Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 25 Nýtt MEGRUNARPLÁSTURINN ELUPATCH Nú með E vítamínifyrir huðina Fœst í apótekum Svalur frá Glæsibæ á mörg afkvæmi i Svíþjóð. Hann var sýndur með fimm afkvæmum á stóðhestasýningu í Sví- þjóð um siðustu helgi. Knapi er Peter Hággberg. DV-mynd E.J. Fimm graddar í 1. verðlaun í Svíþjóð Ein stóðhestasýning er haldin ár- lega í Svíþjóð. Þar eru dæmdir tveggja til fjögurra vetra folar fyrir byggingu en eldri hestar fá fullnaðar- dóm. Ekki hefur enn náðst afkvæma- sýning á stóðhest. Hins vegar var Svalur frá Glæsibæ að þessu sinni sýndur með fimm afkvæmum en ekki dæmdur fyrir þau. Hann er þó talinn eiga nóg inni í 1. verðlaunin. Dómarar voru íslenskir: Ágúst Sig- urðsson, Anton Guðlaugsson og Þor- valdur Árnason. Fjörtiu og fjórir stóðhestar voru dæmdir að einhveiju leyti, átján fol- ar fyrir byggingu, ellefu fimm vetra hestar og ellefu hestar sex vetra og eldri. Fjórir hestar komu til staðfestingar á fyrri dómi sínum í öðru landi. Það voru: Flaumur frá Syðri-Gróf, Garp- ur frá Kirkjubæ, Huginn frá Bakka og Glóblesi frá Sauðárkróki. Þessir hestar eru ekki sýndir, einungis er staðfest að um rétta hesta sé að ræða og því megi nota þá í Svíþjóð. Fá fyljunarleyfi á örfáar merar Tveggja til fjögurra vetra gamlir gratidar, undan móður sem hefur fengið 7,75 í aðaleinkunn eða meira og fóður sem hefur fengið 8,00 eða meira í aðaleinkunn, fá leyfi til að fylja þrjár til átta merar árlega ef þeir sjálfir fá 7,75 fyrir byggingu eða meira. Margir folar fengu góðar bygging- areinkunnir. Blær frá Stenholmen var hæst dæmdur með 8,24. Hann er undan Hrammi frá Akureyri og Snögg frá Ásmundarstöðum. Glaður frá StaUgárden, undan Gná frá Efri-Brú, fékk 8,00, Frame frá Haringe, undan Sprengju frá Ytra- Vallholti, fékk 7,98 og Draumur frá Stallgárden fékk 7,85. Fimm vetra hestarnir lofa góðu Fimm vetra hestarnir komu vel út og fengu tveir þeirra 1. verðlaun. Fáfnir frá Götarsvik, undan Pilti frá Sperðli og Kolbrúnu frá Hala, stóð efstur með 8,16 í aðaleinkunn. Hæfi- leikamir gáfu 7,95 en byggingin 8,48. Fhpi frá Österáker, undan Hrafni frá Holtsmúla og Von frá Vindheim- um, fékk 8,05 í aðaleinkunn. Fyrir hæfileika fékk hann 7,80 en 8,48 fyrir byggingu. Sá norski hæstur Siggi frá Aase í Noregi fékk hæstu aðaleinkunn allra stóðhesta sýning- arinnar, 8,26. Hann er undan Spæni frá Efri-Brú og Lýsu frá Aase. Siggi fékk 7,91 fyrir byggingu og 8,48 fyrir hæfileika. Sviðsljós Latoya Jackson: Púuð niður á klámsýningu Latoya Jackson, systir poppstjörn- unnar Michaels, leggur flest á sig til að öðlast frægð og frama. Hún nýtur þess auðvitað að vera úr hinni frægu Jackson-fjölskyldu þótt hún sé jafn- an upp á kant við alla hina fjöl- skyldumeðlimina vegna djarfra yfir- lýsinga um hin frægu systkini sín. Það gerði þó útslagið þegar hún lýsti því yfir í fyrra að hún hefði orðið vitni að því þegar Michael bróðir hennar misnotaði ungan