Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ
562*2525
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,"
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast
7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700
BLAÐAAFGREIÐSLA 06
ÁSKRIFT ER OPIN:
Laugardaga: 6-14 .
Sunnudaga: lokað
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
AFGREIÐSLU: 563 2777
KL. 6-8 LAUGAftDAGS- OG MANUDAGSMORGNA
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995.
VerkfaU flugffeyja:
Yf irmenn á
leið í loftið
** „Viö lítum þaö mjög alvarlegum
augum aö yfirmenn Flugleiöa ætli
aö ganga í okkar störf. Við munum
kanna vandlega lögmæti þessa. En
þetta bendir nú ekki til þess aö þeir
hafi áhuga á að leysa deiluna," segir
Erla Hatlemark, formaöur Flug-
freyjufélags íslands.
Stjómendur Flugleiða komu sam-
an til fundar í gærkvöldi til aö semja
neyðaráætlun um flug komi til verk-
falls flugfreyja dagana 28., 29. og 30.
mars næstkomandi. Upp úr sátta-
fundi deiluaðila slitnaði hjá Ríkis-
sáttasemjara í gær og nýr fundur
hafði ekki verði boðaöur í morgun.
Áætlun Flugleiða gerir ráð fyrir að
__forstjóri félagsins, 5 framkvæmda-
stjórar þess og hópur annarra yfir-
manna taki að sér að sinna öryggis-
málum í farþegafluginu meðan verk-
fallið stendur yfir.
Alls 8.500 farþegar eru bókaðir í
flug á vegum félagsins þessa daga.
Að sögn Einars Sigurössonar, upp-
lýsingafulltrúa Flugleiða, verður
reynt að flytja um 2 þúsund farþega
í Ameríkufluginu milli flugfélaga.
Reynt verði aö halda innanlandsflug-
inu gangandi og öðru flugi en röskun
verðuráöllumáætlunum. -kaa
NM í skák:
Pia á toppnum
íslensku skákmönnunum gekk
ekki vel á Norðurlandamótinu í gær,
hlutu aðeins einn vinning af 4 mögu-
legum. Jóhann tapaði fyrir Lars Bo
Hansen, Helgi Ólafsson tapaði fyrir
Berg Hansen, Margeir gerði jafntefli
við Tisdal og Hannes og Þröstur
gerðu jafntefli í innbyrðisskák sinni.
Sænska konan Pia Cramling vann
Norðurlandameistarann Agdestein
og er efst með 2 vinninga ásamt Berg
Hansen Danmörku, sem unnið hefur
Hannes og Helga. Margeir er í 3.-8.
sæti með l'A v. 3. umferðin verður
tefld í kvöld.
Hald lagtááfengi
Lögreglan á ísafirði lagði hald á 35
lítra af áfengi um borð í Hofsjökli þar
sem skipið lá við festar í Flateyrar-
höfn. Skipverji viöurkenndi eign á
áfenginu og jafnframt að hafa selt
áfengiílandi. -pp
Raukúrbrauðrist
Slökkviliðið var kallað að Land-
spítalanum í nótt. Enginn reyndist
~eldurinn heldur rauk úr brauðrist.
LOKI
Er þetta nú ekki einum of
flókin leið til að fá sér ristað
brauðímorgunmat?
Ekki tilbúnir
að bjóða frek'
ari haskkanir
- segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra
„Af okkar hálfu er ekkert nýtt i
málinu. Það er hins vegar nýtt ef
menn vilja ekki ræða saman og
mun ekki leiða til niðurstöðu í deil-
unni. Ég sé í sjálfu sér ekkert nýtt
fyrir mér í stöðunni nema menn
sitji yfir þessu í fullri alvöru og
tali saman. Við höfum verið reiðu-
búnir til að ræða frekar um skipu-
lagsbreytingamar en erum ekki til-
búnir að bjóða frekari launahækk-
anir,“ sagöi Ölafur G. Einarsson
menntamálaráðherra í samtali viö
DV í morgun.
„Það er allt í helfrosti í kennara-
deilunni eins og er. Þaö eina sem
ég sé að gæti komið hreyfingu á
málið eru útreikningar Þjóðhags-
stofnunar á sérkjarasamningum
ASÍ-félaganna í kjarasamningun-
um á dögunum. Sýni sú niðurstaða
eitthvaö svipað og við teljum að þar
sé um að ræða gæti það stjdt bilið
á milli manna. Ef ekki þá sé ég
ekkert sem leysir deiluna meðan
ríkiö neitar að koma með frekari
peninga til lausnar henni,“ sagði
Eiríkur Jónsson, formaður KI, í
morgun.
