Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 43 Fjölmiðlar Utvarpsstöðin Sígilt FM hóf nýlega göngu sína í umsjá Mark- úsar Arnar Antonssonar eins og flestum er kunnugt. Markús hef- ur nú yflrgefiö stööina og aðrir tekið við. Sígilt FM er eina einka- rekna stöðin sem býður upp á sígilda tónlist, óperur og fleira góðgæti í þeim dúr. Hingað til hefur ekki heyrst í neinum dag- skrárgerðarmanni. Rýnir hleraði fyrir stuttu að það stæði til bóta með nýjum rekstraraðilum en er ekki kunnugt um stefnuna ann- ars, Ekki veitir af að hafa dag- skrárgerðarmenn á stöðinni sem leikur yndislega tónlist sem gam: an væri að vita nánari deili á. í gær var til dæmis verið aö leika undurfagrar óperur sem dag- skrárgerðarmaður hefði eflaust kynnt hefði hann verið til staðar. Rýnir lilakkai' til að fá að fylgjast með nánari þróun þessarar stöðvar og vonar innilega aö hún lifi. Það er hálfómurlegt í allri fjölmiölaflónmni, sem íslending- ar eiga sjálfsagt heimsmet í miðað viö fólksflölda, að allar stöðvam- ar skuli vera eins. Það eina sem skilur á milli þeirra er frá hvaða pitsustöðum pitsurnar koma sem eru gefnar í beinni útsendingu. Annan hvorn miðvikudag á sér stað sá aumkunarverði atburður að Hemmi „greyið“ Gunn lætur sjá sig á skjá Sjónvarpsins. í litlu samfélagi oins og íslandi ættu leikarar og þáttastjórnendur að skilja fyrr en skellur í tönnum og láta síg hverfa þegar þeirra timi er kominn. Rýnir er ekki að ráðast persónulega á Hemma heldur er þátturinn orðinn þreyttur og útþynntur. Lifrar- pylsa og slátur er ekki gott á hverjum degi í mörg ár, en hugs- anlega í hófi. ______________Eva Magnúsdóttir Andlát Elinborg Andrésdóttir, Hrísbrú, and- aðist 22. mars. Arthúr Jónatansson, Stigahlíð 26, andaðist þriðjudaginn 21. mars á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Hallur Guðmundsson, Háholti 11, Keflavík, lést í Landspítalanum 21. mars. Valgerður Ingvarsdóttir, Sandlæk, andaðist í Ljósheimum, Selfossi, 21. mars. Jarðarfarir Öskar Eggertsson, fyrrv. stöðvar- stjóri Andakílsárvirkjunar, Borgar- firði, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fóstudaginn 24. mars kl. 13.30. Sigurlaug ísabella Eyberg, Gunnars- braut 34, Reýkjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudag- inn 24. mars kl. 15. Rögnvaldína (Ragna) Ágústsdóttir, Birkimel 6, Reykjavík, sem lést 18. mars, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu þriðjudaginn 28. mars W. 13.30. Útför Jóns Magnússonar frá Stað í Aðalvík, er lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði 14. mars, fer fram frá ísafjaröarkapellu laugardaginn 25. mars kl. 14. Þorkatla Bjarnadóttir frá Grundar- firði lést í Sjúkrahúsi Stykkishólms 20. mars. Jarðsett verður frá Grund- ö arfjarðarkirkju laugardaginn 25. mars kl. 14. Ferð frá BSÍ kl. 9 sama dag. Áslaug Hanna Guðjónsdóttir, Öldu- götu 3a, Hafnarfirði, verður jarð- sungin frá Hafnarfj arðarkirkj u föstudaginn 24. mars kl. 13.30. Snæbjörn Snæbjörnsson pípulagn- ingameistari, Heiðarbæ 14, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Árbæjar- kirkju föstudaginn 24. mars kl. 13.30. Útför Eyjólfs Agústínussonar, Stein- skoti, Eyrarbakka, Fer fram frá Eyr- arbakkakirkju laugardaginn 25. mars kl. 13.30. Útför Ragnhildar Ástu Guðmunds- dóttur Ijósmóöur, Götu, Hvolhreppi, fer fram frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 25. mars kl. 13. Lalli og Lína Hvenær ætlar móðir þín að leggjast upp á okkur aftur? Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 17. mars til 23. mars, að báð- um dögum meðtöldum, verður í Vestur- bæjarapóteki, Melhaga 20-22, simi 552-2190. Auk þess verður varsla i Háa- leitisapóteki, Háaleitisbraut 68, sími 581-2101 kl. 18 til 22 virka daga. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfj arðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opiö frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga íd. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað Iaugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 2CL21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11100, Hafnarfjórður, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á tniðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráöleggingar og timapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Vísir fyrir 50 ánirn Fimmtud. 23. mars Páfinn neitaði að flytja friðartilboð Þjóðverja. Friðarsókn Þjóðverja í Pá- faríkinu og Eire. