið stöðvaður vegna umferðarlagabrots en reyndi að flýja þegar lögregla leitaði í bílnum. Forsprakki sértrúarhópsins neitar enn allri aðild að gasárásinni í neð- anjarðarlestunum og fullyrðir að yf- irvöld vilji koma sök á hópinn. Hringurinn þykir þó vera farinn aö þrengjast um sértrúarsöfnuöinn en sérfræðingar fullyrða að efni þau sem fundust viö húsleitir séu notuð viö framleiðslu sarins, taugagass sem nasistar þróuðu í síðari heims- styrjöldinni. Bandaríkjamenn segja gasárásina á mánudag sýna nauðsyn þess að komist verði að alþjóðlegu samkomulagi um efnavopn. Sértrúarsöfnuðurinn, sem stofnað- ur var 1987 af Shoko Asahara, krefst algjörrar hlýðni af meðlimum sínum sem verða að gefa söfnuðinum allar eigur sínar, slíta sambandi við fjöl- skyldu og vini og búa í kommúnum. Söfnuðurinn hefur verið grunaður um mannrán og að hafa jafnvel vald- ið dauða þeirra sem hafa staöið í vegi fyrir starfi hans. Gasárásin á mánudag er síðust í röð umdeildra atvika sem talin eru tengjast söfnuð- inum. Asahara, sem virðist hafa ægi- vald yfir safnaðarmeðlimum, boðaði í útvarpsræðu í gær aö þeir skyldu búa sig undir hetjudauða. Reuter OVERSEAS JOB OPPORTUNITIES PARC Technical Services is an international project management com- pany, with projects in nearly 30 countries worldwide. We now have vacancies for personnel in the following categories for our project in the former Yugoslavia. COMMUNICATIONS STAFF, WITH EXPERIENCE OF MODERN (INCLUDING SATELLITE) COMMUNICATIONS SYSTEMS. Operators (60wpm, with valid international operators licence or mili- tary equivalents). Mobile Communications Technicians. Satellite Tech- nicians. Telephone Exchange (digital) Technicians. ENGINEERING MATERIALS OFFICER, WITH A RELEVANT DEGREE LEVEL QUALIFICATION AND A MINIMUM OF 8 YEARS EXPERI- ENCE IN THE EASTBLISHMENT AND MAINTENANCE OF MATER- IALS STORES FACILITIES (IDEALLY COMPUTERISED SYSTEMS) RELATED TO BUILDING MAINTENANCE/CONSTRUCTION. The assignments will be on a 12 month contract, renewable, offering attractive overseas salaries, paid in US dollars, free accommodation, food and flights. Detailed CVs, to include a daytime phone contact and complete post- al address, should be sent by FAX; (353) 1 842 9259 (Ireland) OR by post; PARC Technical Services St. Johns Court, Swords Rd. Santry, Dublin 9, Ireland. Tel. (353) 1 842 9933 Vinningshafar í Nell-leiknum vikuna 16.-22. mars. Berglind Björgúlfsdóttir, Meistaravöllum 19, Reykjavík Helgi Hallgrímsson, Jöklafold 14, Reykjavík. Hjörtur Smárason, Skipasundi 84, Reykjavík. Margrét Pálsdóttir, Bárugranda 3, Reykjavík Jón Guðmundsson, Seljavegi 25, Reykjavík Birna Björnsdóttir, Glitnisbraut 9, Grindavík Nína Bakkan, Veghús 7, Reykjavík. Heimir Magni Hannesson, Reykjavegi 52, Mosfellsbæ. Anna Kristín Magnúsdóttir, Bláhamrar 21, Reykjavík Björk Pétursdóttir, Engihjalla 11, Kópavogi. Þórhallur Halldórsson, Granaskjóli 15, Reykjavík Helga Þorsicinsdóttir, Klukkurima 95, Reykjavík. Anna Ragna Bragadóttir, Mávahlið 12, Reykjavík Óskar Andrésson, Garðar, Seyðisíirði Guðmundur Ingi Bjarnason, Laugateig 20, Reykjavík Elín Anna Jónsdóttir, Aðalstræti 15, Patreksfirði Dagbjört Hjartardóttir, Munaðarhóli, 360 Hellissandi Heiða María Gunnarsdóttir, Fifuseli 34, Reykjavík Halldór Aðalbjörnsson, Aðalstræti 9, Patreksfirði Bríet Birgisdóttir, Teigaseli 7, Reykjavík Hjalti Eiríksson, Borgarvegi 17, Borgarnesi Lilja Arnljótsdóttir, Háengi 5, 800 Selfossi Esther Hannesdóttir, Víkurás 4, Reykjavík María Katrín Jónsdóttir, Hörgártún 7, Garðabæ Harpa Hermannsdóttir, Hvassaleiti 5, Reykjavík Jakob Gunnarsson, Suðurgötu 29, Keflavík, Alda Haraldsdóttir, Austurbergi 16, Reykjavík Særún Harðardóttir, Hverfisgötu 