Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Side 8
8
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
'■ ■.
I 1 I
J LJJIL JL
r
n'H n
1
:...i...
n I ri
-fyiir alla
sjálfstæðismenn.
Mætum öll á kosningavökuna og fögnum úrslitunum.
Ósvikin kosningastemmning eins og hún gerist líflegust.
Horft á kosningasjtmvarp
________
KosniJigaumræöur
Kosningadans
Húsið opnarkl. 22:30
Hljómsveitin Stjómin
leikur fyrir dansi ásamt
Sigríði Beinteinsdóttur
og Bjama Arasyni.
BETRA
ÍSLAND
Á NÆSTA SÖLUSTAÐ
EÐA í ÁSKRIFT í
SÍMA 563 2700
UPPBOÐ
Uppboð mun byrja á skrifstofu
embættisins að Strandgötu 52,
Eskifirði, sem hér segir, á eftir-
farandi eign:
Brekka 6, Djúpavogi, þingl. eig. Gunn-
ar B. Gunnarsson, gerðarbeiðendur
Lífeyrissjóður Austurlands, Lífeyris-
sjóður sjómanna og Lífeyrissjóður
verslunarmanna, 12. apríl 1995 kl.
10.00.
SÝSLUMAÐURINN Á ESKMRÐI
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á eignunum
sjálfum sem hér segir:
Hamarsgata 24, Fáskrúðsfirði, þingl.
eig. Aðalheiður Valdimarsdóttir,
gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Austur-
lands, 12. apríl 1995 kl. 13.15.
Tunguholt, Fáskxúðsfjarðarhreppi,
þingl. eig. Ingibjörg Jóhannsdóttir,
gerðarbeiðendur Veðdeild Lands-
banka Islands og Lífeyrissjóður Aust-
urlands, 12. apríl 1995 kl. 13.50.
Hammersminni 28, Djúpavogi, þingl.
eig. Víkingur Birgisson og Guðbjörg
Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Veðdeild
Landsbanka íslands, Djúpavogs-
hreppur og Lífeyrissjóður Austur-
lands, 12. aprfl 1995 kl. 16.00,
Markarland 6A, Djúpavogi, þingl. eig.
Baldur Gunnarsson og Stefánía Hilm-
arsdóttir, gerðarbeiðendur Veðdeíld
Landsbanka íslands, Landsbanki ís-
lands og Djúpavogshreppur, 12. apríl
1995 kl. 16.30.
SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI
Matgæðingur vikuimar
Súrsætur
sví nakj ötsréttur
Guðrún Eggertsdóttir, sem vinnur í matvöruversl-
uninrú í Sólheimum í Grímsnesi, er matgæðingur vik-
unnar að þessu sinni.
Guðrún kveðst hafa gaman af því að prófa nýja og
gimilega rétti. „Það eru þá helst kjötréttir því fiskur
er ekki vinsæll heima hjá mér. Mér þykir líka gaman
að baka úr geri.“
Guðrún býður upp á einn af girnilegu kjötréttunum
sínum, súrsætan svínakjötsrétt.
Súrsætur svínakjötsréttur
500 g svínakjöt
2 til 3 msk. sérrí
1 msk. sojasósa
1/2 bolli kartöflumjöl
2 gulrætur
1 til 2 paprikur
2 til 3 ananashringir
1 bolli sveppir
1 hvítlauksrif eða eftir smekk
olía
Sósa
1/2 bolli edik
1/2 bolli vatn
1/8 tsk. pipar
1 msk. sojasósa
6 msk. sykur
1 tsk. chilli
11/2 msk. kartöflumjöl
1 msk. vatn
olía
Blandið sérrí og sojasósu saman. Skerið kjötið í litla
bita, þerrið það og setjið í sérríblönduna. Látið kjötið
bíða í minnst 10 til 20 mínútur, gott er að láta það bíða
í um 2 klukkustundir. Hrærið kartöflumjöli saman viö
blönduna og látið bíða í 5 til 10 mínútur.
Kjötiö er síðan steikt í olíu, tekið upp úr og þerrað
á pappír. Kjötið er djúpsteikt tvisvar. Til að flýta fyrir
er hægt að steikja í fyrra skiptið nokkrum klukku-
stundum áður.
