Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Qupperneq 40
48 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 80 ár síðan konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum: i ^ Fertugar fengu þær að kjósa í dag, þegar íslendingar ganga aö kjörborðinu, eru liðin rétt tæp áttatíu ár frá því að konur fengu kosninga- rétt til Alþingis. Óvíst er að allar ís- landsdætur geri sér grein fyrir hversu mikilvægt það er að eiga þennan rétt sem dugmiklar konur í fortíðinni börðust fyrir. Það var 19. júní 1915 sem konungur staðfesti stjórnarskrána sem fól í sér kosn- ingarétt og kjörgengi kvenna, verka- og vinnufólks. Reyndar var kosn- ingarétturinn takmarkaður við 40 ára aldur í byrjun en skyldi síöan lækka um eitt ár á hverju ári, niður í 25 ár sem þá var kjörgengis- og kosningaaldur karla. Kvenréttinda- félag íslands mótmælti þessu en án árangurs. Samkvæmt stjórnarskrá, sem gekk í gildi árið 1920, fengu kon- ur fullt og skilyrðislaust jafnrétti við karla en þær máttu enn skorast und- an kosningu. Þann 15. júní 1926 var síðustu leifunum af misræmi milli kynja útrýmt og ákvæðið um að kon- ur gætu skorast undan kosningu fellt niður. Þá öðluðust vinnukonur loks- ins kjörgengi. 19. júní hefur síðan verið hátíðisdagur kvenna. í fyrstu kosningunum eftir að kon- ur fengu kosningarétt til Alþingis, kosningunum 1916, neyttu 30,2% kvenna kosningaréttar síns. í sömu kosningum var kosningaþátttaka karla tæp 70%. í alþingiskosningun- um 1923 gengu konur í fyrsta sinn að kjörborðinu á jafnréttisgrundvelli við karla. í þeim kosningum var kosningaþátttaka kvenna 64,4% eða helmingi meiri en 1916. í tvennum næstu kosningum féll kosningaþátt- taka kvenna niður í 34 og 37%. Frá og með kosningunum 1927 fór kosn- ingaþátttaka kvenna stighækkandi og náði hámarki í kosningunum 1967, þá var hún 89,8%. Til samanburðar má geta þess að í síðustu alþingis- kosningum, árið 1991, var kosninga- þátttaka kvenna 87,3%. ráðherra frá árinu 1970-1971. Á síð- asta kjörtímabili sátu fimmtán konur á þingi. Þar af hafa tvær gegnt stöðu ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra frá árinu 1991 til 1994, og Rannveig Guðmunds- dóttir frá hausti 1994. Gleðifundur á Austurvelli Þegar konungur hafði staðfest stjórnarskrána 19. júní 1915 og hin gleðilegu tíðindi spurðust út, gaf Kvennablaðið, sem Bríet Bjarnhéð- insdóttir ritstýrði, út sérstakan fregnmiða til að fagna sigri. Um stjórnarskrána og kvenréttindin seg- ir Lögrétta 23. júní: „í vorum augum er hér um hreina og beina réttlætis- skyldu að tefla. í vorum augum er það nokkuð ofbeldiskennt, að fyrir- muna nokkrum fullveðja borgurum þjóðfélagsins að hafa atkvæði um landsmál, þeim er þess óska á annað borð... Nú eiga konur jafnan rétt og karlar þegar gengið er til kosninga. Sjálfsagt finnst öllum það meira en sjálfsagt i dag. Það eru þó aðeins áttatiu ár síð- an íslenskar konur fengu kosningarétt. Enginn veit, hve miklu góðu það aö kveneðliö fái að njóta sín í lands- getur komið til leiðar með tímanum, málum jafnhliða karleðlinu. Og víst er, að þar sem reynsla er fengin fyrir þeirri breytingu, sem hér er í vænd- um, þar er hvarvetna látið hið besta af henni.“ Þegar reykvískar konur höfðu sannfærst um að fregnirnar af stað- festingu stjómarskrárinnar væru réttar tóku þær að ræða og undirbúa einhvem mannfagnað vegna hinna nýfengnu réttinda. Kvenréttindafé- lag íslands og Hið íslenska kvenfélag ákváðu svo að haldin skyldi minn- ingarhátíð í þessu tilefni og fengu með sér formenn flestra kvenfélaga bæjarins. Kom öllum saman um að best væri að halda þessa hátíö sam- tímis því er Alþingi kæmi saman 7. júlí. Forstöðunefnd hátíðahaldsins birti greinargerð um það og undir- búninginn, og viðtal kom í ísafold við ónefnda konu um, hvað til stæði. Forstöðunefndin mæltist og til þess að allir vinnuveitendur gæfu verka- fólki sínu frí síðari hluta dagsins. Starfsfólkið mundi borga það með því að ganga með margfaldri ánægju að starfi daginn eftir. Til studningsmanna. Takkl Bestu þakkir til ykkar allra sem á síðustu vikum hafið lagt á ykkur ómælda vinnu í kosningabaráttunni. Þið hafið lyft Grettistaki til að kynna þjóðinni stefnu okkar og framtíðarsýn. Máttu kjósa til sveitarstjórna Konur höfðu áður barist fyrir kosningarétti til sveitarstjórnar- kosninga en helsta baráttukona kvenréttinda á íslandi var eins og flestir vita Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Árið 1882 fengu konur „sem eiga meö sig sjálfar" kosningarétt samkvæmt lögum nr. 1012. maí 1882. Þriðja grein þeirra laga hijóðar svo: „Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem standa fyrir búi eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa kosn- mgarétt, þegar kjósa á hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og á safnað- arfundum, ef þær eru 25 ára og aö öðru leyti fullnægja þeim skilyrðum sem lög ákveöa fyrir þessum réttind- um.“ 1902 fengu þessar sömu konur kjör- gengi til sveitarstjórna og sóknar- nefnda. Árið 1907 fengu konur í Reykjavík og Hafnarfirði kosninga- rétt og kjörgengi til bæjarstjórnar- kosninga meö sömu skilyrðum og karlmenn; lög frá 22. nóvember 1907. Ári síðar fengu konur almennt þessi sömu réttindi. í bæjarstjómarkosn- ingunum í Reykjavik 24. janúar 1908 tefldu konur fram kvennalista og hlutu allar fjórar konurnar sem á honum voru kosningu. 50% af kon- um á kjörskrá í Reykjavík tóku þátt í kosningunum og 58% kusu kvenna- listann. Fáar konur ráöherrar Þótt kosningaþátttaka kvenna hafi farið sívaxandi hefur hlutur þeirra á Alþingi og í sveitarstjómum ekki vaxið með jafnmiklum hraða. Ingi- björg Hákonardóttir Bjarnason var fyrsta konan sem kjörin var á þing. Hún sat á þingi árin 1922-30. Ingj- björg gegndi stöðu skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík frá árinu 1906 til æviloka 1941. Fyrsti kvenráð- herrann var Auður Auðuns sem gegndi starfi dóms- og kirkjumála-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.