Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Page 40
48 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 80 ár síðan konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum: i ^ Fertugar fengu þær að kjósa í dag, þegar íslendingar ganga aö kjörborðinu, eru liðin rétt tæp áttatíu ár frá því að konur fengu kosninga- rétt til Alþingis. Óvíst er að allar ís- landsdætur geri sér grein fyrir hversu mikilvægt það er að eiga þennan rétt sem dugmiklar konur í fortíðinni börðust fyrir. Það var 19. júní 1915 sem konungur staðfesti stjórnarskrána sem fól í sér kosn- ingarétt og kjörgengi kvenna, verka- og vinnufólks. Reyndar var kosn- ingarétturinn takmarkaður við 40 ára aldur í byrjun en skyldi síöan lækka um eitt ár á hverju ári, niður í 25 ár sem þá var kjörgengis- og kosningaaldur karla. Kvenréttinda- félag íslands mótmælti þessu en án árangurs. Samkvæmt stjórnarskrá, sem gekk í gildi árið 1920, fengu kon- ur fullt og skilyrðislaust jafnrétti við karla en þær máttu enn skorast und- an kosningu. Þann 15. júní 1926 var síðustu leifunum af misræmi milli kynja útrýmt og ákvæðið um að kon- ur gætu skorast undan kosningu fellt niður. Þá öðluðust vinnukonur loks- ins kjörgengi. 19. júní hefur síðan verið hátíðisdagur kvenna. í fyrstu kosningunum eftir að kon- ur fengu kosningarétt til Alþingis, kosningunum 1916, neyttu 30,2% kvenna kosningaréttar síns. í sömu kosningum var kosningaþátttaka karla tæp 70%. í alþingiskosningun- um 1923 gengu konur í fyrsta sinn að kjörborðinu á jafnréttisgrundvelli við karla. í þeim kosningum var kosningaþátttaka kvenna 64,4% eða helmingi meiri en 1916. í tvennum næstu kosningum féll kosningaþátt- taka kvenna niður í 34 og 37%. Frá og með kosningunum 1927 fór kosn- ingaþátttaka kvenna stighækkandi og náði hámarki í kosningunum 1967, þá var hún 89,8%. Til samanburðar má geta þess að í síðustu alþingis- kosningum, árið 1991, var kosninga- þátttaka kvenna 87,3%. ráðherra frá árinu 1970-1971. Á síð- asta kjörtímabili sátu fimmtán konur á þingi. Þar af hafa tvær gegnt stöðu ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra frá árinu 1991 til 1994, og Rannveig Guðmunds- dóttir frá hausti 1994. Gleðifundur á Austurvelli Þegar konungur hafði staðfest stjórnarskrána 19. júní 1915 og hin gleðilegu tíðindi spurðust út, gaf Kvennablaðið, sem Bríet Bjarnhéð- insdóttir ritstýrði, út sérstakan fregnmiða til að fagna sigri. Um stjórnarskrána og kvenréttindin seg- ir Lögrétta 23. júní: „í vorum augum er hér um hreina og beina réttlætis- skyldu að tefla. í vorum augum er það nokkuð ofbeldiskennt, að fyrir- muna nokkrum fullveðja borgurum þjóðfélagsins að hafa atkvæði um landsmál, þeim er þess óska á annað borð... Nú eiga konur jafnan rétt og karlar þegar gengið er til kosninga. Sjálfsagt finnst öllum það meira en sjálfsagt i dag. Það eru þó aðeins áttatiu ár síð- an íslenskar konur fengu kosningarétt. Enginn veit, hve miklu góðu það aö kveneðliö fái að njóta sín í lands- getur komið til leiðar með tímanum, málum jafnhliða karleðlinu. Og víst er, að þar sem reynsla er fengin fyrir þeirri breytingu, sem hér er í vænd- um, þar er hvarvetna látið hið besta af henni.“ Þegar reykvískar konur höfðu sannfærst um að fregnirnar af stað- festingu stjómarskrárinnar væru réttar tóku þær að ræða og undirbúa einhvem mannfagnað vegna hinna nýfengnu réttinda. Kvenréttindafé- lag íslands og Hið íslenska kvenfélag ákváðu svo að haldin skyldi minn- ingarhátíð í þessu tilefni og fengu með sér formenn flestra kvenfélaga bæjarins. Kom öllum saman um að best væri að halda þessa hátíö sam- tímis því er Alþingi kæmi saman 7. júlí. Forstöðunefnd hátíðahaldsins birti greinargerð um það og undir- búninginn, og viðtal kom í ísafold við ónefnda konu um, hvað til stæði. Forstöðunefndin mæltist og til þess að allir vinnuveitendur gæfu verka- fólki sínu frí síðari hluta dagsins. Starfsfólkið mundi borga það með því að ganga með margfaldri ánægju að starfi daginn eftir. Til studningsmanna. Takkl Bestu þakkir til ykkar allra sem á síðustu vikum hafið lagt á ykkur ómælda vinnu í kosningabaráttunni. Þið hafið lyft Grettistaki til að kynna þjóðinni stefnu okkar og framtíðarsýn. Máttu kjósa til sveitarstjórna Konur höfðu áður barist fyrir kosningarétti til sveitarstjórnar- kosninga en helsta baráttukona kvenréttinda á íslandi var eins og flestir vita Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Árið 1882 fengu konur „sem eiga meö sig sjálfar" kosningarétt samkvæmt lögum nr. 1012. maí 1882. Þriðja grein þeirra laga hijóðar svo: „Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem standa fyrir búi eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa kosn- mgarétt, þegar kjósa á hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og á safnað- arfundum, ef þær eru 25 ára og aö öðru leyti fullnægja þeim skilyrðum sem lög ákveöa fyrir þessum réttind- um.“ 1902 fengu þessar sömu konur kjör- gengi til sveitarstjórna og sóknar- nefnda. Árið 1907 fengu konur í Reykjavík og Hafnarfirði kosninga- rétt og kjörgengi til bæjarstjórnar- kosninga meö sömu skilyrðum og karlmenn; lög frá 22. nóvember 1907. Ári síðar fengu konur almennt þessi sömu réttindi. í bæjarstjómarkosn- ingunum í Reykjavik 24. janúar 1908 tefldu konur fram kvennalista og hlutu allar fjórar konurnar sem á honum voru kosningu. 50% af kon- um á kjörskrá í Reykjavík tóku þátt í kosningunum og 58% kusu kvenna- listann. Fáar konur ráöherrar Þótt kosningaþátttaka kvenna hafi farið sívaxandi hefur hlutur þeirra á Alþingi og í sveitarstjómum ekki vaxið með jafnmiklum hraða. Ingi- björg Hákonardóttir Bjarnason var fyrsta konan sem kjörin var á þing. Hún sat á þingi árin 1922-30. Ingj- björg gegndi stöðu skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík frá árinu 1906 til æviloka 1941. Fyrsti kvenráð- herrann var Auður Auðuns sem gegndi starfi dóms- og kirkjumála-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.