Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Side 43
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
51
ísland (plötur/diskar)
t 1(1) Reif í kroppinn
Ýmsir
| 2(2) Unplugged in New York
Nirvana
• 3(5) Greatest Hits
Bruce Springsteen
4 4(3) Dookie
Green Day
$ 5(4) Smash
Offspríng
t 6(7) Parklife
Blur
4 7 ( 6 ) No Need to Argue
The Cranberries
t 8(9) Pulp Fiction
Úr kvikmynd
t 9 (16) Dummy
Portishead
4 10(8) Party Zone 94
Ýmsir
| 11 (11) Everything Is Wrong
Moby
4 12 (10) æ
Unun
t 13 (-) Above
Mad Season
4 14 (12) Þóliðiárogöld
Björgvin Halldórsson
4 15(14) Cross Roads - The Best of
Bon Jovi
4 16 (13) Heyrðu aftur "94
Ýmsir
t 17 (18) Li<mKing
Ur kvikmynd
t 18 (-) Made in England
Elton John
| 19 (19) ViolinPlayer
Vanessa May
4 20 (15) Maxinquaye
Tricky
Listinn er reiknaöur út frá sölu í öllum
helstu hljómplötuverslunum í Reykjavík,
auk verslana víða um landiö.
New York (lög)
« 1. (-)Wakoup!
Boo Radleys
4 2. (1 ) The Color of My Love
Celine Dion
t 3. ( 4 ) Greatest Hhs
Bruce Springsteen
4 4. (2 ) Medusa
Annie Lennox
4 5. ( 3 ) Made in England
Elton John
4 6. ( 5 ) Elastica
Elastica
t 7. ( 9 ) No Need to Argue
Cranberries
t 8. (- ) Subhuman Race
Skid Row
4 9. ( 6 ) Pan Pipo Moods
Free the Spirít
t 10. (11) Parklifa
Blur
Bandaríkin (piötur/diskar)
tórilfp¥
Safnplötuvorið
er gengið í garð
- nýjar plötur komnar í Heyrðu- og Popp(f)ársseríunum
Heiðrún Anna Bjömsdóttir og Óskar Páll Sveinsson: Frekara samstarf ræðst af viðtökum fyrsta lagsins sem þau vinna sam-
an. DV-mynd: ÞÖK
Vorið er fyrst og fremst tími safn-
platnanna þótt vitaskuld skjóti þær
upp kollinum á ýmsum öðrum tím-
um árs. Popp(f)árið 95, fyrsti hluti, er
nýkomin í verslanir og á næstu dög-
um kemur Heyrðu sex. Á báðum
þessum plötum er blandað saman ís-
lenskri tónlist og erlendri. Sumt er
nýbúið að vera vinsælt, annað vin-
sælt um þessar mundir og á báðum
plötum eru ÆÍðan nokkur lög sem
vonast er til aö slái í gegn á næstu
vikum. Safnplötuformúlan er sem
sagt nýtt til fuUnustu.
Frumraun
Heiðrúnar
Af íslensku flytjendunum sem
fram koma á plötunum er það óneit-
anlega Heiðrún Anna Bjömsdóttir
sem fær þrúnimar til að lyftast. Hún
hefur hingað til verið einna þekktust
í fegurðarsamkeppna- og fýrirsætu-
geiranum en kveður sér nú hljóðs
sem söngkona með lítt kunnu er-
lendu lagi og nýtur dyggrar aðstoöar
Óskars Páls Sveinssonar upptöku-
stjóra við gerð þess.
„Ég hef lengi átt mér þann draum
að verða sögnkona og ákvað fyrir
nokkra að reyna nú að láta hann ræt-
ast, segir Heiðrún Anna og hiær. „Á
liönum árum hef ég sungiö í kór, kom-
ið fram á skólaskemmtunum, söng-
keppni framhaldsskólanna og einnig
sungið aðeins á skemmtistöðum.
Einnig var ég uppsetningunni á Hár-
inu í Islensku óperunni. Svo var það
einn daginn að ég sá að ekki mátti
lengur við svo búið standa. Það myndi
enginn koma og biðja mig að syngja
lag inn á plötu svo að ég yrði að gera
sjálf eitthvað í málinu. Ég bað vin-
konu mína um ráð og hún benti mér
á að Óskar Páll upptökumaður í Stúd-
íó Sýrlandi gæti kannski eitthvað gert
fyrir mig. Og nú er lagið komið.
Og lagið er For What It’s Worth eft-
ir Stephen Stills sem hljómsveitin
Buffalo Springfield gaf út blómaárið
1967. Heiðrún Anna valdi lagið en
hafði reyndar ekki hugmynd um
fyrstu útgáfu þess.
„Ég heyrði fyrstu útgáfuna með
Sergeo Mendez And The Brazii ‘66 og
fannst það henta mér vel, segir hún.
„Þetta lag er búið að vera mjög vin-
sælt á Kaffibamum og þegar þaö er
spilað skömmu fyrir lokun um helg-
ar kemst stemmningin í botn. Fyrst
ætlaði ég reyndar að hljóðrita gam-
alt Mamas Ánd The Papas-lag, Got A
Feeling, en Óskari Páli leist ekki á
það. Hann féllst hins vegar á For
What It’s Worth. Mig grunaði ekki að
lagið ætti sér neina sögu og varð al-
veg steinhissa þegar ég heyrði brot
úr því í kvikmyndinni Forrest Gump.
Síðar uppgötvaði ég að textinn var
ádeOa á Vietnam stríðið.
Óskar Páil segist hafa leyft upphaf-
legum grunntóni lagsins að halda sér.
Þá tók hann traustataki tvo gítartóna
úr laginu til að gefa því sinn sérstaka
svip. Að öðm leyti er lagið spilað að
nýju og sér einvala liö hljóðfæraleik-
ara um það: Eyþór Gunnarsson, Frið-
rik Karlsson, Gunnlaugur Briem,
Óskar Guðjónsson og Jon Kjell. En
eftir þessa frumraun, verður meira
úr samstarfi þreirra Heiðrúnar önnu
og Óskars Páls.
Þau brosa: „Jú, það hefur verið
rætt, segir hún. „Við ætlum fyrst að
sjá til hvemig viðtökur þetta lag fær.
Það em nokkrar hugmyndir í gangi
og þá erum við með friúnsamda tón-
list í huga. Óskar Páil bætir við: Það
hefúr líka verið rætt um að útbúa
fleiri hljóðblandanir af þessu lagi,
gera dansútgáfú og þess háttar. Það
kemur í ljós á næstunni hvað úr verð-
ur.
Meira íslenskt
Fleiri íslensk lög em á safnplötun-
um tveimur. For What It’s Worth er
á Heyrðu sex og þar er einnig lagið
Losti með poppsveitinni Vinum vors
og blóma. Á Popp(f)árinu em fjögur
lög með íslenskum flytjendum.
Tweety er þar á ferð með lagið Rosa-
legt. In Bloom á þar lagið Tribute. Sú
sveit hefúr áður látið i sér heyra á
safiiplötunni Ýkt böst. Þá er á plöt-
unni nýtt lag með Jet Black Joe. I You
We heitir það og er einnig að flnna á
alþjóðlegri útgáfu plötunnar Fuzz.
Loks em Sigríður Beinteinsdóttir og
Friðrik Karlsson, öðm nafni Giga-
þyte, á ferð með lagið Take Me Away.
Það hefur áöur komið út með íslensk-
um texta, nefndist þá Vængbrotin ást
og var flutt af Þúsund andlitum.
vikunnar
Phil Anselmo
Ræðst gegn röppurunum
<