Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFANSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Tyrkland úr Nató
Tyrkland hefur ögrað samfélagi þjóðanna með því að
ráðast með 35.000 manna herliði inn á verndarsvæði
Sameinuðu þjóðanna í Norður-írak. Tyrkneski herinn
stundar þar sína hefðbundnu iðju að misþyrma óbreytt-
um borgurum, brenna ofan af þeim og drepa þá.
Þetta er hið sama og tyrkneski herinn hefur árum
saman stundað í héruðunum sín megin landamæranna.
Þar hefur hann eytt byggðum og knúið fólk til að lifa í
eins konar fangabúðum, sem herinn hefur komið á fót
að undirlagi miðalda-stjómvalda í Ankara.
Þetta er hður í ofsóknum Tyrkja gegn minnihlutahópi
Kúrda, sem þeir kalla Fjalla-Tyrki. Flestar ríkisstjómir
í Ankara hafa reynt að skammta Kúrdum borgaraleg
réttindi, bannað notkun kúrdísku í skólum, svipt þing-
menn Kúrda þingsetu og eyðiiagt uppskem Kúrda.
Ofsóknir Tyrkja gegn Kúrdum em svipaðar og ofsókn-
ir íraka gegn þeim. Atferh Saddams Husseins í írak leiddi
til þess, að vestræn ríki Persaflóastríðsins og Sameinuðu
þjpðimar gerðu norðurhluta íraks að sérstöku vemdar-
svæði sínu, sem það er enn þann dag í dag.
Samfélag þjóðanna má ekki láta Tyrki komast upp
með innrásina á vemdarsvæðið. Það er nóg, að þeir of-
sæki minnihlutahópa innan landamæra sinna, þótt þeir
fari ekki með fjölmennan her inn á vemdarsvæði Sam-
einuðu þjóðanna til að ofsækja þar minnihlutahópa.
Samfélag þjóðanna hefur ihu heihi látið Tyrki komast
upp með ofbeldi gegn Kýpur, sem þeir hemámu að
nokkm. Hermenn Sameinuðu þjóðanna em þar enn á
verði við vopnahléslínuna. Innrás Tyrkja í Kúrdalönd
Sameinuðu þjóðanna minnir á þann gamla glæp.
Evrópusambandið hefur fordæmt hemað Tyrkja, en
Bandaríkin hafa talað út og suður. Er afstaða stjómar
Chntons í Washington í samræmi við aðra eymd þeirrar
stjómar í utanríkismálum, er hún klúðrar hverju máhnu
á fætur öðm og skiptir um skoðanir á færibandi.
Bandaríkin hafa löngum stutt stjórnvöld í Tyrklandi
af því að landið átti landamæri að Sovétríkjunum sál-
ugu. Aðhd Tyrkja að Atlantshafsbandalaginu og mikill
herbúnaður þeirra neyddi Sovétríkin í gamla daga th að
hafa hluta herstyrks síns í Kákasus, íjarri Evrópu.
Nú em Sovétríkin látin og hernaðarlegt mikhvægi
Tyrklands er annað og minna en það var. Það er þvi tíma-
bært fyrir stjómvöld í Washington að endurmeta stuðn-
ing við ríki, sem margoft hefur sýnt, að það á ekki heima
í samfélagi vestrænna þjóða og er þar bara boðflenna.
Það er afar erfitt að sætta sig við, að ofbeldisríki af
þessu tagi skuh vera með okkur í Atlantshafsbandalaginu
og njóta vemdar þess. Það er afar erfitt að sætta sig við,
að Atlantshafsbandalagið horfi á ofbeldisríkið gera inn-
rás á sérstakt vemdarsvæði Sameinuðu þjóðanna.
Tyrkland hefur lengi verið, er enn og ætiar sér greini-
lega áfram að vera svartur blettur á Atlantshafsbandalag-
inu. Það hefur komizt upp með það og hefur nú fengið
óréttmætan viðskiptasamning við Evrópusambandið.
Tyrkland heimtar fiiha aðhd að sambandinu í þokkabót.
Þar sem Tyrkir hafa nú niðurlægt Sameinuðu þjóðim-
ar og Atlantshafsbandalagið mætti vænta þess, að augu
vestrænna leiðtoga opnuðust fyrir vandamálum, sem
fylgja því að hafa rótgróið ofbeldisríki við brjóst sér. En
því miður er eymd vestrænna leiðtoga takmarkahth.
Bezt væri að losna við Tyrki úr Atlantshafsbandalag-
inu, svo að við þurfum ekki framvegis að taka ábyrgð á
miðaldaframferði ríkis með aldagamla grimmdarhefð.
Jónas Kristjánsson
„Hugbúnaðargerð átti til aö mynda erfitt uppdráttar vegna þess að sú starfsemi lenti i óæðri flokki. Það hefur
nú verið lagfært að mestu leyti.“
Æðri atvinnugreinar
Eitt sinn „vissu“ allir að jörðin
væri flöt en nú „vita“ það mjög fá-
ir. Svo virðist sem margir „viti“ að
sumar atvinnugreinar séu mikil-
vægari en aðrar og eru þær til
dæmis kallaðar undirstöðuat-
vinnugreinar, útflutningsatvinnu-
greinar eða frumframleiðsla.
Svokölluð „margfeldisáhrif' eru
gjarnan nefnd þessu til stuönings,
en með þeim er átt við að hvert
starf í frumframleiðslu, t.d. í ál-
veri, skapi nokkur störf í þjónustu.
Þetta er ekki síður „rétt“ en það
að jörðin sé flöt, sem er augljóst
hverjum þeim sem ekki veit betur.
