Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995
15
ESB þýðir bætt lífskjör
Aðild að Evrópusambandinu gæti
lækkað verð á landbúnaðarvörum
um 35-40% án þess að raska grunni
bænda. Hún gæti fært milljarða inn
í landið í formi erlendra fjárfest-
inga. Hún gæti stóraukið veltuna í
þjóðfélaginu eins og hjá öllum öðr-
um löndum sem hafa gengið í ESB.
Hún gæti skapað störf fyrir fjölda
ungra og vel ménntaðra íslendinga.
Þannig gæti hún stöðvað fyrirsjá-
anlegan atgervisflótta úr landinu.
Hvers vegna í ósköpunum gerð-
ust þá íslendingar ekki fullgildir
aðilar að Evrópusambandinu strax
í gær?
Ástæöan er einfold: Við vitum
ekki hvað Evrópusambandið krefst
af íslendingum á móti, Hvaða kröf-
ur gera þeir til dæmis varðandi
sjávarútveg?
Hvað er í boði?
Alþýðuflokkurinn er eini flokk-
urinn sem hefur kjark til að segja
afdráttarlaust að Islendingar eigi
að sækja um aðild hið fyrsta. En
það þýðir ekki að jafnaðarmenn
telji að ísland eigi að ganga í ESB
á hvaða forsendum sem er.
Við teljum til dæmis að það sé
ófrávíkjanleg forsenda að ísland
hafi áfram fullt forræði yfir fisk-
veiöunum. Viö teljum raunar að
forystumenn ESB muni ganga að
þeim kröfum vegna þeirrar sér-
stöðu okkar sem felst í því að af-
koma okkar hvílir fyrst og fremst
á einni auðlind - fiskstofnunum
umhverfis landið. En einmitt vegna
þessa er nauðsynlegt að sækja um
aðild til að fá fram afstöðu ESB.
Lækkað matarverð
Hagfræðistofnun Háskólans hef-
ur metið það svo að á fyrsta degi
aðildar myndi matarverð lækka
um 35-40%. Kaupmáttur íslend-
inga myndi fyrir vikið aukast veru-
lega. Þess vegna er aðild að Evr-
ópusambandinu ekkert annað en
liður í lífskjarasókn.
En þýðir verðlækkun á landbún-
aðarvörum ekki sjálfkrafa að ís-
lenskir bændur líði undir lok?
Svarið er nei. Sameiginleg land-
KjaUaiiim
Össur Skarphéðinsson
umhverfisráðherra
búnaðarstefna ESB leiddi til þess
að bændur nytu sambærilegra
styrkja og í aðildarlöndunum sem
hefði í för með sér 4-7 milljarða á
ári. Hagur bændastéttarinnar
myndi því ekki rýma.
En böggull fylgir skammrifi.
Sumir sérfræðingar áætla að nettó-
greiðslur íslendinga til ESB gætu
orðið 1,2 milljarðar á ári. Líklega
myndi veltuaukningin í kjölfar að-
ildar gera meira en vinna þaö upp
með auknum tekjum ríkissjóðs. Út
af fyrir sig væri það lítil borgun
fyrir aukin umsvif, erlendar fjár-
festingar og lækkað matarverð.
Greiðslur okkar yrðu hins vegar
háðar snilld samningamanna okk-
ar. Danir, sem gengu í ESB áriö
1972, eru síðan orðnir að efnahags-
legu stórveldi - eingöngu vegna
aðildarinnar. En nettógreiðslur
þeirra til ESB hefjast ekki fyrr en
á næsta ári! Aldarfjórðungi eftir
inngönguna. Er einhver ástæða til
aö ætla að íslensku samninga-
mennirnir geti ekki samið jafn vel
og Danir?
Umsókn er ekki aðild
Alþýðuflokkurinn gerir skýran
greinarmun á annars vegar um-
sókn og hins vegar ákvörðun um
aðild að ESB. Umsókn er fullkom-
lega hættulaus því aðild fylgir
henni ekki sjálfkrafa. En umsókn
mun leiða til þess aö ESB leggur á
borðið þau skilyrði sem sambandið
setur fyrir fullri aðild íslands.
