Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 Fjögurra bama móðir í ráðherrastóli: Hef ekki komist heim til að skipta um föt - segir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra Ingibjörg varð snemma ákveðin í að verða hjúkrunarfræðingur og hún stóð við það. Þátttaka í stjórnmálum kom til mörgum árum siðar en varla hefur hana órað fyrir því að einn góðan veðurdag yrði hún yfirmaður allrar heil- brigðisþjónustu í landinu. DV-mynd BG „í öllu starfi eru vissir eðlisþættir sem skipta miklu máli. Sérstaklega við stjórnunarstörf. Ég held að aðal- atriðiö sé að geta unnið með fólki og notað sína hæfileika þar sem þeir nýtast best og njóta síðan hæfileika annarra þar sem manns eigin eru ekki fullkomnir. Þetta held ég að eigi ekki bara við í ráðherrastóli heldur alls staðar í erfiðum störfum," segir Ingibjörg Pálmadóttir, sem tók við embætti heilbrigðsráöherra fyrir nokkrum dögum, aöspurð hvaða kosti góður ráðherra þyrfti að hafa. Sú ákvörðun Framsóknarflokksins að fela Ingibjörgu heilbrigðismálin er athyglisverð fyrir ýmsar sakir og þá ekki síst fyrir þá staðreynd að hún er fyrsti kvenmaðurinn úr röðum framsóknarmanna til að gegna ráð- herraembætti. Hin 46 ára gamla Ingi- björg er jafnframt fyrst kvenna til að verða fyrsti þingmaður kjördæm- is en hún er fyrsti þingmaður Vestur- lands. Við embættisráðninguna heyrðust efasemdarraddir sem töluðu líka um erfitt ráðuneyti og það fór ekki framhjá hinum nýja ráðherra. „Þaö hljóta alltaf að koma upp efasemdir. í hvert s^kipti sem nýr skipstjóri er ráðinn á 'skip heyrast alltaf þessar raddir. Ég heyrði þetta þegar ég byrjaði í bæjarstjórn fyrir 13 árum, líka þegar ég fór á þing. Þetta er eðlileg umræða. En er þó meira áberandi er kona á í hlut.“ Skyldur embættisins Þótt Ingibjörg sé ekki nýgræðingur á þingi er munur á því að vera óbreyttur þingmaður eða ráðherra. „Ég vissi að þetta-yrði breyting frá því að vera þingmaöur en satt að segja gerði ég mér ekki grein fyrir því að þetta yrði svona mikil breyting eins og raun ber vitni. Bara frá því á sunnudaginn, er ég tók viö embætt- inu á Bessastöðum, hef ég bókstaf- lega ekki staðið upp frá verkefnum. Varla eina mínútu, nema til að sofa. í þessu ráðuneyti eru náttúrlega fjöl- mörg verkefni sem bíða úrlausnar og sum mjög erfið sem liggur á að Ijúka. Læknar eru í erfiðri deilu, bæði sín á milli og í ráðuneytinu. Það mál var í algerri upplausn og er ekki frágengið. Þetta er málefni sem menn hafa í rauninni verið að reyna að leysa undanfarin átta ár. Svo stend ég frammi fyrir því líka aö hjúkrun- arfræðingar á landsbyggðinni eru að ganga út 1. júní og ég gæti tahð upp fleira.“ Þrátt fyrir verkefnin er Ingibjörg hvergi bangin. „Ég sé fram á gríðar- lega vinnu en ég er alveg tilbúin að takast á við hana.“ Auk erfiðra mála að glíma við þarf lika sitthvað að læra um skyldur embættisins. „Ég hef rekið mig á það að ráðherrann á sig ekki lengur alveg sjálfur. Satt að segja hafði ég af þvi nasaþef en þó ekki alveg eins og þaö sýnist vera. Maður fær bara sína dagskrá. Ég kom á sunnudegi og þá er mér sagt að á mánudagsmorgun þurfi ég aö fara til ísafjarðar en þá var ég þegar búinn að ákveða fund með ráðherr- um. Þessu þurfti að púsla saman og það gekk. En svona hefur vikan ver- ið, þaö er búið að ákveöa fyrirfram mjög stóran hluta af mínum tíma. Svo bíður hér fjöldi manna eftir við- tali við ráðherra og ég er að skipu- leggja þau,“ segir hún galvösk og er greinilega tilbúin í slaginn. Frá vöggu til grafar „Ég held að þetta sé meira en tvö- falt starf -og get því ekki verið eins mikið í mínu kjördæmi og áöur. En nú erum við tveir þingmenn fyrir Framsókn í Vesturlandi því Magnús Stefánsson hlaut kosningu og mun því taka að sér ýmis verkefni sem ég áður hafði. Ég ætla samt að reyna að halda eins góðu sambandi við mína umbjóðendur og ég hef reynt hingað til.