Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Side 12
12 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham; The Chamber. 2. Judith McNaught; Until You. 3. T. Clancy & S. Pieczenik: Tom Clancy's Op-Center. 4. Belva Plain: Daybreak. 5. Meave Binchy: Circle of Friends. 6. Barbara Taylor Bradford: Angel. 7. Danielle Steel: Accident. 8. Allan Folsom: The Ðay after tomorrow. 9. Dick Francis: Decider. 10. Margaret Truman: Mudrer on the Potomac. 11. Clive Cussler: Inca Gold. 12. Michael Crichton: Conyo 13. E. Anníe Proulx: The Shipping News. 14. Fern Michaels: Dear Emily. 16. Margaret Atwood: The Robber Bride. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie & C. Taylor: , Embraced by the Light. 2. Thomas Moore: Care of the Soul. 3. Bob Woodward: The Agenda. 4. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 5. M. Scott Peck: The Road Less Travelted. 6. Elizabeth M. Thomas: The Hidden Life of Dogs. 7. Mary Plpher: Reviving Ophelia. 8. Dannion Brinkley 8i Paul Perry: Saved by the Líght. 9. Thomas Moore: Soul Mates. 10. Jerry Seinfeld: Seinlanguage. 11. Sherwín B. Nuland: How We Die. 12. Nathan WlcCall: Makes Me Wanna Holler. My Journey now. 13. M. Hammer & J. Champy: Reengineering the Corporetion. 14. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings, 16. Karen Armstrong: A History of God. (Byggt á New York Times Book Review) Bókin sem kostaði ,,níu kalda vetur'' Milovan Djilas, höfundur bókarinn- ar Hin nýja stétt, sem seldist í þrem- ur milljónum eintaka á sextíu tungu- málum en kostaði hann sjálfan „níu kalda vetur“ í fangelsi, er látinn. Hann fékk hjartaslag á heimili sínu í Belgrad í síðustu viku og lést sam- stundis, 83 ára að aldri. Djilas var kominn af sárfátæku al- þýðufólki í Svartfjallalandi, fæddur 4. júní árið 1911. Hann lagði stund á bókmenntir og lög við háskólann í Umsjón Elías Snæland Jónsson Belgrad. Þegar á unga aldri hóf hann afskipti af stjórnmálum og varð sannfærður kommúnisti; gekk í flokkinn árið 1933. Það sama ár var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir pólitískan undirróður. Djilas hitti flokksleiðtogann Tito fyrst árið 1937 og fékk sæti í mið- stjóm flokksins árið eftir. Þegar Þjóðverjar gerðu innrás í Júgóslavíu áriö 1941 hélt Djilas til fjalla og tók þátt í myndun andspyrnuhreyfingar kommúnista þar. Hann gekk fram af mikilli hörku, en var sjálfur oft hætt kominn og missti föður sinn, tvo bræður og systur í stríðinu. í innsta hring Kommúnistar komust til valda undir lok stríðsins í Júgóslavíu og Djilas varð einn nánasti samstarfs- maður Titos við uppbyggingu hins nýja ríkis og af flestum tahnn ganga honum næstur. Hann átti líka marga fundi með sovéska einræðisherran- Milovan Djilas. um, Stalín, allt þar til fullur fjand- skapur varð á milli þjóðarleiðtog- anna árið 1948. í byijun sjötta áratugarins fór Djil- as að berjast fyrir því innan stjórn- kerfisins að dregið yrði úr alræðis- valdi flokksins og tjáningarfrelsi aukið. Um þetta ritaði hann nokkrar blaðagreinar árið 1953. Titó snerist öndverður gegn öllum slíkúm hug- myndum. Djilas var kallaður fyrir fund í miðstjórn flokksins í janúar 1954. Þar varð hann undir. Tveimur mánuðum síðar sagði hann sig úr flokknum. Þetta ár gaf Djilas nokkur viðtöl við erlenda fjölmiðla þar sem hann kom hugmyndum sínum á framfæri. Jafnframt fór hann að rita bók sína sem kom þó ekki út fyrr en á miðju ári 1957 - og þá í útlöndum. Hún hét „Hin nýja stétf ‘ og lýsti því hvernig byltingarforingjarnir höfðu tekið við hlufverki hinnar gömlu yfirstéttar í landinu. Kona hans, Stefanía, smygl- aði handriti bókarinnar úr landi. Fangelsi og frægð Viðbrögðin heima fyrir voru harkaleg. Djilas, sem reyndar hafði þegar verið handtekinn eftir upp- reisnina í Ungverjalandi 1956, var dæmdur til margra ára fangelsisvist- ar. Enn bættust fimm ár við þegar frásagnir hans af samskiptunum við Stalín (Samtöl við Stalín) birtust árið 1962. Alls sat hann í fangelsum Titós í níu ár, þar af nokkurn tíma í ein- angrun. Honum var sleppt árið 1966. En utan Júgóslavíu varð frægð hans mikil, enda hlaut slík afhjúpun eins af forystumönnum kommúnista að vekja heimsathygli. Djilas lifði nánast sem útlagi í eigin landi í meira en þrjá áratugi. Hann fékk opinberlega uppreisn æru 1992. Hann var samt gagnrýninn til hins síðasta; hélt áfram að skrifa og benda á hvernig kommúnistar héldu ein- ræðisvöldum sínum í Serbíu með því einu að skipta um pólitísk klæði - og köliuðu um leið ómældar hörm- ungar yfir þjóðir fyrrum Júgóslavíu. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. John Grisham: The Chamber. 2. T. Clancy 8« S. Pieczenik: Tom Clancy's Op-Centre. 3. Sidney Sheldon: Nothing Lasts Forever. 4. Frederick Forsyth: The Fist of God. 5. Stephen Fry: The Hippopotamus. 6. Lionel Davidson: Kolymsky Heights. 7. Joanna Trollope: The Choir. 8. Peter Hoeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 9. Alan Hollinghurst: The Folding Star. 10. Hilary Mantel: A Change of Climate. Rit almenns eðlís: 1. Stephen Hawking: A Brief Hístory of Time. 2. Julian Barnes: Letters from London. 3. Steven Pinker: The Language Instinct. 4. Stella Tillyard: Aristocrats. 5. Jung Chang: Wíld Swans. 6. Margaret Thatcher: The Downing Street Years. 7. Andy McNab: Bravo Two Zero. 8. Nick Hornby: Fever Pitch. 9. Quentin Tarantino: Pulp Fiction. 10. W.H. Auden: Tell MetheTruthabout Love. (Byggt á The Sundsy Times) Danmörk 1. Jung Chang: Vilde svaner. 2. Franz Kafka: Amerika. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Homer: Odysseen. 5. Anchee Min: Rod Azalea. 6. Knut Hamsun: Sult. 7. Ib Michael: Den tolvte rytter. (Byggt á Polítiken Sondag) Elsti söng- fuglinn Elsti söngfuglinn í heimi hér var ástralskur. Hann fannst ný- lega í 55 milljóna ára gömlum steinum í Ástralíu. Það / var dýrafræðingurinn Walter Boles, sem starfar við Ásti'alska safnið í Sydney, sem bar kennsl á fugl þennan en hann fann tvö bein úr honum. „Þetta eru elstu þekktu söng- fuglarnir og eru þeir næstum 25 milljónum árum eldri en þeir næstelstu,“ skrifaði Boles. Efnasambönd á Júpíter Halastjarnan Shoemaker-Levy sem rakst á reikistjörnuna Júpít- er í júní síðastliðnum með mikilli flugeldasýningu setti af stað röð efnahvarfa sem mynduðu ný efni í andrúmslofti plánetunnar. Það var Emmanuel Lellouch við stjömuathugunarstöðina í Meudon og starfsbræður hans á Spáni og í Bandaríkjunum sem fundu nýju efnin með því að rannsaka geislun frá Júpíter eftir áreksturinn. Stjörnufræðingar geta sagt til um hvaöa efnasambönd eru til á {jarlægri stjörnu eða plánetu með því að sundurgreina geislalitróf sem koma frá shkum himintungl- um. Sérhvertefni hefur eigin ein- kenni sem greinir þaö frá öörum. ff + r Guðlaugur Bergmundsson Vísindi Fótboltaaðdáendur láta illa í svefn Austur í Ástralíu býr maður nokk- ur sem heitir George. Á sínum yngri árum lék hann fótbolta og svo snar þáttur af lífi hans er þessi íþrótt enn að hann dreymir spark og pústra á nóttinni. Það er hið versta mál, að minnsta kosti fyrir eiginkonu hans, því George á það nefnilega til að sparka frá sér og slá í rúmiriu. George er haldinn sjaldgæfum sjúkdómi, svokallaðri REM-svefns hegðunartruflun, en REM-svefninn er það stig svefnsins þegar okkur dreymir. Eiginkonunni tókst að sannfæra George um að leita hjálpar sérfræðinga í svefni og svefntruflun- um sem gáfu honum lyf og allt féll í ljúfa löð. Ron Grunstein, sérfræðingur við svefntruflanadeild sem rekin er í sameiningu af háskólanum í Sydney í Ástralíu og Royal Prince Alfred sjúkrahúsinu, segir að svefntruflun- in sem hrjáir fótboltaaðdáandann George stafi af því að vegna skamm- hlaups í heilanum komi lömunin, sem alla jafna kemur í veg fyrir að sofandi menn taki virkan þátt í draumum sínum, ekki fram. Ekki er ljóst hvers vegna það gerist en Antonio Culebras, læknir við her- mannasjúkrahúsið í Syracuse í New York-fylki, segir að heilaskannmynd af fólki sem þjáist af REM-svefns hegðunartruflun sýni skemmd í brúnni, eða pons, þeim hluta heila- stofnsins sem stjórnar svefni. Skemmdin gæti hafa orsakast annað- hvort af heilablóðfalli eða slysi, telja visindamennimir. Þeir standa hins vegar alveg ráð- þrota frammi fyrir þeirri staðreynd að þessi truflun kemur oftast fyrir hjá karlmönnum, 60 ára og eldri. En hvers vegna ekki hjá konum? Svona spark er í lagi á knattspyrnuvellinum en heldur er það nú óæskilegra uppi í rúmi um nætur. „Það er vel hugsanlegt að konur komi bara ekki til okkar og kannski er þetta algengara en við höldum," segir Colin Sullivan prófessor, yflr- maður svefntruflanadeildarinnar í Sydney. „Ofbeldishegðunin beinir sjónum okkar að þessu. Kannski er þetta bara hluti hegðunarmynsturs karlmanna sem eru líklegri til að beita ofbeldi, en við vitum það ekki.“ REM-svefns hegðunartruflunin er ein af 88 svefntruflunum sem banda- rísku svefntruflanasamtökin hafa á skrá hjá sér. Hún er óvenjuleg að því leytinu til að hún snýst um of mikla virkni að næturlagi, fremur en vandamál sem koma í veg fyrir góð- an nætursvefn eða eru afleiðingar vonds svefns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.