Sveppirnir skornir ef vill, gulrætur hreinsaöar og
Guðrún Eggertsdóttir.
skomar, paprika skorin í bita og hvítlaukur skorinn
smátt.
1 tsk. af olíu sett á pönnu og hvítlaukurinn steiktur.
Hann er síðan tekinn af pönnunni á meðan grænmet-
ið er steikt. 1 msk. af olíu sett á pönnuna og gulrætum-
ar steiktar, síðan paprikkurnar. Sveppum bætt út í
og að sfðustu ananasbitum. Pannan tekin af hitanum
og hvítlauknum bætt út í.
Lögurinn er settur í pott (má blanda 1 til 3 dögum
áöur og geyma í ísskáp) og hitaður. Hann má ekki
sjóða. Þegar búið er að djúpsteikja kjötið er það sett á
ilvolga pönnu og grænmetinu blandað saman við. Lát-
ið bíða í nokkrar sekúndur. Lögurinn er síðan settur
yfir kjötið og grænmetið og allt jafnað en ekki við hita.
Notið einnig afganginn af sérríblöndunni, ef eitthvað
er eftir, til að jafna með.
Gott er að bera fram meö þessu hrísgrjón og hvít-
lauksbrauð.
Guðrún skorar á Steinunni Magnúsdóttur, líffræðing
í Reykjavík, aö vera næsti matgæðingur. „Hún er
mjög fær í brauðbakstri og ýmsu öðru.“
Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Síma-
númerið er 99 17 00.
Hinhliðin
Ætlatil
Mílanó í sumar
- segir Berglind Olafsdóttir, fegurðardrottning Reykjavíkur
Berglind Ólafsdóttir, tæplega átj-
án ára Hafnarfjarðarmær, var val-
in feguröardrottning Reykjavíkur
fyrir rúmri viku. Berglind sagði að
þaö hefði komið sér mjög á óvart:
„Eins og alltaf er sagt,“ bætti hún
við.
Hún segir að nú taki við miklar
æfingar fyrir Fegurðarsamkeppni
íslands sem fram fer 24. maí. „Það
hefur verið æðislega skemmtilegt
að taka þátt í þessu og nú er hör-
kupúl framundan," segir Berglind
sem var yngst þátttakenda í keppn-
inni. Þess má geta að Berglind tók
þátt í Fordkeppninni árið 1993. Það
er fegurðardrottning Reykjavíkur
sem sýnir hina hliðina að þessu
sinni:
Fullt nafn: Berglind Ólafsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 4. júní 1977.
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin.
Starf: Starfa hjá Módel 79.
Laun: Mjög góð.
Áhugamál: Karate, stunda snjó-
bretti, dans og ferðalög.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Ég vinn aldrei í neinu - þetta
var í fyrsta skipti sem ég vinn eitt-
hvaö.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Fara í fjallaferöir.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
Berglind Ólafsdóttir er fegurðar-
drottning Reykjavíkur.
gera? Að bíða.
Uppáhaldsmatur: Piparsteik.
Uppáhaldsdrykkur: Sprite.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Magnús Scheving.
Uppáhaldstimarit: Vikan.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð? Þeir eru margir sætir en ætli
það sé ekki leikarinn Brad Pitt.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn-
inni? Ég er algjörlega ópólitísk enda
ekki komin með kosningarétt.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Eg á fjölmarga vini erlendis
sem mig langar að hitta.
Uppáhaldsleikari: Brandon Lee.
Uppáhaldsleikkona: Engin sérstök.
Uppáhaldssöngvari: Ég hlusta mjög
mikið á tónlist og á marga uppá-
haldssöngvara sem ég get ekki gert
upp á milli.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég á
engan uppáhaldsstjórnmálamann.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Simpson-fjölskyldan.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Spennu-
myndir.
Uppáhaldsveitingahús: Hótel Holt.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Ég er í fríi frá skólanum og ætla
líka að taka mér frí frá bóklestri.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? X-ið.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Anna
Björk Birgisdóttir.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig-
mundur Emir Rúnarsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Tungl-
ið.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: FH.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Já, aö ná lengra.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég ætla að starfa sem fyrir-
sæta í Mílanó í sumar.