pilt. Um- mæh hennar komu Michael mjög hla því þá átti hann í mestu vandræðum með að svara sökum sem á hann voru bomar um að hafa nisnotað ungan pilt kynferðislega. Eftir þessi ummæh hafnaði fjölskyldan Latoyu endanlega. Latoya á í sífeht meiri erfiðleikum með að koma sér í sviðsljósið nú í seinni tíð og hefur oft þurft að leggj- ast ansi lágt. Niðurlæging hennar náði þó hámarki á dögunum þegar hún var púuð niður af sviði í létt- blárri sýningu sem eiginmaður hennar og umboðsmaður hafði skipulagt. I sýningunni átti hún að vera í hlutverki einhvers konar þrælahaldara með svipu sem átti að beija strípalinga th hlýðni við sig. Þótti hún vera ansi kynþokkafull og Ægir frá Olstorp, undan Sval frá Glæsibæ og Rán frá Stóra-Hofi, fékk 8,29 í aðaleinkunn. Byggingin gaf 8,32 en hæfileikarnir 8,27. Hrókur frá Svansátter, undan Létti frá Sauðárkróki og Nótt frá Hala, fékk 8,04 í aðaleinkunn. Hrókur fékk 8,16 fyrir byggingu og 7,95 fyrir hæfi- leika. Nokkrir íslenskir knapar sýndu kynbótahross. Ath Guðmundsson sýndi Fhpa frá Österáker og Sveinn Hauksson Ægi frá Olstorp og Hrók frá Svansátter. Það sem er einkennandi fyrir þessa sýningu er að allir 1. verðlauna stóð- hestarnir em undan stóðhestum fæddum á íslandi og að allir ungfol- arnir em undan hryssum fæddum á íslandi. -E.J. ELUPATCH megrar ogfegrar Latoya neitaði að fækka fötum. sýndi góða takta. Áhorfendurnir vora nú ekki ýkja margir og ílestir miðaldra karlmenn. Þegar alhr voru orðnir nánast ahsberir á sviðinu nema Latoya sjálf heimtuðu karlarn- ir að hún færi úr, enda voru þeir búnir aö bíða eftir því aht kvöldið, en það gerði hún ekki heldur gekk af sviðinu fuhklædd. Gerðu þeir þá hróp að henni þangað til hún yfirgaf sviðið. Þá létu menn bjórflöskum og dósum rigna yfir sviöið og lá við uppþoti. Eftir á útskýrði Latoya að hún hefði aldrei ætlað að fækka fót- um enda bæri hún meiri virðingu fyrir sjálfri sér en svo. Augljóst væri að gestimir heíðu misskhið sýning- una. Eiginmaður hennar hafði ætlað sér að fara með sýninguna vítt og breitt um Bandaríkin en er nú hætt- ur við þaö. „Bandaríkin em ekki enn thbúin fyrir hæfileika konu minnar,“ sagði hann. Við kynnum nýjan gististað á Kanarí 24. maí í 3 vikur frá kr. 47.800 Okkur er sönn ánægja að kynna glæsilegan nýjan gististað á Kanaríeyjum til Tizalaya Park á hreint frábæru verði. Afar vel búin smáhýsi í fallegum garði með allri þjónustu. Öll smáhýsi með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi ög svölum eða garði. Verð i. 47.8Ö0 m.v. hjón með 2 böm, 24. maí Glæsileg þjónusta • Sjónvarp • Sími • Squashvellir • íþróttavöllur • Gufubað • Bamaleiksvæði • Minigolf • Sundlaug • Verslun 59.960 Verð kr. m.v. 2 í íbúð m. 2 böm 2-14 ára. Innifalið í verði: flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli á Kanarí, skattar og forfallagjald. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 624600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.