Síðan er það þjóðarinnar sjálfrar,
milliliðalaust og án afskipta ríkis-
stjórnar, að taka ákvörðun um það
hvort kjörin í boði réttlæta inn-
göngu í ESB. Þess vegna er ekkert
að óttast. Umsókn gerir ekkert
annað en skýra hvaða kjör okkur
bjóðast. Án hennar getum við
aldrei tekið ákvörðun um það hvort
framtíð okkar liggur innan eða ut-
an ESB.
Óttinn við hið óþekkta á ekki að
hindra okkur í að kanna möguleika
á bættum lífskjörum. Það væri
ábyrgðarleysi.
össur Skarphéðinsson
„En þýðir verðlækkun á landbúnaðarvörum ekki sjálfkrafa að íslenskir bændur líði undir lok? Svarið er nei.“
„Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB
leiddi til þess að bændur nytu sam-
bærilegra styrkja og í aðildarlöndun-
um sem hefði í för með sér 4-7 millj-
arða á ári. Hagur bændastéttarinnar
myndi því ekki rýrna.“
Óráð á Össuri
„Framhleypinn nýkrati" sem Jón
Baldvin keypti úr stóði Ólafs Ragn-
ars, Össur Skarphéðinsson, fer
mikinn þessa dagana. Ætlar hann
sýnilega að reyna að launa hinum
nýja húsbónda sínum fyrir þing-
mennskuna og ráðherrastólinn. 16.
mars skrifar hann grein í DV og
kallar hana „Framtiðarfælni
Framsóknar".
Litríkan Össur, takk
Þótt ýmislegt álpist óvitlaust út
úr Össuri hvundags þá sér þess
ekki merld í umræddri grein. Hún
er svo morandi í fjarstæðum að
engu tali tekur.
Greinina hefur Össur á staðhæf-
ingu um að ég sé á móti litasjón-
varpi. Þessa lygi er ég margbúinn
að hrekja. Það er áreiðanlegt að
ekki vildi ég þurfa að horfa á Ossur
eða Jón Baldvin húsbónda hans í
svarthvítu. Hin göfugmannlega
ásjóna Össurar nýtur sín alls ekki
nema í lit. Hinu er mér ekki laun-
ung á að ég vil að öll heimili í land-
inu hafi tækifæri til þess að sjá
sjónvarp, svo og sjómenn á nálæg-
um miðum en svo er ekki enn þá.
Oflof er háð
Þessi „sagnfræði" Össurar er þó
bara forsmekkurinn og skemmti-
legur inngangur. Þegar hann fer
að lofa Jón Baldvin húsbónda sinn
tekur fyrst steininn úr. Það á að
vera Jóni Baldvin prívat og per-
KjaUarinn
Páll Pétursson
alþingismaður
sónulega að þakka að Smuguveið-
amar skuli hafa verið stundaðar
og Rússafiskurinn unninn á ís-
landi. Heyr á endemi! Það er út-
gerðarmönnum og sjómönnum á
Norður- og Austurlandi að þakka
að Smuguveiðar hófust. Ríkis-
stjórnin, þar sem Össur er aftasti
liður á hundsskottinu, þvældist
fyrir og reyndi að stöðva veiðam-
ar. Við framsóknarmenn studdum
þær hins vegar og þökkum þeim
frumkvöðlum og flokksbræðrum
okkar sem hófu þessar veiðar.
Jón Baldvin fann ekki upp á því
að vinna Rússafisk. Það voru fisk-
verkendur á Norður- og Austur-
landi, fiestir framsóknarmenn.
Snorri Sturluson sagði að oflof
væri háð. Hugsanlega er Össur
bara að hæöast að húsbónda sín-
um.
íslandsmet?
Þessu næst ruglar Össur um Evr-
Þannig vinnubrögð valda Háskól-
anum miklum álitshnekki.
Var þar svínsbógur?
Jón Baldvin og sjálfsagt Össur
líka vappa um með matarkörfur í
Bónusi og segja hvað þær yrðu
ódýrari hættum við íslendingar að
framleiða matvæh en flyttum þau
inn. Vonandi hefur Jón Baldvin
ekki smyglaða svinsbóga í körf-
„Það á að vera Jóni Baldvin prívat og
persónulega að þakka að Smuguveið-
arnar skuli hafa verið stundaðar og
Rússafiskurinn unninn á íslandi. Heyr
á endemi!“
ópskt efnahagssvæði og nefnir
óskaplegan gróða sem við höfum
haft af því á liðnu ári. Allt eru þaö
staðlausir stafir og slær þar Össur
Jón Baldvin húsbónda sinn gjör-
samlega út í ósannindum og þarf
þó nokkuð til. Ekki tekur betra við
þegar Össur fer að ræða um aðild
Islands að Evrópusambandinu.
