Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Page 12
12 LAUGARDAGUR*8. APRÍL 1995 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. T. Clancy & S. Pieczenik: Tom Clancy's Op-Center. 2. Clive Cussler: Inca Gold. 3. Danielle Steel: Accident. 4 Allan Folsom: The Day after tomorrow. 5. Amanda Quick: Mistress. 6. John Sandford; Níght Prey. 7. Ulian Jackson Braun: The Cat Who Came to Breakfast. 8. E. Annie Proulx: The Shipping News. 9. Margaret Atwood. The Robber Bride. 10. Dick Francis: Decider. 11. Phillíp Margolin: Heartstone. 12. Michael Crichton: Congo. 13. Catherine Coulter: Lord of Falcon Rigde. 14. Dean Koontz: lcebound. 15. LaVyrie Spencer: Family Blessings. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie 8i C. Taylor: Embraced by the Light 2. Thomas Moore: Care of the Soul. 3. Elizabeth M. Thomas: The Hidden Lífe of Dogs. 4. Dannion Brinkley8i Paul Perry: Saved by the Light. 5. Sherwin B. Nuland: How We Díe. 6. Delany, Delany 8i Hearth; Having Our Say. 7. Thomas Moore: Soul Mates. 8. Jerry Seinfeld: Seinlanguage. 9. Maya Angelou: Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 10. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 11. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 12. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler, 13. Karen Armstrong: A History of God. 14. J. Pennington 8< C. de Abreu. Husband, Lover. Spy 15. N. Gingrich 8i D. Armey: Contract With America. (Byggt á New York Times Book Revlew) Harold Pinter verðlaunaður Eitt helsta leikskáld Breta á síöari hluta aldarinnar, Harold Pinter, var heiðraöur á dögunum meö hæstu peningaverðlaunum sem veitt eru fyrir bókmenntir á Bretlandseyjum. Þau eru kennd við David Cohen, sem gaf til þeirra fé, og nema 30 þúsund sterlingspundum (á ijórðu milljón króna), auk þess sem enska hstaráð- ið (Arts Council of England) felur vinningshafanum að ráðstafa 10 þús- und sterlingspundum til viðbótar til menningarstarfsemi. Pinter ánafn- aði þeirri íjárhæð snarlega til leik- húss í Glasgow til að hjálpa nýjum leiksskáldum að fá verk sín sýnd þar. Þessi verðlaun eru ekki veitt fyrir einstakt skáldverk heldur til að Umsjón Elías Snæland Jónsson heiðra breskan höfund fyrir merki- legt ævistarf á sviði ritlistarinnar. Þeim var fyrst úthlutað fyrir tveimur árum, til VS Naipaul, og er Pinter annar í röð verðlaunahafa. „Inn í nútímann" Alastair Niven, talsmaður enska listaráðsins, sagði dómnefndina hafa lagt mikið upp úr íjölhæfni Pinters sem hefur samið fjölda verka fyrir leiksvið og kvikmyndir og ort ljóð. „Hann færði bókmentirnar inn í nútímann. Hann hefur ekki fengið Harold Pinter, handhafi „The David Cohen British Literature Prize“ árið 1995. nein meiri háttar bókmenntaverð- laun í Bretlandi - einungis tvenn leikhúsverðlaun fyrir besta leikrit ársins og heiðursnafnbætur frá há- skólum. Erlendis er hann viður- kenndastur allra breskra rithöf- unda,“ sagði Niven. Þess má geta að Pinter hefur hlotið nokkur bók- menntaverðlaun utan heimalands síns, þar á meðal þýsku Shakespe- are-verðlaunin. „Ég er mjög ánægður með þessi verðlaun og lít á þau sem verulegan heiöur," sagði Pinter í blaðaviötali. Og hann bætti við: „Ég þekki einn eða tvo menn hérlendis sem eru hrifnir af verkum mínum en ég mæti líka gífurlegri illkvittni, reynd- ar hreinræktuðum fjandskap, í blöð- unum. Slikt er ég alveg laus við er- lendis.