Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham; The Chamber. 2. Judith McNaught; Until You. 3. T. Clancy & S. Pieczenik: Tom Clancy's Op-Center. 4. Belva Plain: Daybreak. 5. Meave Binchy: Circle of Friends. 6. Barbara Taylor Bradford: Angel. 7. Danielle Steel: Accident. 8. Allan Folsom: The Ðay after tomorrow. 9. Dick Francis: Decider. 10. Margaret Truman: Mudrer on the Potomac. 11. Clive Cussler: Inca Gold. 12. Michael Crichton: Conyo 13. E. Anníe Proulx: The Shipping News. 14. Fern Michaels: Dear Emily. 16. Margaret Atwood: The Robber Bride. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie & C. Taylor: , Embraced by the Light. 2. Thomas Moore: Care of the Soul. 3. Bob Woodward: The Agenda. 4. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 5. M. Scott Peck: The Road Less Travelted. 6. Elizabeth M. Thomas: The Hidden Life of Dogs. 7. Mary Plpher: Reviving Ophelia. 8. Dannion Brinkley 8i Paul Perry: Saved by the Líght. 9. Thomas Moore: Soul Mates. 10. Jerry Seinfeld: Seinlanguage. 11. Sherwín B. Nuland: How We Die. 12. Nathan WlcCall: Makes Me Wanna Holler. My Journey now. 13. M. Hammer & J. Champy: Reengineering the Corporetion. 14. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings, 16. Karen Armstrong: A History of God. (Byggt á New York Times Book Review) Bókin sem kostaði ,,níu kalda vetur'' Milovan Djilas, höfundur bókarinn- ar Hin nýja stétt, sem seldist í þrem- ur milljónum eintaka á sextíu tungu- málum en kostaði hann sjálfan „níu kalda vetur“ í fangelsi, er látinn. Hann fékk hjartaslag á heimili sínu í Belgrad í síðustu viku og lést sam- stundis, 83 ára að aldri. Djilas var kominn af sárfátæku al- þýðufólki í Svartfjallalandi, fæddur 4. júní árið 1911. Hann lagði stund á bókmenntir og lög við háskólann í Umsjón Elías Snæland Jónsson Belgrad. Þegar á unga aldri hóf hann afskipti af stjórnmálum og varð sannfærður kommúnisti; gekk í flokkinn árið 1933. Það sama ár var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir pólitískan undirróður. Djilas hitti flokksleiðtogann Tito fyrst árið 1937 og fékk sæti í mið- stjóm flokksins árið eftir. Þegar Þjóðverjar gerðu innrás í Júgóslavíu áriö 1941 hélt Djilas til fjalla og tók þátt í myndun andspyrnuhreyfingar kommúnista þar. Hann gekk fram af mikilli hörku, en var sjálfur oft hætt kominn og missti föður sinn, tvo bræður og systur í stríðinu. í innsta hring Kommúnistar komust til valda undir lok stríðsins í Júgóslavíu og Djilas varð einn nánasti samstarfs- maður Titos við uppbyggingu hins nýja ríkis og af flestum tahnn ganga honum næstur. Hann átti líka marga fundi með sovéska einræðisherran- Milovan Djilas. um, Stalín, allt þar til fullur fjand- skapur varð á milli þjóðarleiðtog- anna árið 1948. í byijun sjötta áratugarins fór Djil- as að berjast fyrir því innan stjórn- kerfisins að dregið yrði úr alræðis- valdi flokksins og tjáningarfrelsi aukið. Um þetta ritaði hann nokkrar blaðagreinar árið 1953. Titó snerist öndverður gegn öllum slíkúm hug- myndum. Djilas var kallaður fyrir fund í miðstjórn flokksins í janúar 1954. Þar varð hann undir. Tveimur mánuðum síðar sagði hann sig úr flokknum. Þetta ár gaf Djilas nokkur viðtöl við erlenda fjölmiðla þar sem hann kom hugmyndum sínum á framfæri. Jafnframt fór hann að rita bók sína sem kom þó ekki út fyrr en á miðju ári 1957 - og þá í útlöndum. Hún hét „Hin nýja stétf ‘ og lýsti því hvernig byltingarforingjarnir höfðu tekið við hlufverki hinnar gömlu yfirstéttar í landinu. Kona hans, Stefanía, smygl- aði handriti bókarinnar úr landi. Fangelsi og frægð Viðbrögðin heima fyrir voru harkaleg. Djilas, sem reyndar hafði þegar verið handtekinn eftir upp- reisnina í Ungverjalandi 1956, var dæmdur til margra ára fangelsisvist- ar. Enn bættust fimm ár við þegar frásagnir hans af samskiptunum við Stalín (Samtöl við Stalín) birtust árið 1962. Alls sat hann í fangelsum Titós í níu ár, þar af nokkurn tíma í ein- angrun. Honum var sleppt árið 1966. En utan Júgóslavíu varð frægð hans mikil, enda hlaut slík afhjúpun eins af forystumönnum kommúnista að vekja heimsathygli. Djilas lifði nánast sem útlagi í eigin landi í meira en þrjá áratugi. Hann fékk opinberlega uppreisn æru 1992. Hann var samt gagnrýninn til hins síðasta; hélt áfram að skrifa og benda á hvernig kommúnistar héldu ein- ræðisvöldum sínum í Serbíu með því einu að skipta um pólitísk klæði - og köliuðu um leið ómældar hörm- ungar yfir þjóðir fyrrum Júgóslavíu. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. John Grisham: The Chamber. 