Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1995 Verður vetur fram á sumar? Fáum við vor með blóm í haga? Tilfmningar mínar eru blendn- ar og ekki sérstök ástæöa til aö vera bjartsýnn." Páll Bergþórsson veðurfræöingur i Tímanum. Garnirnar segja kulda „Ég er hrædd um að það verði kuldi fram á vorið.“ Sigurlaug Jónasdóttir i Timanum. Engar hækkanir hjá mér „Ég ætla ekkert að fara að rjúka af stað með einhverjar hækkanir t núna, nema síður sé.“ Haukur Hauksson bakarameistari í DV. Framsóknaráratugurinn „Að morgni hellist yfir mann enn einn framsóknaráratugurinn. Út- úr svörtu símtóli streymir svart- nættið yflr höfuð manns.“ Hallgrimur Helgason i Alþýðublaðinu. Ummæli Hræringum ekki lokið * „Ég tel að hræringum hins ís- lenska flokkakerfis sé fráleitt lok- ið. Þessi niðurstaða með stjórnar- myndun mun frekar ýta undir gerjunina." Össur Skarphéðinsson í Timanum. Stríðið í Vietnam kostaði rúmar tvær milljónir manna lífið. Mannskæöustu stríð frá síðari heimsstyrjöld - / inni Frá því síðari heimsstyijöldinni lauk 1945 hafa verið háðar mannskæðar styrjaldir þótt ekki séu þær í neinni líkingu við heimsstyrjöldina. Mannskæðasta stríðið frá stríðslokum er Kóreru- stríðið sem háð var 1950-1953. Talið er að þrjár milljónir manna « Blessuð veröldin hafi látið lífið. Bandaríkjamenna voru þátttakendur í Kóreustríð- inu og þeir voru einnig þátttak- endur í Víetnamstríðinu 1965- 1975 þegar 2,1 milljón manns lét lífið og er næstmannskæðasta stríðið. Önnur mannskæð stríð frá lok- um heimsstyrjaldar eru Biafra- stríðið 1967-1970, þar féllu 2 millj- ónir manna, Afghanistan, 1978- 1989, 1,3 miiljónir féllu, Bangla- desh, sem hófst 1970 og er ekki hægt að segja að sé lokið, þar hefur 1 milljón manns fallið, Kambódía, 1975-1978, 1 milljón féll, Kína, 1946-1950,1 milljón féll, Indland (múslímar gegn hindú- um) 1946-1948, 800 þúsund féllu og Éþíópía, 1974-1990,570 þúsund manns féllu þar í ættflokkastríði. Hlýjast sunnanlands í dag verður norðaustlæg átt, yfir- leitt gola. Sæmilega bjart veður sunnan- og vestanlands en meira Veðrið í dag skýjað norðaustan- og austanlands. Stöku slydduél við norðaustur- ströndina, annars þurrt. Hiti 2-10 stig að deginum, hlýjast sunnanlands. Sólarlag í Reykjavík: 21.28 Sólarupprás á morgun: 5.22 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.55 Árdegisflóð á morgun: 3.24 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri skýjað 6 Akurnes skýjað 9 Bergsstaðir skýjaö 6 Bolungarvík alskýjaö 4 Keflavíkurílugvöllur skýjað 6 Kirkjubæjarklaustur léttskýjaö 9 Raufarhöfn alskýjað 3 Reykjavík skýjað 7 Stórhöfði léttskýjaö 5 Helsinki heiöskírt 16 Kaupmannahöfn heiðskírt 19 Stokkhólmur léttskýjað 18 Þórshöfn skýjað 4 Amsterdam skýjað 16 Berlín léttskýjað 25 Feneyjar þokumóða 19 Frankfurt skýjað 20 Glasgow rigning 8 Hamborg skýjað 20 London skýjaö 13 LosAngeles h'eiðskirt 14 Lúxemborg mistur 16 Mallorca skýjaö 18 Nice alskýjað 16 París rigning 12 Róm alskýjað 22 Vín léttskýjað 25 Winnipeg skýjað Þráinn Karlsson, bæjarlistamaður Akureyrar: Aðaláhugamál mitt er að vera einn með sjálfum mér Gylfi Krisjánsson, DV, Akureyri: „Það er eðlilegt að það sé spurt að því hvað svona útnefning þýði fyrir mig. Hingað til hafa þessi starfslaun verið veitt skapandi listamönnum og þá e.t.v. horft til þess að þeir geti helgað sig listínni. Nú koma þau í minn hlut sem túlk- Maður dagsins andi listamanns og þau hafa mikia þýðíngu fyrir mig. Það hittist reyndar þannig á aö ég hafði ák veð- ið að taka mér frí næsta leikár og þetta þýðir að ég get dregið andann og byggt mig upp,“ segir Þráinn Karlsson leikari sem útnefndur hefur verið bæjariistamaöur Akur- eyrar og hlýtur starfslaun sem slík- ur í eitt ár. Þráinn er ein af styrkustu stoðum Leikfélags Akureyrar og hefur ver- ið lengi. „Ég var 17 ára þegar ég steig fyrst á svið hjá Leikfélaginu Þróinn