Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Page 28
28 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 Trimm____________^ Hlaupavertíðin er að byrja í nýútkominni handbók FRÍ er að finna hlaupaskrá sumarins. Þessa skrá skoða skokkarar með svipuðu hugarfari og sælkerinn opnar kon- fektkassa. AUt sem blasir viö er girnilegt: Hvað á að velja og hvenær eru bestu bitamir? í ljós kemur að þeir sem standa að hlaupum nota ýmsar brellur til þess að lokka fólk til þátttöku, s.s. kaffihlaðborö, ókeypis pasta og fleira. Við þá sem eru nýbyrjaðir að skokka er rétt að segja þetta: Það er frábær og ódýr skemmtun að taka þátt í almenningshlaupum og það að skokka væri ekki nema hálf ánægja ef ekki gæfust tækifæri til þess að Kanntu að sippa? Gamla sippubandiö er velflest- um kunnugt úr bamæsku. Þetta gamla leikfang getur komið sér vel fyrir þá sem vflja fjölbreytni í æfingum. Ef ekki viörar til hlaupa og ekki er tími til aö skreppa i sund er góð æfmg að sippa rösklega í jafnlangan tíma og viðkomandi er vanur að skokka. Að sippa er minna álag á fæturna en að hlaupa og getur hentað vel þeim sem em lítiilega meiddir. Best er að vera í hefð- bundnum íþróttaskóm og helst ekki sippa á steingólfi. Gætið þess að sippubandið sé nógu langt. Endar þess þurfa að ná upp í handarkrika þegar staðið er með annan fótinn í lykkjunni. Þegar sippað er skal ekki hreyfa hand- leggina nema um úlnliöi og oln- boga. Sipp er talin góð þjálfun fyrir fæturna en sérstaklega fyrir kálfana og þjóhnappana. Góða skemmtun Slúður- molar Trimmsíðan hefur heyrt að mjög ævintýralegt almennings- hlaup sé í undirbúningi og eigi aö fara fram þegar nótt verður björL Hlaupið verður kennt við eyju í nágrenni Reykjavíkur og fer að einhveiju leyti fram þar. En nú segjum við ekki meira því þetta er leyndarmál. Jamm. Trimmsíðan hefur fyrir satt að f dag sé kosiö til Alþingis. Þeir sem ætla aö skokka á kjörstaö eru minntir á að hafa persónuskilriki meðferðis. Passið að láta ekki svitadropa leka á kjörseðilinn því hann gæti orðið ógildur. í Flóa- hlaupinu á dögunum var ágæt þátttaka og endasentust menn um allar sveitir austur í Flóanum sem hlaupið er kennt við. Þátt- takendur voru um 60 og þar af helroingur frá Nárosflokkum Reykjavíkur. Tveir hlauparar hafa verið útskrifaðir úr skokk- hópi Námsflokkanna en slíkt tíðkast að gera við þá sem eru famir aö hlaupa að jafnaði hrað- ar en þjálfarinn, Jakob Bragi Hannesson. Þessir tveir eru Geröur Guðlaugsdóttir og Guð- mann Elísson sem bæði hafa gengið til liðs við ÍR. - allir út að skokka Hitað upp fyrir Reykjavíkurmaraþon í fyrrasumar. urður Haraldsson í síma 565 1114 og Magnús Haraldsson í 565 4614. 20. maí: Landsbankahlaupið um land allt en kl. 11 í Laugardalnum í Reykjavík. Þetta er vinsælasta bamahlaup ársins og nú slátra menn sparigrísnum og kaupa nýja hlaup- askó. 21. maí: Breiðholtshlaup Leiknis hefst kl. 13 við sundlaugina við Aust- urberg. Minnst 2 km o’g mest 10 km. Það eru góðar brekkur í Breiðholt- inu. Ójá. Upplýsingar veitir Jóhann Úlfarsson langskokkari í símum 569 0100 og 568 2853. 27. maí: Neshlaup TKS og Gróttu hefst kl. 11 við Sundlaug Seltjarnar- ness. Minnst 3,5 km og mest 14 km. Frábært hlaup kringum golfvöllinn með skrækjandi kríur yfir hausnum. Upplýsingar veitir Margrét Jónsdótt- ir þrumuskokkari í síma 562 2883. Nánari upplýsingar af ýmsu tagi er að finna í áðumefndri Handbók FRÍ sem fæst gegn vægu gjaldi á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons og skrifstofu FRI. Báðar eru til húsa í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. reyna sig við aðra skokkara og sjálf- an sig í heilbrigðri og jákvæðri sam- keppni. En lítum aðeins nánar á hlaupaskrána fyrir næstu tvo mán- uði. 15. apríl: Víðavangshlaup UMFA hefst kl. 14 við Varmárvöll í Mosó. Hlaupið er minnst 900 metra, lengst 8 km og er kjörið tækifæri til þess að vita hvernig maður kemur undan vetrinum. Upplýsingar á skrifstofu UMFA í síma 566 7089. 20. apríl: Víðavangshlaup ÍR hefst kl. 13 við Ráðhús Reykjavíkur. Vega- lengdin um 5 km. Allir fá pening og kafflhlaðborð á eftir. Allir í hnallþór- umar. Upplýsingar hjá Katrínu Atla- dóttur í sima 567 6122. 