Bam sem sér hænu verpa eggi
„veit“ að hænan kemur á undan
egginu. Bam sem sér hænuunga
skríða úr eggi „veit“ að eggið kem-
ur á undan hænunni.
Flokkun fyrirtækja
Þjóðfélagið er ákaflega flókið og
fjölbreytni í störfum mikil. Fæst
störf em nauðsynleg í þeim skiln-
ingi að án þeirra verði einhverjir
hungri eða dauða að bráð. Hins
vegar em flest störf nauösynleg í
þeim skilningi að við viljum ekki
vera án þeirra. Frumframleiösla
(þ.e. úrvinnsla hráefna) er ekki
nauðsynlegri en önnur starfsemi.
Reyndar er það svo að velferð þjóð-
ar lýsir sér meðal annars í því að
margir vinni við þjónustustörf.
Engin keðja er sterkari en veik-
asti hlekkurinn. Líkja má þjóöfé-
laginu við net - fremur en keðju -
þar sem tengsl starfa eru ákaflega
flókin. Því er varasamt að draga
fyrirtæki í dilka eftir því hver starf-
semi þeirra er. Það er því miður
gert og hefur sú mismunun staðið
þróun atvinnulífsins fyrir þrifum
og hún á dijúgan þátt í minnkandi
Kjallariim
Snjólfur Ólafsson
dósent í Háskóla íslands
V....
kaupmætti síðustu ára. Hugbúnað-
argerð átti til að mynda erfitt upp-
dráttar vegna þess að sú starfsemi
lenti í óæðri flokki. Þaö hefur nú
verið lagfært að mestu leyti.
Ástandið er þó fjarri því að vera
viðunandi.
Hvað þarf að laga?
Það er íjölmargt sem þarf aö gera
til aö bæta ástandið, allt frá ýmsum
smálagfæringum til stórra kerfis-
breytinga. Ein áhrifaríkasta að-
gerðin væri að sameina ráðuneyti
landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnað-
ar og viðskipta í eitt atvinnuvega-
ráðuneyti. Sú sameining hefði
margvísleg áhrif, bæði bein og
óbein. Dæmi um óbeinar afleiðing-
ar er sameining ýmissa sjóða og
stofnana.
Eitt af því sem stóð fiskeldi fyrir
þrifum í upphafi voru deilur um
hvaða ráðuneyti ætti að fara með
málefni fiskeldis. Með sameinuöu
ráðuneyti hefði slíkt ekki gerst. Því
miður er þetta ekki einsdæmi og
munum við sjá fleiri dæmi um slíkt
í framtíðinni.
Það er einnig margt smátt sem
þarf að laga. Sem dæmi má nefna
að fyrirtæki greiða misjafnlega
hátt tryggingargjald og fer það eftir
því hvað þau eru „virðuleg" í aug-
um stjómmálamanna. Þetta ætti
að vera sjálfsagt að laga.
Að lokum má benda á aö þeir sem
sigla til útlanda með óunninn fisk
fá skattafrádrátt, en þeir sem vinna
að því að afla markaða fyrir unnar
fiskafurðir fá hann ekki. Og svo
þykjast ráðamenn vilja stuöla að
fullvinnslu. sjávarafla.
Snjólfur Ólafsson
„Ein áhrifaríkasta aðgerðin væri að
sameina ráðuneyti landbúnaðar, sjáv-
arútvegs, iðnaðar og viðskipta í eitt
atvinnuvegaráðuneyti. Sú sameining
hefði margvisleg áhrif, bæði bein og
óbein.“
Skoðaiúr annarra
Nánari tengsl við starfsmenn
„Atvinnurekendur, hvort sem um er að ræða
einkafyrirtæki eða opinbera aöila, þurfa að komast
í nánari tengsl við starfsmenn... Það hlýtur að vera
æskilegt að fyrirtæki semji í vaxandi mæh beint við
starfsmenn á grundvelh eigin rekstrar, en fylgi ekki
einvörðungu einhveijum stööluðum forskriftum
samtaka launþega og atvinnurekenda. Getur verið
að hin gamla stéttaflokkun sé að ganga sér til húðar.“
Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptablaðinu 22. mars.
Fákeppni, vaxandi vandamál
„Fákeppni er, ef nokkuö er, vaxandi vandamál á
flestum sviðum íslenzks viðskiptalífs. Ef forystu-
menn fyrirtækja hér hafa ekki þau hyggindi th að
bera að kunna sér hóf er eina vörn neytenda og
stjómvalda að ýta undir og hvetja th að erlend fyrir-
tæki hefji starfsemi hér... Bæði almenningur og fyr-
irtæki hafa reynslu af því, aö htið er gefandi fyrir
loforð um, aö aukin hagkvæmni og hagræðing í
krafti stærðar leiði til verðlækkunar fyrir neytand-
ann. Þaö eina sem menn skilja er hörð samkeppni
milh fyrirtækja sem geta tekizt á, þannig að neytend-
ur hafi hagnað af frelsi markaðarins í lægra vöru-
veröi en eha.“ Úr foi-ystugrein Mbl. 21. mars.
Lögmál samkeppninnar
„Þvi hefur verið haldið fram, að tilkoma Irving
Oh á markaðnum hér hafi hleypt skriðu af stað. Ef
svo er, þá er ekkert við því að segja. Það sýnir það
eitt að hin öflugu fyrirtæki í olíuversluninni, sem
búið hafa við mikil ríkisafskipti um langt árabil,
hafa buröi til þess aö laga sína starfsemi að breyttu
umhverfi og aukinni samkeppni. Það hlýtur að koma
neytendum og starfsmönnum þessara fyrirtækja til
góða, ef lögmál samkeppninnar standast.“
Úr forystugrein Tímans 22. mars.