Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995
9
Utlönd
Marsl995: /
ísraelsfnenn skjfi'ta á
fiskibát frá LíbaðQn)
Agúst 1994:
Átökin um Hágang II
á verndarsvæðiriu við
Svalbarða.
Mars 1995«
pn taka togarénn Est'á
ffundnalandsmiöum.
11994:
Túnfiskastríö milli Frakka og Spánverja á Biskayaflóa.
Einn sjómaður slasast og togari tekinn.
Okt. 1994:
Rússar sökkva japönskum
togara við Kúrileyjar.
Sept 1994“
/Tvpir.kínv. sjóffienn Játð'íífiö
á Pkotskhafi eftir skot-
árás Rússa.
Mars 1995:
■X Úkarinumenn beita
Maí 1994
Argentínumenn
sökkva togara
frá Taivan.
Des. 1994:
,<~ Kínverskur sjómaður
J’J\ lætur lífið í fiskveiði-
\»deiiu Taivanbúa og
KTnverja.
jxJjíj iJaJívyJí)
Slagurinn um fiskinn í smugum heimsins harðnar:
Nýtt þorskastríð
í hverjum mánuði
- þrír sjómenn hafa látið lífið og tveim togurum verið sökkt
Gísli Kristjánsson, DV, Osló:
Síðustu níu mánuðina hafa níu
„þorskastríð" brotist út í heiminum.
Það þykir segja allt um ástandiö í
hafréttarmálum þessa stundina. Nú
síðast fóru Kanadamenn og Spán-
verjar í hár saman vegna veiöa á
grálúðu úti fyrir Nýfundnalandi. Sú
deila er enn jafn óleyst og hinar átta
deilurnar.
Næstkomandi mánudag setjast
fulltrúar frá öllum helstu flskveiði-
þjóðum heims enn eina ferðina niður
á ráðstefnu í New York. Ætlunin er
aö finna lausn á deilunum sem
sprottiö hafa vegna veiða í „Smugun-
um“ í öllum heimshornum. Slagur-
inn stendur um hvort Smugunum
verður lokað eða hvort enn verður
ölium frjálst að veiða utan 200 mílna
fiskveiðilögsögu strandríkjanna.
Lítil von um lausn
Enginn býst við niðurstöðu á ráð-
stefnunni á New York. Niðurstaðan
af síðasta fundi í fyrrasumar varð
engin önnur en sú að samkomulag
tókst með Norðmönnum og Kanada-
mönnum um samstarf í baráttunni
gegn veiðum á úthafmu. Slíkt banda-
lag er þó máttlaust þar sem það
styðst ekki við alþjóöareglur.
Norðmenn berjast hart fyrir al-
þjóðalögum um stjórn veiða á úthaf-
inu enda geta þeir sjálfir ekki beitt
sér við slíkar veiðar. Norski fisk-
veiðiflotinn er orðinn gamaldags og
fátt um stóra úthafstogara. Banda-
mennirnir í Kanada standa síst betur
að vigi enda hafa þeir nú selt flest
haffær skip sín.
„Við ætlum að bíða og sjá hvort
nokkuð gerist á ráðstefnunni. Ef ekki
þá verða norsk stjórnvöld að grípa
til einhliða aðgerða til að loka Smug-
unni í Barentshafi," segir Oddmund
Bye, leiðtogi norskra útvegs- og sjó-
manna, i samtali við DV.
Manndráp á miðunum
En það er ekki bara á úthafmu sem
slagurinn stendur. Víða eru uppi
deilur um landhelgismörk og hefur
það orðið tilefni átaka, einkum milli
Rússa, Kínveija, Japana og Tæ-
vanbúa. Hefur skotvopnum óspart
veriö beitt og létu þrír sjómenn lífið
á síöasta ári og einum japönskum
togara og öörum frá Tævan var
sökkt.
Nú á þessu ári hafa blossað upp
deilur Tyrkja og Úkraínumanna um
veiðar á Svartahafi. Þar hafa Úkra-
ínumenn beitt Tyrki hörðu. ísraels-
menn og Líbanir eiga einnig í illdeil-
um á Miðjarðarhafi og hafa ísraelar
beitt skotvopnum gegn Líbönum.
