Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1995 Afmæli Gísli B. Kristjánsson Gísli Benóný Kristjánsson, fyrrv. skrifstofustjóri, Þinghólsbraut 72, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Gísli fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hann flutti til Reykjavíkur 1943 og í Kópavoginn 1952 þar sem hann hefur búið síðan. Gísli stundaði nám við Barna- og gagnfræðaskóla ísa- ijarðar og lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1944. Á skólaárunum kynntist Gísli öll- um almennum störfum til sjávar og sveita. Hann hóf svo að námi loknu störf hjá Prentsihiðjunni Eddu þar sem hann starfaði síðan, fyrst sem bókari, síðan gjaldkeri en lengst af og um árabil sem skrifstofustjóri. Þá sá hann um bíóstjóm Kópavogs- bíós í fjögur og hálft ár frá stofnun fyrirtækisins. Gísli tók virkan þátt í fiölda íþróttagreina og hefur unnið að íþróttamálefnum á ýmsum vett- vangi. Hann stundaði knattspyrnu með Knattspyrnufélaginu Herði á ísafirði og með ÍR í Reykjavík og keppti í ýmsum greinum skíða- íþrótta með Skátafélagi ísafiarðar og síðar með ÍR. Hann var um skeið með fremstu skíðamönnum hér á landi og sigraði þá í ýmsum greinum á Qölda skíðamóta Vestfiarða og Reykjavíkur. Þá keppti hann í hand- bolta og frjálsum íþróttum hjá ÍR og sýndi fimieika hjá ÍR og á ísafirði. Gísli var flokks- og sveitaforingi hjá Skátafélaginu Einherjum og stofnaði skátafélag á Hólmavík 1938. Hann var áhugaskíðaþjálfari í Strandasýslu 1938, þjálfari í skíða- göngu KR1945 og liðsstjóri á þremur vetrarólympíuleikum, í Ósló 1952, Cortina 1956 og í Grenoble 1968, auk þess sem hann fór sem fararstjóri á heimsmeistaramótið á skíðum í Fal- um ogÁrel956. Gísli sat í stjóm Knattspyrnufé- lagsins Harðar 1939-43. Hann var um skeið formaður skíðadeildar ÍR og tvivegis í stjóm ÍR um nokkurra ára skeið í hvort sinn. Þá sat hann í stjórn Skíðasambands íslands í nær tvo áratugi, í stjórn HK í Kópa- vogi í nokkur ár og var fulltrúi í ólympíunefnd í mörg ár. Þá hefur Gísli starfaö mikið í Li- onshreyfingunni í Kópavogi. Hann er mikill áhugamaður um skógrækt og situr í stjóm Skógræktarfélags Kópavogs. Fjölskylda Gísli kvæntist 28.7.1951 Sigur- björgu Jóhönnu Þórðardóttur, f. 5.2. 1924, húsmóður og kennara, dóttur Þórðar Kristjánssonar, hreppstjóra á Breiðabólstað á Fellströnd, og konu hans, Steinunnar Þorgilsdótt- ur, húsfreyju og kennara. Synir Gísla og Sigurbjargar eru Unnsteinn Þórður, f. 7.3.1952, arki- tekt í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, starfsmanni Flugleiða, og eiga þau tvö börn; Magnús, f. 11.6.1957, framkvæmdastjóri, bú- settur í Kópavogi, kvæntur Elínu Kristinsdóttur og eiga þau þrjú börn; Kristján, f. 8.10.1960, skrif- stofustjóri, búsettur í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu Elíasdóttur kennara og eiga þrjú börn; Gísli Örn, f. 17.4.1965, rafvirki, í sambýli með Birnu Bjarnadóttur sjúkraliða og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Gísla: Kristján H. Gísli Benóný Kristjánsson. Magnússon, f. í Króksbæ á ísafirði, 4.4.1890, d. 13.7.1961, verkamaður og sjómaður á ísafirði, og kona hans, Rannveig Salóme Sveinbjörnsdótt- ir, f. 9.7.1895, á Súgandafirði en alin upp á Kirkjubóli í Skutulsfirði, hús- móðiráísafirði. Gísli er að heiman á afmælisdag- inn. Ingibjörg Jónsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir, húsmæðra- skólakennari og húsfrú, nú til heim- ilis að Hrafnistu við Kleppsveg í Reykjavík, er áttræð í dag. Starfsferill Ingibjörg fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla