Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Side 27
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 27 T-bolur kr. 290 Roadh. skyrta kr. 990 Spainpils <; kr. 1.290 Spica bolur kr. 1.290 Spanish kjóll kr. 1.590 Émpira bómullarpeysa kr. 1.590 DarleensMki jLl. ] 990 .- '■. .. , Kringlunni s. 686244 Snakk með kosningasjón- varpinu Islendingar munu án efa setjast fyrir framan sjónvarpið í kvöld og fylgjast með kosningadagskrám sem boðið verður upp á á báðum sjónvarpsrás- um. Þegar spennan fer að vaxa um og eftir miðnætti má búast við að gamirnar séu farnar að gaula og þá er gott að fá sér miðnætursnarl. Hér koma nokkrar uppskriftir sem upp- lagöar eru með sjónvarpinu í kvöld. Mexíkóskt taco er ákaflega vinsæll réttur, hvort sem er hjá ungum eða öldnum. Skeljamar eru keyptar til- búnar og einnig er hægt að fá krydd- blöndu og tacosósu í búðum ef menn ætla að fá sér hefðbundiö taco. Hér er hins vegar öðruvísi taco sem vert er að prófa. Hakk með chili 300 g nautahakk 1 laukur smjör til steikingar 1 dós tómatbaunir chilikrydd eftir smekk 1-2 msk. tómatkraftur salt og pipar 1 avokado eða 8-10 grænar ólífur Steikið hakkið ásamt söxuðum lauknum í smjörinu. Setjið síðan baunirnar út í og látið malla í 5-6 mínútur. Kryddið með chilikryddi, tómatkrafti, salti og pipar. Skrælið avokado, skerið í bita og blandið saman við. Setjið blönduna síðan í heitar skeljarnar um leið og þær em bornar fram. Grænmetisfyllt taco 2 grænar paprikur 200 g sveppir 1 laukur 1 pakki baunaspírur smjör til steikingar 1-2 tsk. sojasósa 1 tsk. rifln engiferrót salt og pipar Skerið paprikurnar í þunna strimla og sveppina í skífur. Saxið laukinn. Léttsteikið allt á pönnu og bætið vökvanum út í og kryddið. Bætið baunaspírunum í í lokin og setjið síðan blönduna í heitar taco- skeljamar. ídýfa fyrir taco 2 velþroskuð avokado 1 tsk. fínt hakkaður laukur 2 msk. sítrónusafi nokkrir dropar tabasco 2 vel þroskaðir tómatar salt og pipar Skiptið avokadoinu í tvennt, skrap- ið kjötið úr og músið það með gaffli. Blandið lauknum, sítrónusafanum, tabasco og hökkuðum tómötum, salti og pipar saman við. Látið standa á köldum dimmum stað þar til ídýfan veröur borin fram, annars vill avokado-ávöxturinn breyta um lit. Tómatpitsa með lauk Deigið 15 g ger 1 dl vatn 1 msk. oha 1/2 tsk. salt ca 150 g hveiti Fylling 1 msk. oha 2 msk. tómatkraftur 4 meðalstórir laukar 5-6 tómatar salt og pipar oregano og basil 8-10 ólífur ca 150 g rifinn ostur Gerið er leyst upp í volgu vatni og síðan er ohu, salti og mestu af hveit- inu blandað saman viö. Hnoðið deig- ið vel og bætið meira hveiti út í. Lát- ið hefast í 45-50 mínútur. Deihð síðan deiginu í tvo parta. Fletjið út pitsu- botnana og setjið á ofnplötu. Brettið upp á kantana svo að fylhngin renni ekki af. Blandið saman 1 msk. af ólífuohu og tómatkrafti og smyijið yfir botnana. Skerið laukinn í þunn- ar skífur og tómatana í aðeins þykk- ari skífur og setjið ofan á pitsuna. Kryddið með salti og pipar og oreg- ano og basil. Skreytið með ólífum, svörtum eða grænum, og þekið með rifnum osti. Loks er ca ein matskeið Gott er að fá sér rjúkandi pitsu með sjón varpinu og auðvelt að gera hana sjálfur. Fyllt zucchini er spennandi réttur og nýstárlegur. af olíu sett yfir og bakað í ofni við 250 gráður í 8-10 mínútur. Pönnukökur með kjötfyllingu Deig 125 g hveiti örlítið salt 2 dl mjólk 1/2 dl rjómi 2 egg Hrærið saman hveiti, salti, mjólk og rjóma þar til hræran verður kekkjalaus. Hrærið þá eggjunum saman við. Steikið þunnar pönnu- kökur. Fylling 500 g kjöthakk 2 laukar 250 g sveppir 50 g smjör 11/2 dl tómatsósa salt og pipar 1-2 hvítlauksbátar 1 tsk. basil 1-2 dl ostur Hakkið laukinn fínt og skerið sveppina í skífur. Bræðið smjörið og brúnið laukinn og kjötið. Bætið síðan sveppunum í og steikið. Bætið tóm- Mexíkóskt taco er mjög vinsæll réttur, jafnt hjá yngri sem eldri. atsósu út í og kryddið með salti, pip- ar, hvítlauk og basil. Látið kjötfyll- inguna malla í 10-15 mínútur. Skiptið fylhngunni á 10-12 pönnukökur, rúllið þeim upp og setjið í eldfast form. Stráið ostinum yfir og bakið í ofni við 200 gráður í 20 mínútur. haf- ið gjarnan salat og brauð með. Gratínerað zucchini 3 stór zucchini rifinn ostur og parmesan Fylling 1/4 kg kjöthakk 1/2 laukur 1 hvítlauksbátur 1/2 dl ólífuoha 1 dós tómatar ca 70 g tómatkraftur salt og pipar 1-2 tsk. oregano Brúnið kjötakkið og laukinn i ólíu og bætið síðan öðru út í. Látið sósuna malla þar til hún verður frekar „þurr“. Skerið lok af zucchininu og skafið úr því þannig að pláss verði fyrir fyllinguna. Það sem þú tekur úr ávextinum er vel hægt að nota í kjöt- fyllinguna. Blandið saman rifnum osti og parmesan og stráið yfir kjöt- fyllinguna. Bakið zucchinið við 230-240 gráður þar til osturinn verð- ur gylltur og zucchinið orðið mjúkt. Borið fram með salati og brauði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.