Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Page 22
22 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 Aukauppboð Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur ákveðið að halda aukauppboð á fasteign- inni Tryggvagötu 16, 3. hæð og 1/2 1. hæð, þinglýstur eigandi Sport- menn hf. Uppboðið fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 12. apríl 1995 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK Tilbúinn í páskareisuna Þessi glæsiiegi bíll sem er isuzu crew cab, árg. 1992, er til sölu. Bíllinn er ekinn 29.000 km, lengdur um 35 cm, 250 hö. Chevr. vél, árg. '89, ný44" Dick Cepek á 15" léttmálmsfelg- um, loftpúðafjöðrun að aftan, gormar að framan, stillanleg- ir demparar, 380 lítra bensíntankar, GPS staðsetn. tæki, SSB talstöð, Storno farsími, Pioneer útv. + geislasp. Verð 3,4 millj. Uppl. í síma 43988 og 46070 eða 989-62303. Taktu þátt í skemmtilegum leik meö Sparihefti heimilanna og þú getur átt von á aö vinna gómsætt páskaegg frá Nóa Síríusi. Allt sem þú þarft aö gera er aö hringja f 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um Sparihefti heimilanna sem nú hefur veriö dreift í öll hús á höfuðborgarsvæöinu. Þann 12. aprfl næstkomandi veröur dregiö úr pottinum og hljóta hvorki meira ná minna en 500 heppnir þátttakendur páskaegg frá Nóa Síríusi f verölaun. Þú sem þátttakandi I leiknum getur kannaö hvort þú sért einn af þeim heppnu meö því aö hringja f síma 99-1750 frá 12. april næstkomandi. Páskaeggin “eröa afhent vinningshöfum laugardaginn 15. apríl. Auglýsingadeild /////////////////////////////// Síðasta blað fyrir páska kemur út miðvikudaginn 12. apríl Skil á stærri auglýsingum í það blað er fyrir kl. 17.00 mánudaginn 10. apríl. Fyrsta blað eftir páska kemur út eldsnemma að morgni þriðjudagsins 18. apríl. Skil á stærri auglýsingum í það blað er fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 11. apríl auglýsingadeild Þverholti 11 - sími 563 2700 Skák Danski stórmelstarinn Curt Hansen hafði mikla yfirburði á Norðurlanda- og svæöamótinu. Norðurlanda- og svæðamótinu er ekki lokið: Aukakeppni um sæti á milli- svæðamóti Danski stórmeistarinn Curt Hans- en hafði svo mikla yfirburði á Norð- urlanda- og svæðamótinu á Hótel Loftleiðum að jafnvel þótt hann tap- aði síðustu skák sinni fyrir Helga Ólafssyni varö hann hálfum öðrum vinningi fyrir ofan næsta iiiann. Að þessu leyti minnti svæðamótið nú á mótið í Reykjavík fyrir tuttugu árum þar sem Ungveijinn Ribli sigraði áreynslulaust. Curt Hansen ætti að vera íslensk- um skákunnendum að góðu kunnur en þó voru margir sem ekki höíðu heyrt hans getið fyrr og héldu jafn- vel að nú væri nýr Bent Larsen kom- inn fram á sjónarsviðiö. En Curt, sem er þrítugur, hefur í allmörg ár verið í fremstu röð danskra skákmanna. Hann var bráðefnilegur unglingur; varð m.a. Evrópumeistari 1982 og heimsmeistari unghnga 1984 og er fjórfaldur Danmerkurmeistari. Vera má að Curt hafi ekki tekist fram aö þessu að uppfylla aUar þær vonir sem við hann eru bundnar í heimalandinu en auðveldur sigurinn á svæðamótinu bendir til þess að pilt- ur hafi nú náð að stíga skrefið fram á við. Hann gæti vel gert stóra hluti á millisvæðamótinu, sem trúlega veröur þó ekki haldið fyrr en í byijun næsta árs, að sögn Kasparovs heims- meistara sem var hér á ferð á dögun- um. Teflt var um þrjú sæti á milli- svæðamóti. Margeir