Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1995 7 Fréttir Víkingur AK landaði fyrstu loðnunni á Siglufirði í ár og í tilefni þess færði Kristján Möller, forseti bæjarstjórn- ar, Viðari Karlssyni skipstjóra rjómatertu frá bæjarstjórninni. DV-mynd Örn Sigluíjörður: Loðnuvertíðin þriðjungi lakari Öm Þóiarinsson, DV, Fljótum; Alls bárust 29 þúsund tonn af loðnu til SR-Mjöls á Siglufirði á vetrarver- tíðinni sem er nýlokið. Þetta er nokkru minna en í fyrra en þá bár- ust 32 þúsund tonn eftir áramótin. Loðnan barst nú öll í mars - fyrsti farmur 3. mars en sá síöasti 31. Alls var brætt í 22 sólarhringa en nokkur stopp urðu á milii þegar hrá- efni vantaði. Á aliri vertíðinni, frá júlí 1994 til aprílloka nú, bárust 86 þúsund tonn en voru 130 þúsund tonn á vertíðinni 1993-1994. Þórhallur Jónasson hjá SR-Mjöli sagði í samtali við DV að þessi loönu- vertíð hefði þróast óheppilega fyrir verksmiðjuna á Siglufirði. Þegar loðnan byrjaði að veiðast á ný eftir langt hlé var hún gengin langt austur með landi'og þegar hún fór að veið- ast í Faxaflóa var nær ófært að sigla norður vegna veðurs við Vestfirði. Þórhallur sagði að nú yrði farið í að undirbúa verksmiðjuna fyrir næstu loðnuvertíð auk þess sem hann taldi von á að þeir fengju síld til bræðslu á næstu mánuðum. Þórshöfn: Hagnaður 6,8 milljónir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hagnaöur Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis á síðasta ári nam 6,8 milljónum króna, á móti 12,9 millj- óna króna hagnaði árið 1993. Sparisjóðurinn lagði 9,6 miUjónir króna í afskriftareikning á síðasta ári á móti 1,9 milljónum árið áður. Afskriftareikningurinn var í árslok 4,9% af heildarútlánum og áfollnum vöxtum og ábyrgðum og nemur 19,4 mfiljónum króna. Eigið fé sparisjóðsins var í árslok 100 miUjónir króna og hafði aukist um 8,8 milljónir og eiginfjárhlutfall 34,5%. Innlán á síðasta ári námu í árslok 350,2 miUjónum en heUdarút- lán 373,3 milljónum og höfðu aukist um 17% á milli ára. Dagana 24. til 30. apríl bjóðum við notaða bíla með vaxtalausu láni að hámarki 600.000 kr. til allt/að 24 mánaða. NOTAÐIR BILAR SUÐURLANDSBRAUT 12 SÍMI: 568 1200 beínt 581 4060 Opíð laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl 13-17. BJÓÐUM ÚRVALS ÚTSÆÐI Aburöur, kalk, yfirbreiöslur og öll verkfæri sem til RóSgjöf sérfræSingo um gorS- og gróðurrækt GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖIUFÉIAGS GARÐYRKJUMANNA SmiÖjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 321 1 • Fax: 554 2100 þarf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.