41, Reykjavík Vinningshafar fá vinningana senda heim í pósti. Þökkum fyrir þátttökuna. Innrás Tyrkja í Norður-írak: Gæti leitt til ósættis í NATO Bandamenn Tyrklands í Atlants- hafsbandalaginu (NATO) hafa vax- andi áhyggjur af innrás Tyrkja inn í Noröur-írak til að berja á uppreisn- arsinnuöum Kúrdum. Jafnvel er tal- ið að hernaðaraðgerðirnar leiði til alvarlegs ágreinings í NATO. Evr- ópuríkin í NATO setja spurninga- merki við lögmæti innrásarinnar og hafa áhyggjur af afdrifum þúsunda flóttamanna á svæðinu. Þau hafa líka áhyggjur af því að átökin dragist á langinn. Bandaríkjamenn hafa hins vegar lýst yfir „skilningi" á innrás- inni. Stjórnvöld í Ankara segja að- gerðina takmarkaða og komi ekki til með að standa yfir í mánuði eða ár. Innrásin hefur nú staðið yfir í fjóra daga og alls 35 þúsund hermenn tek- iö þátt í henni. Flugvélum hefur líka verið óspart beitt. Sveifirnar eru nú komnar um 40 kílómetra inn í írak. Tyrkneskir embættismenn segja að 200 kúrdiskir hryðjuverkamenn hafi látið lífið í innrásinni og 13 tyrknesk- ir hermenn. Óttast hefur verið um líf saklausra borgara en Tyrkir vísa því á bug að óbreyttir borgarar hafi látið lífið. Svæðið í Norður-írak er verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn S.Þ. lýstu í gær yfir áhyggjum um afdrif kúrdiskra flótta- manna sem staðsettir væru í landa- mærabæjum í Norður-írak. Alain Juppe utanríkisráðherra Frakklands lýsti því yfir í gær að innrásin bryti öll alþjóðalög og bryti á fullveldi íraks. Norðmenn hafa skrúfað fyrir cdlan vopnaútflutning til Tyrklands. írakar krefjast þess að Tyrkir dragi herinn tafarlaust til baka. Ýmsir hernaðarsérfræöingar segja ólíklegt að Tyrkjum verði mikið ágengt gegn vel þjálfum kúrdiskum skæruliðum. Þeir væru auk þess sjálfsagt löngu búnir að flytja sig um set og því lenti þungi aðgeröanna á óbreyttum borgurum. Reuter Kvikmyndastjörnurnar Tom Hanks og Jodie Foster, sem bæði eru utnetnd til óskarsverðlauna fyrir bestan leik i aðalhlutverki, voru i gær valin besti . leikarinn og besta leikkonan af lesendum hins virta kvikmyndatímarits Premiere. Óskarsverðlaunin verða afhent þann 27. febrúar. Simamynd Reuter Slítasambandi Sijómvöld á Filippseyjum hafa kallað sndíherra sinn í Singapúr heim en stjórnmálasamband landanna hriðversnaöi eftir að filippseyska barnfóstran var hengd í Singapúr í síðustu viku. Drápufjóra Herskáir múslímar drápu fjóra og særðu fjóra þegar þeir skutu á járnbrautarlest í suðurhluta Egyptalands. Tapie búinn að vera Bcrnard Tapie, fyrrum eigandi knatt- spyrnuliðsins :i; Marseilles, sagði að hann væri búinn að vera þegar vitnaleiðslum í máli hans lauk í gær. Hann er sakaður um mútur til að hagræða úrslitum í knattspyrnuleik og að hafa áhrif á vitni. Mótmæla sköttum Reiðir bændur og verslunareig- endur efhdu til uppþota í Grikk- landi vegan skattahækkana. Heilahimnubólga Heilahimnubólgufaraldur hef- ur oröið yfir 1.300 manns að bana í Afríkuríkinu Níger og nágrenni. Sprautudauði valinn Banvæn lyfjagjöf með sprautu virðist vera að ryðja sér til rúms sem vinsælasta aftökuaöferöin í Bandaríkjunum. Prestur handtekinn Rómversk ka- þólskur prestur og lögmaður hafa veriö handteknir sakaöir um að ætlað að narra milljónir doll- ara út úr Vatík- aninu i skiptum fyrir falskar upp- lýsingar um stúlku sem hvarf fyrir 12 árum. Þeir lugu því að stúlkan, dóttir embættismanns i Vatíkaninu, væri á lífi í haldi mafíunnar sem kreföist milljóna dollara lausnargjalds. Beitti harðræði Kínverskur íþróttaþjálfari hef- ur viöurkennt aö hafa beitt hlaupara miklu harðræði viö þjálfun og að stela verölaunum þeirra. Reuter Stuttar fréttir m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.