“ Hann telur ástæðu andúðar- innar vera þá staðreynd að hann sé óhræddur við að láta róttækar póli- tískar skoðanir sínar í ljós. Byrjaði á sjötta áratugnum í ræðu sem Pinter hélt eftir að hann hafði tekið við „The David Cohen British Literature Prize“ rifjaði hann upp bókhneigð sína í æsku, þótt eng- ir peningar væru til á heimilinu til bókakaupa, og fyrstu skrefin á ferlin- um sem leikskáld. „Ég fór að semja leikrit árið 1957 og árið 1958 var The Birthday Party frumsýnt í Lyric-leikhúsinu, hakkað í spað af gagnrýnendunum (nema Harold Hobson) og tekið út af dag- skrá eftir átta sýningar," sagði hann og rakti síðan hvernig þaö var að fylgjast með einni sýningunni ásamt aðeins sex áhorfendum. Þetta leikrit varð síðar heimsfrægt. Hann lagði jafnframt áherslu á að rithöfundaferli sínum, sem hefði nú staðið í 45 ár, væri langt í frá lokið. í áðumefndu blaðaviötali lýsir hann þeirri miklu þörf sem hann hefur fyrir að halda áfram að skrifa og segir: „Þegar þú getur ekkert skrifað fmnst þér eins og þú sért út- lægur ger frá sjálfum þér.‘ Metsölukiljur Bretiand Skáldsógur: 1. Catherine Cookson: Justice Is a Woman. 2 Stephcn Fry: The Hippopotamus. 3. Frederick Forsyth: The Fist of God. 4. Hilary Mantel: A Change of Clímate. 5. Caroline Harvey: Parson Harding’s Daughter. 6. Elizabeth George: Playing for the Ashes. 7. Jonathan Coe: What a Carve Up! 8. Mary Wesley: An Imaginative Experience. 9. Joanna Trollope: The Choir. 10. Peter Hoeg: Míss Smilla's Feeling for Snow. Rit almenns eölis: 1. Margaret Thatcher: The Downing Street Years. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. Stella Tillyard: Arístocrats. 4. Andy McNab: Bravo Two Zero. 5. W.H. Auden: Tell Me theTruth about Love. 6. Julian Benyon: We Just Clicked. 7. Jean P. Sasson: Daughters of Arabia. 8. Konrad Spindler: The Man in the lce. 9. R. Bauval 8r A. Gilbert; The Orion Mystery. 10. Quentin Tarantino: Pulp Fiction. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Jung Chang Vílde svaner. 2. Mary Wesley: Kærlighed og kogekunst. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Rosie Thomas: Oen hvide due. 5. Paul Orum: Syndebuk. 6. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 7. Jorn Riel; En arktisk safari og andre skroner. (Byggt á Politiken Sondag) Vísindi Risahumarinn var kon- ungurinn í hafdjúpxinum Svona ímynda menn sér að risahumarinn hafi litið út. Hassa heilanum Vísindamenn vissu að ákveðn- ar taugafrumur í okkur væru með sérstakan nema sem tekur við því efni kannabisplöntunnar sem verkar á hugann, svokölluðu TCH. Nú er vitað hvers vegna. Jú, svarið er einfalt; heilinn í okkur gefur sjálfur frá sér móle- kúl sem að uppbyggingu er ekk- ert ósvipað TCH kannabisplönt- unnar og notast við sama nema. Mólekúl þetta heitir anandamíð (ananda þýðir hamingja á sans- krit) og það voru franskir vís- indamenn sem einangruðu það. Skýring á offitu? Baráttan við aukakílóin getur veriö einhver erfiðasti slagur sem hægt er aö lenda í, eins og þeir vita sem tekið hafa þátt í þeirri glímu. En skyldi þessi ófógnuður sem aukakílóin eru stafa af því að heilinn í okkur misskilur boö sem fitufrumurnar í líkamanum senda honum? Sérfræðingar við Rockefeller- háskólann í New York uppgötv- uðu gen í músum sem stjórnaði þyngd þeirra með því að senda heilanum boð um fitumagn í fitu- frumunum. Ef fitan eykst skilur heiiinn það sem boð um að draga úr matarlystinni og öfugt. En gen þetta getur veriö gallað og sent vitlaus skilaboð til heöans. Umsjon Guðlaugur Bergmundsson Fyrir sex hundruð milljónum ára synti sex feta langt rándýr með ógn- arsterkar griptengur, ekkert ósvipað risastórum humri í útliti, um heims- ins höf. Nýjustu steingerðu leifar skepnu þessarar, sem sænskir og kínverskir vísindamenn hafa rann- sakað, benda