Pétursson, hreppti annað sætið einn og tryggði sér þar með farmiða á millisvæðamót í þriðja sinn. Helgi Áss Grétarsson hefur þegar unnið sér keppnisrétt, sem heimsmeistari unglinga og möguleiki er á því aö þriðji íslending- urinn bætist í hópinn. Sex skákmenn urðu jafnir í þriðja sæti og þurfa að heyja aukakeppni um þátttökurétt. Þeir eru Helgi Ólafsson, Jóliann Umsjón Jón L. Árnason Hjartarson, Lars Bo Hansen, Jonat- han Tisdall, Rune Djurhuus og Pia Cramling. Lokaumferö mótsins var afar spennandi. Lengstum blés ekki byr- lega fyrir „okkar mönnum" sem eygöu einungis veika von í þriðja sætiö - Margeir tefldi þó öruggt og vandað gegn Lars Bo Hansen, sem gerði enga tilraun til þess að flækja taflið, þótt nauðsyn væri á vinningi - skákinni lauk með jafntefli og þar með var Margeir öruggur áfram. Þegar líða tók á setima fór allt að ganga upp. Jóhanni tókst að nýta sér glufumar í taflmennsku fráfarandi Norðurlandameistara, Simens Agde- steins, og Helgi sneri við erfiðri skák gegn Curt Hansen. Pia Cramling og Jonathan Tisdall gerðu jafntefli og þá var verkið fullkomnaö. Tefld verður einföld umferð í úr- slitakeppninni, sem hefst 19. apríl í Reykjavik. Fari svo að keppendur deUi sigri, verða meðalstig andstæð- inga í aðalmótinu látin ráða. Þessi regla er auðvitaö alveg hlægileg því að þeir sem flest hafa stigin geta ekki teflt viö sjálfa sig og standa þar af leiðandi lakar að vígi. Samkvæmt reglunni er Tisdall efstur, því næst Pia og Jóhann er í þriðja sæti. Fjörugasta skák Norðurlanda- meistarans nýkrýnda var gegn landa hans og nafna, Lars Bo Hansen, þar sem báðir tefldu djarft til sigurs: Hvítt: Lars Bo Hansen Svart: Curt Hansen Enskur leikur. 1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 Rc6 4. g3 g6 5. Bg2 d5 6. cxd5 Rxd5 7. d3 Bg7 8. Bd2 0-0 9. Dcl e510. Rxd5 Dxd5 11. h4?! Bg4 12. Kfl?! Harla einkennilegt en trúlega áhrif frá Bent Larsen. Með hvíta kónginn strandaglóp á miðborðinu getur svartur leyft sér ýmsilegt. 12. - Hfe8 13. Be3 Dd7 14. Rg5 Hann kýs að láta peðið á c5 eiga sig, sem gefur svörtum opna línu og sóknarfæri. 14. - Hac8 15. h5 c4! 16. hxg6 fxg6 17. dxc4 Rd4 18. Bd5? Nú leggur hvítur of mikið á stöð- una. Eftir 18. Bxd4 exd4 með hótun á e2 og d4-d3 í loftinu, hefur svartur frumkvæði fyrir peðið. 18. - Bxe2+ 19. Kgl He7 20. b3 b5 21. Dbl bxc4! 22. Dxg6 Bd3! 23. Re4 ▲ I é tni Á> Á & JLÁ &■ A & n *5Sa>-' ABCDEFGH 23. - Re2+ 24. Kh2 Ekki 24. Kfl Rf4 +, eða 24. Kg2 Dxd5 og nú er riddarinn leppur. 24. - Bxe4 25. Dxe4 Rc3! Og með þessari laglegu tilfærslu vinnur svartur mann. 26. Dh4 Rxd5 27. Hadl cxb3 28. Kgl Ef 28. axb3 He6, eða 28. Hxd5 Dxd5 29. Dxe7 bxa2 o.s.frv. 28. - Df5! 29. Hxd5 b2 30. Kh2 Hb7 31. g4 Dg6 32. Hd8+ Hxd8 33. Dxd8+ BfS 34. Kg3 bl=D 35. Hh8+ Kxh8 36. Dxf8+ Kh7 - Og nú loks gafst hvítur upp. Bridgedeild Barðstrendinga Nú er lokið fjóram kvöldum af 5 í barómeterkeppni félagsins og Óskar Karlsson og Þórir Leifsson tróna nú á toppnum. Baráttan er að öðru leyti geysihörð um efstu sætin og mörg pör eiga enn möguleika á aö ná efsta sætinu. Staða efstu para þegar fjórum kvöldum af fimm er lokiö: 1. Óskar Karlsson-Þórir Leifsson 271 2. Friðjón Margeirson-Valdimar Sveinsson 243 3. Halldór Þorvaldsson-Kristinn Karlsson 232 4. Anton Sigurðsson-Ámi Magnússon 227 5. Halldór B. Jónsson-Eyjólfur Bergþórsson 208

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.