Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Blaðsíða 26
42 FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 Afmæli Hjalti Þórarinsson Hjalti Þórarinsson, fyrrv. prófessor í handlækningum við HÍ og fyrrv. forstöðumaður handlækningadeild- ar Landspítalans, Laugarásvegi 36, Reykjavik, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Hjalti fæddist að Hjaltabakka í Torfalækjarhreppi og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1941, lauk embættisprófi í læknis- fræði við HÍ1948, stundaði sérfræði- nám á íslandi 1950-52 og lauk sér- fræöinámi í almennum skurðlækn- ingum og brjóstholsskurðlækning- um við háskólasjúkrahúsið í Madi- son Wisconsin í Bandaríkjunum 1954, og var nær árlega til náms- dvalar á háskólasjúkrahúsum í Evr- ópu eða Ameríku, og sótti árlega erlend læknaþing, eitt eða fleiri. Hjalti var starfandi læknir í Reykjavík 1954-90, var deildarlækn- ir á handlækningadeild Landspítal- ans 1957-59, aðstoðaryfirlæknir þar 1959-62, yfirmaður brjóstholsað- gerðadeúdar Landspítalans frá 1962 og forstöðumaður handlækninga- deildar Landspítalans frá 1972 en lét af störfum fyrir aldurs sakir 1990. Hann var stundakennari í al- mennum skurðlækningum og brjóstholsskurðlækningum viö HÍ frá 1957, lektor þar frá 1959, dósent frá 1963 og prófessor í handlæknis- fræðumfrál972. Hjalti var formaður Skurðlækn- ingafélags íslands 1964-65, sat í . stjóm Nordisk Kirurgisk Förening um árabil, var forseti bijósthols- skurðlækningafélags Norðurlanda 1967-68, formaður alþjóðakrabba- meinsnefndar í félaginu American College of Chest Physicians 1968-70, forseti Alþjóða skurðlækningafé- lagsins, Intemational Surgical Gro- up 1987-88, meðlimur í ýmsum fleiri erlendum læknafélögun, í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, í launa- nefnd 1956-57, í stjórn Læknaráðs Landspítalans 1977-79, sat í lækna- ráði 1972-90, formaður Lionsklúbbs- ins Ægis 1965-66, í stjóm Sólheima í Grímsnesi 1975-76, í stjóm Ekkna- sjóðs íslands 1957-70. Hjalti hefur ritað fjölda greina í innlend og erlend læknatímarit. Hann var sæmdur æðstu orðu al- þjóðaforseta Lions og kjörinn Mel- vin Jones Fellow og var sæmdur íslensku fálkaorðunni 1982. Fjölskylda Hjaltikvæntist 22.10.1946Ölmu Önnu Þórarinsson, f. Thorarensen 12.8.1922, lækni og sérfræðingi í svæfingum og í geðlækningum og fyrrv. yfirlækni. Foreldrar hennar voru Oddur Carl Thorarensen, lyf- sali á Akureyri, og Gunnlaug Júl- íusdóttir húsmóðir. Börn Hjalta og Ölmu em Þórar- inn, f. 4.10.1947, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Framkvæmda- og tæknisviðs Kópavogsbæjar, kvæntur Höllu Halldórsdóttur hjúkmnardeildarstjóra og bæjar- fulltrúa í Kópavogi og eiga þau tvö böm; Oddur Karl Gunnlaugur, f. 12.6.1949, yfirtæknifræðingur bygg- ingadeildar Línuhönnunar í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Jak- obsdóttur geðhjúknmarfræðingi og eiga þau þijú börn; Sigríður, f. 17.10. 1951, kennslumeinatæknir við Borg- arspítalann, gift Þóri Ragnarssyni, sérfræðingi í heila- og taugaskurð- lækningum, og eiga þau þijá syni; Hrólfur, f. 20.2.1953, viðskiptafræð- ingur í Reykjavík; Gunnlaug, f. 7.8. 1954, meinatæknir á rannsóknar- deild Borgarspítalans og á hún á einn son. Systkini Hjalta: Þorvaldur, f. 16.11. 1899, d. 1981, skrifstofumaður í Reykjavík; Ingibjörg, f. 17.10.1903, d. 1994, húsmóðir í Reykjavík; Aðal- heiður, f. 14.5.1905, ekkja í Reykja- vík; Brynhildur, f. 14.5.1905, d. 1994, húsmóðir í Reykjavík; Skafti, f. 1.7. 1908, d. 1936, skrifstofumaður í Reykjavík; Sigríður, f. 10.5.1910, d. 1957; Jón, f. 6.8.1911, lengst af bóndi Hjalti Þórarinsson. að Hjaltabakka, nú búsettur í Reykjavík; Hermann, f. 2.10.1913, d. 1965, útibússtjóri Búnaðarbank- ans á Blönudósi; Magnús, f. 1.6.1915, listmálari í Reykjavík; Þóra, f. 23.10. 