Nú bíða menn þess sem verða vill
í Smugunni í Barentshafi í sumar og
einnig í Síldarsmugunni við Jan
Mayen þegar og ef síldin gengur
þangað. Ótrúlegt er að Norðmenn
beiti hörðu þrátt fyrir háværar kröf-
ur útvegsmanna og sjómanna.
Kanada:
Togarar ógna viðræðum
Brian Tobin, sjávarútvegsráð-
herra Kanada, sagði í gærkvöld að
sex spænskir togarar, sem væru að
veiðum rétt utan landhelgi Kanada,
á Miklabanka, ógnuöu viðkvæmum
samningaviðræðum Kanada og Evr-
ópusambandsins um grálúðuveiðar.
Hann sagði skipstjóra togaranna
greinilega vilja eyöileggja viðræð-
urnar. Kanadísk varðskip voru á ferð
innan um togarana og reyndu að
trufla veiðar þeirra.
Bílamerkingar
Merkjum all
stærðir af bílu
Skemmuvegi 34 • Sími: 587 5513
Fax: 587 5464 • Farsími: 853 7013
„Á undanförnum 2 árum hefur Augljós Merking sýnt sig og sannað
fyrir Ölgerðinni. Þeir hafa með eljusemi og góðri þjónustu tekið að
sér alla skiltagerð, bílamerkingar, límmiðaprentun og ýmiss konar
sérverkefni fyrir okkur."
ÝWAj
Benedikt Hreinsson
Markaösstjóri
Ölgeröin Egill Skallagrímsson
Bretland:
Lýsteftiráræði
íslendinga
Dálkahöfundar í breskum dag-
blöðum eru óhressir með dug-
leysi þarlendra stjómvalda í
verndun fiskistofna við Bretland.
Fiskiskipafloti Breta drabbist
niður meðan fiskiskip annarra
Evrópulanda þurrausa fiskimið
Breta, með fulltingi Evrópusam-
bandsins. Eru stjómvöld sökuð
um undirlægjuhátt gagnvart
möppudýrum sem aldrei hafi
migið í saltan sjó. Lýsa dálkahöf-
undarnir hrifningu sinni á hug-
rekki Kanadamanna, sem gáfu
Evrópusambandinu langt nef og
handtóku spænska tpgarann á
dögunum og áræði íslendinga,
sem stækkuðu landhelgina ein-
hliða í 200 mílur.
Segir einn höfundanna, Austin
Mitchell, þingmaöur Grimsby, að
íslendingar hafi sýnt áræði og
gott fordæmi við stækkun land-
helginnar í 200 mílur. „Þess
vegna em lífsskilyrði á ísíandi
ein þau bestu í heimi,“ segir hann
og bætir við að þar sem breskir
ráðamenn hafi ekki dug til aö
stöðva rányrkju Evrópuþjóða í
hafmu umhverfis Bretland lepji
bresk útgerð dauöann úr skel.
Kæliskápur
EME140
Kælir 131 lítri
Frystir 7 lítrar
H. 85 cm.
B. 50 cm.
D. 56 cm.
! verslun BYKO og Byggt og Búið
bjóðast stór og smá heimilistæki
á hagstæðu verði.
Gufugleypir
D 60 SE W
Afköst 302 m3/klst.
Ljós,
3 hraðastillingar
Hólf og flólf, afgreiðsla 641919
Almenn afqreiðsla 5441 1. 52870
Almenn afgreiðsla 629400
Veggofn
FM 11 WH
Blástursofn með 5 stillingum
Rúmmál 51 litri
Tímastillir
Almenn afgreiðsla 689400, 689403
Helluborð
PF6 04 R4 WH
Fjórar steyptar hellur
Með rofum
Grænt númer 996410
Kr. 32.400
kmmnma^
ARISTON
Falleg, sterk og vönduð
ítölsk heimilistæki
Skiptiborð
alshrauni 15. Hafnarfirð
Verslun, Hringbraut 120, Reykjavi
Grænt símanúmer BYK0