Hann sagði engan bilbug á sínu
fólki. Það væri tilbúið að halda
verkfallinu áfram fram á haust ef
þurfa þætti. Hann sagði vorönnina
ekki ónýta enn, það mætti bjarga
henni en þá yrði deilan að leysast
um helgina.
Kennarar segja að það sé til-
gangslaust að sitja í Karphúsinu
meðan ekki kemur neitt nýtt frá
ríkinu. Ólafur G. Einarsson var
inntur álits á þessari yfirlýsingu.
„Það er alveg það sama hjá kenn-
urum. Við höfum fengið nánari
útfærslu frá þeim sem er heldur
ekkert nýtt nema að skipulags-
breytingarnar færist á lengri tíma
eða fram til aldamóta. En við erum
nú bara að semja til eins árs,“ sagði
menntamálaráðherra.
Hann sagðist á þessari stundu
ekki sjá neitt sem gæti komiö við-
ræðum aftur af stað í raunhæfar
samningaviðræöur. Þaö væri hins
vegar grundvallaratriði að menn
héldu áfram aö tala saman.
Stapasiða, ein gatnanna í Glerárhverfi á Akureyri, hefur ekki líkst umferðargötu undanfarna daga, enda dugði
ekkert minna en jarðýta til að fara þar um þegar farið var að huga að því að opna götuna fyrir umferð núna í vikunni.
DV-mynd GK
Veðriö á morgun:
Frost
2-6 stig
Á morgun veröur norðlæg átt,
kaldi eða stinningskaldi austan-
lands en kaldi vestan til. É1 verða
norðanlands en léttskýjað syðra.
Frost verður á bilinu 2-6 stig.
Veðrið í dag er á bls. 44
Morgimpósturinn:
Eigendur
stöðvuðu
prentun í nótt
Framkvæmdastjórn og eigendur
Morgunpóstsins stöðvuðu prentun
blaðsins, sem átti að fara fram í nótt,
eftir aö þeir höfðu gert athugasemdir
við efni þess.
Samkvæmt heimildum DV í morg-
un var um að ræða grein um Jón
Ólafsson kaupsýslumann sem vakti
ugg hjá yfirstjórn blaðsins. Ritstjórn
blaðsins skilaði fréttum og efni
blaðsins af sér til vinnslu í gærkvöldi
eins og vera bar en ákveðið var að
prenta ekki blaðið eins og til stóð.
Þegar þetta varð ljóst fóru starfs-
menn prentsmiðju heim og ákveðið
var aö bíða með frekari framgang til
morguns.
í morgun fengust þær upplýsingar
að útkoma blaðsins tefðist í dag en
venjulega hefst dreifing á blaðinu
klukkanfimmámorgnana. -Ótt
Kennaraverkfállið:
Kröfuganga
nemenda
Mikil hætta er á að nemendur í fjöl-
brautaskólum og öldungadeildum
flosni upp frá námi í verkfalli kenn-
ara. Framhaldsskólanemendur hafa
boðað til kröfugöngu frá bílaplani
Kjarvalsstaða á morgun klukkan 14.
Þá standa forystumenn nemenda í
MH fyrir því að senda bréf til
menntamálaráðherra og íjármála-
ráöherra til aö þrýsta á lausn verk-
fallsins. Búast má við að bréf berist
ráðherrunum í tuga- eða hundraða-
vís.
„Við höfum orðið vör við að krakk-
ar sem eru félagslega einangraðir
verða enn þá einangraðri í þessu
verkfalli. Krakkarnir hafa ekkert við
að vera þannig að hættan á meiri
eiturlyfjaneyslu er mjög fyrir hendi.
Ef verkfallið heldur áfram í apríl
hlýt ég að spyrja hvað gerist," segir
Ólöf Helga Þór, forstöðumaður
Rauða kross hússins.
Alsæla, hass
ogtáragas
Fíkniefnadeild lögreglunnar lagði
hald á 11 grömm af amfetamíni, lítil-
ræöi af hassi og 4 alsælutöflur á
manni í Kópavogi 'í fyrrinótt. Maður-
inn var handtekinn en í fórum hans
fannst einnig fjaðurhnífur.
Þá lagði lögreglan hald á 10 grömm
af hassi í þremur húsleitum um helg-
ina. Nokkrir voru handteknir og
fannst táragas á einum hinna hand-
teknu. -pp
Reimar og reimskífur
Poitlsew
SuAurlandsbraut 10. S. 686409.