Karlsson. DV-myndgk og svo tók við lánlegt ferli, það geröist hins vegar ekki einn tveir og þrír að ég tæki þá ákvörðun að vera leikari." - Þú hefur ekki leikið mikið i höf- uðborginni, er einhver ástæða fyrir því? „Nei. Ég hef ekki ieikið mikið þar enda viss um að á þeim stóra mark- aöi yrði ekki mikið úr mér. Ég gæti ímyndaö mér að þar yrði hætta á að ég yrði settur ofan í skúffu og festur i sessi sem einhver ákveðin „tegund" leikara, gaman- leikari eða skapgerðarleikari enda sér maðm- menn flokkaöa þannig og sumir eru t.d. mjög eftirsóttir þegar söngleikir eru annars vegar. Hér hef ég hins vegar fengið að vasastí öilu, stóru jafnt sem smáu. Þráinn segir aö áhugamál sín tengist mikið lestri og þar skipa ijóð stóran sess. Einnig les hann skáld- sögur og þjóðlegan fróðleik eins og hann segir fylgja mönnum á sínum aldri. „Annars er ég þannig gerður að ég vil vera mikið einn, það er mitt áhugamál. Ég hef t.d. mjög gaman af að róa á bátnum mínum út á Pollinn með veiðistöng í farteskinu og veiða mér silung í soðið. Ég held að þessi hvöt að vilja vera einn ágerist með árunum,“ segir Þráinn. Þráinn er giftur Rögnu Garðars- dóttur og þau eiga þrjár uppkomn- ar dætur. Myndgátan Vekur til umhugsunar Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Reykjavíkur- mótið í knattspymu Það er frekar rólegt í íþróttum hér á landi i dag eftir viðburða- ríka helgi. Tvö knattspyrnumót eru í gangi. Litla bikarkeppnin sem er með þátttöku liða á Suð- vesturhorninu fyrir utan Reykja- vik hófst um síðustu helgi og verður henni fram haldið í vik- fþróttir unni. Reykjavíkurmótið í knatt- spyrnu verður á dagskrá í kvöld, en leikið er á gervigrasinu í Laug- ardal. í kvöld leika ÍR og KR. KR er með sterkt lið og er því sigur- stranglegra. Annað kvöld mætast síðan Fram og Vikingur. Báðir leikimir heíjast kl. 20. Skák Garrí Kasparov hefur farið hamförum á minningarmótinu um Mikhail Tal í Riga - vann Anand í 25 leikjum með Evans-bragði, Timman í 22 leikjum og Jusupov og Vaganjan í fyrstu setu með svörtu. Þessi staða er úr skák Kasparovs við Vaganjan, sem hafði hvitt og átti leik. Vaganjan lét freistast af 27. Hxd7 því að ef 27. - Bxd7 28. Dxd4 og endurheimtir liðið þar sem hrókur og biskup eru í uppnámi. Hvað hafði Kasparov í huga? Eftir 27. Hxd7 f3! kemur í ljós að t.d. 28. Hxd4 strandar á 28. - fxg2 29. Rxg2 Hxfl + 30. Dxfl Hg8 og við 31. - Bh3 er engin haldgóð vöm. Eða 28. Bxf3 Bxd7 29. Dxd4 Ha2 með máthótun og forðar hróknum. Skákin tefldist áfram 28. Dxd4 fxg2 29. Rxg2 Hxfl 4 30. Kxfl Dcl + 31. Kf2 Bxd7 32. Dxd7 Hg8 Og Kasp- arov vann létt. Jón L. Árnason Bridge „Þetta minnir mig á að það á aldrei að gefast upp,“ sagði Jón Steinar Gunn- laugsson við sjálfan sig eftir að hafa land- að heim þriggja granda samningi sem virtist harla vonlaus í byrjun. Spilið kom fyrir í 6. umferð íslandsbankamótsins í sveitakeppni í viðureign sveita Metró og Roche. Sagnir gengu þannig, vestur gjaf- ari og NS á hættu: ♦ D4 V D102 ♦ Á1083 + KD87 * G108 V 8743 ♦ KG7 + 1065 ♦ ÁK7653 V 5 ♦ 9652 4» 42 Vestur Norður Austur Suður JónÞ. Jón St. Haukur Björgvin Pass 1♦ 1» 1* 3V Pass Pass 3* Pass 3 G p/h Haukur spilaði út hjartaásnum í upphafi og Jón Steinar sá að þessi samningur var harla vonlaus að sjá. En Haukur átti erf- itt í sæti austurs, sá að ef hann héldi áfram hjartasókninni gæti vel verið að hann gæfi sagnhafa níunda slaginn (Ef Jón Steinar á t.d. ÁK í tigli). Haukur ákvað því að spila spaða í öðrum slag og þá renndi Jón niöur öllum spaðaslögun- um. Haukur henti einu laufi, einum tigli og tveimur hjörtum í spaöana. Þá spilaði Jón Steinar laufi á kónginn, Haukur drap og spilaði laufi til baka. Jón drap þá á drottninguna, lagði niöur tígulás og spil- aði aftur laufi. Haukur fékk á laufagos- ann en varð aö gefa níunda slaginn á þjarta í lokin. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.