1918, d. 1947. Foreldrar Hjalta voru Þórarinn Jónsson, f. 6.2.1870, d. 5.9.1944, b. og alþm. á Hjaltabakka, ogk.h., Sig- ríöur Þorvaldsdóttir, f. 10.12.1875, d. 17.5.1944, húsfrú að Hjaltabakka. Hjalti verður að heiman á afmæl- isdaginn. Til hamingju með afmaelið 23. mars 95 ára Valdis Guðmundsdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. 90 ára Anna Jónsdótt ir, Sólvöllum I, Egilsstöðum. 85ára Björg Elísdóttir, Noröurbrún 1, Reylcjavík. 80 ára Hólabergi 18, Reykjavik. Hafnarfirði. Eiginmaður hennarer Sigurbjörn R. Helgason at- vinnurekandi. Þautakaámóti gestum í Skút- unni föstudaginn 24.3. eftir kl. 20.00. Hörður Hjaltason, Austurbrún 37, Reykjavík. Jón Olafsson, Hringbraut 78; Hafnarfirði. GísliS. Jónsson, Logafold 52, Reykjavík. Ólafur Albertsson, Grundarási 16, Reykjavík. Vilborg Njálsdóttir, Sólbrekku 9, Húsavík. Guðrún Arthúrsdóttir, Þorsteinsgötu 8, Borgarbyggð. Sigurður Halldórsson, Elliðavöllum 16, Keflavik. Magnus Björnsson, Sporöagrunni 7, Reykjavík. 75 ára Eva Vilbjálmsdóttir, Asgerði 5, Reyðarfirði. 60 ára Edda Kristjánsdóttir, Goðalandi 10, Reykjavik. Ragna Ragnars, Valhúsabraut 35, Seltjamamesi. Klara Sjöfn Kristjánsdóttir, Unufelli 33, Reykjavik. Hörður Sverrir Ágústsson, Hverfisgötu32 A, Reykjavík. Margrét H. Jóhannsdóttir, Meðalholti 9, Reykjavík. 50 ára Sigrún Sigbvatsdóttir, Hraunsvegi 11, Njarðvík. Atli S. Sigurðsson, Fannafold 130, Reykjavík. Jóhanna Cronin, 40ára Adolf Hólm Petersen, Lundarbrekku 16, Kópavogi. Karl Herbert Haraldsson, Þómnnarstræti 136, Akureyri. Bjarni Erlendur Sigurðsson, Hringbraut 50, Hafnarfirði. Monika Björk Einarsdóttir, Rauðbarðaholti, Dalabyggð. Guðlaugur J. Vilhjálmsson, Hólabraut9, Homafjarðarbæ. Baldvina Sigríður Stefánsdóttir, Fögrahlíð, Hliðarhreppl. Friðbjörg Egilsdóttir, Unufelli 23, Reykjavík. Rafn Richardsson, Hlíðarvegi23, Hvammstanga. Unnur Kjartansdóttir, Ofanleiti 5, Reykjavík. Guðný Ólöf Bergsteinsdóttir, Fifuseli 37, Reykjavík. Marta J. Guðmundsdóttir, Kirkjubraut 7, Akranesi. Ragna Kristín Marinósdóttir, Valhúsabraut 5, Seltjamamesi. Arngrímur Magnússon Arngrímur Magnússon, fyrrv. úti- bússtjóri við Kaupfélag Héraðsbúa í Borgarfirði eystra, til heimilis að Sæbergi í Borgarfirði eystra, er sjö- tugurídag. Starfsferill Amgrímur fæddist í Másseli í Jök- ulsárhlíð en fór fjögurra ára að Hlíð- arhúsum í sömu sveit og ólst þar upp hjá Guðnýju Eiríksdóttur og syni hennar, Eiríki Einarssyni, sem tók ungur viö búsforráöum af föður sínum ogbróður. Arngrímur vann öU almenn sveitastörf þess tíma og stundaði lít- ils háttar vegagerð og byggingar- vinnu á unglingsárunum. Hann stundaði nám við Eiðaskóla 1942-A4. Amgrímur flutti til Borgarfjarðar eystra haustið 1945 og starfaði við Kaupfélag Borgarfjarðar til 1967 er það hætti rekstri. Hann flutti þá suður og bjó í Kópavogi næsta vetur en um vorið réðst hann útibússtjóri til Kaupfélags Héraðsbúa á Borgar- firði eystra og gegndi hann því starfi til ársloka 1991. Hann hefur síðan stundað vinnu af og til í steiniðjunni Álfasteini hf. á Borgarfirði. Fjölskylda Arngrímurkvæntist23.7.1948 Elsu Guðbjörgu Jónsdóttur, f. 7.9. 