“ Þrátt fyrir fiallháa bunka af skjöl- um fer fiarri að Ingibjörg sé eitthvað að kvarta og hún virðist hæstánægð með að fá að spreyta sig. „Þaö er mjög spennandi að fá að takast á við þetta verkefni. Sérstaklega af því málaflokkurinn höfðar sterkt til mín. Þetta er líka málaflokkur sem höfðar til allra íslendinga, alveg frá vöggu til grafar. Þetta kemur öllum lands- mönnum við, það sem er að gerast í þessari þjónustu. Það fer nánast helmingur fiárlaga í gegnum heil- brigðis- og tryggingakerfið. Þetta eru bæði gríðarlegir fiármunir og líka miklir hagsmunir. Strákurinn vildi ósigur Ingibjörg er gift Haraldi Sturlaugs- syni, framkvæmdastjóra á Akranesi, og eiga þau fióra syni á aldrinum 6-21 árs. Hún hefur því kannski þurft samþykki fiölskyldunnar til að taka við ráðherrastarfinu. „Maöurinn minn hefur alltaf tekiö því sem aö höndum ber. Ég var nú í bæjarstjórn Akraness í 10 ár og þegar ég sagði honum að ég ætlaði að gefa kost á mér sem þingmaður kom það honum ekki á óvart. Ég tók þá ákvörðun á einum degi. Hann sagði bara að þetta væri mér líkt. Þegar ráðherraemb- ættið kom svo til umræðu þá var hann tilbúinn að standa með mér. Ég get hins vegar sagt þér að yngsti sonur minn spurði mig hvort verið væri að kjósa um eitthvað, daginn sem þingflokkurinn tók ákvörðun- ina. Hann vildi að ég tapaði þegar ég sagði honum að það þýddi aö ég yrði meira heima!“ Hvort Ingibjörg býr yfir undra- verðum krafti veit blaðamaður ekki en vafalaust eru margir sem hugleiða hvernig fiögurra barna móðir fer að því að standa í þessu. „Það hefði auðvitað ekki verið hægt ef ég hefði ekki átt góða að. Þessir fiórir drengir mínir eiga fóöur og það er góður fað- ir. Ég viöurkenni að auðvitað koma mjög erfiðir dagar en tengdamóðir mín býr við hliðina og þeir fara oft yfir til hennar. Svo hef ég haft góða stúlku heima um nokkurt skeið. Eldri strákarnir mínar hjálpa mér líka mjög mikið. En ég segi bara eins og er að ég á afskaplega góða stráka.“ Litli bróðir líka á þing Þótt flestir tengi Ingibjörgu við Akranes er hún þó fædd og alin upp á Hvolsvelli til unglingsára og þar kyiknaði áhuginn á stjórnmálum. „Ég hef alla tíð haft geysilegan áhuga á sfiórnmálum. Það var kannski ekki mikið talað um stjórnmál á mínu heimili en það var í kringum mig og á vinnustað fóður míns. í skóla var það að vísu mjög erfitt að hafa þenn- an áhuga. Það var t.d. alls ekki í tísku þegar ég var unglingur að vera fram- sóknarmaður og oft þurfti ég að heyja harða baráttu fyrir málstað- inn.