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Simi 612070. Hafnarfiörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. HeimsóJmartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavikur: kl. 15-16.30 Kleppsspitalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeiid: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga ki. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítaians Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka bióðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og fóstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. ki. 13.30-16. Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Geröubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fímmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9- 19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viökomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriöjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10- 11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18. Listasafn fslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. ki. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Spakmæli Forvitnin situr um hvert leyndarmál. R.W. Emerson Listasafn Sigurjóns Óiafssonar á Laugarnesi er opiö laugard.-sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., funmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn fslands er opið helgar kl. 13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiöjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Lokað vegna viðgerðar. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Ámagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjamamesi: Opið samkvæt samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 611016. Minjasafnið á Akureyri, Aöalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júni-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suðumes, sími 13536. Hafn- arfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766, Suðumes, sími 13536. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 27311. Seltjamarnes, sími 621180. Kópavogur, sími 985 - 28215. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyj- Adamson ar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Kefiavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Biianavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 24. mars. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú hefur það á tilfinningunni að eitthvað muni gerast. Þú ert þvi eirðarlaus og verður lítið úr verki. Ólíklegur aðili gerist banda- maður þinn. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú nýtur þín best heima. Hætt er viö töfum ef þú tekur þér ferð á hendur. Þú slakar vel á í kvöld. Gagnlegar samræður eiga sér stað. Hrúturinn (21. mars-19. april): Þú ert með hugann viö fortíðina í dag. Það stafar e.t.v. af end- urnýjuðum kynnum. Þér hættir til að vera of örlátur. Happatölur eru 4, 23 og 33. Nautiö (20. apríl-20. mai): Þú ert of viðkvæmur fyrir gagnrýni. Það sem þú tekur svo nærri þér eru aðeins kæruleysislega valin orð. Þú getur ekki alveg treyst insæi þínu. Tviburarnir (21. mai-21. júní): Þú einbeitir þér aö málefnum heimilisins. Þú ert tiibúinn að breyta og reyna nýjar hugmyndir. Reyndu að fá jákvæða niður- stöðu í samskiptum þínum við aðra. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þú ert hæfiiega kærulaus núna, skemmtir þér og tekur afleiðing- unum síðar. Taktu þig á í fjármálunum. Happatölur eru 2,21 og 30. Ljðnið (23. júlí-22. ágúst): Ákveðinn aðili reynist þér mjög vel í dag og sýnir þér gildi vin- áttunnar. Nú er rétti tíminn til þess að ræða gagnkvæm hags- munamái. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Dagurinn reynist meira spennandi en þú reiknaðir með. Óskir þínar rætast að nokkru leyti. Þú hittir óvenjulegt en áhugavert fólk. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú slakar vel á í dag. Það er gott því framundan er annasamur timi. Þegar þar að kemur lætur þú spennandi tækifæri ekki fram hjá þér fara. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Kannaðu vel allar tímasetningar áður en þú leggur af stað í ferð. Taktu ekki afstöðu í deilu tveggja vina þinna. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Eitthvað verður til þess að þú þarft að breyta áætlunum þínum. Þú verður að aðlaga þig aðstæðum ef þú vilt taka þátt. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Aöstæður eru þér í óhag. Þig skortir upplýsingar og getur því ekki lokið ákveðnu verki. Aðrir eru ekki eins áhugasamir og þú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.