ísafiarðar, hús- mæðraskólaprófi frá Húsmæðra- skólanum Ósk á ísafirði og hús- mæðraskólaprófi frá Statens Lærer- inneskole í Husstekk í Stabekk í Noregi. Ingibjörg hélt matreiðslunám- skeiö i Reykjavík, á Laugarvatni og í Vestmannaeyjum. Hún var skóla- stjóri Húsmæðraskólans Óskar á ísafirði 1940-42 en stundaði síðan heimilisstörf auk þess sem hún hélt námskeið og sá um veislur og var matráðskona. Fjölskylda Ingibjörg giftist 17.10.1942 Gísla Guðmundssyni, f. 31.10.1907, d. 29.12.1989, tollverði, leiðsögumanni og kennara. Hann var sonur Guð- mundar Tómasar Eggertssonar, bónda og bókbindara, og Pálínu Matthildar Siguröardóttur, ljós- móður og húsmóður. Börn Ingibjargar og Gísla eru Jón Halldór, f. 3.11.1943, vélstjóri í Grindavík, kvæntur Margréti Sig- urðardóttur verslunarmanni og eiga þau fiögur börn og þrjú barna- börn; Brandur Gíslason, f. 15.12. 1944, skrúðgarðyrkjumeistari í Reykjavík, kvæntur Mörtu Hauks- dóttur skrifstofumanni og eiga þau einn son og fósturson auk þess sem Brandur á eina dóttur með fyrri konu sinni, Lenu Hákonardóttur; Guðmundur, f. 11.1.1946, skrúð- garðyrkjumeistari í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Vigfúsdóttur húsmóður og eiga þau þrjár dætur og eitt barnabarn; Atli, f. 12.8.1947, hrl í Reykjavík en sambýliskona hans er Inga Backman söngkona og á hann þrjá syni með fyrrv. konu sinni, Unni Jónsdóttur fóstru; Ás- mundur, f. 6.2.1951, framkvæmda- stjóri í Hornafiarðarbæ, var kvænt- ur Guðrúnu Sveinsdóttur sem er látin og eru börn þeirra fiögur auk þess sem Ásmundur eignaðist son síðar er sambýliskona hans er Helga Erlendsdóttir myndlistarkona; Guö- rún, f. 11.12.1954, nemi í Færeyjum, var gift Jóni Leifssyni og eiga þau tvær dætur. Bræður Ingibjargar: Vilhelm, f. 18.9.1913, d. 1992, búfræðingur í Reykjavík og í Noregi; Högni, f. 22.12.1917, hdl í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar voru Jón Halldór Jóhannesson, f. 11.6.1887, d. 11.6.1955, verkstjóri á ísafirði og í Reykjavík, ogk.h., Guðrún Hiranía Sæmundsdóttir, f. 18.1.1890, d. 10.3. 1985, húsmóðir. Ætt Jón Halldór var sonur Jóhannes- ar, sonar Ara, b. á Múla í Kolla- firði, Jónssonar, b. í Djúpadal, Ara- sonar, b. á Eyri, Magnússonar, b. á Eyri í Gufudalssveit, Pálssonar. Móðir Jóns Halldórs var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Fremri-Arnardal og í Ytri-Húsum, Halldórssonar, b. í Fremri-Arnardal, bróður Einars, langafa Kristínar, ömmu Kristínar Ólafsdóttur, fyrrv. borgarfulltrúa Ingibjörg Jónsdóttir. og Guömundar Ólafssonar verk- fræðings. Halldór var sonur Ás- gríms, b. í Arnardal, Bárðarsonar, b. í Arnardal, ættfoður Arnardals- ættarinnar Illugasonar. Móöir Jóns í Ytri-Húsum var Ingbjörg Jónsdótt- ir en kona hans var Guörún Jóns- dóttir, rokkasmiðs á Ytri-Veðrará, Jónssonar. Guörún, móðir afmælisbarnsins, var dóttir Sæmundar búfræðings Bjömssonar, b. á Klúku í Bjamar- firði, Bjömssonar, prest í Trölla- tungu, Hjálmarssonar, prests þar, Þorsteinssonar. Móðir Guörúnar Sæmundsdóttur var Sigríöur Magnea, systir Guð- mundar, föður Ólafs, fóður Kristín- ar Ólafsdóttur fyrrnefndrar. Guð- mundur var einnig faðir Ragnheið- ar, fóður Gests Ólafssonar skipu- lagssérfræðings og Valdimars Ólafs- sonar yfirflugumferðarstjóra, foður Þórunnar, sagnfræðings og rithöf- undar. Til hamingju með afmælið 24. apríl 80 ára Eyjólfur B. Ólafsson, Aöalgötu21, Stykkishólmsbæ. 75 ára Sigrún S. Jónsdóttir, Sunnuvegi 5, Hafnarfirði. Kristján Tryggvason, Brekkugötu 15, Akureyri. Kristín Guðmundsdóttir, Kirkjuvegi 1B, Keflavík. Ágúst Gíslason, Austurgerði 6, Reykjavík. 