“ Hvort áhugi hennar á stjórnmálum smitaði út frá sér á heimilinu skal ósagt látið, nú þegar litli bróðir henn- ar, ísólfur Gylfi, er líka kominn á þing fyrir sama flokk. Þau Ingibjörg og Isólfur Gylfi eru börn Pálma Ey- jólfssonar, fyrrv. sýsluskrifara á Hvolsvelli, og Margrétar ísleifsdótt- ur tryggingafulltrúa. Elsta barnið þeirra, Guðríður, hefur ekki haft sig frammi í stjórnmálunum en ráðherr- ann segir hana þó vera framsóknar- konu sem styðji.systkini sín. Þrátt fyrir áralangt starf í stjóm- málum kom bara eitt starf til greina hjá Ingibjörgu þegar hún var ung stúlka. Það var hjúkrun en því námi lauk ráðherrann frá Hjúkrunarskóla íslands 1970. Sfiórnmálin komu ekki alvarlega til sögunnar fyrr en meira en áratug síðar. „Ég tók þátt í próf- kjöri fyrir bæjarstjómarkosningar á Akranesi 1982 og ætlaði fyrst alls ekki aö vera ofarlega en lenti strax í öðm sæti og varð svo forseti bæjar- stjórnar fiórum árum síðar." Eiginmaðurinn í heimsókn Alveg eins og ráðherrann er nú orðinn fastur í stjómmálunum er hann nú löngu orðinn Akurnesingur. í upphafi stóð þó aðeins til að dvelja þar í tvo mánuði að loknu hjúkrun- arnámi. Landsfrægur fótboltagarpur kom hins vegar til sögunnar og þess vegna er Ingibjörg þar enn. Ekki vill hún rifia upp sérstaklega þeirra fyrstu kynni, segist vera búin að því svo oft. Ekki stendur hins vegar á því að rifia upp fyrstu ferðina á knattspyrnuvöllinn með manninum. Haraldur var þá reyndar meiddur og fylgdist með viðureign Skaga- manna og KR-inga úr áhorfenda- stúkunni. „Ég var ungmennafélags- manneskja og hélt alltaf með þeim sem stóðu sig vel. KR-ingar skoruðu glæsilegt mark og ég hreifst með en Haraldur gaf mér hressilegt olnboga- skot og alvarlega áminningu. Síðan stend ég með mínum mönnurn," seg- ir Ingibjörg og bætir því við að sig hafi aldrei langað til að yfirgefa knattspyrnubæinn, þar sé gott að búa enda mannlífið með ágætum. Staðsetningin sé góð, svona hæfilega langt frá Reykjavík. Með breyttum högum Ingibjargar gæti þó oröið tímabundin breyting þar á en fram til þessa hefur hún tekið Akraborgina eða keyrt á milli. Breytingin er reyndar svo mikil að ráðherrann hefur ekki einu sinni komist heim til sín til að skipta um fót frá því ríkisstjórnin tók til starfa! Strákarnir hennar hafa ekki séð mömmu sína þennan sama tíma en maður Ingibjargar kom í „heim- sókn“ í gær með fatapoka. Vakning framsóknarmanna Af þessu að dæma virðist ekki eins spennandi að vera ráðherra og marg- ur hyggur. A.m.k. ekki ef gleymist hvernig börnin manns líta út. „Nei, ég gleymi því ekki svo glatt hvernig þeir líta út en ég verð aö hafa mynd af þeim hérna á skrifstofunni. Þeir hafa ekkert náð í mig til að kvarta. Ég hef frétt af þeim en ég hringi reglulega til að athuga hvort ekki sé allt í lagi.“ í stjórnmálum geta veður skipast fljótt í lofti og þá getur verið gott að hafa að öðru að snúa. Ráöherrann útilokar ekki heldur að fara einhvern timann aftur til fyrri starfa. „Eftir því sem tíminn Mður ryðga ég sem hjúkrunarfræðingur. Það er svo mikil þróun í þessu fagi að ég þyrfti að fara í endurmenntun. Ég er ekk- ert farin hugsa um þetta og tek eitt í einu,“ segir ráðherrann. Næstu árin mun allt snúast um heilbrigðismálin hjá Ingibjörgu ef gæfan er henni hlið- holl og með frammistöðu hennar verður vel fylgst, ekki síst á meöal kynsystra hennar. „Staða kvenna í stjórnmálum fer skánandi. Það er ekki hægt að segja annað,“ er mat ráðherrans. Ingibjörg segir að þær konur sem eru á Alþingi leggi sig fram og séu mjög duglegar. Hún viðurkennir þó LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 37 Ingibjörg er fyrsti kvenmaðurinn úr röðum framsóknarmanna til að gegna ráðherraembætti. Þá er hún líka fyrst kvenna til að verða fyrsti þingmaður kjördæmis en ráðherrann er fyrsti þing- maður Vesturlands. DV-mvnd BG að