Hann leggst svo lágt að leita sér
vitnis í skýrslu sem Hagfræðistofn-
un Háskólans samdi, Háskóla ís-
lands til skammar. Betra væri að
menn gleymdu þeirri skýrslu.
unni í þetta sinn né geislaðar holl-
enskar kjúklingalappir.
Ég fuUyrði að atvinnuástand á
íslandi eða efnahagur þjóöarinnar
mundi ekki skána á því að hætta
að framleiða hér matvæli.
XB ekki ESB
Framsóknarflokkurinn er ekki
hræddur við framtíðina. Hann vill
móta framtíðina þannig að hér búi
áfram fullvalda þjóð með yfirráð
yfir auðlindum sínum.
Páll Pétursson
Byggðakvóti
80 prósent
aflatil
„Kvenna-
listinn hefur
alltaf verið
hlynntur
byggðakvóta.
Hann lagði
fram tillögu
árið 1987 um
að 80 prósent
af úthlutuð-
um afla færi
til byggöar-
laga en 20 prósent færi í sér-
stakan sjóð til úthlutunar. Við
höfum útfært þessa stefnu nánar
og lagt til að miðunum verði skipt
i grunnsjávar- og djúpsjávarmið
- þau fyrrnefndu yrðu fyrir íbúa
nærliggjandi svæða. Það hefur
auðvitaö komið í ljós hversu illa
fiskveiöístjórnunarlögin standa
við það markmíð að taka mið af
byggðasjónarmiðun. Með því aö
hafa aflakvótann á skipunum
standa íbúar byggðarlaganna oft
frammi fyrir því að rétturinn til
veiða er tekinn af fólkinu þegar
skipið er selt. Það er ljóst að nú-
gildandi kvótalög munu flýta
þessari þróun og leggja sjávar-
þorpin í kringum landið í rúst
verði ekki breyting á. Við teljum
því nauðsynlegt að endurskoða
fiskveiðistjóraunina í heild til að
ná fram þeim markmiðum að
fiskimiðin séu sameign þjóöar-
innar og allir hafi ákveðinn rétt
til að nýta þau. Verði sú breyting
ekki í nánustu framtíð er hætta
á að menn geti skapað sér ákveð-
inn hefðarrétt með eignarhaldi á
kvóta.“
Jóna Valgeröur Kríst-
jánsdóttir, Kvennalista.
réttindi f ylgi
skipum
„Þegar
kvótakerfið
var tekið upp
var rætt um
hvemig
tryggja ætti
hagsmuni
byggðanna.
Niðurstaðan
var að taka
forkaupsrétt* HalWór ÁsarimBson,
arákvæði í Frarn8Aknarftokiii.
lögin sem tryggja að minu mati
umhugsunarfrest á hvort hægt
er aö viðhalda veiöiheimildunum
í viðkomandi byggð. Jafnframt
var möguleiki til að hagræðing-
arsjóður gæti framselt veiðirétt-
inn til byggða sem hefðu misst
megnið af sínum rétti. Þessi
ákvæði voru afnumin af núver-
andi ríkisstiórn og ég var andvíg-
ur því. Ég er þeirrar skoðunar
að þaö sé ekki rétt að sérhvert
byggðarlag fái úthlutað aflarétt-
indum. Ég hef verið þeiiTar skoð-
unar að þau eigi að fylgja skipun-
um og er viss ura að það ylli mikl-
um deilum ef byggöarlögin sjálf
ættu aö úthluta réttindunum. Ég
er lika þeirrar skoðunar aö
byggöin í landinu sé og hafi alltaf
verið aö þróast og sú þróun verði
að hafa eðlilegan gang. íslenskur
sjávarútvegur er undirstaöa vel-
feröar. Ef hagkvæmni er ekki
höfö í fyrirrúmi í rekstri sjávar-
útvegs og nýtingu auðlindarinn-
ar munu lífskjör stórversna. Ég
vil að byggðimar búi viö sem
mest öryggi en tel aö hagkvæmur
sjávarútvegur sé besta trygging
byggðanna um allt land."
-ótt