2. T. Clancy 8« S. Pieczenik: Tom Clancy's Op-Centre. 3. Sidney Sheldon: Nothing Lasts Forever. 4. Frederick Forsyth: The Fist of God. 5. Stephen Fry: The Hippopotamus. 6. Lionel Davidson: Kolymsky Heights. 7. Joanna Trollope: The Choir. 8. Peter Hoeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 9. Alan Hollinghurst: The Folding Star. 10. Hilary Mantel: A Change of Climate. Rit almenns eðlís: 1. Stephen Hawking: A Brief Hístory of Time. 2. Julian Barnes: Letters from London. 3. Steven Pinker: The Language Instinct. 4. Stella Tillyard: Aristocrats. 5. Jung Chang: Wíld Swans. 6. Margaret Thatcher: The Downing Street Years. 7. Andy McNab: Bravo Two Zero. 8. Nick Hornby: Fever Pitch. 9. Quentin Tarantino: Pulp Fiction. 10. W.H. Auden: Tell MetheTruthabout Love. (Byggt á The Sundsy Times) Danmörk 1. Jung Chang: Vilde svaner. 2. Franz Kafka: Amerika. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Homer: Odysseen. 5. Anchee Min: Rod Azalea. 6. Knut Hamsun: Sult. 7. Ib Michael: Den tolvte rytter. (Byggt á Polítiken Sondag) Elsti söng- fuglinn Elsti söngfuglinn í heimi hér var ástralskur. Hann fannst ný- lega í 55 milljóna ára gömlum steinum í Ástralíu. Það / var dýrafræðingurinn Walter Boles, sem starfar við Ásti'alska safnið í Sydney, sem bar kennsl á fugl þennan en hann fann tvö bein úr honum. „Þetta eru elstu þekktu söng- fuglarnir og eru þeir næstum 25 milljónum árum eldri en þeir næstelstu,“ skrifaði Boles. Efnasambönd á Júpíter Halastjarnan Shoemaker-Levy sem rakst á reikistjörnuna Júpít- er í júní síðastliðnum með mikilli flugeldasýningu setti af stað röð efnahvarfa sem mynduðu ný efni í andrúmslofti plánetunnar. Það var Emmanuel Lellouch við stjömuathugunarstöðina í Meudon og starfsbræður hans á Spáni og í Bandaríkjunum sem fundu nýju efnin með því að rannsaka geislun frá Júpíter eftir áreksturinn. Stjörnufræðingar geta sagt til um hvaöa efnasambönd eru til á {jarlægri stjörnu eða plánetu með því að sundurgreina geislalitróf sem koma frá shkum himintungl- um. Sérhvertefni hefur eigin ein- kenni sem greinir þaö frá öörum. ff + r Guðlaugur Bergmundsson Vísindi Fótboltaaðdáendur láta illa í svefn Austur í Ástralíu býr maður nokk- ur sem heitir George. Á sínum yngri árum lék hann fótbolta og svo snar þáttur af lífi hans er þessi íþrótt enn að hann dreymir spark og pústra á nóttinni. Það er hið versta mál, að minnsta kosti fyrir eiginkonu hans, því George á það nefnilega til að sparka frá sér og slá í rúmiriu. George er haldinn sjaldgæfum sjúkdómi, svokallaðri REM-svefns hegðunartruflun, en REM-svefninn er það stig svefnsins þegar okkur dreymir. Eiginkonunni tókst að sannfæra George um að leita hjálpar sérfræðinga í svefni og svefntruflun- um sem gáfu honum lyf og allt féll í ljúfa löð. Ron Grunstein, sérfræðingur við svefntruflanadeild sem rekin er í sameiningu af háskólanum í Sydney í Ástralíu og Royal Prince Alfred sjúkrahúsinu, segir að svefntruflun- in sem hrjáir fótboltaaðdáandann George stafi af því að vegna skamm- hlaups í heilanum komi lömunin, sem alla jafna kemur í veg fyrir að sofandi menn taki virkan þátt í draumum sínum, ekki fram. Ekki er ljóst hvers vegna það gerist en Antonio Culebras, læknir við her- mannasjúkrahúsið í Syracuse í New York-fylki, segir að heilaskannmynd af fólki sem þjáist af REM-svefns hegðunartruflun sýni skemmd í brúnni, eða pons, þeim hluta heila- stofnsins sem stjórnar svefni. Skemmdin gæti hafa orsakast annað- hvort af heilablóðfalli eða slysi, telja visindamennimir. Þeir standa hins vegar alveg ráð- þrota frammi fyrir þeirri staðreynd að þessi truflun kemur oftast fyrir hjá karlmönnum, 60 ára og eldri. En hvers vegna ekki hjá konum? Svona spark er í lagi á knattspyrnuvellinum en heldur er það nú óæskilegra uppi í rúmi um nætur. „Það er vel hugsanlegt að konur komi bara ekki til okkar og kannski er þetta algengara en við höldum," segir Colin Sullivan prófessor, yflr- maður svefntruflanadeildarinnar í Sydney. „Ofbeldishegðunin beinir sjónum okkar að þessu. Kannski er þetta bara hluti hegðunarmynsturs karlmanna sem eru líklegri til að beita ofbeldi, en við vitum það ekki.“ REM-svefns hegðunartruflunin er ein af 88 svefntruflunum sem banda- rísku svefntruflanasamtökin hafa á skrá hjá sér. Hún er óvenjuleg að því leytinu til að hún snýst um of mikla virkni að næturlagi, fremur en vandamál sem koma í veg fyrir góð- an nætursvefn eða eru afleiðingar vonds svefns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.