stundum séu þær kannski fljótari en karlar að sætta sig við að fá ekki „feita bita“ . í Framsóknarflokknum er þessum málum betur farið ef marka má ráð- herrann. „Ég minni á að við konurn- ar í þingflokki Framsóknarflokksins þurfum ekki að kvarta. Það er kannski einstök vakning hjá fram- sóknarmönnum. Mér er treyst fyrir ráðherraembætti og Valgerður Sverrisdóttir er formaður þing- flokksins en við erum ekki nema þrjár konur í þingflokknum. Sú þriðja, Siv Friðleifsdóttir, var efsti maður á lista í Reykjanesi eins og menn muna. Okkur er sýnt fullt traust. Ég hef aldrei fundiö það í mínu flokki að ég þurfi að berjast eitthvað meira umfram karlana. í mínum þingflokki gengur þetta býsna vel.“ Getur fæðingin beðið! Ekki veit blaðamaður hvort um maka ráðherra megi segja að þeir séu ekkjur eða ekklar líkt og notað er í merkingunni um eiginkonur knatt- spyrnumanna. Því síður veit DV 'hvort Haraldur Sturlaugsson er að upplifa eitthvað slíkt. Svo mikið er þó vist að Ingibjörg var fótbolta- ekkja, eins og hún segir sjálf. „Ég upplifði það þegar elstu strákarnir mínir voru htlir að vera fótbolta- ekkja. Þá var Haraldur nýbyrjaður í þessu krefiandi starfi sem fram- kvæmdastjóri í stóru fyrirtæki og var í fótboltanum. Við eignuðumst elstu strákana með skömmu millibili en það er ekki ár á milli þeirra elstu og ég man eftir því þegar næstelsti strákurinn fæddist að þá var maður- inn á leið á æfingu. Ég sagði Haraldi að ég þyrfti endilega að komast á fæðingardeildina og hann spurði bara hvort ég gæti ekki farið eftir æfinguna. Hann kom mér svo á stað- inn og fór svo á völlinn en var varla kominn í gallann þegar síminn hringdi og honum var sagt að koma strax, annars gæti hann missti af fæðingunni. Um þetta talar hann enn þá og segir að ég hefði getað beðiö þar til æfingin hefði verið búin!“ „Það gekk auðvitað mikið út á fót- boltann og ennþá meira þegar strák- arnir uxu úr grasi. Ég fylgist mjög vel með og hef mikinn áhuga á íþrótt- um almennt og sé hvað þetta gefur mikið. Hjá mér eru stjórnmálin auð- vitað í fyrsta sæti en það er ekki spurning að hjá öðrum á heimilinu er það fótboltinn. Annars á ég einn strák sem er 16 ára og hann hefur meiri áhuga á poppinu og er ekki á kafi í fótbolta. Sá yngsti aftur á móti er kominn í 7. flokk og er farinn að keppa.“ Ráðherra á eigin bíl Um önnur áhugamál segir Ingi- björg að þau hafi ferðast mikiö sam- an. Landið hafi talsvert verið skoðað hin seinni ár þótt enn hafi ekki tek- ist að fara allan hringinn í einni lotu. Ráðherranum finnst margt áhuga- vert fyrir utan stjórnmálin og nefnir þar húsmóðurstörfin og segir það e.t.v. vegna þess hversu sjaldan hún komist í eldhúsiö. Hún fylgist líka með í sínu fagi og á fiölda vina sem gott er að eyða tíma með. Útivist, hjólreiðar og sund er líka ofarlega á listanum en hún segir þau hjónin gera töluvert af því að trimma snemma á morgnana. Hún vill þó ekki skilja við áhugamál án þess aö nefna sjávarútvegsmál sem hún hef- ur lifað og hrærst í um áraraðir í gegnum manninn sinn. Ekki hefur ráðherrann ákveðiö sumarleyfið sitt þetta árið nema að þvi leytinu að það verður tekið. „Ég er ákveðin í að taka mér eitthvert frí. Þetta er búinn að vera langur og strangur vetur og svo kosningabaráttan meö allri sinni pressu. Ég held að ég verði að hlaða „rafhlöðurnar" í sumar, hvenær sem það verður. Það er hverjum manni lífsnauðsynlegt.