til þess að hún hafl fal- ið sig í leðju á hafsbotninum á meðan hún beið eftir að hremma bráð sína. Þetta var á fyrstu árum kambríum- tímans, allt að 400 milljónum ára áður en risaeðlurnar komu til sög- unnar. Að sögn vísindamannanna Juns- yuans Chens, Lars Ramskolds og Guis-qings Zhous eru þessi nýju sönnunargögn mikilvæg þar sem þau benda til þess að töluverð þróun hafi orðiö á tímabili sem er jafnvel styttra en áöur var talið. Það hefur verið trú vísindamanna til þessa að svona stór rándýr hafi ekki orðið til fyrr en milljónum ára síðar. Kambríumtíminn er merkilegur fyrir það hversu hratt fjölfrumungar komu fram á sjónarsviðið, í kjölfar milljarða ára þar sem þróun ein- frumunga á bprð við þörunga var miklu hægari. Á meðan á svokallaðri „kambriumsprengingu“ stóð komu forfeður allra tegunda sem þekkjast nú, og sumra sem eru útdauðar, skyndilega fram á sjónarsviöið. Dýrið sem kínversku og sænsku vísindamennimir em að rannsaka, anómalókaris heitir það, er sérstak- lega áhugavert vegna stærðar sinnar og vegna þess að nokkrir stein- gervingahlutar, sem hafa fundist á undanfómum eitt hundrað árum, hafa verið greindir vitlaust. Seint á síðustu öld fundust til dæmis útlim- ir, sem voru eins og fótleggir, í hinu fræga kanadíska setlagi sem kennt er við Burgess-leirsteininn. Þá var talið að þar væri um að ræða skrokka á skepnum sem voru líkar rækjum. Og það sem verra er, kjálki sem nú er vitað að kom úr anómalókaris var skráður sem partur úr marglyttu. Derek EG Brigs, jarðfræðingur við háskólann í Bristol á Bretlandi, segir að saga skepnu þessarar séu ámóta ólíkindaleg og dýrið sjálft. „Þó svo að útlimirnir hafi borið vitni um risa- stórt rándýr, var eðli dýrsins mönn- um hulin ráðgáta þar til eintök þar sem líkaminn var varðveittur, með úthmina framan á hausnum, fundust meðal þess sem tekið var úr Burg- ess-leirsteininum fyrir um tíu árum,“ segir Briggs í tímaritinu Sci- ence þar sem skýrt var frá skepn- unni. Það sem skipti síðan sköpum voru steingervingar sem fundust í Kína árið 1984 og voru ekki rannsakaöir til fullnustu fyrr en á árunum 1990 til 1992. Meðal þess sem grafið var upp voru mjúkir hlutar skepnunnar sem höfðu varðveist í fíngerðu seti. Alla jafna hverfa mjúkir veflr og aðeins eru eftir bein eða hlutar bei- nagrindar. Kiukku- genið fundið Sömu visindamenn og bjuggu til glóandi plöntur með því að sprauta DNA kjarnasýru úr eld- ílugu í ungar fræplöntur hafa nú fundið fyr sta líffir æðilega klukku- genið í plöntum. Klukkugen þetta stjómar hlut- um eins og daglegum hreyfingum lauthlaöa og ljóstillífunarhring plantnanna. Uppgötvunin getur hugsanlega haft þýðingu fyrir rannsóknir á heilsu manna þar sem margir visindamenn telja að ákveðin form depurðar megi rekia til óeðlilegrar starfsemi lif- fraaðilegu klukkunnar í okkur. Langt er síðan vísindamemi viðurkenndu að viss hegðun hæði dýra og plantna virtist ekki stafa af neinu ytra áreiti, heldur stjórnast af eins konar innri klukku. Sem dæmi má nefna plöntur sem lyfta blöðum sínum til himins áður en sólin kemur upp til að tryggja að þær nái fyrstu Jjósgeislunum. Var ekki útdautt Austur í Ástralíu fannst nýlega lítiö pokadýr sem vísindamenn héldu að hefði dáið út fyrir 125 árum. Dýr þetta, rottukengúra með langt nef, er af undirtegund- inni Gilberti. Dýr þetta sást síöast árið 1869. Vísindamennírnir fundu fimm stykki, tvö fullvaxin karldýr, ungt karldýr og fullvaxið kven- dýr með unga i pokanum. Rottu- kengúran verður um það hil 30 sentímetra löng og vegur eitt kíló.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.