20. apríl: Víðavangshlaup Vöku. Upplýsingar: Aðalsteinn Sveinsson í síma 98-63304. 20. apríl: Víöavangshlaup Skeiða- manna. Upplýsingar: Valgerður Auð- unsdóttir í síma 98-65530. 29. apríl: Víðavangshlaup UMSE. Upplýsingar á skrifstofu UMSE í sím- um 96-24011 og 96-24477. 29. apríl hefst Námsflokkahlaup Reykjavíkur við Miðbæjarskólann kl. 11. Vegalengdin er 10 km. Öllum þátttakendum er boöið upp á frítt Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson pasta eftir hlaup. Ójá. Þarna verða margir helstu skokkjaxlamir mættir ásamt rennilegum hlaupadrottning- um sem koma grannar og sprett- harðar undan snjónum. Sjálfur Pétur Frantzson veitir upplýsingar í síma 551 4096. 29. apríl: Víðavangshlaup ÚÍA. Upplýsingar á skrifstofu ÚÍA í síma 9711353. 1 maí: Vorhlaup UFA hefst við íþróttahöllina á Akureyri kl. 14. Minnst 1,2 km, mest 6,8 km. Verður hlaupið á þrúgum? Upplýsingar veita Sigurður í síma 9627791 og Jón í síma 9625279. 1. maí: 1. maí hlaup Fjölnis og OLÍS hefst við íþróttamiðstöðina Dalhús í Grafarvogi kl. 14. Minnst 1,6 km og mest 2,7 km. Sannkallaö úthverfas- kokk og allir með. Upplýsingar veitir Jóhann Jakobsson í síma 567 6153. 4. maí hefst Flugleiöahlaupið við Hótel Loftleiðir kl. 19. Vegalengdin er 7 km. Upplýsingar veitir Arni Sig- urðsson flugskokkari í síma 569 0700 Og 552 0309. 6 maí: Víðavangshlaup íslands hefst kl. 14 í Mosfellsbæ. Þetta er hlaupið sem verður að fara fram á grasi lögum samkvæmt. Hlaupið verður minnst 1,5 km en mest 8 km. Upplýsingar á skrifstofu Umf. Aftur- eldingar í síma 566 7089. 6. maí: Vímuvamahlaup Lions í Hafnarflrði hefst kl. 14 á Víöistaða- túninu. Mest 4,5 km. Allir hlaupa allsgáðir og fá pening fyrir. Upplýs- ingar veitir Bryndís Svavarsdóttir ofurskokkari í síma 555 3880. 11. maí: Fjölskylduhlaup Vals hefst kl. 19 við Hlíðarenda. 13. maí: Húsasmiðjuhlaup FH hefst kl. 13 við Húsasmiðjuna við Hellu- hraun í Hafnarílrði. Minnst 3 km en mest 21 km en keppni í hálfmaraþoni hefst kl. 12.30. Þetta er sko almenni- legt hlaup og nú mæta allir sem fæti geta valdið. Upplýsingar veita Sig- Jakob Bragi Hannesson: Sígandi lukka er best „Við þá sem era að byija vil ég segja eitt: Byijið rólega. Þó ykkur langi til þess að taka þátt í almenn- ingshlaupum er það varla ráðlegt fyrsta mánuðinn og hlaupið alls ekki lengra en fimm kílómetra í fyrsta sinn.“ Jakob Bragi Hannesson er þekktur hlaupari og meðal reynd- ustu skokkþjálfara. Hann er lesend- um Trimmsíðu að góðu kunnur sem höfundur þjálfunaráætlana fyrir Reykjavíkurmaraþon. Hann þjálfar skokkhópa í Námsflokkum Reykja- víkur og er að hefja fjórða starfsárið. Hópurinn, sem skiptist oröiö í tvo flokka, byijendur og lengra komna, er milli 50 og 60 manns og ekki er lengur þörf á að auglýsa starfsemina því byrjendahópar fyllast af sjálfu sér. Jakob segir að eftir erfiðan vetur sé mikilvægt fyrir skokkara að fara varlega þegar færið batnar. „Mörg- um hættir til hlaupa of hratt, eins og kálfar á vori, þegar færiö batnar og eru svo lengi að jafna sig. Sígandi lukka er best og þeir sem hlupu sig í góða þjálfun síðasta sumar og hafa kannski farið rólega í vetur ættu að íhuga það. Ekki ijúka út með látum og hlaupa eins og vitfirringar. Betra er að hlaupa langt og rólega en stutt og hratt og byggja fyrst upp þoliö því það er grunnurinn fyrir hiraðann." Jakob Bragi segir að því sé haldið fram að mikil hreyfing á aldrinum 9-14 ára, þegar mikilvæg líffæri era aö ná fullum þroska, geti lagt grunn- inn að þoh og getu manna á fullorð- insárum. Þannig geti blundað hlaup- ari í fólki án þess að það viti af og mjög sé misjafnt hve fljótt fólk nái upp þoli. Þetta telur hann sýna að aldrei sé of seint að byija að hlaupa og margir búi yfir leyndum hæfileik- um á þesu sviði og meiri getu en þeir vita af. En er hlaupaaldan enn aö rísa og vaxa eða er hún í rénun? „Mér finnst aö áhugi fólks og þátttaka í almenn- ingshlaupum sé enn að aukast og sumarið leggst mjög vel í mig.“ Jakob Bragi Hannesson skokkþjálfari ráð- leggur mönnum aö fara hægt í fyrstu. Jakob Bragi Hannesson. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.