“ En ætlar Ingibjörg ekki að fara að ráða sér aðstoðarmann? „Ég þarf að gera það en samt ekki strax. Hér er mjög gott starfsfólk og ég vil fyrst sjá hvernig aðstoðarmaður kæmi að bestu gagni. En það er mjög mikil- vægt að fá góðan aðstoðarmann." Um hvort hún þurfi ráðherrabíl seg- ir Ingibjörg að hún sé með bílinn sinn fyrir utan skrifstofuna og hann dugi alveg en ekki er frágengið með bíl- stjóra. „Ég hef ekki haft neinn tíma til að spá í bílstjóramál. Ég er þó ákveðin í að fá mér bílstjóra hið allra fyrsta og ég býst þá við að hann fari undir stýrið á bflnum mínum.“ Eftir að blaðamaður hafði minnst á aðstoðarmenn og ráðherrabíla er heldur ekki hægt annað en að minn- ast líka á dagpeninga. Á því máli hafa allir skoðun, þótt misjöfn sé. „Sem þingmaður kynntist ég lítiö dagpeningum, enda ekkert í erlend- um samskiptum. Sem ráðherra þarf ég hins vegar að ferðast eitthvað og þá kynnist ég væntanlega betur þessu kerfi. Mín skoðun er sú að ein- hverra breytinga sé þörf. Fyrir það fyrsta mega dagpeningar ekki vera ferðahvetjandi þannig að menn sjái gróða í þvi að ferðast." Með þykkan skráp Líf stjórnmálamanns er ekki alltaf dans á rósum og Ingibjörg segist stundum hafa spurt sig af hveiju hún sé að standa í þessu. Sú spurning komi þó nú upp mun sjaldnar. „Ef maður er sæmilega sáttur er maður ekki alltaf aö spyrja sig af hverju er ég hér en ekki þar. Þetta getur verið gefandi starf þrátt fyrir að það sé erfitt og þrátt fyrir að maður sé sí- fellt að taka ákvarðanir sem valda alltaf einhverjum hræringum og óánægju einhverra." Líkt og aðrir í áhrifastöðum kemst Ingibjörg ekki hjá því aö um hana er fiallað úti í þjóðfélaginu og sú umfiöllun er ekki alltaf endilega þægileg eða sanngjöm. „Þetta var mjög viðkvæmt fyrst þegar ég var að byrja. Núna er ég kannski reið ef á mig er ráðist ómaklega en ég verð ekki langvarandi sár og svekkt. Ég - er búin að fá á mig skráp og hann er oröinn töluvert þykkur. Það kem- ur mér á óvart hvað ég er orðin fljót að gleyma en ætli ég hafi ekki lært að ekki þýðir að fara að muna allt sem um mig er sagt. Þá gæti maður ekki unniö með neinum. Þetta er bara hluti af stjórnmálunum." Gjaldeyrisskapandi heilbrigðisþjónusta Eins og fleiri stjórnmálamenn á heilbrigðisráðherrann sér sínar hug- sjónir og hana dreymir um að áorka ýmsu. „Ég vil sjá blómlegra atvinnu- líf á ísland þar sem er góö þjónusta í félags- og heilbrigðismálum og þar sem menntamálin eru í öndvegi. ís- lendingar eiga mikla möguleika á mörgum sviðum og þetta er spurning um að nýta sér það enn betur. Ég er í stjórnmálum til aö vinna að þessu. Mig langar að sjá okkur skapa gjald- eyri í heilbrigðisþjónustunni. Að hingaö komi fólk vegna þess að hér sé besta þjónustan við ýmsar aðgerð- ir. Ég sé líka fyrir mér ísland á al- þjóðavettvangi rannsókna. Þar má nefna krabbamein og gigtarsjúk- dóma. Við erum fámenn og hér eru ættir vel þekktar. Þetta gefur okkur möguleika. Það þarf auövitað að leggja í kostnað til að ná þessu inn í landið en við getum líka fengið mikið í staðinn. Þetta er minn draumur. Að sjá meiri nýtingu á þeirri góðu menntun og þeim tækja- og húsa- kosti sem við þegar eigum." Ráðherrann og synir hennar fjórir. Sturlaugur, Haraldur, ísólfur og Pálmi. Þeir Sturlaugur og Pálmi hafa fetað í fótspor föður síns og gert garðinn frægan á knattspyrnuvellinum með liði Skagamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.