60 ára Sigfús Karl ísleifsson, Skeljanesi 8, Reykjavík. Herdís Jóhannesdóttir, Kleppsvegi 118, Reykjavík. 50 ára JónKjartansson, Litlagerði 2, Húsavík. Arndís Þorvaldsdóttir, Lagarásí 6, Egilsstöðum Viggó K. Þor- steinsson stýrimaður, Fögrakinn 15, Hafnarfirði. Eiginkona hans erMargr- étBjarnadóttir. Þau eru erlend- is á afmælisdaginn. 40ára Ingibjörg A. Sigurðardóttir, Amarsíöu 8 B, Akureyri. Sofiia Bragadóttir, Bólstaðarhlíð 56, Reykjavík. Gréta Björg Hafsteinsdóttir, Háarifi 49, Rifi, Snæfellsbæ. Haukur Már Stefánsson, Hryggjaseli 7, Reykjavík. Aldís Elfa Gísladóttir, Hagamel 41, Reykjavík. Sigurbjörg Þórmundsdóttir, Logafold 32, Reykjayík. Haraldur Sigurðsson, Raftahlíð 8, Sauðárkróki. Lárus Örn Steingrímsson, Skarðshlíð 24 B, Akureyri. Hallgrimur Árni Ottósson, Hábrekku 9, Snæfellsbæ. Pétur Júlíus Sigurðsson, Suðurgötu 39, Akranesi. Páll Sveinbjörnsson, Stuðlabergi 94, Hafnarfirði. Sigurður Óskar Lárusson, Brekkulandi 8, Mosfellsbæ. Bridge Val á landsliði yngri spilara Landslið yngri spilara, sem tekur þátt í Norður- landamóti yngri spilara 22.-29. júní í Bodö í Noregi, hefur verið valið. Spilarar eru Magnús Magnússon Akureyri - Steinar Jónsson Siglufirði og Ragnar T. Jónasson - Tryggvi Ingason sem báðir eru frá Isafirði. Fyrirliði liðsins verður Sveinn R. Eiríksson. Bridgefélag SÁÁ Þriðjudaginn 18. aprfi var spilaður eins kvölds tölvu- reiknaöur Mitchell-tvímenningur hjá félaginu. Nítján pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum milli para. Meðal- skor var 216 og bestum árangri í NS náðu: 1. Guðmundur Vestmann - Unnsteinn Jónsson 254 2. Orri Gíslason - Yngvi Sighvatsson 248 3. Jóhannes Laxdal - Vilhjálmur Sigurðsson jr. 237 4. Magnús Þorsteinsson - Guðmundur Sigurbjömsson 231 - og hæsta skor í AV: 1. Guðlaugur Sveinsson-Róbert.Sigurjónsson 239 1. Gestur Pálsson - Þórir Flosason 239 3. Bjöm Björnsson - Rúnar Hauksson 227 4. Birgir Olafsson - Tryggvi Guðmundsson 212 Bridgefélag SÁÁ spilar hvert þriðjudagskvöld að Ár- múla 17A og hefst spilamennska stundvíslega kl. 19.30. Spilaðir eru tölvureiknaðir tvímenningar með forgefn- um spilum. íslandsmótið í paratvímenningi Skráning er hafin í íslandsmótið í paratvímenningi sem verður spfiað í Þönglabakka 1 helgina 13.-14. maí. Spilaður er barómetertvímenningur og hefst keppnin kl. 11 laugardaginn 13. maí. Keppnisgjald er krónur 6.600 á parið. Tekið er viö skráningum á skrif- stofu BSÍ. Sævar Þór Sigurgeirsson Sævar Þór Sigurgeirsson, löggiltur endurskoðandi, Stigahlíð 62, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Fjölskylda Sævar Þór fæddist á Skeggjastöð- um í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er löggiltur endurskoðandi frá 1975. Hann rekur endurskoðunarskrif- stofuna Endurskoðendaþjónustan að Skipholti 50 B, Reykjavík. Kona Sævars Þórs er Unnur Magnúsdóttir, f. 28.12.1947, verslun- arstjóri. Hún er dóttir Magnúsar T. Andréssonar og Jensínu Guð- munds. Synir Sævars eru Arnar Þór Sæv- arsson, f. 16.11.1971; ívar Sturla Sævarsson, f. 21.2.1980. Synir Unnar eru Georg Pétur Hjaltested, f. 16.10.1969; Magnús Jens Hjaltested, f. 28.9.1976. Foreldrar Sævars Þórs eru Sigur- geir Frímann Jónatansson, f. 27.4. 1902, fyrrv. bóndi að Skeggjastöðum ogfyrrv. húsvörður, og Lára Inga Sævar Þór Sigurgeirsson. Lárusdóttir, f. 16.2.1924, húsfreyja. Sævar Þór tekur á móti gestum á heimili sínu að Stigahlíð 62, kl. 18 í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.