1928, iðnverkakonu. Hún er dóttir Jóns Bjömsson, kaupfélagsstjóra í Svalbarði á Borgarfirði eystra, og k.h., Sigrúnar Ásgrímsdóttur hús- móður. Böm Amgríms ogElsu Guðbjarg- ar era Ásgeir, f. 3.4.1949, b. að Brekkubæ í Borgarfirði eystra, kvæntur Jóhönnu Borgfjörð hús- móöur og eiga þau fjögur böm; Helgi Magnús, f. 12.6.1951, framkvæmda- stjóri Álfasteins á Borgarfirði eystra, kvæntur Bryndísi Snjólfs- dóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Jón Ingi, f. 8.3.1955, rafvirki í Fellabæ, kvæntur Ingibjörgu Sig- urðardóttur bankastarfsmanni og eiga þau þrjú börn; Sigrún Halldóra, f. 25.2.1957, húsmóðir og verslunar- maður á Borgarfirði eystra, gift Ól- afi Arnari Hallgrímssyni sjómanni og eiga þau einn son; Jóhanna Guðný, f. 30.6.1958, húsmóðir í Þor- lákshöfn, gift Jóhanni Rúnari Magnússyni bifvélavirkja og eiga þau þijá syni; Ásgrímur Ingi, f. 27.10.1973, háskólanemi en sambýl- iskona hans er Lind Einarsdóttir verkakona og á hún einn son. Systkini Amgríms era Guðrún Jóhanna, f. 1.3.1917, húsmóðir á Seyðisfirði; Kristín, f. 29.10.1918, húsmóðir í Garði; Þorbjöm, f. 3.7. 1920, d. 1992, lengst af skrifstofu- maður á Reyðarfirði; Ingimar, f. 5.8. 1922, lengst af b. á Skeggjastöðum í Jökuldal, nú búsettur á Egilsstöð- um; Heiðrún Sesselja, f.7.1.1924, d. Arngrimur Magnússon. 1993, matráðskona í Garðabæ; Jón- ína, f. 5.1.1927, matráðskona í Reykjavík; Eiríkur Helgi, f. 15.8. 1928, b. í Hólmatungu í Jökulsár- hlíð; Valgeir, f. 13.1.1932, b. á Smára- grund á Jökuldal; Höröur Már, f. 7.4.1933, d. 1992, sjómaður og verka- maður á Egilsstöðum; Ásta, f. 8.10. 1941, verslunarmaður á Borgarfirði eystra. Foreldrar Arngríms voru Magnús Arngrímsson, f. 21.2.1887, d. 30.6. 1977, b. í Másseh og Hólmatungu í Jökulsárhlíð, og k.h., Guörún Helga Jóhannesdóttir, 10.12.1896, d. 11.6. 1951, húsfreyja. Arngrímur tekur á móti gestum í félagsheimilinu Fjarðarborg föstu- daginn 24.3. frá kl. 19.30. Meiming__________, Slaghörpuundur Rússneski píanóleikarinn Grigory Sokolov hélt tón- leika í íslensku óperanni sl. laugardag á vegum Tón- listarfélagsins í Reykjavík. Sokolov er fæddur í Len- ingrad og vakti strax á barnsaldri athygli fyrir tónlist- argáfur sínar. Hann hélt fyrstu tónleika sína aðeins 12 ára gamall og öðlaðist heimsfrægð á árinu 1966, þegar hann, þá 16 ára að aldri, vann 1. verðlaun í Tsjajkofskí-keppninni, en sjálfur Emil Gilels veitti dómnefndinni forstöðu. Sokolov hefur síðan ferðast viða til tónleikahalds og er í dag meðal eftirsóttustu einleikara á hljóðfæri sitt. Skemmst er að minnast leiks hans með Sinfóníu- hljómsveit íslands sl. fimmtudag þar sem hann lék Pianókonsert nr. 2 eftir Chopin á eftirminnilegan hátt. Sokolov hóf tónleika sína í íslensku óperanni með því að leika prelúdíur og fúgur nr. 1-8 úr II. bókinni eftir Johann Sebastian Bach. Skemmst er frá því að segja að undirritaður hefur aldrei heyrt þessi verk svo frábærlega leikin á píanó á tónleikum. Erfitt er að ímynda sér þau betur leikin og öragglega fáir sem geta til jafnaö. Þau verk sem vora sérlega minnisstæð úr safninu í túlkim Sokolovs vora prelúdía og fúga nr. 2 í c-moll, prelúdía og fúga nr. 4 í cís-moll, prelúdía nr. 5 í D-dúr og fúga nr. 6 í d-moll, auk prelúdíu og fúgu nr. 8 í dís-moll. Óvenjuleg- asta túlkunin var líklega á prelúdíu nr. 5 í D-dúr, með brotnum hljómum sínum og fallandi þríundum ásamt sérstæðri rytmík. Var tónmyndun Sokolovs þannig að Tónlist Áskell Másson á stundum var sem hann gæti hreinlega breytt um rödd, eins og gert er með regístrum á orgeli. Þetta var sannarlega einstæður flutningur þessara verka. Á síðari hluta tónleikanna lék Sokolov Kreisleriana op. 16 eftir Robert Schumann. Verkið, sem telst jafn- vel að hluta til sjálfsævisögulegt, býr yfir miklum andstæðum. Það skiptist í átta þætti, sem eru ýmist hraðir eða hægir, léttir eða ofsafengnir, ljóðrænir eða ákafir. Allar þessar andstæður komu mjög vel fram í túlkun Sokolovs og lék hann verkiö af einstakri innlif- un og með nánast takmarkalausri tækni. Húsfyllir var og gerðu aukalögin sitt til að auka á íjölbreytni verkefnanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.